Morgunblaðið - 29.03.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.03.2003, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 13 „ÞRÓUNIN er nokkuð greinileg. Misnotuðu börnin verða stöðugt yngri. Nýtt myndefni færist í vöxt. Tæknilegu gæðin verða meiri og sífellt algengara að myndirnar séu teknar í heimahúsum – sem gefur okkur vissa vísbend- ingu um að misnotkunin hafi staðið yfir lengi,“ segir Terry Jones rannsóknarlögreglumaður í sérstakri deild innan lögreglunnar í Manchest- er um misnotkun á börnum. Terry og Cormac Callanan, framkvæmda- stjóri regnhlífasamtaka neyðarlína gegn barnaklámi, kynþáttafordómum og öðru óæskilegu efni á Netinu „Inhope“, voru meðal fyrirlesara á lokaðri námsstefnu Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra undir yfirskriftinni „Stöðvum barnaklám á Netinu“ í Félagsheim- ili lögreglumanna í gær. Terry sagði að deild um misnotkun á börn- um hefði verið til innan lögreglunnar í Man- chester frá árinu 1978. „Með vaxandi aðgangi almennings að Netinu varð algjör sprengja í dreifingu á barnaklámi í Bretlandi árið 1995,“ sagði hann og tók fram að sama sprengja hefði fallið í Bandaríkjunum 1992 til 1993. „Lengst af vorum við að að jafnaði að gera 12 myndir/ kvikmyndir með barnaklámi upptækar á hverju ári. Eftir að sprengjan féll margfald- aðist sá fjöldi á ótrúlega stuttum tíma, t.d. gerðum við 41.000 myndir/kvikmyndir með barnaklámi upptækar árið 1999. Einn og sami maðurinn var að jafnaði með um 50.000 myndir og 3 gígabæt af hreyfimyndum með barna- klámi undir höndum árið 2001. Núna – erum við hætt að telja. Ég get þó sagt þér að ekki alls fyrir löngu höfðum við hendur í hári manns með 120.000 myndir með barnaklámi.“ Terry segir að með deildinni starfi hópur sérhæfðra sálfræðinga. „Eftir að við höfum komið höndum yfir barnaníðinga reyna sál- fræðingarnir að grafast fyrir um hvaða ástæð- ur liggja að baki glæpnum. Eins og gefur að skilja gefa þessir menn – því að í yfirgnæfandi tilfella erum við að tala um karla – upp ýmsar ólíkar ástæður fyrir atferli sínu. Langflestir viðurkenna þó að barnaklám veiti þeim kyn- ferðislega örvun í þeim tilgangi að ná fram full- nægingu við sjálfsfróun,“ segir hann og tekur fram að slík hegðun verði ekki til á einum degi. „Þessi þróun byrjar hægt og er löng. Menn- irnir búa til alls konar fantasíur í tengslum við börn, ná sér í barnaklám og eru búnir að velta því lengi fyrir sér að eiga við börn áður en sumir þeirra ganga svo langt að skapa sér að- stæður fyrir glæpinn og oft innan veggja heim- ila. Ég segi því við foreldra: „Ef þið hafði ein- hverjar ástæður til að ætla að einhverjir í ykkar nánasta umhverfi séu að velta sér upp úr svona fantasíum látið þá aldrei passa börnin ykkar – aldrei.“ Röng forgangsröðun Terry segir að deildin hafi verið í góðum samskiptum við íslensku lögregluna um árabil. „Íslenska lögreglan hefur verið afar áhugasöm um að afla sér upplýsinga um starfsemi deild- arinnar. Núna ætla ég að kynna sérstakan hugbúnað til að rekja slóð barnakláms á Net- inu. Sú aðferð á vonandi eftir að reynast ár- angursrík á Íslandi,“ sagði hann og játti því að ráðstefnugestir væru afar áhugasamir um efn- ið. „Hins vegar verð ég að játa að almennt finnst mér misnotkun á börnum ekki hafa nægilegan forgang hjá lögregluembættum í heiminum. Eins og hjá okkur í Bretlandi – glæpir eins og dreifing eiturlyfja, innbrot og þvíumlíkt hafa meiri forgang í starfi lögregl- unnar heldur en misnotkun á börnum.“ Hann var í framhaldi af því spurður að því hversu margir lögreglumenn störfuðu að málaflokkn- um í Manchester. „Sex manns frá því fyrir 1995,“ svaraði hann og hristi höfuðið. Terry tók sérstaklega fram að því miður gengi illa að ná til fórnarlamba barnaníðing- anna í því skyni að veita þeim viðeigandi stuðn- ing. „Hvað heldur þú að við höfum náð til margra barna af – við skulum segja 100.000? Aðeins 150. Þótt andlit barnanna séu ekki hul- in getur verið erfitt að komast að því hvar í heiminum myndirnar eru teknar. Ef vitað er að myndirnar eru teknar í Manchester er vandinn ekki eins mikill. Núna erum við farnir að skoða slíkar myndir eins og hvern annan glæpavettvang. Ég á við að við reynum að lesa út úr myndunum vísbendingar um hvar at- burðurinn hafi átt sér stað. Ekki alls fyrir löngu fengum við arkitekt í lið með okkur til að einangra slíkan glæpavettvang. Arkitektinn var ekki nema 5 mínútur að rissa upp skipulag íbúðarinnar með tveimur möguleikum á inn- gangi. Hann sagði okkur hverrar gerðar húsið væri og staðhæfði að byggingin væri frá því í byrjun 20. aldarinnar. Þremur vikum síðar fundum við barnaníðinginn í húsi frá árinu 1902. Þar hafði hann reglulega nauðgað 8 ára stúlkubarni í 5 ár,“ sagði Terry og fram kom að yngsta fórnalamb barnaníðings á Man- chester-svæðinu hefði aðeins verið 3 mánaða. Foreldrar haldi vöku sinni Cormac Callanan, framkvæmdastjóri In- hope, sagði að regnhlífasamtökin næðu orðið til 17 neyðarlína út um allan heim, þ.á m. á veg- um Barnaheilla á Íslandi. Almenningur getur tilkynnt um barnaklám, kynþáttafordóma eða annað ólöglegt efni á Netinu með því að fylla út sérstök eyðublöð á heimasíðum neyðarlínanna. Stjórnendur neyðarlínanna úrskurða síðan um hvort efnið sé í raun ólöglegt og grípa í fram- haldi af því til viðeigandi aðgerða. Cormac sagði að foreldrar þyrftu alltaf að vera á varðbergi gagnvart netnotkun barna sinna. Enskir sérfræðingar í baráttu gegn barnaklámi leiðbeina íslenskum starfsbræðrum sínum Misnotuðu börnin verða sífellt yngri Morgunblaðið/RAX Cormac Callanan og Terry Jones voru fyrirlesarar á námstefnunni í gær. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 20 71 8 0 3/ 20 03 S†NING Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 Opið frá kl. 12 til 16 laugardag og 13 til 16 sunnudag. S U M A R 2 0 0 3 2 9 . - 3 0 . m a r s Komdu á stærstu Yamaha mótorhjólasýningu sem haldin hefur verið frá upphafi. 30 ný mótorhjól, torfæruhjól, götuhjól, hippar og fjórhjól. YAM AHA BLA ÐIÐ KOM IÐ Ú T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.