Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ McLOUIS HÚSBÍLAR í fyrsta sinn á Íslandi Stórkostleg opnunartilboð Sölu- og kynningarsýning Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan Opið á virkum dögum frá kl. 10–18, laugardaga 10-12. Lagan 251 aðeins kr. 3.990.000 stgr. Lagan 410 aðeins kr. 4.170.000 stgr. Opið í dag, laugardaginn 29. mars, frá kl. 10-16 Opið á morgun, sunnudag, frá kl. 11-16 LIFÐU AF FLUGSLYS Kennsluflugvél af gerðinni Cessna 152 brotlenti í Miðfellsmúla í Hval- firði á tíunda tímanum í gærkvöldi. Tveir menn voru í vélinni, kennari og nemandi hans. Báðir mennirnir lifðu slysið af og voru þeir fluttir með sjúkrabílum til Reykjavíkur um miðnætti í nótt. Tveir biðu bana í árekstri Tveir karlmenn létust í hörðum árekstri tveggja fólksbifreiða á Reykjanesbraut í gærmorgun. Þá slasaðist kona á fimmtugsaldri al- varlega í árekstrinum. Níu manns í lítilli rútu, sem einnig lenti í árekstr- inum, sluppu án teljandi meiðsla. Fækkað um 20 í stjórn LÍ Fækkað var um 20 manns í yf- irstjórn Landsbanka Íslands í gær- dag þegar tveir framkvæmdastjór- ar, tíu forstöðumenn og átta sérfræðingar létu af störfum. Til- kynnt var um þessar breytingar í gær og létu viðkomandi af störfum samdægurs. Hreyfill gaf sig eftir flugtak Hreyfill á Boeing 737-þotu flug- félagsins Iceland Express gaf sig með hvelli skömmu eftir flugtak frá Stanstead-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld. Urðu flugmenn þotunnar að snúa henni við eftir nokkurra mínútna flug. Fá að kaupa mat fyrir olíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einum rómi nýja ályktun um að heimila Írökum að selja olíu til að geta keypt mat og aðrar nauðsynjar. Tugir féllu í Bagdad Harðar loftárásir voru gerðar á Bagdad í gær. Sprenging varð á markaðstorgi í borginni síðdegis og varð hún tugum óbreyttra borgara að bana, Írakar kenndu bandamönn- um um en þeir sögðu enga banda- ríska stýriflaug hafa hafnað á svæð- inu. L a u g a r d a g u r 29. m a r s ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Með Morgunblaðinu í dag fylgir „Stúdentablaðið“. Blaðinu er dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Heilsa 38 Viðskipti 16/18 Kirkjustarf 39/41 Erlent 20/25 Minningar 42/46 Höfuðborgin 26 Myndasögur 48 Akureyri 27 Bréf 48/49 Suðurnes 28 Staksteinar 50 Árborg 29 Dagbók 50/51 Landið 28/29 Leikhús 56 Listir 30 Fólk 56/61 Forystugrein 32 Bíó 59/61 Viðhorf 36 Ljósvakamiðlar 63 Neytendur 37 Veður 63 * * * DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega í fyrirspurnar- tíma ráðherra á landsfundi flokks- ins í gær málflutning talsmanna Samfylkingarinnar um fjármál stjórnmálaflokkanna og birtingu upplýsinga um framlög til flokk- anna. „Við sjálfstæðismenn höfum ekk- ert að fela og erum tilbúnir til þess að standa að tillögu sem bannar fyr- irtækjum að styðja stjórnmála- flokka ef aðrir eru tilbúnir til þess,“ sagði hann. Forystumenn stjórn- málaflokkanna tóku í samtölum við Morgunblaðið misjafnlega í hug- mynd Davíðs. Varaformaður Fram- sóknarflokksins er henni andvígur en allir forystumennirnir kalla eftir löggjöf um starfsemi stjórnmála- flokka hér á landi. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði hugmynd Davíðs vel skoðunar virði. Ef Davíð myndi leggja hana fram á Alþingi myndi Samfylkingin taka því með jákvæðum huga. Meginkrafan væri að opna fyrir fjárreiður flokkanna. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði flokk- inn reiðubúinn að setja löggjöf um starfsemi stjórnmálaflokka og tryggja eftirlit með þeirri löggjöf og skýrar reglur. Hins vegar væri eðli- legt að hans mati að loka hvorki fyr- ir stuðning fyrirtækja né fólks við starfsemi flokksins. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vera sáttur við þá tillögu að banna framlög frá fyrirtækjum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, setti spurn- ingarmerki við hugmynd Davíðs um að meina eingöngu fyrirtækjum að styðja stjórnmálaflokka en í fljótu bragði mætti skoða hugmyndina. Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir að banna framlög frá fyrirtækjum Aðrir stjórnmálaflokkar taka misjafnlega í tillöguna  Reiðubúnir/10  Kalla eftir/10 HLAUPABÓLUFARALDUR hef- ur geisað á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Haraldur Briem sótt- varnarlæknir segir að fyrst hafi orðið vart við sjúkdóminn í byrjun febrúar. Reikna megi með áframhaldandi ástandi næstu vik- urnar og að sjúkdómurinn breiðist um landið. Vinsæll hlaupabóluáburður, kalm- ín, hefur verið uppseldur hjá fram- leiðanda en vitað er til þess að sumar lyfjabúðir hafi farið út í eigin fram- leiðslu til að anna mikilli eftirspurn. Anna Björg Petersen, lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla, segir hlaupabólu- áburðinn ekki hafa fengist um tíma og viðskiptavinum hafi verið bent á aðrar lausnir til að draga úr óþæg- indum, m.a. mentholkrem. Einnig séu til gömul húsráð eins og þau að setja matarsóda í baðvatn eða setja kartöfluduft á bólurnar til að þurrka þær upp. Anna Björg segir kalmínið jafnan klárast þegar hlaupabólan blossi upp á hverju ári. Bólusetning til skoðunar Haraldur Briem segir hlaupabólu- faraldurinn vera hefðbundinn að þessu sinni og ekkert meiri en venju- lega. Hann segir að hjá landlæknis- embættinu hafi það verið til skoðun- ar hvort bólusetja eigi börn við hlaupabólu, það sé gert víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum. Þetta sé fyrst og fremst spurning um kostnað því bóluefnið sé til staðar. Faraldur á höfuðborgarsvæðinu Hlaupabólu- áburður uppseldur LIÐ Menntaskólans í Reykjavík fór ellefta árið í röð með sigur af hólmi í úrslitaviðureign Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fór í Smáralind í gærkvöld. Sigruðu MR-ingarnir lið Menntaskólans við Sund með 35 stigum gegn 22. Það voru að vonum sigurreifir MR-ingar sem fóru heim með hljóðnemann enda sjálfsagt mikil pressa að standa sig miðað við undangengna sögu skólans í keppninni. „Við erum á toppinum núna,“ sagði Snæ- björn Guðmundsson, einn sigurvegaranna, í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir. „Gleðin jókst eftir því sem á keppnina leið og er núna í hámarki.“ Forysta liðs MR var ótvíræð enda var liðið yfir nær allan tímann. MS-ingarnir komust þó yfir í eitt skipti en Snæbjörn segir það ekki hafa slegið þá félaga út af lag- inu. „Við lentum fimm stigum undir í fyrra en unnum samt. Þannig að við ákváðum bara að stappa í okkur stálinu.“ Hann segir árangur liðsins ekki síst að þakka Helga Hrafni Guðmundssyni, liðsstjóra liðsins, og Sverri Teitssyni þjálfara. „Þessir menn eiga ekki síður hlut í sigrinum en við.“ Svo vildi til að Snæbjörn átti afmæli í gær og átti hann von á að haldið yrði hressilega upp á sigurinn og afmælið þá um kvöldið, enda ekki dónalegt að fá sigur í keppninni Gettu betur í afmælisgjöf. Úrslitaviðureign Gettu betur fór fram í gærkvöld Morgunblaðið/Golli Sigurreifir MR-ingar eftir 11. sigurinn í röð í Gettu betur. Sigurliðið, frá hægri: Atli Freyr Steinþórsson, Snæbjörn Guðmundsson og Oddur Ástráðsson ásamt liðsstjóra sínum, Helga Hrafni Guðmundssyni. Ellefti sigur MR í röð INNLEIÐING árangurs- stjórnunar í ríkisstofnunum hefur mistekist að mati ríkis- endurskoðanda, Sigurðar Þórð- arsonar. Aðeins helmingur af 250–300 stofnunum hefur til- einkað sér aðferðafræðina á þeim sjö árum sem liðin eru frá því að ákveðið var að innleiða slíka stjórnun en gert var ráð fyrir að það myndi taka þrjú ár. Þetta kom fram á málþingi á Grand-hóteli í gærmorgun. Sagði Sigurður að aðeins 37% stofnananna hefðu gert samn- inga við fagráðuneyti sín, 28% tímasett sér markmið og 25% sett sér mælanleg markmið. Fræðslu vantaði Um ástæður þess að innleið- ing árangursstjórnunar mis- tókst sagði Sigurður að alla fræðslu um markmiðssetningu til stjórnenda hefði vantað, menn hefðu ekki náð saman, langtímaáætlun hefði skort og forsendur ekki legið nægjan- lega skýrt fyrir. „Það var bara hlaupið af stað,“ sagði hann. Á málþinginu kom annars fram að miklar umbætur hafi orðið á rekstri ríkisins árin 1991–2000. Árang- urslítil árangurs- stjórnun  Miklar umbætur/4 Ríkisendurskoðandi á málþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.