Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM 200 Íslendingar komu til Glasgow í gær vegna landsleiksins gegn Skotum á morgun og annar eins fjöldi er vænt- anlegur til skosku stórborgarinnar í dag. Í þessum hópi er meðal annars eldri flokkur KR sem spilar gegn jafnöldrum sínum í Kilmarnock í dag, til upphitunar fyrir morgundaginn. Meðal þeirra sem koma í dag er borg- arstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, ásamt eiginkonu sinni. Þá er búist við mörgum Íslendingum víðs vegar að af Bretlandseyjum og talið að fjöldi þeirra á leiknum geti farið hátt í eitt þúsund. Ekki veitir af svo Hampden Park verði fullskip- aður eins og Skotar gera sér vonir um en áhorfendasvæðið rúmar 52 þúsund manns. Fjölmennt til Glasgow Morgunblaðið/Kristinn Bræðurnir Jóhannes og Atli Eðvaldssynir ásamt Ellen Sigríði, 10 ára dóttur Jóhannesar. Atli lék á Hampden Park í október 1984, er Ísland tapaði fyrir Skotum í HM-leik, 3:0. DAVID Winnie, fyrrverandi leik- maður KR og síðar þjálfari, er í hópi aðstoðarmanna Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skota, rétt eins og fyrir fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í haust. Winn- ie lék undir stjórn Atla Eðvalds- sonar í tvö ár og nú er hans hlut- verk að reyna að ráða í hvað fyrrum þjálfari hans er með í pokahorninu fyrir leikinn á Hamp- den Park á morgun. „Já, ég telst vera sérfræðingur Vogts í íslenskri knattspyrnu og ís- lenskum leikmönnum, reyni að sjá fyrir hvaða áætlanir Atli er með og hjálpa Vogts eftir bestu getu. Þeg- ar leiknum á Hampden er lokið er mínu hlutverki líka lokið, ég fylgi liðinu ekki til Litháens eftir helgina,“ sagði Winnie í spjalli við Morgunblaðið í gær á meðan skoska landsliðið æfði á velli Dumbarton, liðsins sem Winnie stjórnaði þar til um síðustu helgi að honum var sagt upp störfum. Winnie tók við 2. deildarliði Dumbarton í haust og liðið stendur höllum fæti í tvísýnni baráttu í deildinni. „Það er í næstneðsta sæti en deildin er ótrúlega jöfn og það gætum meira að segja ennþá komist upp í 1. deild,“ sagði Winnie. Winnie reynir að sjá við Atla  BERTI Vogts, þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu – og fyrr- verandi landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur þótt óútreiknanlegur í liðsvali sínu. Í undanförnum sex landsleikj- um Skota hefur hann notað 36 leik- menn og jafnan gert miklar breyt- ingar á milli leikja. Þegar Skotar töpuðu fyrir Írum, 0:2, í febrúar not- aði hann aðeins fimm af þeim leik- mönnum sem spiluðu besta leik liðs- ins undir hans stjórn, gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum.  FJÓRIR leikmenn til viðbótar, sem ekkert hafa spilað í þessum sex leikjum, eru í hópnum gegn Íslandi. Þar á meðal er Kenny Miller frá Wolves, sem talið er líklegt að verði í fremstu víglínu í leiknum á morgun.  CHRISTIAN Dailly, varnarmaður frá West Ham, er eini leikmaðurinn sem hefur spilað alla sex leiki liðsins frá síðasta hausti en hann hefur ávallt verið í byrjunarliðinu. Dailly skoraði einmitt fyrra markið í 2:0 sigrinum gegn Íslandi í október.  PAUL Lambert, fyrirliði frá Celt- ic, hefur spilað fimm af þessum sex leikjum, sem og Maurice Ross frá Rangers, Steven Thompson frá Rangers, Graham Alexander frá Preston og Steve Crawford frá Dun- fermline. Þeir Ross og Thompson eru í banni gegn Íslandi á morgun.  