Morgunblaðið - 29.03.2003, Page 4

Morgunblaðið - 29.03.2003, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALMENNT urðu miklar umbætur í ríkisrekstrinum árin 1991–2000 og við framkvæmd fjárlagagerðar, þó að ljóst sé að á sumum sviðum hefðu verið gerð ákveðin mistök, m.a. í því að innleiða árangurs- stjórnun hjá ríkisstofnunum og fylgja henni eftir. Þetta var meðal þess helsta sem kom fram á fjöl- mennu málþingi sem Félag for- stöðumanna ríkisstofnana og Stofn- un stjórnsýslufræða og stjórnmála efndu til á Grandhóteli í Reykjavík í gærmorgun. Aðalfyrirlesari var Ómar H. Kristmundsson stjórn- sýslufræðingur sem fjallaði um áhrif alþjóðlegrar umbótahreyfing- ar í ríkisrekstri hér á landi. Ómar rakti í sínu erindi hvernig umbótunum hefði verið komið á og byggði hann mál sitt að mestu á doktorsritgerð sinni um hvernig til hefði tekist hér á landi. Ómar sagði jákvæðu áhrifin einkum hafa verið umtalsverða breytingu með ramma- fjárlögum ríkisins, einkavæðing hefði skilað miklu sem og útboð á framkvæmdum og verkefnum, allt ferli við fjármálagerð, eftirlit og ráðningar hefði verið einfaldað og mikil viðhorfsbreyting átt sér stað innan kerfisins. Aðhald í ríkis- rekstri hefði aukist til muna. Ómar sagði neikvæðu áhrifin einkum snúa að dreifstýrðu launa- kerfi, minni afköstum vegna tíma- frekrar pappírsvinnu og minni sveigjanleika varðandi uppsagnir. Ljóst væri að sumar aðferðir einka- geirans virkuðu ekki hjá ríkinu. Einnig tóku til máls nokkrir af þeim er tóku þátt í eða stýrðu þess- um umbótum í ríkisrekstrinum. „Það var bara hlaupið af stað“ Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi sagði að skýrslu væri að vænta frá stofnun hans um hvernig til hefði tekist að innleiða árangurs- stjórnun hjá ríkisstofnunum. Nú væru liðin sjö ár frá því að ákveðið hefði verið að innleiða slíka stjórnun og ætlunin hefði verið að það myndi taka þrjú ár, eða til 1999. Í dag hefði aðeins um helmingur af 250– 300 stofnunum gert samninga og til- einkað sér aðferðafræðina. Um 37% þessara stofnana hefðu gert samn- inga við sín fagráðuneyti, 28% hefðu tímasett sér markmið og 25% sett sér mælanleg markmið. Sigurður sagði niðurstöðuna vera dapra og fjármálaráðuneytið hefði áttað sig á þessu. Um mikilvægt stjórnunar- tæki væri að ræða en alla fræðslu um markmiðssetningu til stjórn- enda hefði skort. Menn hefðu ekki náð saman, langtímaáætlun hefði skort og forsendur ekki legið nægj- anlega skýrt fyrir. „Það var bara hlaupið af stað,“ sagði Sigurður. Ríkisendurskoðandi taldi einnig að margt gott hefði verið gert í rík- isrekstri og hrósaði hann Friðriki Sophussyni fyrir þátt hans í þeim efnum. Opinber umræða um gæði og hæfni í íslenskri stjórnsýslu væri löngu tímabær og taldi hann að einkageirinn gæti lært margt af op- inberri stjórnsýslu. Hún væri orðin vel samkeppnisfær við markaðinn, enda mannauður hvergi meiri en hjá stofnunum hins opinbera. Einn- ig væri ljóst að opinber stjórnsýsla gæti tileinkað sér margt af því sem væri að gerast í einkageiranum, þó ekki kröfuna um hagnað. Sigurður sagði hagnað ekki skipta meginmáli í opinberri stjórnsýslu heldur sner- ist þetta aðallega um að þjónusta al- menning. Ríkisendurskoðandi sagði að allt- af mætti gera betur og viðfangs- efnin væru stöðug. Eitt af þeim væri starfsmannamál ríkisins. Margt hefði þar áunnist en tvennt væri þó að hans mati alvarlegt. Annars vegar lítið svigrúm stjórn- enda ríkisstofnana til að losa sig við starfsfólk og hins vegar