Morgunblaðið - 29.03.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.03.2003, Qupperneq 12
SAMFYLKINGIN er stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi, samkvæmt skoðanakönnun sem nýr fjölmiðlill, tunga.is, hefur látið gera. 35,4% þeirra sem afstöðu tóku sögðust styðja Samfylk- inguna, 33,3% sögðust fylgja Sjálfstæðisflokknum, Fram- sóknarflokkurinn hefur 17,7% fylgi í kjördæminu, Frjálslyndi flokkurinn 6,8% og T-listi Kristjáns Pálssonar 3,4%. Sam- kvæmt þessu fengi Samfylk- ingin fjóra þingmenn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá og Framsóknarflokkurinn tvo en Frjálslyndi flokkurinn og T-listi Kristjáns kæmu ekki að manni. Ekki er talið fært að segja hvaða flokkur fengi jöfn- unarsætið. Skoðanakönnunin byggist á 500 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá og tóku 248 afstöðu í einni eða fleiri spurningum. Þess er getið að 40,7% þeirra kusu að gefa ekki upp hvaða flokk þeir hygðust kjósa. Skoðanakönnun í Suðurkjördæmi Samfylk- ingin fengi fjóra menn FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „HVAÐ gerir kynslóð internetsins, krítarkorta og skyndibita vel,“ spurði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, laga- nemi við Háskólann í Reykjavík, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. „Jú, við erum svo lánsöm að vera einnig kynslóð þekkingar, ný- sköpunar og alþjóðavæðingar,“ bætti hún við. Heiðrún Lind var ein fimm ungra háskólanema sem fluttu erindi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síð- degis í gær, en þar ræddi unga fólkið m.a. um ungu kynslóðina og framtíð Íslands. Komu þau víða við í erindum sínum. Heiðrún Lind vék til að mynda að þeirri deilu sem hefði skapast að und- anförnu í kringum nýja lagadeild við Háskólann í Reykjavík. „Mér er það áhyggjuefni fyrir framtíð Íslands og með öllu óskiljanlegt í raun að ágætir menn við lagadeild Háskóla Íslands vilji sporna við óhjákvæmilegri og farsælli þróun laganáms með því halda því fram að verið sé að geng- isfella lögfræðipróf með nýrri sam- keppni.“ Sagði hún að samkeppni skapaði stúdentum fleiri valkosti, auk þess sem hún myndi hvetja há- skólana til að veita betri þjónustu. Áslaug Hulda Jónsdóttir, grunn- skólakennaranemi við Kennarahá- skóla Íslands, talaði m.a. um að unga fólkið fagnaði auknu jafnrétti kynjanna, auknum tækifærum til menntunar, bættu heilbrigðiskerfi og hækkandi lífaldri. „Í allri þessari dá- semd er þó eitt sem ég óttast,“ sagði hún, „þetta eina atriði er staða fjöl- skyldunnar.“ Kvaðst hún hafa áhyggjur af því að við sem ein- staklingar værum ekki að sinna hlut- verki okkar sem skyldi. „Það er því miður svo að minni kynslóð þykir nærtækast að stofnanir – frekar en við sem einstaklingar – axli ábyrgð á umönnum barna okkar og for- eldrum.“ Gullöld í menntamálum Birgir Stefánsson, viðskipta- fræðinemi við Háskólann í Reykja- vík, gerði menntamál m.a. að umtals- efni og sagði að við lifðum á gullöld í menntamálum. „Til að mynda hafa aldrei verið jafn fjölbreytt tækifæri til menntunar hér á landi,“ sagði hann. „Nú hefur fólk tækifæri til að finna nám við sitt hæfi og stunda nám á sínum eigin forsendum. Í dag eru starfræktir átta háskólar og þar af eru þrír þeirra reknir sem sjálfseign- arstofnanir. Til fróðleiks má benda á að fyrir tíu árum voru eingöngu þrír háskólar starfandi hér á landi.