Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 11 DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra var spurður að því á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, hvort það hafi ekki komið til greina að rík- isstjórnin tæki sömu afstöðu og Norðmenn í Íraksmálinu. Davíð svaraði að Norðmenn tækju ekki af- stöðu til stríðsins, með eða móti, vegna þess að í Noregi er minni- hlutastjórn og það veiki því mjög stöðu ríkisstjórnarinnar til að taka afstöðu í jafnviðkvæmu máli og þessu. Davíð sagði að ábyrgir stjórn- málamenn ættu að taka afstöðu í þessum málum sem öðrum, en ekki gera eins og Samfylkingin, sem hann sagði að eltist bara við skoð- anakannanir í afstöðu sinni til stríðsins. „Það er ekki ábyrg af- staða og ekki rismikil. Við eigum ekki að skorast undan ábyrgð. Við eigum ekki að hlaupa eftir skoð- anakönnunum. Við eigum að segja okkar afstöðu og standa með okkar bandamönnum,“ sagði Davíð. Eigum ekki að skorast undan ábyrgð í Íraksmálinu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í fyrirspurnartíma ráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, að hann teldi tillögur Alþýðu- sambands Íslands í velferðarmálum athyglisverðar og ágætt innlegg í umræðuna. „Sjálfsagt hugsa þeir þær tillögur einnig sem útspil inn í kjarasamningaviðræður að loknum þeim kjarasamningum sem nú gilda. En ég hygg að menn eigi kannski ekki í aðdraganda kosninga að líta á þetta sem kosningaútspil Alþýðu- sambandsins, það er út af fyrir sig ekki þeirra hlutverk,“ sagði Davíð. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins sátu fyrir svörum í fyrirspurn- artímanum á landsfundinum fyrir hádegi í gær og lögðu landsfund- arfulltrúar alls 58 spurningar fyrir ráðherrana. Reiknað hefur verið með að afnotagjald RÚV yrði aflagt Tómas Ingi Olrich, menntamála- ráðherra, sagði í svari við fyrirspurn Halldórs Halldórssonar að hann hafi látið vinna frumvarp um RÚV þar sem gert hafi verið ráð fyrir að fjár- mögnunarkerfi Ríkisútvarpsins yrði breytt og afnotagjöldunum yrði breytt. „Við höfum verið því fylgj- andi að Ríkisútvarpið yrði gert að hlutafélagi í ríkiseign, en samstarfs- flokkur okkar hefur ekki viljað fall- ast á það,“ sagði Tómas Ingi. Hann sagði að um þrjá möguleika væri að ræða við fjármögnun RÚV; afnotagjöld, nefskatt eða fjárfram- lag á fjárlögum. „Við höfum látið fara yfir þetta nákvæmlega og hafa þessar fjármögnunaraðferðir allar sinn galla, en sennilega hefur af- notagjaldið flesta galla. Því var reiknað með því að það yrði aflagt. Hins vegar hafa flokkarnir ekki náð samkomulagi um það hvernig stjórnar- og rekstrarfyrirkomulag Ríkisútvarpsins yrði. Við höfum ver- ið því fylgjandi að Ríkisútvarpið yrði hlutafélag í ríkiseign, en samstarfs- flokkur okkar hefur ekki viljað fall- ast á það. Miðað við þær aðstæður taldi ég ekki skynsamlegt að hrófla við þessu fyrst ekki tækist að taka á skipulagi Ríkisútvarpsins. Ég tel að það sé óskynsamlegt að ráðast í breytingar á lögum um Ríkisútvarp- ið ef ekki næst samkomulag um að gera breytingar á stjórn fyrirtæk- isins og færa það í hlutafélagaform í eigu ríkisins,“ sagði hann. 30% hækkun fjárframlaga til lögreglunnar Fyrirspurn var beint til Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra um löggæslumál og kom fram í máli hennar að á síðustu fimm árum hefði orðið um 30% raunhækkun á fjár- framlögum til lögreglunnar, lög- reglumönnum hefði einnig fjölgað um 7–10% á síðustu árum. Sagði hún einnig að hlutfallslega væru fleiri lögreglumenn hér á landi en á öðr- um Norðurlöndum eða 441 íbúi á Ís- landi um hvern lögreglumann sam- anborið við 573 íbúa að meðaltali á öðrum Norðurlöndum. Álagning gistináttagjalds kemur ekki til greina Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra var m.a. spurður um afstöðu til tillögu umhverfisráðherra um álagningu gistináttagjalds á ferða- þjónustuna. „Ég tel ekki koma til greina að leggja á sérstakt gisti- náttagjald. Ég tel að ferðamenn eigi að greiða fyrir þjónustu sem keypt er á hverjum stað og tel ekki heppi- legt að skattleggja með þeim hætti eins og sú tillaga gengur út á,“ sagði Sturla. Einnig kom fram í máli hans vegna fyrirspurnar um flugkennslu að Flugskóli Íslands hefði átt í vand- ræðum að undanförnu. Sagðist hann hafa átt viðræður við menntamála- ráðherra um framtíðarfyrirkomulag flugkennslunnar og í gangi væri vinna við að endurskipuleggja Flug- skóla Íslands hf. og styrkja fjár- hagslega stöðu hans. Óvissa um markaði fyrir hvalaafurðir Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagðist í svari við fyrir- spurn um hvalveiðar ekki geta sagt til um hvenær hægt yrði að hefja