Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 B 7 í Þ EKKING á skóginum veitir þeim sem vilja ná árangri í að tálga meiri ánægju af handverkinu, að sögn Ólafs Oddsson- ar, fræðslufulltrúa Skógræktar rík- isins og kennara á námskeiðum á vegum Garðyrkjuskóla ríkisins og Skógræktarinnar, sem haldin hafa verið víða um land frá árinu 1999 undir heitinu Lesið í skóginn – tálg- að í tré. Ásamt Ólafi sér Guðmund- ur Magnússon, kennari og hand- verksmaður, um kennslu á námskeiðinu. Upphafið að námskeiðunum má rekja til skógardaga sem Skóg- ræktin stóð fyrir á árunum 1998 og 1999, en þá voru handverksmenn t.d. fengnir til að vinna blautan við beint úr skóginum. „Þarna sá fólk þetta beina samband og okkur Guð- mundi datt í hug að búa til nám- skeið fyrir almenning þar sem áhersla væri lögð á að lesa í skóg- inn,“ segir Ólafur. Í byrjun þessa árs kom út sam- nefnt námsefni eftir Ólaf sem fallið hefur í góðan jarðveg hjá nemend- um námskeiðanna en námsefnið er byggt á reynslunni af námskeið- unum. Ólafur og Guðmundur kenna báðir en Guðmundur á langan kennsluferil við Grunnskólann á Flúðum að baki. Hann er mikill handverksmaður og fór m.a. til Sví- þjóðar og Danmerkur í eitt ár til að kynna sér gömlu tálguaðferðina og ferskar viðarnytjar sem námskeiðin ganga út á. Ólafur kemur með upp- eldismenntun að verkefninu og sem starfsmaður Skógræktarinnar hefur hann góða þekkingu á skóginum. Fræðsla um skóg og handverkskennsla Í námsefninu er m.a. fjallað um skógarmenningu, að lesa í skóginn, skógarvistfræði, trjátegundir, eigin- leika mismunandi viðar, skógrækt á Íslandi, nýtingu skóga, umhirðu og grisjun í görðum og skógarreitum og gefnar hugmyndir að tálgunar- verkefnum. Þar kemur því saman annars vegar fræðsla um skóg og hins vegar handverkskennsla. Ólafur er spurður að því hvort fólk komi ekki á námskeiðin með því hugarfari að læra að tálga en líti á skógarfræðsluna sem aukaatriði? „Fólk hefur ýmsar hugmyndir um námskeiðin og mismunandi vænt- ingar. En þegar fólk hefur farið í gegnum námskeiðið hefur það öðl- ast skilning á að það er ekki bara hægt að vera í öðru án þess að taka hitt með. Það gefur meiri ánægju að skilja samhengi hlutanna. Maður fær meira út úr tálguþættinum ef maður skilur út á hvað vistkerfið gengur og þekkir eiginleika tegund- anna sem er heimur út af fyrir sig. Við höfum fengið þetta staðfest, fólki finnst gaman að flétta þetta saman.“ Verklegar æfingar, fræðileg kennsla og vettvangsnám í skógi eru meginþættir námskeiðanna og eru þeir teknir fyrir til skiptis. Handverksfólk sem vinnur með tré þarf að búa yfir þekkingu á áhöld- um og meðferð þeirra líka. Tálgu- hnífur, exi, fleygur, kljúfhnífur, bjúghnífur, kjulla o.fl. eru heiti á ýmsum verkfærum sem tálgarar nota og eru handtökin kennd á námskeiðunum. Tæknin sem kennd er á nám- skeiðunum er ævagömul og þekkist bæði í Evrópu og Ameríku. Örfáir handverksmenn hafa haldið þekk- ingunni við og miðlað henni til ann- arra á námskeiðum. Tæknin er fyrst og fremst notuð í vinnu með ferskan við. Hendurnar eru alltaf tengdar saman og aflið er ávallt í vinstri hendinni (miðað við rétt- henta). Tæknin hefur verið kölluð „lokuðu hnífsbrögðin“ til aðgrein- ingar frá öðrum