Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 8

Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um æskulýðsmál Að „taka þátt“ er lífsstíll BLÁSIÐ hefur veriðtil málþings umæskulýðsmál sem haldið verður í Borgar- holtsskóla í dag og verð- ur það sett klukkan 10. Hins vegar verður húsið opnað með morgunkaffi og óformlegri kynningu á æskulýðsstarfi almennt hér á landi klukkustundu fyrr, eða klukkan níu. Yfirskrift málþingsins er „Þátttaka er lífsstíll“ og meðal annars efnis mun menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, kynna niðurstöður nefndar sem fjallaði um stöðu og fram- tíð félags- og tómstunda- starfs ungs fólks á Ís- landi og við opnun þingsins verður ennfrem- ur flutt erindið „Þátttaka er lífs- stíll. Eftir setninguna verður unnið fram eftir degi í nokkrum málstofum, auk sérstakrar ung- mennamálstofu. Þingforseti verður Svanhildur Hólm Vals- dóttir, formaður Æskulýðsráðs ríkisins. En verkefnisstjóri UMFÍ fyrir málþingið er Greip- ur Gíslason athafnamaður og svaraði hann nokkrum spurn- ingum. – Hver heldur þetta málþing? „Það eru nokkur æskulýðs- samtök og hópar með stuðningi menntamálaráðuneytis og æsku- lýðsráðs ríkisins. Ég get nefnt UMFÍ, KFUM og KFUK, SAM- FÉS, Slysavarnafélagið lands- björg, Æskulýðsstarf þjóðkirkj- unnar, BÍSN, AFS og BÍS.“ – Viltu byrja á því að veita okkur innsýn í yfirskrift mál- þingsins „Þátttaka er lífsstíll“, hvað merkir hún? „Það að taka þátt er ákveðinn lífsstíll og við vísum í það. Í stað þess að sitja heima og gera ekk- ert þá tekur fólk þátt í alls kyns starfi, frá því að vera í skemmti- nefnd fyrir árshátíð vinnustað- arins upp í að vera stjórnarmað- ur í stórum æskulýðssamtökum, selja klósettpappír fyrir skíða- deildina upp í að stýra risastóru forvarnarátaki. Allt er þetta þátttaka og stór lífsstíll ekki satt?“ – Á hvaða hátt verður fjallað um yfirskrift málþingsins og hvaða spurningum verður leitast við að svara? „Á málþinginu verður horft á æskulýðsstarf frá mörgum sjón- arhornum og unnið í málstofum tileinkuðum mörgum vinklum. Meðal annars er fjallað um ný- útkomna skýrslu menntamála- ráðherra um stöðu og framtíð æskulýðsmála á Íslandi, um kostun og kynningu á starfinu, starf að tómstundamálum sem óformlega menntun auk þess sem ungt fólk fær sérstaka mál- stofu til að tala saman.“ – Hver myndir þú segja að væri hápunktur málþingsins? „Án efa er það umfjöllun og kynning menntamála- ráðherra og Ástu Möller alþingismanns á skýrslu um stöðu og framtíð æskulýðsmála á Íslandi sem allir í bransanum hafa beðið eftir með óþreyju enda málaflokkurinn hálfgert í lausu lofti og kominn tími til að ráðuneytið marki sér skýrari stefnu í honum.“ – Hver eru markmið þessa málþings og hvernig verða þau metin þegar upp er staðið í mál- þingslok? „Hver málstofa leggur fram ályktanir í lok þingsins sem unnið verður úr í framhaldinu. Það eru skýr skilaboð til þeirra sem þátt taka í málþinginu að málstofurnar skilji eitthvað eftir þegar dagurinn er liðinn sem við getum svo unnið úr.“ – Hverjar eru þessar málstof- ur og hverjar eru helstu áhersl- ur þeirra? „Þær eru nokkrar eins og ég gat um áður. Fyrsta er með yf- irskriftina Þátttaka er lífsstíll. Fjallað verður um lífsstílinn að taka þátt og um leið þátttöku- leysið og félagslega einangrun. Önnur málstofa er með yfir- skriftina Staða og framtíð fé- lags- og tómstundastarfa á Ís- landi og þar er á ferðinni kynning og umræða um áður- nefnda skýrslu menntamálaráð- herra. Þriðja málstofan er með yf- irskriftina Óformleg menntun og vottun í tómstundastarfi, en þar verður fjallað um þátttöku í félagsstarfi sem óformlega menntun og vottunarkerfi í tóm- stundastarfi. Fjórða málstofan hefur yfir- skriftina Kostun, kynningarmál og almannatengsl í æskulýðs- starfi, en þar verður fjallað um hvernig æskulýðsstarfi er komið á framfæri og styrkja aflað. Þá er málstofa með yfirskriftinni Nýjungar í æskulýðsmálum, en þar verður fjallað um nokkrar góðar hugmyndir úr félags- og tómstundastarfi. Loks er að nefna málstofu með yfirskriftinni Ung- mennastofa þar sem ungmenni fjalla um helstu umræðuefni málþingsins og nokk- ur önnur mál.“ – Hverjir eiga helst erindi á þetta málþing? „Allir sem koma að æskulýðs- starfi eiga erindi á þingið, þátt- takendur og aðstandendur, auk stjórnmálamanna, sem hafa al- gjörlega gert þátttöku að sínum lífsstíl, auk áhugamanna um bætta æskulýðsmenningu á Ís- landi.“ Greipur Gíslason  Greipur Gíslason er fæddur á Ísafirði 12. júlí 1982 og hefur bú- ið þar alla tíð. Útskrifaður stúd- ent frá Menntaskólanum á Ísa- firði um jólin 2002. Stofnaði Morrann – atvinnuleikhús ungs fólks á Ísafirði 1999 og var tals- maður hópsins í þrjú sumur. Stofnaði 2001 Íslandsleikhús, farandleikhús með þátttöku 7 sveitarfélaga og er verkefnis- stjóri og stjórnarformaður þess síðan. Síðustu sumur hefur hann auk þess unnið hjá Vesturferðum á Ísafirði. Er nú verkefnisstjóri hjá UMFÍ. Ráðuneytið marki sér skýrari stefnu Við erum komin í tölu stórvelda, foringi. Það er farið að brenna fánann okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.