VOGTS hefur stjórnað skoska landsliðinu í tíu leikjum frá því hann tók við því fyrir ári. Þar af hafa sjö tapast, allt vináttuleikir, en sigur- leikirnir eru gegn Íslandi, 2:0, og gegn Kanada, 3:1, í vináttuleik þrem- ur dögum síðar. Að auki gerði skoska liðið jafntefli, 2:2, við Færeyinga í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.  FEÐGAR koma við sögu hjá skoska landsliðinu. Scott Gemmill, leikmaður Everton, er í hópnum og faðir hans, Archie Gemmill, er einn af aðstoðarmönnum Berti Vogts. Archie, sem lék með Derby, Nott- ingham Forest og skoska landsliðinu á áttunda áratugnum – lék á HM í Argentínu 1978 og á Spáni 1982, fylgist með skoskum leikmönnum í Englandi og gefur Vogts skýrslu um frammistöðu þeirra.  GARY Caldwell frá Newcastle og Andy Webster frá Hearts voru í gær færðir úr A-hópi Skota yfir í 21-árs landsliðið sem mætir Íslendingum í Cumbernauld í dag. Mikil forföll eru í 21-árs liði Skota, sem annar Þjóð- verji, Rainer Bonhof, stýrir, en þeir Caldwell og Webster fara aftur yfir í A-hópinn strax eftir leikinn í dag.  SIGMUNDUR Kristjánsson, leik- maður Utrecht í Hollandi, verður ekki með íslenska 21-árs liðinu gegn Skotum í Cumbernauld í dag en liðin mætast þar í Evrópukeppninni og forkeppni Ólympíuleikanna. Meiðsli á ökkla, sem Sigmundur varð fyrir á fyrstu æfingunni í Skotlandi í fyrra- dag, reyndust það slæm að hann er ekki leikfær. FÓLK JÓHANNES Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu í 27 leikjum frá 1974 til 1979 og bróðir Atla, landsliðsþjálfara, heils- aði upp á forráðamenn og leikmenn Íslands í Glasgow í gær en þar hef- ur hann verið meira og minna bú- settur í 28 ár. Jóhannes sagði við Morgunblaðið að hann hefði góða tilfinningu fyrir landsleiknum á morgun og spáði því að Ísland myndi vinna sigur, 2:1, en jafntefli yrði vissulega mjög góð niðurstaða. „Ég er mjög spenntur og er viss um að þetta verður ágætur leikur, enda eru aðstæður á Hampden Park frábærar, grasið nýtt, veðrið verður gott og ekkert því til fyr- irstöðu að spila góða knattspyrnu. Ég er viss um að ef íslenska liðið fær ekki á sig mark snemma leiks, eins og gerðist í fyrri leiknum á Ís- landi, sem var ömurlegt, þá er það með svo góða fótboltamenn að liðið á að geta gert góða hluti. Ef Íslend- ingar ná að skora og komast yfir í leiknum hafa þeir mannskapinn til staðar til að verja það forskot og vinna. Við eigum fleiri góða leik- menn í ensku úrvalsdeildinni en Skotar, sem eiga fáa menn í topp- liðum eins og staðan er í dag. Ég horfði á Skota tapa fyrir Írum, 0:2, í febrúar og eftir að Írar skoruðu 2 mörk snemma í leiknum áttu Skot- ar engin svör. Ég er bjartsýnn á góð úrslit á Hampden Park,“ sagði Jóhannes „Búbbi“ Eðvaldsson, sem gerði garðinn frægan með Celtic á milli 1975 og 1979 og gekk þar undir nöfnunum „The Iceman“ og Big Shuggy“. Jóhannes hefur trú á íslenskum sigri Vogts hefur 24 leikmenn til umráðavið Loch Lomond en þeir þurfa ekki allir að ganga undir sama æf- ingaálagið hjá þýska þjálfaranum, sem hefur óspart hvílt þá sem hafa spilað mikið að undanförnu eða eiga við smávægileg meiðsli að stríða. Þannig tóku aðeins 12 leikmenn þátt í æfingu í Dumbarton í gær, sem var opin fjölmiðlum, en flestir hinna tóku því rólega í sveitasælunni og slöpp- uðu af á vatnsbakkanum. Þar