Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 21
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 21 TUGIR þúsunda Írana gengu í gær um götur Teheran til að mótmæla stríðinu í Írak og nokkrir þeirra brutu rúður í breska sendiráðinu í borginni með grjótkasti. Mótmæl- endur kveikja hér í fána Bretlands. Írönsk stjórnvöld skipulögðu mótmælin sem voru ekki haldin til stuðnings stjórn Íraks. Mótmæl- endurnir hrópuðu vígorð gegn Saddam Hussein og Bandaríkjun- um. Lítið hefur verið um slík mót- mæli í Íran til þessa. Íran og Írak háðu mjög blóðugt stríð í átta ár á níunda áratugnum, alls féll um milljón manna og er halla tók á Íraka í stríðinu beittu þeir m.a. efnavopnum gegn írönsku her- mönnunum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur sagt að Íran myndi „öxul hins illa“ í heiminum ásamt Írak og Norður-Kóreu. „Ég óttast Banda- ríkin vegna þess að hugsanlega verðum við næst á eftir Írak,“ sagði einn mótmælendanna í Teheran. Stríðinu mótmælt í Íran AP BANDARÍKJAHER segir að nýj- ar vísbendingar hafi borist um að Saddam Hussein forseti Íraks hafi gefið „fyrstu skipanir“ um notkun efnavopna. „Við höfum fengið vís- bendingar úr ýmsum áttum sem benda til þess að fyrstu fyrirskip- anirnar hafi verið gefnar um að efnavopnum skuli beitt á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Vinc- ent Brooks hershöfðingi á blaða- mannafundi í höfuðstöðvum Bandaríkjahers í Katar. „Við höf- um fundið efnavopnabúninga á mörgum stöðum á svæði sunnan þess sem við héldum að markalín- an væri,“ sagði Brooks. Hann sagðist ekki vita til þess að skipun um að beita efnavopnum gegn innrásarhernum hefði verið gefin. En vísbendingar og upp- lýsingar sem safnað hafi verið áð- ur bentu til þess að íraski herinn væri reiðubúinn að beita slíkum vopnum ef sókn Bandaríkjamanna og Breta næði ákveðnum mörkum. „Og það sem við höfum séð á vígvellinum leiðir til þess að við tökum þessar vísbendingar mjög alvarlega,“ sagði Brooks. Bandaríkjamenn og Bretar hafa fundið miklar birgðir af eiturefna- búningum og gasgrímum í birgða- geymslum Íraka. Mohammed Said al-Sahhaf upplýsingamálaráðherra Íraks vísaði í gær á bug getgátum um að þessi búnaður benti til þess að Írakar ætluðu að beita efna- vopnum og sagði að um væri að ræða hefðbundinn viðbúnað fyrir stríð. „Í stríði er gert ráð fyrir að óvinurinn beiti öllum ráðum,“ sagði hann og bætti við að Írakar útilokuðu ekki að innrásarherinn gripi til „heimskulegra ráða í ör- væntingu“ vegna fyrirsjáanlegs ósigurs. Vísbendingar um að notkun efna- vopna sé ráðgerð As-Saliyah. AFP. ’ Það sem við höf-um séð á vígvellinum leiðir til þess að við tökum þessar vís- bendingar mjög al- varlega. ‘ TALSMAÐUR sjúkrahúss í Bagd- ad sagði í gærkvöldi að þrjátíu óbreyttir borgarar hefðu fallið og 47 særst í loftárás Bandaríkjamanna á markaðstorgið An-Nasser í Shula- hverfi í borginni síðdegis. Sjón- varpsstöðvar í arabaríkjunum sýndu myndir af blóðugum líkum og grátandi syrgjendum. Sumir hinna særðu veinuðu af kvölum er þeir biðu eftir aðhlynningu. „Flest fórn- arlambanna eru konur, börn og aldrað fólk,“ sagði dr. Harqi Razz- uqi, yfirmaður An Nur-spítalans í borginni. Í fréttum BBC sagði að allt að 50 manns hefðu látið lífið í árásinni. Erlendir fréttaritarar í Bagdad sögðu í gærkvöldi óljóst hvað hefði valdið blóðbaðinu á An-Nasser-torg- inu. Írakar segja að Bandaríkja- menn miði stýriflaugum á hverfi óbreyttra borgara en Bandaríkja- menn og Bretar segja á móti að írösk flugskeyti og sprengikúlur úr loftvarnabyssum Íraka falli stund- um til jarðar og valdi þá usla. Einn- ig segja þeir hugsanlegt að stjórn- völd í Bagdad skjóti af ásettu ráði á íbúðarhverfi til að sverta málstað bandamanna og afla samúðar er- lendis í stríðinu. Talsmenn yfir- stjórnar Bandaríkjahers sögðu í gær að ekki væri vitað til þess að bandarísk stýriflaug hefði lent á torginu og giskuðu á að íraskt skeyti hefði lent á því vegna bilunar. Mohammed Said al-Sahhaf, upp- lýsingamálaráðherra Íraks, fór hörðum orðum um hersveitir Breta og Bandaríkjamanna í gær og sagði þær hafa gert árásir á óbreytta borgara í Írak daginn áður. Sagði hann að ákæra ætti leiðtoga ríkjanna fyrir stríðsglæpi vegna ítrekaðra árása herja bandamanna á opinberar byggingar í Írak, því allir vissu að þar væri að finna óbreytta borgara. Al-Sahhaf sagði á fréttamanna- fundi í Bagdad að bandamenn hefðu drepið næstum 100 Íraka í árásum sínum á Bagdad, Karbala, Babýlon og Kirkuk daginn áður. Sagði hann að 290 hefðu særst. Á móti sagði hann að Írakar hefðu fellt fjóra bandaríska hermenn nærri bænum Najaf í suðurhluta Íraks. Sagði hann að Írakar hefðu eyði- lagt þrjátíu og þrjá skriðdreka og brynvagna hersveita bandamanna í bardögum á fimmtudag. Þá hefði bóndi nokkur skotið niður herþotu bandamanna í Suður-Írak og öðrum tekist að eyðileggja skriðdreka. Ennfremur sagði ráðherrann að síðan stríðið í Írak hófst 20. mars sl. hefðu 116 Írakar fallið og 695 særst í Basra og nágrenni og að 230 hefðu fallið og 800 særst í Dhiqar-héraði, sem liggur að Basra. Á fimmtudag hafði komið fram hjá Umid Medhat Mubarak heilbrigðisráðherra að 350 Írakar væru fallnir og um 3.650 hefðu særst, einkum konur, börn og gamalmenni. „Bagdad verður aldrei tekin“ Sultan Hashem Ahmed, varnar- málaráðherra Íraks, sagði að bandamenn myndu mæta harðri mótspyrnu á leið sinni til Bagdad. Sagði hann að lofthernaður myndi ekki duga; óhjákvæmilegt væri fyrir bandamenn að senda landher til Bagdad ef þeir vildu ná borginni á sitt vald. Við þær aðstæður myndi hins vegar fara illa fyrir þeim, enda hygðust Írakar beita skæruhernaði. „Óvinurinn verður að ná til Bagdad og þar mun hann verða sendur í gröf sína,“ sagði Ahmed. „Bagdad verður aldrei tekin svo lengi sem nokkur íbúa hennar er á lífi.“ Sagt að allt að 50 hafi fallið í árás á markað Bandaríkjamenn neita að stýriflaug hafi valdið manntjóninu meðal óbreyttra borgara í Bagdad, en Írakar saka bandamenn um stríðsglæpi Bagdad. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.