Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 10
KJARTAN Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ræddi fjármál stjórnmálaflokkanna m.a. er hann flutti skýrslu um flokkastarfið á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í gær. Sagði hann að andstæðingar flokksins reyndu með reglulegu millibili að koma af stað umræðum um fjármál stjórn- málaflokka í því skyni að reyna að gera fjáröflun Sjálfstæðisflokksins og fjármál hans tortryggileg. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf eins og aðrir stjórnmálaflokkar að afla fjár til starfsemi sinnar. Stór hluti þess fjár kemur frá flokksmönnum með einum eða öðrum hætti – ann- aðhvort með félagsgjöldum sem fé- lög flokksins nota fyrir sína starf- semi eða í gegnum styrktarmanna- kerfið sem að verulegum hluta rennur til flokksins sjálfs,“ sagði Kjartan. Hann minnti á að stjórn- málaflokkar væru bókhaldsskyldir eins og allir þeir sem hefðu rekstur með höndum og að skattayfirvöld gætu hvenær sem er óskað eftir upplýsingum úr bókhaldi þeirra. „Hvað Sjálfstæðisflokkinn snertir hefur bókhald hans áratugum sam- an verið fært utan flokksskrifstof- unnar af löggildum endurskoð- endum.“ Kjartan sagði að það kæmi ávallt jafnmikið á óvart að þeir flokkar sem hefðu hvað eftir annað lýst því yfir að þeir myndu opinbera allar upplýsingar um fjármál sín, eins og bæði Samfylkingin og R-listinn hefðu gert, skyldu alltaf hverfa frá þeim ásetningi og bera því við að þeir gætu ekki gert það vegna þess að aðrir flokkar gerðu það ekki. „Hér ræður hræsnin augljóslega ríkjum,“ sagði hann. „Hræsnin ræður ríkjum“ FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORYSTUMENN stjórnmálaflokk- anna taka í samtölum við Morgun- blaðið misjafnlega í þá hugmynd sem Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, varpaði fram í fyr- irspurnartíma á landsfundi flokksins í gær, að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka. Þannig er varaformaður Framsóknarflokksins andvígur slíkri hugmynd en allir for- ystumennirnir kalla eftir löggjöf um starfsemi stjórnmálaflokka hér á landi. Davíð sagði m.a. á landsfundinum í gær að sjálfstæðismenn hefðu ekk- ert að fela en væru reiðubúnir að gera tillögu um þetta ef aðrir flokkar væru tilbúnir til þess. Davíð gagn- rýndi einnig málflutning Samfylk- ingarinnar um fjárreiður flokkanna. Rifjaði hann upp að talsmenn flokks- ins hefðu lýst því yfir fyrir síðustu kosningar að upplýsingar um fram- lög yrðu birtar að kosningum lokn- um. Hið sama hefði Reykjavíkurlist- inn gert en ekkert væri búið að upplýsa enn um þessi framlög. Flokkarnir taki höndum saman Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við Morgunblaðið vísa því alfarið á bug að Samfylkingin hefði ekki opn- að sitt bókhald. „Svona talar maður með vonda samvisku. Í þessari kosningabaráttu hafa að minni hyggju komið fram mjög ósæmilegar staðhæfingar um fjárhagsleg tengsl stjórnmálaflokka og jafnvel stjórnmálamanna við ein- stök fyrirtæki og nafngreinda at- hafnamenn. Borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins hefur jafnvel gengið svo langt að tala um mútur. Eina ráðið til að hefja stjórnmálaumræðu á Íslandi upp af þessu lágkúrulega plani er að flokkarnir taki höndum saman um að opna fjárreiður sínar. Þingmenn jafnaðarmanna hafa um það bil sjö sinnum lagt fram frum- varp á Alþingi um opnar fjárreiður og upplýsingaskyldu stjórnmála- flokkanna. Jafnoft hefur þessi mað- ur [Davíð Oddsson] andmælt frum- varpinu og haft forgöngu um það, ásamt Sjálfstæðisflokknum, að svæfa það í nefnd án frekari um- ræðu. Ísland er eina lýðræðisríkið á Vesturlöndum sem ekki hefur sett löggjöf um fjárreiður stjórnmála- flokka,“ sagði Össur og minnti á að starfshópur á vegum OECD, sem rannsakar spillingu í aðildarlöndum þess, hefði bent sérstaklega á að Ís- lendingar einir fárra þjóða hefðu vanrækt þá grundvallarskyldu