launasam- keppni stofnana á milli. Afkasta- mæling launa hefði gert illt verra og launakostnaður væri því að fara úr böndum. Tíðarandinn kallaði á umbætur Friðrik Sophusson fyrrverandi fjármálaráðherra rakti nokkrar ástæður þess að gripið var til um- bóta í ríkisrekstri. Tíðarandinn hefði verið þannig hér og erlendis árið 1991 að nauðsynlegt hefði verið talið að taka til í ríkisrekstri og leita leiða sem byggðust á markaðslausn- um. Á sama tíma hefði verið mikill pólitískur vilji og áhugi innan rík- isstjórnar og stjórnarandstöðu til umbóta, rofað hefði til í verðbólgu- málum í kjölfar þjóðarsáttarsamn- inga sem notið hefðu víðtæks stuðn- ings. Mikil skuldasöfnun hefði átt sér stað og tók Friðrik dæmi um skoðanakönnun frá þessum tímum sem sýnt hefði að skuldasöfnunin hefði vakið ótta meðal ungs fólks. Friðrik nefndi einnig þýðingu þess hve stöðugleiki hefði verið mikill í fjármálaráðuneytinu og nær allir stjórnendur verið til staðar umrætt tímabil. Þannig hefði reynsla og þekking Magnúsar Péturssonar, þá- verandi ráðuneytisstjóra, komið sér afar vel. Friðrik sagði að menn hefðu sett sér skýr markmið í fjár- málaráðuneytinu og einhugur ríkt meðal starfsmanna. Í ljós hefði komið að skýr markmiðssetning hefði ekki alls staðar verið fyrir hendi innan ríkisstofnana, sumir stjórnendur hefðu í raun ekki haft hugmynd um hver markmið þeirra voru, enda hefðu ríkisstofnanir til- hneigingu til að öðlast eilíft líf. Friðrik sagði einnig ljóst að mörg mistök hefðu verið gerð. Breyting- unum hefði ekki verið fylgt nægj- anlega vel eftir og það væri í raun hinn íslenski kúltúr bæði hjá fyr- irtækjum og stofnunum. Eftirfylgni verkefna væri víða ábótavant. Miklar umbætur í ríkisrekstri Ríkisendurskoðandi telur árangursstjórnun í ríkisstofnunum hins vegar hafa mistekist ÚTFÖR Árna Kristjánssonar píanóleikara fór fram frá Dóm- kirkjunni í gær. Árni var einn af ástsælustu tónlistarmönnum þjóð- arinnar auk þess sem hann gegndi starfi tónlistarstjóra Rík- isútvarpsins til fjölda ára. Hann lést 19. mars síðastliðinn. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir jarðsöng en tónlistarflutningur var í höndum Elísabetar Waage, Guðnýjar Guðmundsdóttur, Gunnars Kvaran, Halldórs Haraldssonar, Hauks Guðlaugs- sonar, Selmu Guðmundsdóttur, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og félaga úr Schola cantorum. Líkmenn voru barnabörn Árna, f.v. Ari Matthíasson, Alexander Ferrer, Kristján Ferrer, Árni Kristjánsson, Þórarinn Krist- jánsson, Róbertó Óðinn Ferrer, Árni Matthíasson og Hólmfríður Matthíasdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Útför Árna Kristjánssonar HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úr- skurðaði karlmann í viku gæsluvarð- hald í gær að kröfu lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um mansal. Hinn grunaði er um þrítugt og var með bandarískt vegabréf en er af as- ískum uppruna. Hann var handtek- inn á hóteli í Reykjavík á miðvikudag og er grunaður um að hafa aðstoðað fjóra Kínverja um tvítugt hingað til lands með ólögmætum hætti. Kín- verjarnir fjórir eru nú undir vernd íslenskra stjórnvalda, enda er litið svo á að þeir séu fórnarlömb í mál- inu. Allt að sex ára fangelsi liggur við samskonar broti og hinum grunaða er gefið að sök. Viku gæslu- varðhald vegna gruns um mansal MÁL ríkislögreglustjóra gegn Pétri Þór Gunnarssyni og Jónasi Freydal Þorsteinssyni sem ákærðir eru fyrir skjalafals og fjársvik við sölu á rúm- lega eitt hundrað málverkum hér á landi á árunum 1992–1999 var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðalmeðferð málsins hefst 1. apríl. Samkvæmt ákæru er þáttur Jónasar í málinu mun minni en Pét- urs. Báðir neituðu sakargiftum fyrir dómi í gær. Við þinghaldið kröfðust verjendur ákærðu þess að bannað yrði að kalla tiltekin vitni fyrir dóm- inn. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og var ágreiningurinn leystur með úrskurði dómara sem synjaði kröfu verjenda. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Verjendur létu enn- fremur bókað að þeir óskuðu eftir vettvangsgöngu á Kjarvalsstaði und- ir aðalmeðferðinni. Rannsókn á máli þessu er ein um- fangsmesta og dýrasta lögreglu- rannsókn sem ráðist hefur verið í hérlendis og þótt víðar væri leitað og hleypur kostnaður við hana á 40–50 milljónum króna. Neita sök í málverka- fölsunar- máli ♦ ♦ ♦ BÆJARRÁÐ Hornafjarðar hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis aðgang að söfnum sem rekin eru af sveitarfélaginu. Um er að ræða Gömlubúð þar sem eru minjasafn og náttúru- gripasafn og Pakkhús þar sem eru sjóminjasafn og sýningar en þar hefur ekki verið seldur aðgangseyrir að undanförnu. Auk þess er ókeypis aðgangur inn á allar sýningar listasafns. Um nokkurra ára skeið hafa árskort á bókasafninu verið ókeypis. Gísli Sverrir Árnason, for- stöðumaður Menningarmið- stöðvar Hornafjarðar, sagði að sér væri ekki kunnugt um að önnur sveitarfélög byðu upp á ókeypis aðgang að héraðssöfn- um. Hann sagði að reynt hefði verið að fá fólk á tjaldstæðinu í bænum, sem er við hliðina á byggðasafninu, að skoða safnið en það hefði ekki skilað miklum árangri. Hins vegar hefði verið gerð tilraun með að bjóða gest- um á tjaldstæðinu ókeypis að- gang og það hefði gefið mjög góða raun. Fjölmargir hefðu nýtt sér þetta. Stuðningur við ferða- þjónustu í bænum Gísli Sverrir sagði að þarna væri um menningarpólitíska ákvörðun að ræða sem fæli í sér stuðning við ferðaþjónustu í bænum. Vonast væri eftir að þessi ákvörðun leiddi til þess að fleiri ferðamenn kæmu í bæinn en því fylgdi aukin verslun og betri aðsókn að veitingastöð- um. Gísli Sverrir sagði að það væri einnig mikilvægt að gefa almenningi kost á að skoða þau þjóðarverðmæti sem væri að finna á söfnunum. Þessi tilhögun er ákveðin til reynslu í eitt ár og að því liðnu verður tekin ákvörðun um áframhaldið. Áfram verður selt inn á jöklasýningu, a.m.k. fyrst um sinn, enda er verið að full- móta tillögur um rekstrarfyrir- komulag hennar til framtíðar og stofnun Jöklaseturs á Höfn. Ókeypis aðgangur að söfnum á Höfn FRESTUR til að skila inn tilboðum í 100% hlut ríkissjóðs í Sementsverk- smiðjunni hf. alls að nafnverði 450.000.000 kr. rann út kl. 16 í gær, samkvæmt fréttatilkynningu einka- væðingarnefndar. Eftirfarandi tilboðsgjafar skiluðu inn tilboðum: – Framtak, fjárfestingarbanki hf., BM Vallá ehf., Björgun ehf. og Steypustöðin ehf. – GJ fjármálaráðgjöf sf. f.h. Ramis ehf., Benedikts Jónmundssonar, Gunnars Sigurðssonar og Jóns Sig- urðssonar. – Gunnar Leifur Stefánsson f.h. Verkplansins ehf., Háahnjúks ehf., Knarrar ehf., Trésmiðjunnar Kjalar ehf., Café 67 ehf., Kistils ehf. og Fasteignasölunnar Miðborgar ehf. – Jóhann Halldórsson hrl. f.h. Húsasunds ehf., Uniland Cementera S.A. og óstofnaðs hlutafélags Jóns Ólafs Halldórssonar og Steingríms Erlingssonar. – Loftorka hf., Eykt hf. og Spari- sjóður Mýrasýslu. Fimm bjóða í Sem- entsverksmiðjuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.