Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MBA nám ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N EH F/ SI A .I S H IR 20 55 1 03 .2 00 3 Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 1. apríl kl. 17.15 í Háskólanum í Reykjavík. 22 mánaða MBA-nám við Háskólann í Reykjavík eflir stjórnunar- og leiðtogahæfileika þína. Námið byggir á sterkum tengslum við virta háskóla í Evrópu og gefur nemendum kost á að sérhæfa sig í fjármálum, mannauðsstjórnun og „Global eManagement“. www.ru.is/mba SEGJA má að Sunnlendingar hafi upplifað allar árstíðir í gær á aðeins fáeinum klukkustundum, eins og meðfylgjandi myndaröð ber með sér. Í Fossvogsdalnum virtist sem sumarið væri komið og litli snáðinn sólaði sig í síðdegissólinni og heilsaði upp á spakar borgargæsir. Aðeins klukkustund og 55 mínútum síðar, eða klukkan 18.45, voru skollin á dimm él og varð jörð alhvít á skammri stundu. Það hreif þó ekki á vinkonurnar tvær sem fengu sér göngutúr við Kringlumýrarbraut og urðu á vegi ljósmyndara. Á meðan borgarbúar snæddu kvöldmatinn snjóaði án afláts en eins og hendi væri veifað stytti síðan upp. Í gær- kvöld mátti víða sjá börn að leik á þotum þar sem brekkur var að finna og varð Klambratúnið skyndilega vinsæll vettvangur vetraríþrótta. Strákarnir á myndinni tóku fram stóra dekkjaslöngu og greinilegt að það var hörkustuð hjá þeim. En sumir hinna fullorðnu fylgdust undrandi með veðrinu út um gluggann og vissu bókstaflega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Um helgina mun vetur konungur ríkja á landinu samkvæmt spám. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli Jörð alhvít á skammri stundu Morgunblaðið/Golli Í GÆR var tæplega 941 milljónar króna viðskipti með hlutabréf í Kaup- þingi en verð bréfanna hélst óbreytt og var 150 við lokun Kauphallar Ís- lands. Viðskipti með Búnaðarbank- ann námu 13 milljónum króna og lækkaði verð bréfanna um 1,8%, úr 5,50 í 5,40. Ef litið er á verðþróun hlutabréfa í bönkunum tveimur sést að Búnaðarbankinn hefur hækkað um tæp 18% frá áramótum og Kaupþing um 16%. Á sama tíma hefur úrvals- vísitala aðallista hækkað um 5,23%. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kemur fram að verðþróun síðustu mánaða hafi falið í sér auknar vænt- ingar um samruna og hagræðingu í íslensku fjármálakerfi. Þar segir að samlegðaráhrif af samruna Búnaðar- banka og Kaupþings felist fyrst og fremst í hagræðingu og kostnaðar- lækkun í sambærilegri starfsemi. Ef af samruna verður má leiða lík- um að því að sameinaður banki muni njóta betri lánskjara en bankarnir njóta nú á alþjóðlegum mörkuðum. Búnaðarbankinn hefur lánshæfis- mat frá matsfyrirtækinu Moody’s en Kaupþing hefur ekki farið í slíkt mat. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að erfitt sé að leggja mat á hver áhrif sameiningar hefðu á lánshæfis- mat Búnaðarbankans. Þegar Íslands- banki og FBA sameinuðust árið 2000 var lánshæfismat sameinaðs banka hækkað frá því lánshæfismati sem Ís- landsbanki hafði áður. Samkvæmt kaupsamningi S-hóps- ins við íslenska ríkið, sem undirritað- ur var 16. janúar, skulu 27,48% hluta- fjár í bankanum afhent í kjölfar undirritunar kaupsamnings, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlits- ins, og var það gert í síðustu viku. 18,32% skulu afhent eigi síðar en 20. desember nk. Alls er um 45,8% hlut í Búnaðarbankanum að ræða og er miðað við meðalgengið 4,81 í viðskipt- unum. Kaupverðið er því rúmir 11,9 milljarðar króna. Sé miðað við loka- verð Búnaðarbankans í gær er mark- aðsvirði hlutarins 13,4 milljarðar, hef- ur hækkað um tæplega 1,5 milljarða króna. Hins vegar kemur fram í kaup- samningnum að „hlutabréf, sem nema þriðjungi heildarhlutafjár í Búnaðarbanka Íslands hf., eru bund- in þeim kvöðum að kaupendum er óheimilt að selja þau í 21 mánuð frá undirritun kaupsamningsins nema að fengnu skriflegu samþykki seljanda“. Því er S-hópurinn bundinn af hlutnum a.m.k. næstu 19 mánuði. Gengi Búnaðarbank- ans lækkar um 1,8%                !    " #$%# &$'(' %''$)%* #(%$&+ ''$&#% #*,- . ',%- ($* / 0 . 123  0 4 5 0 ##$& '$%+ '#$'(+ *&$*+ $)(% #*,- %%$' #'$)#( $* ++$*% #*$'( #($') #',&- *$# ÁÆTLAÐ er að fimm sinnum meira fjármagn verði sett í textun innlends sjónvarpsefnis á þessu ári en í fyrra. Í ár mun fara um 2,5 milljónir króna til textunar íslensks sjónvarpsefnis á síðu 888 í Textavarpinu sem nægir til textunar á um 5.000 mínútum. Árið 2002 fóru 500 þúsund krónur til mála- flokksins sem dugði til textunar á rúmlega 1.000 mínútum. Er ætlunin að fjármagnið veðri notað til textunar á fyrirfram fram- leiddu íslensku efni, eins og leikritun, heimildarmyndum og kvikmyndum, sem eru á dagskrá á sunnudgöum, þáttum sem eru á dagskrá vegna komandi Alþingiskosninga o.fl. Segir Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, að með núverandi tæknibúnaði Sjónvarpsins sé ekki hægt að texta efni meðan á beinum útsendingum stendur, eins og t.d. fréttir, íþróttir, Gettu betur og Kastljósið. Ástæðan er að tæknibún- aður sem notaður er í Bretlandi og Noregi hefur ekki verið aðlagaður að íslenskri tungu og þar sem ekkert bendi til að svo verði í bráð verði bein- ar útsendingar þar af leiðandi ekki textaðar á árinu. Fjármagn til textunar á sjónvarps- efni fimm- faldað ♦ ♦ ♦ ÞRJÁR bílveltur urðu í umdæmi Selfosslögreglunnar í gær án þess þó að teljandi slys hlytust af. Klukkan 13.30 valt bifreið á Suðurlandsvegi við Þrengslaveg og síðar um daginn valt jeppi við Hvítárholt í Hruna- mannahreppi. Fimm voru í jeppan- um og sluppu allir ómeiddir. Þá varð bílvelta ofan við Litlu kaffistofuna í gærkvöld. Tveir voru í bílnum og sluppu ómeiddir. Að auki varð umferðarslys á Eyr- arvegi á Selfossi klukkan 13.40 þeg- ar bifhjól og bifreið lentu saman. Ökumaður hjólsins var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli. Þrjár bílveltur á Suðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.