Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ V IÐ byrjum á orðinu sjálfu. Að vera „femínisti“ hefur haft á sér nokkuð neikvæðan stimpil. Gerður: Það hafa verið notuð ýmis orð og gjarnan verið neikvæður stimpill á þessum orðum. Fyrst var það kven- réttindakona, svo rauðsokka og kvennalistakona og nú femínisti. Alltaf er það einhver hópur sem þolir ekki þessi orð og hvað þá konurnar sem eru nefndar þeim. Það er auðvitað barátta á hverjum tíma að láta umheiminn skilja hvað er átt við. All- ar þessar konur sem báru þessi heiti voru að berjast fyrir réttindum og stöðu kvenna og að það sem konur stæðu fyrir yrði sýnilegt. Katrín: Í mínum huga stendur orðið femínisti fyrir manneskju sem vill jafnrétti kynjanna. Það er bara svo einfalt. Femínistar geta bæði verið karlar og konur. Orðið hefur neikvæða ímynd af því ég held að þeim sem vilja viðhalda núverandi ástandi, gangi betur að markaðssetja þessa nei- kvæðu ímynd heldur en okkur gengur að mark- aðssetja þá jákvæðu. Ég skil ekkert í því af hverju allir vilja ekki kenna sig við orðið. Ég fæ spurningar eins og: „Ertu að berjast fyrir sér- hagsmunum kvenna, ertu að berjast fyrir for- réttindum, ertu ekki bara kvenremba?“ En þetta er náttúrlega gjörólíkt. Femínismi á ekkert skylt við kvenrembu. Valgerður: Ég segi það sama og Katrín, fem- ínismi er ekki kvenremba. Það er ótrúlega mikill misskilningur hjá svo mörgum. Það eru margir pirraðir út í þetta orð og segjast vera jafnrétt- issinnaðir en ekki femínistar. Femínismi er nátt- úrlega bara það að gera sér grein fyrir að það er ekki jafnrétti kynjanna og vera tilbúinn að berj- ast fyrir því og gera sér grein fyrir því að það eru konur sem ekki njóta réttinda á við karla. Ragnhildur: Ég hef ekki hugmynd um hvað það er að vera femínisti en ég veit bara það að í hvert skipti sem ég segi eitthvað sem skilur mig frá gólfmottu, kallar fólk mig femínista. Rithöf- undurinn Rebecca West sagði þetta árið 1913. Ég gríp oft til þessarar skýringar. Það sem ég er ánægðust með í sambandi við Femínistafélagið er þetta viðhorf: Ég er femínisti og er stolt af því. Við eigum að hætta að biðjast afsökunar á því. Gerður: Ég held að þannig hafi kvenréttinda- konur alltaf verið, stoltar. Við í Rauðsokkahreyf- ingunni vorum mjög stoltar af því sem við vorum að gera. Okkur fannst við ofsalega klárar. Ragnhildur: Mér fannst þið líka æðislega smartar. Þess vegna skil ég ekki það sem sagt er að þið hafið verið púkalegar. Þetta var tíska þess tíma. Gerður: Fötin voru tíska þess tíma, mussur, gallabuxur og klossar. En það var alltaf hengt á Rauðsokkurnar. En við í Rauðsokkahreyfing- unni gerðum alveg í því þegar við fórum á fundi til að kynna hvað við værum að gera, að ein eða tvær voru rosalega fínar, ekki í mussu og galla- buxum. Bara til að sýna hvað það væri fráleitt að fötin skiptu máli. En mér dettur í hug Valgerður, af því þú segir að sumir segi að þeir séu jafnrétt- issinnar en ekki femínistar, er þá í lagi að vera jafnréttissinni? Valgerður: Já, það er allt í lagi. Katrín: Það þykir vont að vera ekki jafnrétt- issinni. Það eru margir sem segja við mig: „Ég er mikill jafnréttissinni og allt það en mér finnst engin þörf á sérstökum femínisma.“ Þá fer mað- ur að útskýra að jafnrétti er svo miklu víðara hugtak. Það nær yfir alla hópa og breytur eins og kynþátt, kynhneigð, trúarbrögð, fötlun og fleira. Allir þessir hópar eru með hagsmunasam- tök til að berjast fyrir sínum rétti og auðvitað verðum við að hafa það líka. Valgerður: Það felst heldur ekki í orðinu jafn- rétti að maður viðurkenni að konur séu „kúgaði“ hópurinn. Jafnréttissinni gæti þess vegna álitið að karlar væru sá hópur. Ragnhildur: Það má samt ekki gleyma því þegar við tölum um þessa hópa að yfirleitt er staða kvenna í þeim öllum lakari en staða karla. Það er svo mikilvægt að horfa á þetta frá sjón- arhorni femínismans, til að gleyma ekki