Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ McLOUIS HÚSBÍLAR í fyrsta sinn á Íslandi Stórkostleg opnunartilboð Sölu- og kynningarsýning Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan Opið á virkum dögum frá kl. 10–18, laugardaga 10-12. Lagan 251 aðeins kr. 3.990.000 stgr. Lagan 410 aðeins kr. 4.170.000 stgr. Opið í dag, laugardaginn 29. mars, frá kl. 10-16 Opið á morgun, sunnudag, frá kl. 11-16 LIFÐU AF FLUGSLYS Kennsluflugvél af gerðinni Cessna 152 brotlenti í Miðfellsmúla í Hval- firði á tíunda tímanum í gærkvöldi. Tveir menn voru í vélinni, kennari og nemandi hans. Báðir mennirnir lifðu slysið af og voru þeir fluttir með sjúkrabílum til Reykjavíkur um miðnætti í nótt. Tveir biðu bana í árekstri Tveir karlmenn létust í hörðum árekstri tveggja fólksbifreiða á Reykjanesbraut í gærmorgun. Þá slasaðist kona á fimmtugsaldri al- varlega í árekstrinum. Níu manns í lítilli rútu, sem einnig lenti í árekstr- inum, sluppu án teljandi meiðsla. Fækkað um 20 í stjórn LÍ Fækkað var um 20 manns í yf- irstjórn Landsbanka Íslands í gær- dag þegar tveir framkvæmdastjór- ar, tíu forstöðumenn og átta sérfræðingar létu af störfum. Til- kynnt var um þessar breytingar í gær og létu viðkomandi af störfum samdægurs. Hreyfill gaf sig eftir flugtak Hreyfill á Boeing 737-þotu flug- félagsins Iceland Express gaf sig með hvelli skömmu eftir flugtak frá Stanstead-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Urðu flugmenn þotunnar að snúa henni við eftir nokkurra mínútna flug. Fá að kaupa mat fyrir olíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einum rómi nýja ályktun um að heimila Írökum að selja olíu til að geta keypt mat og aðrar nauðsynjar. Tugir féllu í Bagdad Harðar loftárásir voru gerðar á Bagdad í gær. Sprenging varð á markaðstorgi í borginni síðdegis og varð hún tugum óbreyttra borgara að bana, Írakar kenndu bandamönn- um um en þeir sögðu enga banda- ríska stýriflaug hafa hafnað á svæð- inu. L a u g a r d a g u r 29. m a r s ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Með Morgunblaðinu í dag fylgir „Stúdentablaðið“. Blaðinu er dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Heilsa 38 Viðskipti 16/18 Kirkjustarf 39/41 Erlent 20/25 Minningar 42/46 Höfuðborgin 26 Myndasögur 48 Akureyri 27 Bréf 48/49 Suðurnes 28 Staksteinar 50 Árborg 29 Dagbók 50/51 Landið 28/29 Leikhús 56 Listir 30 Fólk 56/61 Forystugrein 32 Bíó 59/61 Viðhorf 36 Ljósvakamiðlar 63 Neytendur 37 Veður 63 * * * DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega í fyrirspurnar- tíma ráðherra á landsfundi flokks- ins í gær málflutning talsmanna Samfylkingarinnar um fjármál stjórnmálaflokkanna og birtingu upplýsinga um framlög til flokk- anna. „Við sjálfstæðismenn höfum ekk- ert að fela og erum tilbúnir til þess að standa að tillögu sem bannar fyr- irtækjum að styðja stjórnmála- flokka ef aðrir eru tilbúnir til þess,“ sagði hann. Forystumenn stjórn- málaflokkanna tóku í samtölum við Morgunblaðið misjafnlega í hug- mynd Davíðs. Varaformaður Fram- sóknarflokksins er henni andvígur en allir forystumennirnir kalla eftir löggjöf um starfsemi stjórnmála- flokka hér á landi. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði hugmynd Davíðs vel skoðunar virði. Ef Davíð myndi leggja hana fram á Alþingi myndi Samfylkingin taka því með jákvæðum huga. Meginkrafan væri að opna fyrir fjárreiður flokkanna. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði flokk- inn reiðubúinn að setja löggjöf um starfsemi stjórnmálaflokka og tryggja eftirlit með þeirri löggjöf og skýrar reglur. Hins vegar væri eðli- legt að hans mati að loka hvorki fyr- ir stuðning fyrirtækja né fólks við starfsemi flokksins. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vera sáttur við þá tillögu að banna framlög frá fyrirtækjum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, setti spurn- ingarmerki við hugmynd Davíðs um að meina eingöngu fyrirtækjum að styðja stjórnmálaflokka en í fljótu bragði mætti skoða hugmyndina. Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir að banna framlög frá fyrirtækjum Aðrir stjórnmálaflokkar taka misjafnlega í tillöguna  Reiðubúnir/10  Kalla eftir/10 HLAUPABÓLUFARALDUR hef- ur geisað á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Haraldur Briem sótt- varnarlæknir segir að fyrst hafi orðið vart við sjúkdóminn í byrjun febrúar. Reikna megi með áframhaldandi ástandi næstu vik- urnar og að sjúkdómurinn breiðist um landið. Vinsæll hlaupabóluáburður, kalm- ín, hefur verið uppseldur hjá fram- leiðanda en vitað er til þess að sumar lyfjabúðir hafi farið út í eigin fram- leiðslu til að anna mikilli eftirspurn. Anna Björg Petersen, lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla, segir hlaupabólu- áburðinn ekki hafa fengist um tíma og viðskiptavinum hafi verið bent á aðrar lausnir til að draga úr óþæg- indum, m.a. mentholkrem. Einnig séu til gömul húsráð eins og þau að setja matarsóda í baðvatn eða setja kartöfluduft á bólurnar til að þurrka þær upp. Anna Björg segir kalmínið jafnan klárast þegar hlaupabólan blossi upp á hverju ári. Bólusetning til skoðunar Haraldur Briem segir hlaupabólu- faraldurinn vera hefðbundinn að þessu sinni og ekkert meiri en venju- lega. Hann segir að hjá landlæknis- embættinu hafi það verið til skoðun- ar hvort bólusetja eigi börn við hlaupabólu, það sé gert víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum. Þetta sé fyrst og fremst spurning um kostnað því bóluefnið sé til staðar. Faraldur á höfuðborgarsvæðinu Hlaupabólu- áburður uppseldur LIÐ Menntaskólans í Reykjavík fór ellefta árið í röð með sigur af hólmi í úrslitaviðureign Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fór í Smáralind í gærkvöld. Sigruðu MR-ingarnir lið Menntaskólans við Sund með 35 stigum gegn 22. Það voru að vonum sigurreifir MR-ingar sem fóru heim með hljóðnemann enda sjálfsagt mikil pressa að standa sig miðað við undangengna sögu skólans í keppninni. „Við erum á toppinum núna,“ sagði Snæ- björn Guðmundsson, einn sigurvegaranna, í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir. „Gleðin jókst eftir því sem á keppnina leið og er núna í hámarki.“ Forysta liðs MR var ótvíræð enda var liðið yfir nær allan tímann. MS-ingarnir komust þó yfir í eitt skipti en Snæbjörn segir það ekki hafa slegið þá félaga út af lag- inu. „Við lentum fimm stigum undir í fyrra en unnum samt. Þannig að við ákváðum bara að stappa í okkur stálinu.“ Hann segir árangur liðsins ekki síst að þakka Helga Hrafni Guðmundssyni, liðsstjóra liðsins, og Sverri Teitssyni þjálfara. „Þessir menn eiga ekki síður hlut í sigrinum en við.“ Svo vildi til að Snæbjörn átti afmæli í gær og átti hann von á að haldið yrði hressilega upp á sigurinn og afmælið þá um kvöldið, enda ekki dónalegt að fá sigur í keppninni Gettu betur í afmælisgjöf. Úrslitaviðureign Gettu betur fór fram í gærkvöld Morgunblaðið/Golli Sigurreifir MR-ingar eftir 11. sigurinn í röð í Gettu betur. Sigurliðið, frá hægri: Atli Freyr Steinþórsson, Snæbjörn Guðmundsson og Oddur Ástráðsson ásamt liðsstjóra sínum, Helga Hrafni Guðmundssyni. Ellefti sigur MR í röð INNLEIÐING árangurs- stjórnunar í ríkisstofnunum hefur mistekist að mati ríkis- endurskoðanda, Sigurðar Þórð- arsonar. Aðeins helmingur af 250–300 stofnunum hefur til- einkað sér aðferðafræðina á þeim sjö árum sem liðin eru frá því að ákveðið var að innleiða slíka stjórnun en gert var ráð fyrir að það myndi taka þrjú ár. Þetta kom fram á málþingi á Grand-hóteli í gærmorgun. Sagði Sigurður að aðeins 37% stofnananna hefðu gert samn- inga við fagráðuneyti sín, 28% tímasett sér markmið og 25% sett sér mælanleg markmið. Fræðslu vantaði Um ástæður þess að innleið- ing árangursstjórnunar mis- tókst sagði Sigurður að alla fræðslu um markmiðssetningu til stjórnenda hefði vantað, menn hefðu ekki náð saman, langtímaáætlun hefði skort og forsendur ekki legið nægjan- lega skýrt fyrir. „Það var bara hlaupið af stað,“ sagði hann. Á málþinginu kom annars fram að miklar umbætur hafi orðið á rekstri ríkisins árin 1991–2000. Árang- urslítil árangurs- stjórnun  Miklar umbætur/4 Ríkisendurskoðandi á málþingi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.