Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „NÚTÍMA útfærsla á íslenska skautbúningnum,“ segir Sonja Bent Þórisdóttir um mosagrænar, að- sniðnar flíspeysur, sem hún hannaði á sig og sam- starfsmenn sína á Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Frá áramótum hefur miðstöðin heyrt undir nýja stofnun Reykjavíkurborgar, Höf- uðborgarstofu. Breytingar eru bæði hið innra og ytra því um mánaðamótin flyst starfsemin í eitt gömlu Geysishúsanna á horni Vesturgötu og Að- alstrætis. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á húsunum og þau færð í eins upprunalegt horf og hægt er með tilliti til þess að geta hýst fjölþætta starfsemi að hætti nútímans. Allt í stíl Sonju fannst tilhlýðilegt að samtímis yrðu starfsmenn færðir í nýjan búning, þjóð- legan en jafnframt nútímalegan og þægi- legan – rétt eins og húsakynnin. Hún viðr- aði hugmyndina við Svanhildi Konráðsdóttur, forstöðumann Höfuðborg- arstofu, sýndi henni teikningar og vinnu- lýsingu og hófst handa við verkið að fengnu samþykki hennar. „Frá upphafi var alltaf talað um peysu, að minnsta kosti var ljóst að við vildum ekki stífar dragtir í líkingu við flug- freyjubúninga. Hönnunin tók ýmsum breyt- ingum á vinnsluferlinu, til dæmis hafði ég fyrst séð fyrir mér prjónaða peysu úr mjólkurhvítri ís- lenskri ull. Þá velti ég fyrir mér að nota ofið, ís- lenskt ullarefni, en þar sem lítið framboð er af slíku efni ákvað ég á endanum að nota flís, sem virðist endalaust vera í tísku. Mosagræni liturinn varð svo ofaná því hann er í stíl við innrétting- arnar og litina á veggjunum,“ segir Sonja. Handgerði lykkjusaumurinn í hálsmálinu og á bakstykkinu er úr íslensku bandi og dregur mynstrið dám af skautbúningnum. Hugmyndina fékk Sonja þeg- ar hún skoðaði myndir af búningnum á heimasíðu Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Stærsta verkefnið fram til þessa „Mynstrið er svolítið mismunandi, hálfgert spuna- mynstur, sem ég sauma út eftir eigin höfði eða með til- liti til óska hvers og eins. Að öðru leyti eru peysurnar alveg eins og saumaðar í þremur, stöðluðum stærðum,“ upplýsir Sonja, sem nú er langt komin með stærsta verkefni sitt á sviði fatahönnunar fram til þessa. Hún er samt enginn nýgræðingur þótt hún hampi ekki prófskírteini í faginu – ekki ennþá að minnsta kosti. „Ég útskrifaðist af ferðamálabraut Mennta- skólans í Kópavogi í fyrra, en er fatahönnuður af guðs náð,“ segir hún eins og í gríni og kveðst hafa hannað og saumað flíkur á sjálfa sig, vini og vandamenn frá unga aldri. Auk þess hafi hún í félagi við tvo fatahönn- uði staðið fyrir tískusýningu á eigin hönnun fyrir nokkrum árum og á tímabili selt í Gallerí Mót, sem þá var og hét. Nám í fatahönnun og klæðskeraiðn í Kaupmanna- höfn er næst á dagskrá, en áður þarf hún að standa skil á ellefu peysum til viðbótar þeim þremur sem þegar eru tilbúnar. „Starfsmenn Höfuðborgarstofu eru sjö talsins en við fjórar sem vinnum á Upplýsingamiðstöð- inni verðum í peysunum. Hver og ein fær tvær peysur til skiptanna og sex sumarstarfsmenn, sem senn koma til starfa, fá eina hver.“ Peysurnar eru óneit- anlega nokkuð kven- legar, en Sonja fullyrðir að karlkyns starfsmenn verði ekki skildir eftir útundan. Þeir fái peys- ur sem verði nútímaleg útfærsla á þjóðbúningi karla. „Seinna meir verða búnar til sér- stakar nælur með gömlu íslensku rúninni Vegvísi og verða þær nældar ofarlega fyrir miðju á peys- unum til að gefa þeim enn þjóðlegra yfirbragð,“ segir Sonja og bætir við að hugmyndin að rún í nælu hafi skot- ið upp kollinum eftir að hún hafði hafist handa við saumaskapinn og verði því ekki tilbúnir áður en Höfuð- borgarstofa tekur til starfa í nýja húsnæðinu. „Nælurnar eru táknrænar fyrir starf okkar, sem vinnum við að vísa innlendum sem erlendum ferðamönnum veginn,“ segir Sonja. STARFSMANNABÚNINGURINN – Mosagræn flíspeysa í stíl við innréttingar og litina á veggjunum á vinnustaðnum. Morgunblaðið/Kristinn Handgerður lykkjusaumur í hálsmáli og á bakstykki dreg- ur dám af skautbúningnum. Sonja Bent Þórisdóttir hannar föt og vísar innlendum og er- lendum ferðamönnum veginn. VEGVÍSIR – Um Vegvísi segir í Galdraskræðu (1940): „Ef mað- ur ber þennan staf á sér , mun maður trauðla villast í hríð, eða verða úti, og eins rata þó maður sé ókunnugur.