að setja svona löggjöf. Össur sagðist hafa orðið formaður Samfylkingarinnar við stofnun flokksins í maí árið 2000. Hann hefði beitt sér fyrir því að allir reikningar frá stofnun yrðu lagðir fram og það hefði verið gert fyrir tímabilið maí 2000 til fyrsta landsfundar í nóvem- ber árið 2001. Reikningarnir væru aðgengilegir á vefsíðu Samfylking- arinnar. Fyrir stofnun flokksins, við kosningarnar 1999, hefði hann verið kosningabandalag fjögurra flokka og sig minnti ekki að reikningar frá þeim tíma hefðu verið birtir, vænt- anlega vegna þess að engin formleg stjórn flokksins hefði verið til staðar og því enginn aðili með skyldu um að leggja slíka reikninga fram. Össur sagði þá hugmynd Davíðs vel þess virði að skoða að banna fyr- irtækjum að styðja stjórnmála- flokka. Ef Davíð myndi leggja hana fram á Alþingi myndi Samfylkingin taka á því með jákvæðum huga. Meginkrafan væri að opna fjárreiður flokkanna. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði flokk- inn reiðubúinn að setja löggjöf um starfsemi stjórnmálaflokka og tryggja eftirlit með þeirri löggjöf og skýrar reglur. Hins vegar væri eðli- legt að hans mati að loka hvorki fyrir stuðning fyrirtækja né fólks við starfsemi flokkanna. „Okkur er mikilvægt að halda uppi lýðræðinu í landinu og þeir sem taka þátt í slíkum stuðningi eru að leggja lýðræðinu og umræðunni til fjármagn. Stjórnmálaflokkar eru mikilvæg öfl og við megum þakka fyrir að hafa þetta lýðræði. Við erum lýðveldi og frjáls þjóð,“ sagði Guðni. Hann taldi það eðlilegt að í slíka löggjöf yrðu sett ákveðin hámörk og viðmið á því hvenær gefa ætti upp nöfn stuðningsaðila flokkanna. Til greina kæmi að Ríkisendurskoðun veitti slíkt aðhald og eftirlit. Að- spurður hvaða reglu Framsóknar- flokkurinn viðhefði í þessum efnum sagði Guðni flokkinn vera í eilífri baráttu til að halda starfseminni uppi. Stuðningurinn kæmi úr þrem- ur áttum; frá ríkinu, flokksmönnum og fyrirtækjum. Allt væri þetta hóf- legt. Guðni sagðist geta tekið undir gagnrýni Davíðs á málflutning Sam- fylkingarinnar um fjárreiður flokk- anna. „Ég vil að stjórnmálamenn standi við orð sín. Hafi þeir barið sér á brjóst og sagst ætla að birta sína reikninga eiga þeir að gera það. Annars hafa þeir orðið sér til skammar,“ sagði Guðni. Ekki hægt nema með lögum Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð, sagðist vera sáttur við þá tilllögu að banna framlög frá fyrir- tækjum. Þá yrðu á móti sett lög um fjárstuðning við stjórnmálastarf- semi í landinu, líkt og gert væri í ná- grannalöndunum. Ekki myndi standa á vinstri grænum að styðja slíka breytingu. „Þrátt fyrir allt skyldi maður ætla að starfsemi stjórnmálaflokka væri nauðsynleg fyrir lýðræðið í landinu. Það kostar sitt að koma stefnumál- um á framfæri í nútíma þjóðfélagi. Við teljum einnig nauðsynlegt að tryggja fjárstuðning við ný framboð og setja reglur þar sem jafnræðis yrði gætt. Kerfið má ekki ívilna um of þeim flokkum sem fyrir eru,“ sagði Steingrímur. Varðandi þau ummæli Davíðs Oddssonar að Sjálf- stæðisflokkurinn væri það stór, með um 30 þúsund meðlimi, að hann gæti haldið sér gangandi án styrkja frá fyrirtækjum sagðist Steingrímur efast um að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist betur af en aðrir flokkar með þessum hætti. Hann myndi treysta sér í þá samkeppni. Stein- grímur bætti því við að þessi um- ræða snerti flokkinn ekki mikið, hann hefði fyrir löngu opnað bók- haldið og gert það opinbert á hverj- um landsfundi. Flokkurinn hefði þá reglu að ekki væri tekið við fram- lögum frá einstökum aðilum hærri en 300 þúsund krónur. Kæmu hærri framlög væru þau gerð opinber. Flokkarnir sitji við sama borð Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði sinn flokk hafa verið með opið bókhald frá upphafi og hefði því ekkert að fela. Samkvæmt reglum flokksins þyrfti að gefa upp nöfn þeirra sem legðu fram meira en 500 