á meðal voru allir leikmenn Celtic og Rang- ers, sem hafa átt annríkt að undan- förnu. Steven Pressley, varnarmaður frá skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts í Edinborg, sem hefur verið einn lyk- ilmanna skoska liðsins í undanförn- um leikjum, var einn þeirra sem hvíldi í gær en hann á við bakmeiðsli að stríða, ekki þó alvarleg. „Vogts vill að við spilum af krafti“ Pressley sagði að skosku landsliðs- mennirnir væru hæstánægðir með undirbúninginn og bar mikið lof á Vogts. „Það er mikil reynsla að æfa undir stjórn manns sem býr yfir allri þessari þekkingu á knattspyrnunni og hver æfing hjá honum er í hæsta gæðaflokki. Margir í okkar hópi þurfa ekki að æfa tvisvar á dag en það eru allir með á nótunum um mikil- vægi leiksins sem framundan er og Vogts hefur kallað eftir því að við spilum af krafti og leikum með hjart- anu. Vonandi tekst okkur að sýna góðan leik og knýja fram sigur – ef við leikum með hjartanu fáum við áhorfendur á okkar band sem skiptir geysilega miklu máli.“ „Mikil pressa á okkur“ Pressley sagði að íslenska liðið væri sterkt, eins og það hefði margoft sýnt, og ætti frábæran leikmann í Eiði Smára Guðjohnsen. „Hann hef- ur leikið af snilld í ensku úrvalsdeild- inni og við þurfum að hafa góðar gæt- ur á honum. Það er mikil pressa á okkur en við gefum allt í verkefnið sem framundan er og ef okkur tekst að ná sex stigum í þessum tveimur leikjum gegn Íslandi og Litháen verður það frábær uppskera á þess- um 10 dögum sem liðið er saman að þessu sinni. Við áttum mjög góðan leik á Íslandi í haust, þar sýndi liðið mikinn styrk og varðist einstaklega vel, og okkur tókst að halda Guð- johnsen í skefjum,“ sagði Steven Pressley. „Slakir í síðasta leik“ Rob Douglas, markvörður Celtic, tók í sama streng. „Við vitum hvað bíður okkar og hvað við þurfum að gera. Ísland er gott lið með ágæta knattspyrnumenn sem við berum virðingu fyrir, eins og Guðjohnsen, en hann gerir ekkert einn síns liðs. Það er í okkar höndum að spila sem liðs- heild, frammi fyrir okkar áhorfend- um, sem ég vona að styðji við bakið á okkur þrátt fyrir að við værum slakir í síðasta leik okkar, gegn Írlandi. Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með fyrsta leik okkar í keppninni, gegn Færeyingum, en unnum góðan sigur á Íslandi sem okkur tekst vonandi að fylgja eftir hér í Glasgow,“ sagði markvörðurinn, sem ekki æfði heldur í gær en hann gekkst undir aðgerð á nára fyrir nokkrum vikum. Skotar hvílast í sveitasælunni fyrir leikinn gegn Íslendingum „Sex stig gegn Íslandi og Litháen frábær uppskera“ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota, heldur leikmönnum sín- um fyrir utan ys og þys Glas- gow-borgar á meðan þeir búa sig undir slaginn gegn Íslend- ingum á Hampden Park á morg- un. Skoska liðið hefur haldið til á lúxushóteli úti í sveit, við hið fallega stöðuvatn Loch Lo- mond, norðvestur af Glasgow, síðan það kom saman á mánu- dag og æfingar þess fara fram í nágrannabænum Dumbarton á norðurströnd Clyde-fjarðar. Morgunblaðið/Kristinn David Winnie, fyrrverandi lærisveinn Atla Eðvaldssonar, ræðir hér við Berti Vogts, landsliðsþjálf- ara Skota, á æfingu í gær í Dumbarton. Winnie er „Íslandssérfræðingur“ þýska þjálfarans. Víðir Sigurðsson skrifar frá Glasgow
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.