“ Sverrir Haraldsson, sjávarútvegs- fræðinemi við Háskólann á Akureyri, lagði áherslu á sjávarútvegsmál í sinni ræðu og sagði að það þyrfti að skapa ný tækifæri í sjávarútvegi. Það væri m.a. hægt að gera með því að efla fiskeldi. „Mikilvægi fiskeldis í al- þjóðlegu samhengi hefur verið að aukast og á eftir að aukast enn frekar á komandi árum,“ sagði hann. „Fisk- veiðar í heiminum hafa dregist sam- an á meðan eftirspurnin eftir fiski hefur aukist. Eina leiðin til að brúa það bil sem þarna skapast er fisk- eldi.“ Steinunn Vala Sigfúsdóttir, byggingarverkfræðinemi við Há- skóla Íslands, var síðust til að halda erindi. Gerði hún jafnréttismál kynjanna m.a. að umræðuefni og sagði að mikill og óumdeildur árang- ur hefði náðst í þeim málum á um- liðnum áratugum. „Má segja að sú kynslóð kvenna sem ég tilheyri njóti góðs af því mikla starfi og þeirri miklu baráttu sem margar af eldri kynsystrum okkar hafa háð fyrir okkar hönd. Þó er vitaskuld nokkuð í land að fullkomið jafnrétti kynjanna verði staðreynd. Það er von mín og trú að með tímanum muni sú staða koma upp að fólk verði aldrei dæmt eða metið út frá kyni.“ Ungir háskólanemar halda erindi um framtíð Íslands Kynslóð þekkingar, nýsköp- unar og alþjóðavæðingar Morgunblaðið/Sverrir Steinunn Vala Sigfúsdóttir, Sverrir Haraldsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir voru meðal þeirra fimm há- skólanema sem fluttu erindi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í gær. KJARTAN Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í gær, er hann flutti skýrslu um flokksstarfið, að ljóst væri að kosningabarátt- an vegna komandi alþingis- kosninga yrði harkaleg af hálfu andstæðinga Sjálfstæð- isflokksins. Andstæðingarnir myndu leggja allt kapp á að rýra traust á Sjálfstæðisflokkn- um. „Það er raunar eina yf- irlýsta markmið helsta leið- toga stærsta stjórnarand- stöðuflokksins að koma Sjálfstæðisflokknum úr rík- isstjórn og formanni hans úr forsætisráðuneytinu. Þetta markmið er ekki stórmannlegt. Að heyja kosningabaráttu með dylgjum og upplognum ásökunum sem er síðan fylgt eftir með óvönduðum og óheiðarlegum hætti af ómerkilegum fjölmiðlum er í sannleika sagt dapurlegur vitnisburður um stefnu þessa stjórnmálaflokks þar sem rógurinn er í öndvegi.“ Kjartan lagði áherslu á að á móti þessu tefldi Sjálfstæðisflokkurinn fram ótrúlegum árangri síðustu kjör- tímabila. Kjartan fór í ræðu sinni yfir störf Sjálfstæðisflokksins sl. tvö ár, eða frá síðasta landsfundi. Hann vék m.a. að borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á síðasta ári. „Kosningaúrslitin í Reykjavík voru auðvitað mjög mikil vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði hann. Kjartan sagði að flokkur- inn hefði háð mjög um- fangsmikla kosningabar- áttu en hefði bæði átt í höggi við sameinaða lista vinstri manna, Reykjavík- urlistann, og klofnings- framboð úr Sjálfstæðis- flokknum, þ.e. framboð Ólafs F. Magnússonar. „Hygg ég þegar málið er skoðað eftir á að hans framboð hafi dregið mun meira úr sigurlíkum Sjálf- stæðisflokksins heldur en við gerðum okkur grein fyrir meðan á kosninga- baráttunni stóð.“ Kjartan sagði að staða R-listans eftir kosningarnar hefði ekki styrkst heldur hefði hann tapað um einu pró- sentustigi frá kosningun- um 1998. „Nú hafa hins vegar þau tíðindi orðið að telja má daga R-listans talda.