“ Þjóðlegt og þægilegt vjon@mbl.is H Ö N N U N merkjum þrátt fyrir lög og reglu- gerðir. Katrín: Það þarf líka að koma fleiri konum að innan löggjafarvaldsins. Ég held reyndar með klámvæð- inguna að við séum afskaplega sof- andi. Við vitum hvernig þróunin hef- ur verið í löndunum í kringum okkur. Af hverju erum við ekki búin að loka fyrir þessar holur sem eru í lögunum til að sama þróun geti orðið hér til dæmis í sambandi við vændi? Í stað- inn er alltaf beðið þangað til þetta er komið og þá er eitthvað gert. Ragnhildur: Væri staðan önnur ef femínisti hefði setið í stól dómsmála- ráðherra? Gerður: Ef við hefðum ætlað að stoppa klámvæðinguna á Íslandi með boðum og bönnum hefði það verið eins og að standa niðri í fjöru og ætla að stoppa ölduna sem fer á land. Katrín: Við hefðum ekki getað stoppað hana en það hefði verið hægt að setja lög. Gerður: Lög um jafnrétti breyttu ekki miklu í sjálfu sér, það þurfti bar- áttu í kringum þau. Ragnhildur: En við hreinsuðum nú strandlengjuna þannig að skítur- inn flýtur ekki lengur upp á land með öldunni. Gerður: En ef þetta væri algjör- lega bannað, lögin væru sterk og lög- reglan virkilega lokaði öllu, þá væri þetta bara neðanjarðar. Katrín: Mér finnst betra að það sé lítið neðanjarðar en mikið uppi á yf- irborðinu. Gerður: Ef eftirspurnin er svona mikil, sjá karlarnir þá ekki fyrir því að þeir fái þessa þjónustu sem þeir sækjast eftir? Katrín: Ég held að karlmenn myndu ekki fara á þessa staði ef þjóðfélagið myndi ekki viðurkenna þetta svona mikið. Valgerður: Lögin um að kaup á vændi eru refsiverð í Svíþjóð hafa til dæmis breytt miklu. Alveg eins og lög um að það sé bannað að stela hafa þær afleiðingar að fólk hugsar sig tvisvar um. Katrín: Það hafa einmitt orðið um- ræður um þetta á póstlistanum. Sví- ar eru stoltir af þessum lögum og þetta hefur dregið úr því að karl- menn fari til dæmis og prófi. Eru meginbaráttumálin kannski þessi tvö; að útrýma launamisrétti og að berjast gegn klámvæðingunni? Katrín: Klámvæðingin, auglýsing- ar og hlutgerving á konum er eitt. Svo er auðvitað launamisréttið og að auka hlut kvenna í stjórnmálum og í stjórnunarstöðum, gera hlut kvenna sýnilegri í þjóðfélaginu. Gerður: Kvenstjórnandi þarf að vera betri en karlstjórnandi til að vera álitin jafngóð. Ég fullyrði það hiklaust. Þrátt fyrir mína reynslu, menntun og bakgrunn, þarf ég samt meira til að sanna mig heldur en karlmaður í mínu starfi. Ragnhildur: Okkur hefur nú verið bent á að þetta sé okkur sjálfum að kenna. Var ekki boðskapurinn að spyrja hver væri mesta hindrunin, líta síðan í spegil; þú sjálf. Gerður: Ég púa á þetta. Ég er svo sannfærð um að ég sé að gera vel og er bara enga minnimáttarkennd með. Það er algjört rugl að við sjálfar séum hindrunin. Ragnhildur: Verður fullu jafnrétti kannski ekki náð fyrr en við höfum jafnmarga óhæfa kvenstjórnendur og karlstjórnendur? Katrín: Í bók um viðhorf til kvenna í atvinnulífinu var einmitt fjallað um það hvernig þaggað er niður í konum og þær gerðar ósýnilegar. Algengt er að ef það er fundur og ein kona er á fundinum, þá er hún beðin um að vera ritari. Ef það þarf að sækja kaffi, er konan beðin, þótt karl sitji við hliðina á kaffikönnunni. Eins ef konan kemur með hugmynd, er látið sem ekkert hafi verið sagt. Seinna á fundinum kemur karl með sömu hug- mynd og þá er tekið vel í hana. Gerður: Hversu oft hef ég upplifað nákvæmlega þetta! Einu sinni sat ég í opinberri nefnd og á fundi sat við hliðina á mér ónefndur maður. Hann lærði aldrei hvað ég hét og heyrði aldrei það sem ég sagði. Einhvern tímann þurfti hann að taka upp eitt- hvað sem ég hafði sagt og sagði: „Eins og konan segir sem situr við hliðina á mér …“ Umræðuefnin eru óendanleg, þessum fundi lauk löngu seinna … steingerdur@mbl.is FLOTT AÐ VERA femínisti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.