Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nudd- sokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann SOLIDEA BAS ET COLLANTS anakannanir um dæg- urmál sem gestir geta tekið þátt í og sitthvað fleira. Einnig er birt efni sérstakrar ráðstefnu um samskipti og innilokun, sem haldin var í Parma í desember með beinni þátttöku fanganna í San Vittore í gegnum Netið. Þá er hið svonefnda sannleikasvæði opið öllum „utan múra“ og þeir hvattir til þess að rita föngunum skilaboð um ákveðin þemu. Eru það ýmist hvatningarorð, fram- tíðarsýn, dagdraumar eða hvers- dagslegar lýsingar á lífinu „úti“ og hefur þátttaka frá upphafi verið góð. Nafn vefjarins, Tvisturinn (Il due), er dregið af því að fang- elsið San Vittore stendur við H ÚN Þórunn Oddsdóttir er ævinlega kölluð Tóta á Akri og verður svo nefnd í þessu sam- tali. Hún er þekkt undir því nafni á heimaslóð, en einnig sem „Tóta saumakona“, enda hefur hún sniðið og saumað klæði á margar kynslóðir bæjarbúa. „Ég er fædd á Akri á Akranesi 11. janúar 1908,“ segir hún skilmerkilega og leggur frá sér fimm prjóna og heklugarn. „Svo lærði ég að sauma í Reykjavík. Ég átti föðursystur þar og bjó hjá þeim á meðan ég lærði. Ég man nú ekki hvað ég var gömul, en ég held að ég hafi verið í sjö mánuði fyrir sunnan.“ Nýjasta tíska frá útlöndum Á morgnana hjálpaði Tóta við hús- verkin á heimilinu, en eftir hádegi sótti hún tíma í kjólasaum. „Sauminn lærði ég hjá Margréti Þorsteinsdótt- ur en svo fór ég annað til að læra að sníða. Mér fannst allt í lagi að vera í Reykjavík, úr því að ég var hjá kunn- ugu fólki.“ Þetta var á millistríðsárunum, en Tóta vill ekki gera mikið úr því að ung stúlka hafi sýnt sérstakt áræði með því að fara að heiman til náms. Hún hafði alist upp nærri Akraneshöfn, foreldrar hennar voru Oddur Krist- jánsson og Guðný Illugadóttir. „Faðir minn smíðaði báta og reri til fiskjar,“ segir hún og íhugar um stund hvort handlagnina hafi hún fengið úr föð- urætt. „En móðir mín var líka lagin og vinnusöm kona.“ Að námi loknu sneri Tóta heim til Akraness og hefur búið þar alla tíð síðan. Fyrst á Akri, en síðustu fjöru- tíu árin að Merkigerði 8. Fljótlega hóf hún að sinna saumaskap í fullu starfi og naut þar m.a. aðstoðar Áslaugar systur sinnar, en þær ráku heimili saman. „Svo hafði ég stúlkur í læri sem saumuðu hjá mér. Þær komu héðan og þaðan af landinu og dvöldu hjá venslafólki eða leigðu sér herbergi. Sumar fundu hér mannsefni og sett- ust að. Ein kom til dæmis alla leið frá Þyrilsmýri á Ströndum. Hún giftist hér bakara og býr hér enn,“ segir Tóta og brosir. Hún segir nokkrar stúlkur hafa verið hjá sér í einu, auk þess sem frænkur sínar, Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir og Valgerður Sig- urjónsdóttir, hafi sinnt saumaskapn- um um árabil, enda annríkið oft tals- vert. „Það var alveg nóg að gera. Við saumuðum mikið alls lags barnaföt, bæði kjóla og kápur. Fólkið kom með börnin til okkar og við tókum af þeim mál. Efnin kom fólk með sjálft, það var yfirleitt keypt í Reykjavík eða hér niðurfrá í Haraldarbúð sem þá var. Svo saumuðum við dragtir og kjóla á konur, þær voru úr öllum stigum þjóðfélagsins,“ segir Tóta og man ekki til þess að hafa kippt sér neitt upp við það þegar konur vildu al- mennt fara að ganga í buxum. „Við höfðum blöð sem við saumuðum upp úr, móðinsblöð frá útlöndum sem við keyptum í bókabúðinni. Svo var stundum saumað í, til dæmis með silki, og þá gerði ég mynstrin sjálf,“ útskýrir hún og kveður það sama hafa átt við um