Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 5
hundruð sumur? Mér finnst þetta hryllileg afturför og mér bregður mjög að heyra af þessu blaði. Ég hélt að þetta væri ekki svona slæmt. Katrín: Það sem mér brá mest við þetta blað er að skólakrakkarnir eru að sitja fyrir á mjög erótískum myndum. Ég skil ekki að foreldrar leyfi börnunum að fara í svona myndatöku. Valgerður: Þau eru náttúrlega orðin eldri en 18 ára og „mega“ hátta sig fyrir framan myndavélina. Katrín: Þetta er frelsið sem allir eru að predika. Það er nátt- úrlega gjörsamlega komið út í öfgar að segja að konur hafi frelsi til að fara úr fötunum en það virðist vera miklu minna frelsi til að vera í fötunum. Þriðja bylgja femínismans Það sem kallað hefur verið femínistavorið núna er hluti af þriðju bylgju femínismans, en Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir gerði m.a. grein fyrir þriðju bylgjunni í 1. tbl. Veru á síðasta ári. Fyrsta bylgjan var þegar barist var fyrir kosningarétti kvenna um og eftir aldamótin 1900, önnur bylgjan á rætur sínar að rekja til kvennahreyfinga á 7. og 8. áratugnum og þriðja bylgjan i upptök sín í háskólum og hefur nú verið tengd við Netið og alþjóðavæðinguna, margbreytileika og að sameina fræði, pólitík og grasrótarhreyfingu. Gerður: Já, mér finnst gagnlegt að skilgreina þetta svona. Það er eins og um það bil hálf öld á milli tíma- bilanna. Katrín: Þetta kemur kannski líka svona í bylgjum af því að þegar einhver ár- angur næst, róast fólk og verður ekki eins reitt. Ragnhildur: Sofnar á verðinum. Katrín: Já, ein- mitt. Svo verðum við aftur svolítið reiðar og þetta byggist smátt og smátt upp. Ragnhildur: En þegar við er- um að tala um femínistavor, meg- um við ekki gleyma því sem hefur verið að gerast undanfarin ár. Það hefur kannski verið lægð í kvennabarátt- unni en það hefur ýmislegt ver- ið í gangi eins og Rannsóknarstofa í kvennafræðum og kynjafræðin í Háskólanum. Þetta er mikil vítamín- sprauta inn í kvennabaráttuna. Hjá Reykjavíkurborg hefur verið unnið markvisst að jafnréttismálum og verkefni eins og Hið gullna jafnvægi hefur haft mikil áhrif víða. Stígamót og Samtök um kvennaathvarf vinna gott starf og svo mætti lengi telja. Gerður: Mér finnst gaman að kalla þetta vor. Þá hugsar maður sér að kvennabaráttan sé í árstíð- um. Það er vetur, sumar, vor og haust. Nú er uppsveifla, vorið og sumarið en svo kemur haust hjá Femínistafélaginu líka og það kemur vetur og þá rís upp eitt- hvert nýtt afl, gjarnan með nýju nafni og við höldum áfram í bar- áttunni. Valgerður: Það má samt ekki gefast upp. Gerður: Nei, ég kalla þetta ekki að gefast upp. Mér finnst þetta allt í lagi. Ég hefði ekki viljað að Rauðsokkahreyfingin væri til núna, hún gæti það ekki. Kvenréttindafélagið reyndar lifir enn en það átti sitt tímabil þar sem það var mjög öflugt. Svo kom haust hjá því sem stendur kannski enn. Katrín: Núna held ég að stór ástæða fyrir því að konur eru svona reiðar er öll þessi klám- væðing. Konur eru að vakna til vitundar núna. Mér finnst allt annað að tala um klámvæð- inguna núna en fyrir tveimur til þremur árum. Þá var það al- gjört tabú að minnast á þetta en í dag eru margir orðnir sam- mála um að þetta sé algjörlega út í hött. Ragnhildur: Í hádeginu í dag í vinnunni var farið að tala um barnafatatísku og allt þetta sem við lesum á femínistapóst- listanum. Ég var ekki með það á hreinu að svona umræða væri líka komin inn í mötuneytin á vinnustöðunum. Þannig að ég held að flestir séu búnir að fá sig fullsadda af þessu. Gerður: Það er náttúrlega verið að markaðs- gera konuna. Hún er eins og hver önnur vara, bara eins og þetta glas sem er selt. Við börð- umst gegn þessu í Rauðsokkahreyfingunni og til dæmis gegn fegurðarsamkeppnum. Rauð- hverju þarf að berjast fyrir til að ná jafnrétti kynjanna. Í staðinn fyrir að eyða orkunni í allt þetta fullorðna fólk ætti kannski að byrja neðst og fræða börn. Gerður: Já, það er í aðalnámskrá og ég og fleiri höfum reynt að skrifa námsefni og hand- bækur fyrir kennara. En þetta gengur hægt. Ragnhildur: En ég er oft að pæla í hvaðan þessar hugmyndir koma. Ég á þriggja ára stelpu og hún og frændi hennar þremur mánuðum eldri voru að labba niður stigann og heyrðist á tal þeirra þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði að verða mótorhjólatöffari. „Já,“ sagði dóttir mín. „Þegar ég verð stór ætla ég að verða prins- essa.