slíkar veiðar hér við land. Í raun gætu Íslendingar hafið hvalveiðar í vísindaskyni strax, en hann taldi það þó ekki tímabært. Árni sagði að óvissa væri um markaði fyrir hvalaafurðir um þess- ar mundir og til lítils væri að hefja hvalveiðar ef ekki væri hægt selja afurðirnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra um velferðartillögur ASÍ Tillögurnar ágætar en ekki útspil í kosningunum GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segist telja þá þróun óhjákvæmi- lega að almennir sjóðfélagar líf- eyrissjóðanna fái aukinn rétt til að velja í stjórnir sjóðanna. Þetta kom fram í svari hans í fyrir- spurnartíma ráðherra Sjálfstæð- isflokksins á landsfundi í gær. „Verkalýðshreyfingin og vinnu- veitendur koma sér saman um þessa hluti og stjórnarmenn eru ekki í þeim skilningi kosnir á að- alfundum. Ég held hins vegar að það sé þróun sem sé óhjá- kvæmileg að hinn almenni félagi í lífeyrissjóðum fái þarna aukinn rétt,“ sagði Geir. Benti hann á að stjórnendur líf- eyrissjóðanna bæru ábyrgð á miklu fjármagni og mikilvægt væri hvernig staðið væri að fjár- festingarstefnu sjóðanna. „Ég held að þetta muni koma með tím- anum en ekki alveg í einni svip- an,“ sagði Geir. Sjóðfélagar kjósi í stjórnir lífeyrissjóða „VIÐ þurfum að brjótast út úr gamla þungaskattskerfinu og taka hér upp olíugjald,“ sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í fyr- irspurnartíma ráðherra Sjálfstæð- isflokksins á landsfundi í gær. Geir sagði þungaskattskerfið eiga sér fáar hliðstæður í öðrum löndum og á undanförnum árum hefði verið reynt að skapa þær aðstæður að hægt yrði að leggja það niður. „Ég held það sé enginn vafi á því að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að hvetja til meiri notkunar á díselbifreiðum hér á landi en verið hefur vegna þess að díselolía á heimsmarkaði er ódýr- ari en bensín og við gætum þar með lækkað olíureikning þjóð- arbúsins. Þar að auki eru nýlegar díselvélar þannig að þær menga minna en bensínvélar,“ sagði Geir. Breytingar á þessu kerfi eru þó flóknar í framkvæmd og skoða þarf stöðu einstakra hópa en Geir sagði það þó alveg skýra afstöðu hans að hrinda eigi þessum breyt- ingum í framkvæmd á næsta kjör- tímabili. Brjótast út úr gamla þungaskatts- kerfinu FORYSTA Sjálfstæðisflokksins sat fyrir svörum á landsfundi flokksins í gærmorgun. Allir sex ráðherrar flokksins, Tómas Ingi Olrich, Árni M. Mathiesen, Sturla Böðvarsson, Sólveig Pétursdóttir, Geir H. Haarde og Davíð Oddsson, svöruðu fyrirspurnum frá landsfundar- fulltrúum. Auk þeirra sátu fyrir svörum Sigríður Anna Þórðardóttir formaður þingflokksins og Halldór Blöndal forseti Alþingis. Fundar- mönnum lá margt á hjarta og alls bárust 58 spurningar af marg- víslegum toga. Þessir fyrirspurn- artímar hafa viðgengist á und- anförnum landsfundum. Á efri myndinni má sjá forystumenn Sjálf- stæðisflokksins sitja fyrir svörum. Á neðri myndinni er Halldór Jóns- son úr Kópavogi að bera fram fyr- irspurn. Við hlið hans situr Páll Gíslason læknir og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundarmönnum lá margt á hjarta DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í fyr- irspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í gær að hátekjuskatturinn væri tíma- bundinn skattur, sem rynni út. Hann sagðist ekki hafa vikið að hátekjuskattinum í umfjöll- un sinni um skattalækkanir í setningarræðu á landsfundinum, af þeirri ástæðu að skatturinn væri tímabundinn og félli niður og því hefði verið óþarfi að nefna hann sérstaklega til sögunnar. „Það er orðið brýnt að menn stöðvi þessa eilífðarvél sem átti alltaf að vera tímabund- inn. Hann hefur gengið sér til húðar, tímabili hans er lokið og hann á að hverfa,“ sagði Davíð. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Stef- áns Einarssonar sem spurði hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn legði svo mikla áherslu á að afnema hátekjuskattþrep þar sem það virtist ekki skynsamlegt ef skattkerfið ætti að jafna byrðarnar á landsmenn. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði nauðsynlegt að afnema hátekjuskattinn, sem hækkaði jaðarskattinn hjá þeim skattgreið- endum sem væru að bæta við sig tekjum. Hann sagðist vilja hafa skattkerfið einfalt. Geir sagði að það væri óæskileg bjögun í skattkerfinu að hafa hátekjuskatt fyrir utan þau áhrif, sem hann hefur á hvatningu manna til að leggja sig fram í vinnu. „Við þurfum mikið á því að halda á næstunni að fólk leggi hart að sér í vinnu vegna ástandsins sem fyr- irsjáanlegt er á vinnumarkaði,“ sagði Geir. Hátekjuskattur hefur gengið sér til húðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.