Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 17 Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. Skeifan 4 Reykjavík sími 568 7878 Snorrabraut 56 Reykjavík sími 561 6132 Stórhöfði 44 Reykjavík sími 567 4400 Austursíða 2 Akureyri sími 461 3100 Hafnargata 90 Keflavík sími 421 4790 Bæjarlind 6 Kópavogi sími 544 4411 Dalshraun 13 Hafnarfirði sími 544 4414 Austurvegur 69 Selfossi sími 482 3767 Við opnum við Dalshraun 13 í Hafnarfirði FYRSTU gestir hins nýja Nordica hótels munu snæða hátíðarkvöld- verð þar í kvöld og gista eina nótt. Hótelið verður ekki formlega opn- að fyrr en 25. apríl en að sögn Kára Kárasonar, framkvæmdastjóra Flugleiðahótelsins Nordica, verður hótelið tekið í notkun þessa helgi. Alls er von á um 400 manns í kvöld- verðinn og af þeim hópi ætla 240 að gista á hótelinu. Hótelið verður svo opnað fyrir almennum ferðamönnum á morg- un, sunnudag. Þá koma fyrstu gest- irnir sem hafa bókað sig inn á hót- elið. Hótelið verður komið í fullan rekstur frá og með morgundeg- inum en heilsuaðstaðan Nordica- Spa verður opnuð 25. apríl. Auk 284 herbergja hótelsins er þar einnig ráðstefnu- og fundar- aðstaða. Framkvæmdir við hótelið, sem áður hét Hótel Esja, hófust sumarið 2001. Hótelið verður opnað þremur dögum á undan áætlun en um 300 iðnaðarmenn hafa undanfarnar vikur unnið að lokafrágangi þess. Morgunblaðið/Sverrir Hótel Nordica opnað á morgun FARÞEGAR Icelandair, dóttur- félags Flugleiða, voru 4,7% færri í millilandaflugi í febrúar í ár en á síð- asta ári. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 4,8% en 24,8% fækkun varð meðal þeirra farþega sem flugu yfir Atlantshafið milli Bandaríkj- anna og Evrópu með stuttri viðkomu á Íslandi. Sætanýting versnaði í febrúar í ár um 2,2% í samanburði við sama mánuð árið áður en dregið var úr framboði um 3,5%. Fyrstu tvo mánuði ársins fækkaði farþegum í millilandaflugi Icelandair í heild um 5,4%. Farþegum á ís- lenska markaðinum fjölgaði um 5,2% en farþegum á leið yfir hafið milli Evrópu og Bandaríkjanna fækkaði um 23,1%. Hlutfall þeirra farþega sem ferðast á leiðum til og frá Ís- landi fyrstu tvo mánuði ársins hefur hækkað frá fyrra ári úr 63% í 70%. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að í janúar og febrúar hafi þróun gengis Bandaríkjadals gagnvart evru verið hagstæð fyrir rekstur Ice- landair. Nokkur lækkun hafi orðið á meðalfargjöldum. Bókunarstaða sé svipuð og á fyrra ári. Staðan sé sterkust í bókunum til og frá Íslandi, en meiri óvissa ríki á markaðnum yf- ir Norður-Atlantshaf vegna stríðsins í Írak. Þar hafi hægt töluvert á inn- flæði bókana undanfarið. Fjölgun farþega hjá Flugfélagi Íslands Farþegum í innanlandsflugi Flug- félags Íslands fjölgaði um 7,4% í febrúar í samanburði við sama mán- uð árið áður. Þeir voru 18.269 í ár en 17.009 í febrúar í fyrra. Sætanýting- in hjá Flugfélaginu batnaði um 4,6%. Farþegum Flugfélags Íslands fjölgaði um 10% á fyrstu tveimur mánuðunum frá því í fyrra og sæta- nýtingin jókst um 4%. Fækkun flugfarþega yfir Atlants- hafið HINN árlegi Skrúfudagur Vélskóla Íslands og Kynningardagur Stýri- mannaskólans í Reykjavík verður haldinn nk. laugardag. Undanfarin ár hafa þessar hátíðir verið haldnar sama daginn og hefur Sjómannaskóli Íslands og allt kennsluhúsnæði beggja skólanna verið opið almenn- ingi. Á kynningardeginum hefur öllum þeim sem áhuga hafa á skipstjórnar- og vélstjóranámi gefist tækifæri til að kynna sér það nám sem skólarnir hafa upp á að bjóða. Eins og jafnan áður verður boðið upp á ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar þennan dag. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sem tengjast starfsgrein- um skólanna kynna starfsemi sína, vörur og þjónustu, sýnd verða líkön af veiðarfærum sem nemendur hafa gert og starfsfólk skólanna mun sýna gestum húsnæðið. Aðalsýningarsvæði fyrirtækja, smíðagripa nemenda í Vélskóla Ís- lands og líkana af veiðarfærum eftir nemendur Stýrimannaskólans verð- ur á Hátíðarsal Sjómannaskólans. Óvenju vegleg hátíð Jón Garðar Steingrímsson, gjald- keri nemendafélags Vélskólans, seg- ir að nemendur hafi unnið hörðum höndum að því að gera hátíðina sem veglegasta þar sem rekstarformi skólanna verði breytt á næsta vetri. „Hátíðin verður með nokkru öðru sniði og meira í hana lagt en áður. Við lítum á hátíðina sem mikilvægan vettvang til að kynna almenningi það mikilvæga og umfangsmikla nám sem hér fer fram en ekki síður til að vekja áhuga ungs fólks á náminu,“ segir Jón Garðar. Fjölbreytt dagskrá á Skrúfudegi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.