“ Nokkrum mánuðum seinna voru þau aftur að spjalla og þá ætlaði hann að eiga beltagröfu og hún að vera Barbí. Ég vil ekki meina að ég ali hana upp svona. Katrín: Ég veit um stelpu sem var að verða þriggja ára og frænka hennar spurði hana einu sinni hvað hana langaði í í afmælisgjöf. Hún vildi bíl en frænkan spurði þá hvort hún vildi ekki eitt- hvað meira svona stelpudót. Litla stelpan hugs- aði sig um í smástund og sagði svo: „Jú, þá vil ég fá brjóstahaldara.“ Gerður: Það er svo margt sem við höfum ekki áhrif á, svo mikið sem kemur utan frá. Katrín: Eins og til dæmis ævintýrin frá Disn- ey. Lögin eru til Ragnhildur: Ég held að það sé líka mikilvægt að nota það sem er til. Að ætlast til þess að lögum og reglugerðum sé fylgt. Þegar sagt er „jafnrétt- islög voru brotin,“ af hverju eru ekki sagt „lög voru brotin,“? Það er eins og jafnréttislög séu eitthvað óæðri lög og margir halda til dæmis að þau gildi ekki á einkamarkaðnum heldur bara fyrir ríki og borg. Valgerður: Í sambandi við fræðsluna, þá eru svo margir sem vilja ekki taka afstöðu. Lang- flestir kvenkennarar mínir segja að þeir vilji ekki taka neina afstöðu í sambandi við jafnrétt- ismál og ekki láta bendla sig við neitt. Mér finnst eins og það sé litið á femínisma eins og sér stjórnmálaflokk og með því að taka afstöðu séu kennarar með heilaþvott. Ragnhildur: Mér fannst mjög sláandi þegar ég sat í stjórn Kvenréttindafélagsins og í rit- nefnd 19. júní að það var alltaf verið að passa flokkadrætti og það mátti ekki halla á neinn nema kannski helst Kvennalistann. Þannig að það virðist sem svo að femínisminn sé oft það eina sem hallar á, er tabú og má ekki tala um. Hvernig er staða femínism- ans meðal yngsta fólksins? Valgerður: Þegar Bríet var stofnuð árið 1998 var búinn að vera mjög dauður tími í kven- réttindamálum. Ég hef fundið fyrir frekar neikvæðum hug- myndum um Bríeti frá jafn- öldrum mínum. Ímyndin er að flestar séu með litað svart hár, með svört þykk gleraugu, allt- af í svörtum fötum, loðnar undir höndunum, ekki að það sé neitt mikið mál, helmingur- inn lesbíur og að við hötum stráka. Mér finnst náttúrlega flott að vera femínisti. En svo er alltaf þessi gagnrýni á að strákum er ekki hleypt inn í félagið. Það hefur bara enginn lýst yfir einlægum áhuga á að ganga í félagið og berjast fyrir réttindum kvenna. Ég hef líka heyrt þá gagnrýni að þetta sé bara saumaklúbbur sem komi engu í verk og noti rangar að- ferðir. Það sem mér finnst mikilvægast er að vekja umtal og umræðu í þjóðfélaginu. Ragnhildur: Ofsalega er lít- ið umburðarlyndi gagnvart því að vera loðin undir höndunum. Hverjum kemur það við? Valgerður: Hárvöxtur er mjög mikið mál. Svo er verið að tala svo mikið um hvað er stelpulegt og hvað er stráka- legt, eða karllegt og kvenlegt. Hvað kynin séu nú ótrúlega ólík. Verslóskólablaðinu var til dæmis skipt í strákahluta og stelpuhluta. Gerður: Ha? Og hver er munurinn á efninu? Valgerður: Í strákahlutan- um var til dæmis viðtal við Ron Jeremy og önnur grein þar sem strákar voru spurðir hvaða típu af stelpu þeir vildu vera með og stelpurnar þannig flokkaðar. Stelpumegin var verið að tala mikið um ofát og anorexíu. Gerður: Mér finnst alveg ótrúlegt að heyra þetta. Hvert hefur verið okkar verk í sjö DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 B 5 sokkahreyfingin drap þær ef svo má segja í mörg ár. Ein herferðin okkar var svo hörð að það voru ekki haldnar fegurðarsamkeppnir á Íslandi í allt að tíu ár held ég. Þegar þær risu upp aftur voru þær orðnar enn sterkari og meiri en nokkru sinni fyrr. Við vorum með aðgerðir eins og þegar við fórum upp á Akranes þar sem verið var að kjósa ungfrú Vesturland. Við fórum með kálf og stóðum með kálfinn fyrir utan og