“ Vís- aði Kjartan m.a. til þess að framboðslistarnir sem í upphafi hefðu myndað R- listann hefðu efnt til „mik- illa og alvarlegra átaka sl. áramót þegar fyrrverandi borgarstjóri yfirgaf borgarstjórastól- inn og gerðist þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík og skildi meirihlutann í borgarstjórn eft- ir í þeirri stöðu að nánast útilokað er að samstarf þeirra verði langlíft.“ Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Kosningabaráttan verð- ur harkaleg af hálfu andstæðinga flokksins Kjartan Gunnarsson flytur skýrslu um flokksstarfið. ASÍ og sjávarútvegsráðuneytið eru ekki sammála um hvernig eigi að þýða yfir á íslensku nið- urstöður stjórnarnefndar Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) en nefndin telur að ís- lensk stjórnvöld hafi brotið samþykktir ILO, sem stjórn- völd hafa gengist undir að virða. Í niðurstöðum stjórnar- nefndar ILO segir að nefndin minni á að nefndir sem skipað- ar séu til þess að setja niður deilur aðila að kjarasamnings- gerð eigi að vera sjálfstæðar og að málskot til þeirra eigi að vera aðilum frjálst nema þegar um sé að ræða „an acute nation- al crisis which, in the present case, the Committee was not in a position to determine“. Þýðing ASÍ á þessari síðustu setningu er: „...nema þegar um er að ræða meiriháttar sam- félagsleg áföll sem nefndin var ekki í aðstöðu til að sjá að væru fyrir hendi í þessu máli“. Áföll eða kreppa? Sjávarútvegsráðuneytið tel- ur hins vegar að það eigi að þýða setninguna með eftirfar- andi hætti: „nema um sé að ræða bráða þjóðfélagslega kreppu, sem nefndin var í þessu máli ekki í aðstöðu til að skera úr um“. Annars vegar er deilt um hvort þýða beri „acute national crisis“ sem „meiriháttar sam- félagsleg áföll“ eða „bráða þjóðfélagslega kreppu“. Hins vegar er deilt um hvort nefndin hafi reynt að meta efnahagsleg áhrif verkfallsins. Í þessu sambandi bendir Magnús Norðdahl, lögfræðing- ur ASÍ, á að að í greinargerð með niðurstöðum nefndarinnar segi: „Jafnvel þótt nefndin telji að vinnustöðvun í fiskiðnaði geti haft þýðingarmiklar afleið- ingar á efnahaginn telur stjórn- arnefndin að slík vinnustöðvun stofni ekki öryggi eða heilsu fólks í hættu.“ (Þýðing Morg- unblaðsins.) Deila um þýðingu á niður- stöðunum VEL ER hugsanlegt að álagn- ing skatta fari í framtíðinni fram í svonefndri sívinnslu þannig að þeir sem skila fram- tölum sínum t.d. í janúar fái álagningu strax í næsta mán- uði þar á eftir. Sívinnsla skatt- framtala og álagningar gæti þannig dreifst yfir allt árið. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði möguleika á sí- vinnslu skattaupplýsinga til skoðunar hjá Ríkisskattstjóra og í fjármálaráðuneytinu. Er framtíðin „Þetta er framtíðin, á sama hátt og menn töluðu um það fyrir nokkrum árum hvenær upplýsingar yrðu forskráðar á skattframtöl en nú eru slíkar upplýsingar komnar í miklum mæli inn á framtölin til að auð- velda mönnum sín framtals- skil. Í framhaldinu er vel hugsanlegt að skattaálagn- ingin fari fram í sívinnslu þannig að þeir sem skila fram- tölum sínum í janúar fái álagn- ingu í febrúar, þeir sem skila í febrúar fái álagningu í mars og svo framvegis yfir allt árið. Þetta væri að mörgu leyti heppileg og æskileg þróun,“ sagði Geir. Sívinnsla skattupplýsinga til skoðunar Álagning strax í næsta mánuði eftir framtalsskil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.