tálguaðferðum. Ólafur telur að allt eins megi kalla brögðin „öruggu hnífsbrögðin“ þar sem þau stuðla fyrst og fremst að öryggi og góðum afköstum. Að byggja upp skógarmenningu Á námskeiðinu er m.a. fjallað um skógarmenningu, þ.e. ýmsar athafn- ir fólks sem tengjast skóginum. Skógarmenning eru þau viðhorf, siðir, venjur, vinnulag og hugtök sem verða til hjá þeim sem um- gangast skóg, vinna í skógi, rækta hann og nýta. Skógarmenning hefur kannski ekki talist stór hluti af ís- lenskri menningu og Ólafur tekur undir það. „Ef við lærum ekki umgengni við skóginn og að skoða vistfræðina í heild sinni, verður skógurinn aldrei hluti af menningunni. Maðurinn verður að læra að líta á skóginn sem auðlind og kunna að fara með hann. Við gengum á skóginn áður þar sem við höfðum ekki þekkingu til að umgangast hann af kunnáttu. Þetta á ekki bara að vera sérfræði- þekking heldur eitthvað sem al- menningur kann en við höfum litlar hefðir. Þekking á umgengni við skóg berst ekki á milli kynslóða en við þurfum nú að byggja þessa þekkingu upp frá grunni og helst að koma henni inn hjá yngstu kynslóð- inni. Þess vegna tökum við þátt í skólaverkefni um allt land.“ Skólaverkefnið felst í því að hver grunnskóli á landinu fær sinn grenndarskóg og hefur fundist einn slíkur fyrir nær alla grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en enn sem komið er taka fimmtán skólar á því svæði þátt en verkefnið var sett á fót fyrir tveimur árum með sam- starfi við Kennaraháskólann og Fræðslumiðstöðina. „Á grundvelli þessarar reynslu færum við okkur út á land og búum til skógarskóla í hverjum landshluta. Þar á að byggja upp reynslu og skógarskól- arnir fá svo það hlutverk að skrá reynslu af verkefninu og miðla þekkingunni til annarra skóla á svæðinu.“ Grenndarskógurinn er nokkurs konar útiskólastofa þar sem kennsla fer fram og námsgreinar eru samþættar. „Það er vaxandi til- hneiging til að skapa meiri heild- arskilning og tengingu hjá nemend- um og koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir þeirra. Fyrst var náttúrufræði og smíða- kennsla samþætt en nú er reynt að koma fleiri námsgreinum inn í kennsluna í útiskólastofunni. Með birkið sem þema er litið á nytja- þáttinn, vistfræðiþáttinn, sögu um nýtingu fyrr á öldum og nýtingu nú, t.d. á berki og rótum. Heimilisfræði og stærðfræði geta líka komið þar inn í. Einnig er hægt að taka list- ræna þáttinn í myndmennt, tónlist, ljóðlist og handavinnu.“ Ólafur nefnir einnig að skapandi vinna af þessu tagi hafi komið nemendum með námsörðugleika til góða og ýtt undir áhuga þeirra í öðrum grein- um. Námsefni Ólafs er ætlað nem- endum á námskeiðunum sem haldin eru fyrir almenning, sem og kenn- urum í grunnskólunum. Margs kon- ar fróðleik er að finna í námsefninu, t.d. um uppbyggingu trjáa og skóg- rækt á Íslandi. Skógarnytjar Ís- lendinga hafa í gegnum tíðina beinst að beit, smíðum, eldiviði og kolagerð en skógrækt hefur aukist með aukinni umhverfisvernd og fjölbreyttari nýtingu. Fjallað er um eiginleika mismun- andi viðartegunda á Íslandi. Stuðst er við norskar mælingar og bætt við fenginni reynslu af vinnu með íslenska viðinn. Íslenskt birki hent- ar t.d. vel í gólf, innréttingar og húsgögn. Birkiviður er