Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 20
BREZKAR hersveitir áttu í gær í höggi við vopnaða liðsmenn íraska Baath-stjórnarflokksins í suður- írösku borginni Basra, og lentu óbreyttir borgarar sem reyndu að flýja borgina í skothríðinni, eftir því sem fréttaritari AFP- fréttastofunnar á vettvangi greindi frá. Særðust að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar. „Við höfum skipzt á skotum í allan dag,“ sagði Robert Stanford, höfuðsmaður í hinni kunnu her- sveit brezka hersins, sem kölluð er „Eyðimerkurrotturnar“. Sagði hann um 1.000 íbúa Basra hafa reynt að flýja út úr borginni yfir stóra brú. Á bilinu 200–300 manns, sem voru komin út á brúna, hefðu lent í skothríð úr sprengjuvörpum og léttvopnum írösku sveitanna. „Að minnsta kosti átta særðust. Einn flótta- mannanna, ung kona, var alvar- lega sár og var flutt á brezkt víg- vallarsjúkrahús,“ sagði Stanford. Annar talsmaður brezka herafl- ans í Írak sagði að skozk hersveit, kölluð Blach Watch, hefði svarað skothríð Írakanna „og gert það sem þeir gátu til að vernda óbreyttu borgarana“. En Peter Darling, brezkur flug- liðsforingi, sagðist ekki geta sagt til um hve mikið hefði verið um að vopnaðar sveitir Íraka, hollar Saddam Hussein Íraksforseta, beittu vopnum sínum í Basra, sem hersveitir bandamanna hafa um- kringt. „Við höfum á þessari stundu engar upplýsingar um fallna,“ sagði Darling. Michael Jackson hershöfðingi, yfirmaður brezka herráðsins, sagði að brezku hermennirnir við Basra væru að reyna að vinna traust íbúa borgarinnar, en þeir litu á einkennisklæddu aðkomu- mennina eins og „undarlegar ver- ur frá annarri plánetu“. Á blaðamannafundi í Lundúnum sagði Jackson að flóttafólkið frá Basra væri „greinilega fullt skelf- ingar yfir því sem það er að flýja“. „Mikill meirihluti írösku þjóðarinnar hefur ekki kynnst neinu öðru en ótta og er enn full- ur skelfingar,“ sagði hershöfðing- inn. Á þriðja þúsund Basra-búa sagt vera að reyna að flýja Annar talsmaður brezka hers- ins, Emma Thomas, gizkaði á að fjöldi þeirra óbreyttu borgara sem vitað væri til að hefði reynt að flýja út úr Basra væri á bilinu 2.000–3.000. Herinn hefði sett upp búðir með hjálpargögnum utan við borgarmörkin til að veita flótta- fólkinu nauðsynlega neyðaraðstoð. Um 1,3 milljónir manna búa í Basra, sem er fjölmennasta borgin í Suður-Írak þar sem flestir íbú- anna eru shía-múslimar, ólíkt valdastéttinni í Bagdad, sem að langmestu leyti eru súnní- múslimar. Fregnir herma að vopn- aðar sveitir hollar Saddam Huss- ein hóti Basra-búum öllu illu, reyni þeir að efna til uppreisnar. Það gerðu íbúarnir í lok Persa- flóastríðsins 1991 og guldu það dýru verði – sérsveitir stjórn- arhersins bældu uppreisnina niður í blóðbaði. Flóttamenn við Basra lenda í skothríð Basra. AFP. Reuters Óbreyttir borgarar í borginni Safwan í suðurhluta landsins slógust í gær um hjálpargögn sem Rauði hálfmáninn í Kúveit dreifði. Breska skipið Sir Galahad lagði loks að bryggju í Umm Qasr í gær með drykkjarvatn á brúsum og önnur hjálpargögn en tundurdufl við siglingaleiðina töfðu lengi för skipsins. SVEITIR Kúrda voru í gær komn- ar í 16 km fjarlægð frá olíuborginni Kirkuk en þá hafði íraskt