Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 1
Stríð í Írak: Flóttafólk frá Basra verður fyrir skothríð  Verður stríð næstu mánuði? 20/24 STOFNAÐ 1913 86. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær einróma nýja ályktun sem heimilar Írökum að selja olíu til að kaupa matvæli og aðrar lífs- nauðsynjar. Sam- einuðu þjóðirnar óskuðu enn- fremur eftir framlögum að andvirði 2,2 millj- arða dollara, 170 milljarða króna, til að kaupa hjálpargögn handa Írök- um og er þetta mesta fjárhæð sem óskað hefur verið eftir til hjálp- arstarfs í sögu samtakanna. Samkvæmt svokallaðri olíu- og mataráætlun Sameinuðu þjóðanna mega Írakar selja olíu gegn því að tekjurnar renni óskertar til kaupa á matvælum, lyfjum og öðrum lífs- nauðsynjum fyrir írösku þjóðina, undir eftirliti samtakanna. Um 60% af 22 milljónum íbúa Íraks reiða sig á áætlunina til lífsviðurværis, en hún var numin úr gildi 18. þessa mán- aðar, skömmu áður en stríðið í Írak hófst. Samkvæmt nýju ályktuninni á áætlunin að gilda í einn og hálfan mánuð. Samningaviðræðurnar um hana voru erfiðar vegna ágreinings- ins í öryggisráðinu um stríðið í Írak. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði nið- urstöðunni og kvaðst vona að þjóðir heims leystu aðsteðjandi vandamál vegna stríðsins „í sama anda“. Hörmungar næsta misserið? Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að fjárframlögin, sem óskað var eftir í gær, væru nauðsyn- leg til að afstýra miklum hörm- ungum í Írak næsta hálfa árið. Gert er ráð fyrir því að senda þurfi 480.000 tonn af matvælum til Íraks á mánuði að minnsta kosti næstu þrjá mánuðina. Ný ályktun um mat fyrir olíu samþykkt Kofi Annan Sameinuðu þjóðunum. AFP. ÞESS sáust merki í gær að Banda- ríkjamenn væru teknir að búa sig undir að herförin í Írak drægist á langinn. George Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að sveitir banda- manna hefðu náð „miklum árangri“ í Írak en seinna um kvöldið bárust þær fréttir frá Bagdad að meira en 50 óbreyttir borgarar hefðu fallið þar í sprengjuárás. Arabískar sjónvarpsstöðvar sýndu í gærkvöld myndir frá mark- aði í Bagdad þar sem sagt var að fjöldi fólks hefði fallið í sprengju- árás. Læknir sem AFP-fréttastofan ræddi við sagði 30 óbreytta borgara hafa fallið, flesta þeirra konur, börn og gamalmenni. Upplýsingaráð- herra Íraks kvað 51 hafa fallið og 50 særst. Fullyrt var að fólkið hefði týnt lífi í loftárás en ógerlegt var með öllu að staðfesta hvers eðlis árásin var og hver hefði verið þar að verki. Mikil mótspyrna William Wallace, hershöfðingi og næstæðsti yfirmaður heraflans í Írak, sagði í viðtali sem birtist í gær í The Washington Post að því væri ekki að neita að mikil mótspyrna Íraka hefði hægt á framrás herfar- arinnar gegn stjórn Saddams Huss- eins. Langar aðflutningsleiðir og skæruhernaður Íraka gerðu að verk- um að þess væri ekki að vænta að snöggur sigur ynnist í stríðinu í Írak. „Óvinurinn sem við berjumst gegn er ekki sá sem við bjuggum okkur undir,“ sagði hershöfðinginn. Hafði breska útvarpið BBC heim- ildir fyrir því að þessi ummæli hers- höfðingjans hefðu komið nokkru róti á huga manna í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Annar háttsettur bandarískur herforingi, Vincent Brooks, ítrekaði hins vegar í gær að innrásin gengi samkvæmt áætlun og að mótspyrna Íraka hefði ekki verið vanmetin. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði og í gær að búist hefði verið við því að Írakar verðust af hörku. Talsmenn Bandaríkjastjórn- ar sögðu að því hefði aldrei verið haldið fram áður en innrásin hófst að þetta stríð yrði stutt. George Bush Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir því að Írakar verði sigraðir og barist verði „svo lengi sem nauðsynlegt reynist“. Írakar hafa fyrir sitt leyti sagt að bandamenn verði að ráðast inn í höf- uðborgina Bagdad og að „þar [bíði] þeirra gröfin“. Þetta ítrekaði upplýs- ingaráðherra Íraka í gær og kvaðst viss um sigur í stríðinu. Varar