sterkur, hef- ur gott sveigju- og höggþol og þolir mikið álag og ágang. Reynir hefur mikið sveigjuþol, er höggþolinn og hentar vel til nota í hvers kyns áhöld. Sitkagreni vex víðast hvar vel á landinu og það er talið eitt sterkasta náttúruefni jarðar miðað við eðlisþyngd, en aðeins könguló- arvefur er talinn sterkari. Í bókinni kemur fram að öspin sé vanmetið hráefni. „Það er létt að vinna öspina bæði í handverki og iðnaði, auðvelt að kljúfa, fletta, saga, hefla og pússa. Viðinn er einnig gott að líma, lakka, mála, olíubera og bæsa.“ Ösp hefur mikið sveigjuþol og hentar því vel til smíði gripa sem þarf að sveigja. Að síðustu er í bókinni fjallað um við sem hráefni. Sem byggingarefni er viður afar umhverfisvænn sam- anborið við önnur byggingarefni, s.s. járn, ál og steypu. Og í mat- vælaiðnaði eru timburáhöld og bretti talin verja sig betur fyrir sýklum en t.d. plast. Lært að lesa í skóginn „Viður er náttúruefni sem mótast af vaxtarskilyrðum og umhverfi. Hann hefur sína kosti og galla sem taka verður tillit til þegar unnið er með efnið,“ segir m.a. í bókinni. Þetta er m.a. ástæða þess að hand- verksmenn sem vinna með tré þurfa að þekkja viðinn og geta lesið í skóginn, að sögn Ólafs. Fólk á námskeiðunum kemur alls staðar að og er á öllum aldri og af báðum kynjum; handverksmenn, sumarbústaðaeigendur, kennarar og fleiri. Á hverju námskeiði eru um fimmtán nemendur og grunn- námskeiðið er 20 tímar. Framhalds- námskeið eru einnig í boði en þar er farið út í að búa til húsgögn og flóknari verkefni lögð fyrir, en byggt á sömu tækni og kennd er á grunnnámskeiðinu. Nemendur á námskeiðunum fara í skógarferðir og læra að lesa í skóginn og leita að hentugum greinum t.d. til að búa til snaga, skóhorn, göngustafi eða skera út fugla. „Það er mikilvægt að flétta þetta saman þannig að nemendur séu ekki bara að læra tálgutækni held- ur líka t.d. að grisja skóg. Læra að meta hvaða tré á að fella og hvern- ig. Hinn almenni garðeigandi og skógræktandi getur nýtt sér þetta. Margir þættir eru skoðaðir eins og til dæmis hvort tréð er skammlíft, langlíft, ljóselskt eða skuggþolið. Form greinanna er látið ráða því sem búið er til. Alltaf er verið að glíma við að lesa í formið og eig- inleika einstakra viðartegunda,“ segir Ólafur að lokum. Tálgaðtré og lesið í skóg Morgunblaðið/Kristinn Snagahengið er gott dæmi um hvernig lesið er í skóginn. Morgunblaðið/Kristinn Hlutir fyrir aðeins lengra komna. Litla skeiðin til vinstri er fislétt og unnin úr ösp. Morgunblaðið/Kristinn Byrjað er á einföldum hlutum eins og snaga eða smjör- hníf og styrkur efnisins fundinn. Morgunblaðið/Árni Torfason Guðmundur Magnússon og Ólafur Oddsson kenna nemendum handtökin og fræða þá um skóginn á námskeiðunum Lesið í skóginn – tálgað í tré sem er á vegum Garðyrkjuskóla ríkisins og Skógræktar ríkisins. Morgunblaðið/Árni Torfason Tálguexi er nauðsynlegt verkfæri handverksfólks. Morgunblaðið/Árni Torfason Tálguhnífurinn leikur í höndum Ólafs Oddssonar. steingerdur@mbl.is Fólk hefur meiri ánægju af að tálga þegar handverks- kennslan er fléttuð saman við fræðslu um skóginn eins og Ólafur Oddsson fræddi Steingerði Ólafsdóttur um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.