Morgunblaðið - 29.03.2003, Page 22

Morgunblaðið - 29.03.2003, Page 22
STRÍÐ Í ÍRAK 22 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hver viðskiptavinur okkar er einstakur Búnaðarbankinn - fyrir þig F í t o n / S Í A F I 6 3 8 1 Pirmam í Kúrdistan, 28. mars. Nú þegar ég skrifa þessi orð get ég heyrt í flugvélum bandamanna. Fyrir stríðið heyrði maður ekki í mörgum flugvélum á þessum slóð- um. Síðan í gær heyrast hljóðin í herþotunum hins vegar stöðugt sem gefur til kynna að þetta stríð sé að magnast. Hérna í Pirmam og annars staðar í kúrdíska hluta Íraks óttumst við ekki þessar flug- vélar, þvert á móti: aðeins þessar þotur og hljóðin sem þær gefa frá sér héldu lífinu í Kúrdum undanfar- in tólf ár. Það er föstudagsmorgunn og meira en vika síðan stríðið hófst. Undanfarna daga hefur veðrið hér í Kúrdistan og í Írak öllu verið afar undarlegt. Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem við fáum snjókomu og slíkan kulda. Sandstormarnir í suðurhluta Íraks komu líka á óvart. Án alls vafa hefur þessi veðurtíð haft áhrif á hernaðaráætlanir manna. Lífinu hérna svipar nú mjög til fyrri tíma. Ég man nákvæmlega upphaf fyrsta Persaflóastríðsins, þ.e. daginn sem Írak gerði árás á Ír- an (22. september 1980), og ég man líka vel daginn sem annað Persa- flóastríðið hófst, þegar Írak réðst á Kúveit (1. ágúst 1990). Í hvert skipti hugsaði ég – líkt og svo margir aðrir – með mér að þetta yrði stutt stríð, að það myndi aðeins vara í nokkra daga eða vikur. Vegna svoleiðis ályktana einkenndi ótti viðbrögð fólks er það heyrði að stríð væri byrjað. Síðan dembast yfir mann fréttir og þrátt fyrir allar afleiðing- ar stríðsins þá venst maður þessu – en eru slík viðbrögð hugrekki? Nei, ég myndi segja að um væri að ræða sálfræðileg viðbrögð mannveru [sem aðlagast aðstæðum]. Hvers vegna bregst fólk þannig við? Vegna þess að það hefur ekkert val! Það gefur augaleið að íraskur al- menningur og ekki síst Kúrdar hafa verið bólusettir (oftar en einu sinni) með „stríðs-mótefni“. Þetta mótefni gerir menn ónæma fyrir óttanum og angistinni sem fylgir stríði. Í stuttu máli sagt veldur það hjá manni sinnuleysi um afleiðingar stríðsins … en það virkar hins veg- ar ekki á börn, jafnvel þó þeim sé gefið það. Ég minnist þess að sjá frænda minn skjálfa af tilhugsun- inni um stríð fyrir viku. Hann er þrettán ára gamall og hann fékk mótefnið þegar hann var eins árs gamall, auk þess sem hann fékk það í litlum skömmtum seinna meir. Samt virkar það ekki ennþá. Ég sagði honum að við karlarnir ættum ekki að vera hræddir við nokkurn skapaðan hlut. Hann svaraði því til að hann væri ekki hræddur en að vinir hans í skólanum hefðu sagt hroðalegar sögur um afleiðingar notkunar efnavopna. Þá skildi ég að við vor- um ekki að tala sama tungumál; að mótefnið væri enn ekki farið að virka á hann, og að hann hefði allan rétt á því að vera óttasleginn. Raun- ar varð þetta til þess að ég fann sjálfur fyrir ótta! Í þessum töluðum orðum finn ég gluggana og jörðina hristast. Þetta þýðir að loftárásir um 20 til 30 mílur héðan eru mjög harðar. Má vænta þess að Írakar skjóti flugskeytum hingað? Ég er meðvitaður um að þetta er möguleiki, og að þessi bær væri hugsanlega skotmark þeirra; mun fremur en margir aðrir bæir og borgir hér. Skýin yfir okkur eru þó sem betur fer ekki af þeirri teg- und sem fylgir efnavopnaárás. Um það hef ég fullvissað mig. Þetta eru bara venjuleg ský, eðlileg í ljósi rigningarinnar og snjókomunnar í gær. Ímyndaðu þér nú ef þú þyrftir að búa við svona aðstæður. Ímyndaðu þér ef börn þín og ástvinir þyrftu að búa við svona aðstæður. Er það skemmtileg tilhugsun? Næstum 25 milljónir Íraka hafa búið við þessar aðstæður í 30 ár og bera þess merki á sálinni. Börnin ekki enn orðin ónæm fyrir stríði Ali Sindi er ráðgjafi Massouds Barzanis, annars af helstu leiðtog- um Kúrda í Norður-Írak. Hann er skurðlæknir og var áður heil- brigðisráðherra í heimastjórn Kúrda. Sindi hefur undanfarinn mánuð lýst ástandinu í Írak í pistlum til vina á Vesturlöndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.