Sýrlendinga og Írana við Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sakaði í gær Sýrlendinga um að heimila smygl á vopnum yfir landamærin til Íraks. Sagði hann Bandaríkjamenn telja það „óvinveitta aðgerð“. Hann var- aði einnig Írana við því að senda lið inn í Írak með þeim orðum að þeir menn yrðu taldir „vígamenn“. Sprenging í Kúveitborg Öflug sprenging varð í Kúveit- borg í gærkvöld. Talið var að flug- skeyti hafi verið skotið á borgina og það hafnað skammt frá hóteli og verslunarmiðstöð sem er rétt við ströndina. Ekki var skýrt frá manntjóni í sprengingunni en sprengingin varð rétt fyrir klukkan tvö um nóttina að þarlendum tíma. Eldur sást í gærkvöld loga í Souk Sharq, einni af stærstu verslunar- miðstöðvum Kúveits en hún er skammt frá utanríkisráðuneytinu og höll furstans. Loftvarnarflautur létu ekki í sér heyra fyrir sprenginguna. Írakar hafa skotið alls 15 flugskeyt- um á Kúveit frá því innrás Banda- ríkjamanna og Breta hófst í Írak fyr- ir rúmri viku. Viðbúnir því að átökin geti dregist á langinn Reuters Kona flýr með börn sín frá írösku borginni Basra. Hundruð fjölskyldna flúðu úr borginni vegna matvælaskorts og a.m.k. átta flóttamenn særðust þegar írösku sveitirnar skutu sprengikúlum á brú sem þeir fóru yfir. Skýrt frá miklu mannfalli í Bagd- ad í gærkvöld TYRKNESKRI farþegaþotu, sem rænt var 20 mínútum eftir flugtak frá Istanbúl, var lent í Aþenu í gærkvöld og síðustu fregnir hermdu að flugræning- inn hefði gefist upp átakalaust. Í farþegaþotunni voru yfir 200 manns, þeirra á meðal fjór- ir tyrkneskir þingmenn og fyrrverandi ráðherra. Farþegaþotan var á leiðinni til Ankara þegar henni var rænt og flugræninginn krafðist þess að henni yrði flogið til Berlínar. Fregnir tyrkneskra fjölmiðla hermdu að hann væri arabi og með sprengju innan klæða. Farþega- þotu rænt Aþenu. AFP. FRAMLAG Íslendinga í Þróunarsjóð EFTA þrefaldast og verður um 300 milljónir króna á ári samþykki fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins óformlegar tillögur EFTA-ríkjanna um auknar greiðslur í sjóðinn. Í frétt norsku fréttastofunnar NTB í gær kemur fram að Noregur, Ísland og Liechtenstein hafi boðist til að greiða samtals 72 milljónir evra, tæp- lega sex milljarða króna, í sjóðinn á ári og Norðmenn þar af um 95% auk þess sem Norðmenn séu tilbúnir að leggja fram jafnháa upphæð til við- bótar, þ.e. 72 milljónir evra. Samtals hljóðar því tilboðið upp á 144 milljónir evra. Framlag Norðmanna nú er 175 milljónir norskra króna en verður 1,1 milljarður norskra króna, samkvæmt því sem segir í frétt NTB. Þreifingar hafa átt sér stað þar sem hugmyndir í þessa veru hafa verið ræddar, en engar beinar tillögur um framlög hafa verið lagðar fram og ekkert skriflegt liggur fyrir í þá veru, samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Í óformlegum viðræðum að und- anförnu hafa EFTA-ríkin rætt um að þrefalda núverandi framlag innan EFTA-rammans auk þess sem Norð- menn hafa talað um að borga tvöfalda þá heildarupphæð utan rammans. Íslendingar borga um 5% heildar- framlaga EFTA-ríkjanna og Liecht- enstein um 1%, en hlutur Íslands nú er um 100 milljónir króna á ári. Fram- kvæmdastjórn ESB fór mest fram á 38-földun framlaga EFTA-ríkjanna, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins vildi hún á samningafundi fyrir um tveimur vikum fá 24-föld framlög frá Norðmönnum, 18-föld framlög frá Íslandi og svipað frá Liechtenstein. Hins vegar viður- kenndu fulltrúar ESB öll sjónarmið Íslands, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, og sögðu að munur- inn á framlögunum ætti að vera tals- vert meiri vegna sérstöðu Íslands, fjarlægðar frá mörkuðum, fámennis og annarra þátta. Engin niðurstaða liggur enn fyrir, en næsti formlegi samningafundur verður á mánudag. Í fréttum NTB kemur fram að ESB telji EFTA-ríkin enn ekki hafa teygt sig nógu langt. Ísland býður þreföldun fram- laga í þróunarsjóð EFTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.