þúsund krónur, ekki væri gerður greinar- munur á fyrirtækjum og einstak- lingum í því efni. Guðjón setti spurn- ingu við þá hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins að meina ein- göngu fyrirtækjum að styðja stjórn- málaflokka. Í fljótu bragði mætti þó skoða hugmyndina. „Við höfum lagt til að bókhald stjórnmálaflokka væri opið og settar væru samræmdar reglur um 500 þúsund króna lágmark framlaga án þess að tilgreint væri hvaðan þau kæmu. Þetta teljum við ágætis reglu en við höfum ekki svar við þessari tillögu frá Davíð Oddssyni. Aðrir flokkar gætu tekið okkur til fyrir- myndar en kannski geta menn ekki tekið sér aðgerðir lítilla en stækk- andi flokka til eftirbreytni. Eina krafa okkar er að flokkarnir sitji við sama borð, ef fyrirtækin eru að styrkja aðra flokka þá styrki þau okkur líka,“ sagði Guðjón. Forystumenn stjórnmálaflokka ekki sammála um að banna framlög fyrirtækja Kalla eftir löggjöf um starfsemi flokkanna Guðjón A. Kristjánsson Steingrímur J. Sigfússon Guðni Ágústsson Össur Skarp- héðinsson DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega í fyrirspurn- artíma ráðherra á landsfundi flokks- ins í gær, málflutning talsmanna Samfylkingarinnar um fjármál stjórnmálaflokka og birtingu upp- lýsinga um framlög til flokkanna. „Við sjálfstæðismenn höfum ekk- ert að fela og erum tilbúnir til þess að standa að tillögu sem bannar fyr- irtækjum að styðja stjórnmálaflokka ef aðrir eru tilbúnir til þess,“ sagði hann. Davíð sagði að þremur dögum fyr- ir síðustu kosningar hefði birst viðtal við aðaltalsmann Samfylking- arinnar, sem hefði lýst því yfir að strax eftir kosningar yrðu birtar upplýsingar um fjárframlög til Sam- fylkingarinnar í þeim kosningum. Hið sama hefðu talsmenn R-listans gert en þetta hefðu bara verið orðin tóm og engar upplýsignar hafi enn verið birtar. „Samt slá þessir aðilar sér á brjóst og þykjast heilagri en aðrir og kenna öðrum um að vilja ekki opna bókhald sitt sem sýni þann stuðning sem þeir hafa fengið,“ sagði Davíð. Gagnrýndi Davíð einnig frétta- menn fyrir að hafa ekki spurt Sam- fylkingarfólk hvað sé að marka þess- ar yfirlýsingar og um ástæður þess að ekki hefur verið staðið við þær. Ljóst sé að hér sé um hreina sýnd- armennsku að ræða hjá Samfylking- unni. Davíð sagði einnig að þegar hann hafi komið fram með þá hugmynd að flokkarnir næðu samstöðu um að banna fyrirtækjum að styðja flokk- ana, þá hafi Samfylkingin allt í einu ekkert viljað með málið gera. „Jónas Kristjánsson, hinn reyndi fjölmiðlamaður, sem ég er ekki alltaf sammála, skrifaði á heimasíðu sína fyrir mánuði, að það væri enn óupp- lýst hvernig hinn mikli kostnaður sem Samfylkingin eyddi í auglýs- ingar fyrir síðustu kosningar var greiddur. Þið munið að Sjálfstæð- isflokkurinn, stærsti flokkurinn, var í þriðja sæti yfir auglýsingakostnað samkvæmt opinberum tölum sem voru birtar. Það hefur ekkert verið gefið upp hvernig þessar auglýs- ingar [Samfylkingarinnar] voru fjár- magnaðar,“ sagði Davíð. „Við sjálfstæðismenn höfum ekk- ert að fela og höfum lagt það til að ef aðrir vilja hafa þetta svona séum við tilbúnir til þess að standa að því að banna fyrirtækjum að styðja flokka. Af hverju vilja þeir það ekki? Það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur 30 þúsund meðlimi og þeir vita að Sjálfstæðisflokkurinn getur hald- ið sér gangandi án styrkja frá fyrir- tækjum. Það geta hinir ekki en samt eru þeir alltaf að reyna að hafa fjár- mál okkar í flimtingum. Þeir ættu að skoða og opna sínar eigin bækur,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra gagnrýnir málflutning Samfylkingar um fjármál stjórnmálaflokka Morgunblaðið/Árni Sæberg Forystumenn Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde og Davíð Oddsson, ræða saman í fyrirspurnartímanum í gær. Reiðubúnir að banna framlög frá fyrirtækjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.