kynja- vinklinum. Gerður: Ef við skoðum allar stjórnmálastefn- ur; kapítalisma, sósíalisma, einræði og öll svið samfélagsins; viðskiptalífið og pólitíkina. Alltaf er það karlveldið sem ræður. Alls staðar eru konurnar minni máttar, á öllum þessum sviðum. Valgerður: Alltaf einu þrepi neðar. Gerður: Já, nákvæmlega. Femínisminn er þá andstaðan við þetta karlveldi alls staðar. Ég vil koma því að í þessa umræðu að við verðum að þekkja söguna. Ég vil hvetja ykkur til að kynna ykkur sögu kvennabaráttunnar. Annars erum við alltaf að endurtaka sömu hlutina og komumst hægar áfram. Ég rak mig á þetta. Við í Rauð- sokkahreyfingunni vildum ekkert vita af Kven- réttindafélaginu. Það var bara gamaldags og við vorum nýtt afl með nýja hugsun. Við vissum að þær höfðu barist fyrir kosningaréttinum en við vorum bara ekkert að hugsa um það. Svo komst ég að því þegar á leið, hvað þetta var vitlaust. Að kynna sér ekki á hvaða hindranir þær rákust, því auðvitað rákumst við svo á sömu hindranir. Þó að það sé auðvitað mismunandi hvaða baráttu- mál eru á oddinum á hverjum tíma. Mér finnst kvennabaráttan hafa gengið hægt. Ég þoli ekki að launamisréttið sé enn eins og það var. Ragnhildur: Já þá voru sérstakir kvenna- og karlataxtar og öllum fannst það allt í lagi. En við sjáum mun á launamun kynjanna hjá Reykjavík- urborg frá árinu 1995 þegar hann var 15,5% og til ársins 2001 þegar hann var orðinn 7%. Gerður: Þetta er hjá opinberum starfsmönn- um en launamisréttið er ekki síst í einkageir- anum. Valgerður: Er það ekki líka út af launaleynd- inni? Ragnhildur: Ég var að vitna í það að með markvissum aðgerðum eins og hjá Reykjavík- urborg er hægt að minnka launamuninn þetta mikið. Á meðan aðrir hafa ekki gert neitt mark- visst. Ég bíð spennt eftir lærðum ritgerðum um það hvaða máli það skipti að femínisti var borg- arstjóri í Reykjavík í níu ár. Gerður: Ég fullyrði að það skipti máli. Hjá borginni var hægt að jafna hlut kvenna í stjórn- unarstöðum með markvissum aðgerðum. Ég fullyrði að áherslan á launajafnréttið kom af því borgarstjóri markaði stefnu um það, sem og þessi áhersla á að fjölga kvenstjórnendum. Katrín: Það þurfti femínista til. Hvað um femínista í einkageiranum? Katrín: Þeir eru ekki í stjórnunarstöðunum og hafa ekki með launin að gera. Gerður: Launaleyndin gerir þetta líka svo erf- itt. Hjá opinberum starfsmönnum er þetta sýni- legra. Í einkageiranum veit enginn um launin. Katrín: Mér finnst launaleyndin slæm og mjög óþægilegt að vita ekki hvaða laun eru sanngjörn og hvaða laun eru í gangi fyrir hvaða vinnu. Ég las einhvern tíma um könnun sem sýndi að flestir starfsmenn halda að þeir séu með lægri laun en næsti starfsmaður. Launaleyndin er ekki til þess fallin að starfsfólk sé ánægt með launin sín og finnist það fá vel borgað, heldur hefur það á til- finningunni að sá næsti sé með hærri laun. Ragnhildur: Hún dregur sem sagt ekki úr óánægjunni. Gerður: Það þurfa bara fleiri konur að hafa þau völd sem hafa áhrif á launin. Katrín: Það þarf fleiri femínista, hvort sem það eru konur eða karlar. Það er nauðsynlegt að stjórnendur spái í þessi mál. Ef stjórnendur vilja hafa jöfn laun á milli kynjanna og skoða tölur með gagnrýnu hugarfari, hafa þeir tækifæri til að breyta því. Ragnhildur: Nú er þetta líka í landslögum, sambærileg laun fyrir sambærilega vinnu. Öll fyrirtæki sem eru með fleiri en 25 starfsmenn eiga að gera jafnréttisáætlun. Flest minnast á launastefnu í jafnréttisáætlun þannig að fyrir- tækin verða að axla ábyrgð og kíkja á launasetn- inguna hjá sér. Eru þau markvisst að hygla körl- um eða er þetta bara tilviljanakennt? Katrín: Já, en það þarf náttúrlega eftirlit með því og á meðan eftirlitið er ekkert, er voðalega erf- itt að framfylgja því. Fyrirtæki ættu t.d. að setja upplýsingar í ársskýrslu sína eða upplýsa starfs- mennina um ástandið á viðkomandi vinnustað. Valgerður: Er ekki líka algengt að fram- kvæmdastjórinn