herlið yf- irgefið ystu varnarlínuna og hörfað inn til borgarinnar. Liðssveitir PUK, Föðurlandsfylkingar Kúrd- istans, lögðu í gær undir sig varð- stöð Íraka í bænum Qarah Anjir og lýstu því óðara yfir, að íraski herinn væri búinn að vera. Honum hefði verið skipað að verjast í Kirkuk. Að sögn BBC lögðu hersveitir Kúrda einnig í gærmorgun að mestu undir sig stöðvar Ansar al- Islam, samtaka ofsækisfullra músl- íma úr röðum kúrdíska þjóðar- brotsins, er hafa lengi ráðið yfir tugum þorpa og smábæja í fjalla- héruðum norðausturhluta Íraks. Bandaríkjamenn álíta að Ansar al- Islam hafi tengsl við al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Allt að 10.000 menn úr frelsis- sveitum Kúrda, Peshmerga, eru taldir hafa tekið þátt í aðgerðunum gegn íraska hernum og Ansar al- Islam í gær. Hundruð Pesmerga-skæruliða fögnuðu ákaft sigri í stærsta bæ Ansar, Biara, í gær. Talsmenn PUK sögðu að smáar sveitir bandarískra sérsveitamanna berðust með þeim og vísuðu á bug fréttum, að Banda- ríkjamenn myndu ekki leyfa Kúrd- um að ráðast inn í Kirkuk af tillits- semi við Tyrki. Kúrdar líta á Kirkuk sem sína höfuðborg og Tyrkir óttast, að næðu þeir henni á sitt vald, myndi það kynda undir löngun þeirra til að stofna sjálfstætt ríki. Írakar svöruðu framsókn Kúrda til Kirkuk með því að skjóta af stór- skotaliði og nokkrum flugskeytum á Kúrdabæinn Chamchamal. Kúrdar sækja að Kirkuk Chamchamal. AFP. STRÍÐ Í ÍRAK „Undarlegar verur frá annarri plánetu“ Breski hershöfðinginn Michael Jackson um viðhorf Basra-búa til innrásarliðsinsi i i i l i il i li i 20 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSK sprengjuþota beitti einu af öflugustu vopn- um Bandaríkjahers, sprengj- um sem kallaðar hafa verið „byrgjabanar“, á skotmark í Bagdad í fyrrinótt í hörðustu loftárásunum á írösku höfuð- borgina í nokkra daga. Torséð B-2-sprengjuþota varpaði tveimur 2.115 kg sprengjum sem eru sérhann- aðar til að tortíma neðanjarð- arbyrgjum. Sprengjurnar eru með stýribúnað sem tengdur er við gervihnött. Sprengjunum var varpað á mikilvæga fjarskiptamiðstöð við Tígris-fljót í miðborg Bagdad og markmiðið var að rjúfa fjarskiptasambandið milli leiðtoga Íraks og hersins. Gífurlegar sprengingar urðu, sjö hæða bygging fjarskipta- miðstöðvarinnar gereyðilagðist og þykkan reykjarmökk lagði frá henni. Eins og harður jarð- skjálfti riði yfir Fréttaritari BBC sagði að hótel hans og fleiri frétta- manna í miðborg Bagdad hefði svignað og skekist eins og harður jarðskjálfti hefði riðið yfir. Bandaríkjaher beitti einnig Tomahawk-stýriflaugum í loft- árásunum í fyrrinótt, meðal annars á stöðvar Lýðveldis- varðarins, úrvalssveita Íraks- hers. Fregnir hermdu að byggingar nálægt upplýsinga- málaráðuneytinu hefðu einnig orðið fyrir árásum. Mohammad Saeed al Sahh- af, upplýsingamálaráðherra Íraks, sagði að a.m.k. sjö manns hefðu beðið bana og 92 særst í loftárásunum. „Byrgja- bönum“ varpað á Bagdad Bagdad. AP. Loftárásirnar á Írak                          ! "        #   $%%&   )* )+   6789!:8; *$ !; <<;=< 0 0;!1  -  . .( / (0%  %,,( 1 '- 0 - 2    3.  (4   % ( 00 0 )  5 6' (%   7%2.#'0 7 9 ,%.  $%%&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.