krýndum hann um leið og verið var að krýna fegurðardrottninguna. Þarf ekki að grípa til svipaðra áberandi aðgerða eins og Rauðsokkurnar gerðu? Allar: Jú. Katrín: Vonandi verður hægt að virkja konur með Femínistafélaginu og koma því einhvern veginn að að það sé flott að vera femínisti. Breyta viðhorfinu. Ég held að við sem neytendur getum komið sterkt inn. Við getum sett vörur í viðskiptabann. Neitum að kaupa, það hefur áhrif. Valgerður: Klámið teygir sig svo víða og klám- væðingin birtist í auglýsingum. Eins og til dæmis í auglýsingum Flugleiða. Katrín: Og trópíauglýsingum til dæmis. Valgerður: Kynlífsvæðingin er svo víða, það er ekki bara spurning um klám. Vegna reynslu minnar við afgreiðslustörf hef ég heimildir fyrir því að það sé yfirlýst stefna hjá mörgum fyr- irtækjum að ráða stelpur, myndarlegar stelpur í afgreiðslustörf af því að markaðskannanir hafi sýnt að það selji betur. Þar er klárlega verið að selja út á kynþokkann. Katrín: Konur eiga fullt af peningum. Ef við segjum nei, við ætlum ekki að láta selja okkur á þessum forsend- um, þá verður markað- urinn að breytast. Einu hagsmunirnir sem fyrirtækin hafa er að selja og það sem sel- ur er notað. Þá kem- ur að ábyrgð neyt- andans. Ef við föllum alltaf fyrir þessari markaðs- setningu og ef við kaupum á þessum for- sendum, verður þetta líka markaðssetningin sem við fáum. Gerður: En af hverju eru það konur sem klæða litlu stelpurnar sínar svona berar á milli laga. Bara pínulitlar? Mér finnst ömurlegt að koma í grunn- skóla og sjá stelpur tíu, ellefu og tólf ára um hávetur með beran maga. Af hverju gera konur þetta? Valgerður: Á barnabol frá Hagkaup stóð einu sinni „Porn Star in training“. Ragnhildur: Það er erfitt að fá heið- arleg nærföt á stúlkubörn. Þetta er allt orðið toppar og eitthvað. En það sem er svo sláandi með okkur Íslendinga er að við erum alveg ómeðvitaðir neytendur. Það er ofsalega erfitt að kalla á neyt- endur til að sniðganga ákveðnar versl- anir. Ef það kemur við budduna okk- ar … Katrín: Núna þurfum við bara hávær- ar raddir til að fræða fólk og koma þess- um skilaboðum á framfæri. Ragnhildur: Foreldrar hafa getað sam- einast gegn vímuefnum. Þarf ekki að verða eins vitundarvakning gagnvart kláminu? Og hinar kinka kolli. Katrín: Ég held að fræðsla um allt það sem er að baki klámi breyta miklu, hvað þetta er ljótur heimur í rauninni. Annað er að passa upp á að þetta verði ekki þjóðfélags- lega viðurkennt, að það þyki ekki í lagi að vera neytendur kláms. Mér finnst neytend- ur kláms vera stór markhópur fyrir það sem við viljum koma á framfæri. Ef það er engin eftirspurn, þá er ekkert framboð heldur. Það þarf líka að breyta viðhorfinu þannig að um leið og konur opna munninn um þessi mál verði þær ekki stimplaðar sem teprur eða kvenrembur. Ragnhildur: Svo fer þetta líka alltaf í hártoganir um hvað er klám og hvað er ekki klám. Hvað má og hvað má ekki. Katrín: Og ef það eru karlar sem þora að tala opinberlega á móti klámi, held ég að það sé mjög góð fyrirmynd fyrir aðra karlmenn. Það er ekki nóg að við konur séum fyrirmyndir fyrir þá, þeir þurfa að fá sínar eigin fyrirmyndir. Ég held að það sé pressa á karlmenn með allt þetta kyn- líf. Þeir eiga að vera að hugsa um kynlíf 24 tíma á dag. Það eru bæði aðrir karl- menn sem setja pressuna, fjölmiðlar og þjóðfélagið almennt. Ragnhildur: Það er svo sláandi hvað löggjafinn er slappur. Klám er bannað en það virðist ekkert vera hægt að gera. Sveitarfélögin hafa reynt að banna einka- dans en löggjafinn þarf líka að gera eitt- hvað. Gerður: Og svo er einkadansi breytt í nudd. Þetta rís upp undir öðrum for- verið fem- i mig ekki slíka tvítugt fór ég jálft orðið etti orðinu upp stóð stutt og ínisti væri m vill jafnrétti frá því hef ég stolt af því að Síðan hef ég llu efni sem ég femínisma. Má eð hafi opnast ég lært að un betur.“ ð kvenfrelsis- íðan við stofn- kkahreyfinguna erir mig að fem- réttlætis-  Hversdagsklæðn- aður um 1900 og í byrjun 21 aldar. Gamli búningurinn er úr Árbæjarsafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.