sjálfur titlar sig jafnréttisfull- trúa. Og þá á allt að vera í lagi. Er ekki hægt að gera kröfu um að jafnréttisfulltrúar séu með ein- hverja menntun í félagsfræði eða kynjafræði til dæmis? Hvernig er hægt að valda hugarfarsbreyt- ingu? Gerður: Svona hreyfingar, eins og til dæmis Femínistafélagið, eru náttúrlega að reyna að breyta hugarfarinu. Þetta hefur gengið í bylgj- um og hreyfingarnar hafa beitt mismunandi að- ferðum, mjög ólíkum aðferðum. En það er engin ein aðferð sem dugar. Mér finnst konur hafa reynt allar aðferðir. Valgerður: Ég held það þurfi líka fræðslu. Að byrja snemma. Ég sé það af því ég er svo ung. Núna árið 2003 er fullt af strákum og stelpum sem halda að það sé jafnrétti og vita svo lítið um Gerður G. Óskarsdóttir, 59 ára Fræðslustjóri í Reykjavík. Doktorspróf í stjórnun og stefnumörkun í menntamálum frá Kaliforníu- háskóla í Berkeley í Bandaríkjunum. Hefur starf- að sem kennari, skólastjóri, skólameistari, kennslustjóri í kennslufræðum við Háskóla Ís- lands og ráðgjafi ráðherra í menntamálaráðu- neyti. Höfundur námsefnis um jafnréttismál og leiðbeiningabæklinga fyrir kennara. Formaður jafnréttisnefndar Neskaupstaðar 1976–1983 og formaður áhugahóps um framgang Kvenna- sögusafns Íslands 1988–1996. Gerður var ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar árið 1970 og var virk í starfi þar. Valgerður Pálmadóttir, 19 ára Nemi á félagsfræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð. Einn af ritstjórum skólablaðsins Beneventum og hefur sótt fundi Bríetar – fé- lags ungra femínista undanfarin tvö ár. Hún hefur beitt sér fyrir jafnrétti innan MH og m.a. skrifað um femínisma í Beneventum. Katrín Anna Guðmundsdóttir, 33 ára Viðskipta- og markaðsfræðingur frá University of Kansas í Bandaríkjunum. Verkefnisstjóri og ráð- gjafi hjá Landsteinum Ísland hf. Katrín hefur ekki látið til sín taka innan samtaka eða á opinberum vettvangi en alltaf í sínu nánasta umhverfi, svo sem á vinnustað og meðal vina og kunningja. femínisti Vorið er að koma og margt bendir til að það verði femínista- vor. Steingerður Ólafsdóttir gáði til veðurs með hjálp fjög- urra kvenna, sem sögðu m.a. að illu heilli væri karlaveldið enn við lýði í pólitíkinni, viðskiptalífinu og á flestum sviðum sam- félagsins – þrátt fyrir að sannir karlar væru femínistar. „Ég hef alltaf ínisti en kallaði framan af. Um t fyrst að spá í sj femínisti og fle í orðabók. Þar s laggott að fem manneskja sem kynjanna. Upp f verið ákaflega vera femínisti. viðað að mér ö hef fundið um f segja að þar me nýr heimur og é skilja margt mu „Ég hef verið kona alla tíð sí uðum Rauðsok og það sem ge ínista er mikil kennd.“ „Ég held ég hafi ávallt ver- ið femínisti. Ég sá ljósið á kvennafrídaginn 24. októ- ber 1975, í kvenmergðinni á Lækjartorgi. Ég gekk sam- dægurs í Rauðsokkahreyf- inguna og var með þeim yngstu, 16 ára, en fann aldr- ei fyrir kynslóðabili. Það að hafa tekið þátt í kvennabar- áttunni hefur mótað allt mitt líf og lífsviðhorf.“ Ragnhildur Vigfúsdóttir, 43 ára Deildarstjóri starfsþróunar hjá Landsvirkjun. Meist- arapróf frá New York-háskóla í sögu og safnfræðum. Ritstýra Veru 1990–1995 og í framboði fyrir Kvenna- listann 1995. Jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrar 1995–1998. Höfðaði mál gegn Akureyrarbæ á þeim forsendum að laun hennar væru lægri en karlkyns stjórnanda hjá bænum og vann málið. Í kjölfarið hófst málahrina gegn bænum og fengu fjórir kven- kynsstjórnendur þar leiðréttingu sinna mála. FLOTT AÐ VERA „Ég er alin upp af femínista svo að ég kynntist umræðum um femínisma eða kvenrétt- indi fljótt. Á heimili mínu hafa verið heitar umræður um alls konar mál, þ.á m. femínisma, alveg frá því að ég man eftir mér. Ég hef ein- hvern veginn alltaf verið sú eina í mínum vinahópi sem hefur eitthvað spáð í kynja- misrétti, þar til nú.“ Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.