perlusauminn. Fyrstu fermingar- kyrtlarnir á landinu Ef móðinsblöðin buðu ekki upp á réttu sniðin, dóu saumakonurnar ekki ráðalausar. Það átti við í tilfelli ferm- ingarkyrtlanna, en staðfestar heimild- ir greina frá því að Tóta og stúlkurnar hennar hafi saumað allra fyrstu ferm- ingarkyrtlana á landinu, árið 1954. „Presturinn sem hér var, séra Jón M. Guðjóns- son, fékk þessa hugmynd, en áður höfðu börn alltaf fermst í sínum eigin föt- um. Við höfðum einmitt saumað mikið af ferming- arkjólum, þeir voru alltaf hvítir, oft úr silki og kápa yfir. En dóttir prestsins var sem sagt í Noregi og hún fékk þar einn kyrtil og sendi okkur. Við sprettum honum í sundur og sniðum eftir því. Síðar lánuðum við svo sniðin norður til Akureyrar,“ segir Tóta og þannig tók kyrtlahefðin smám saman að þokast um landið. Hún saumaði einnig talsvert af skírnarkjólum í gegnum tíðina og eru þá ónefndir upphlutirnir og peysufötin. „Það var kona í Reykjavík, Þorbjörg að nafni, sem gerði einu sinni handa mér íslenskan bún- ing. Ég lærði af því að skoða hann,“ rifjar hún upp og áréttar að vanda- Tóta er með Hún Þórunn Oddsdóttir sneri sér að saumaskap fyrir sjötíu árum og hefur enn ekki lagt allar nálar á hilluna. Sigurbjörg Þrastardóttir heimsótti saumakonuna sem les dagblöð – gleraugna- laust – á 96. aldursári. Synir Guðrúnar voru báðir skírðir í sama kjól og móðirin, Jón Örn árið 1986 og Þórður Ingi árið 1995. Guðrún Þórðardóttir í skírnarkjól eftir Tótu árið 1963. Upphluti þessa saumaði Tóta fyrir um áratug á frænkurnar Bjarnfríði Leósdóttur og Hallberu G. Gísladóttur, sem nú eru á menntaskólaaldri. Þórunn Oddsdóttir, Tóta á Akri, með prjónana á lofti. töfrafingur FANGARNIR í San Vittore-fangelsinu í Mílanó sitjaekki auðum höndum í klefum sínum. Ekki einasta halda þeir úti öflugu vefsetri sem vakið hefur landsathygli á Ítalíu, held- ur eiga þeir sumir þátt í fram- leiðslu stuttermabola og annars varnings sem seldur er á almenn- um markaði með áletruninni Made in Jail og er á góðri leið með að verða tískubylgja. Hinir dæmdu í San Vittore eru að eigin dómi batnandi menn og vilja sitthvað á sig leggja til þess að sanna sig á meðan þeir af- plána mislanga dóma. Þeir leggja áherslu á að þroska verkvitið og reyna ennfremur að hafa eins mikið samband við umheiminn og kostur er, svo þeir verði betur búnir undir þátttöku í samfélag- inu þegar þeir losna. Vefurinn www.ildue.it lýsir líf- inu innan fangelsismúranna og við hann vinna á bilinu 10–20 fangar. Ritstjóri er blaðakonan Emilia Patruno sem sinnir starf- inu í sjálfboðavinnu og hefur hlotið lof samborgara fyrir. Á vefnum er sett fram fjölbreytt efni; greinar um dóms- og fang- elsismál, ljóð og frásagnir fanga, flóttafréttir fá ýmsum heims- hornum, heimspekileg úttekt á hugtökum á borð við frelsi, skoð- Piazza Filangieri 2. Með því að nota húsnúmerið táknrænt í vef- slóðinni, sem skoða má hvarvetna í umheiminum, segjast fangarnir að vissu leyti komast „út úr hús- inu númer tvö“. Slagorð gegn stríði í Írak En auk vefsetursins standa fangarnir fyrir ýmiss konar ann- arri útgáfu. Á næstunni koma út tveir geisladiskar með ljóðum eft- ir innanbúðarmenn, auk þess sem uppskriftabók er í farvatninu. Þá er ónefndur Sisto nokkur Rossi sem getið hefur sér gott orð fyrir nákvæm líkön af fangelsisklefum, sem hann setur saman úr af- gangspappa og öðru sem til fell- ur. Líkönin eru 15 x 15 sentimetr- ar að stærð, þykja listasmíð og Hugarflug í fangelsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.