Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 23
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 23 F í t o n / S Í A F I 0 0 6 6 4 2 ÍRAKAR fögnuðu í gær fréttum af því að Richard Perle, einn af nánustu ráðgjöfum varnarmálaráðherrans bandaríska, hefði sagt af sér sem formaður ráð- gjafarnefndar um varnarmál. Sagði Mohammed Said al-Sahhaf upplýs- ingamálaráð- herra að afsögn Perle væri til marks um að „þetta lið af nöðrum og stríðsæsinga- mönnum“ sem réði mestu í Banda- ríkjunum væri að hverfa af sjónar- sviðinu. Perle hefur verið ákafur talsmað- ur herfararinnar í Írak og spáði því m.a. að mótspyrna Íraka yrði með minnsta móti. Afsögn hans tengist hins vegar ekki hernaðinum í Írak heldur meintum hagsmunaárekstr- um ráðgjafans vegna starfa hans fyr- ir bandaríska varnarmálaráðuneytið annars vegar og fjarskiptafyrirtækið Global Crossing hins vegar. Írakar fagna afsögn Rich- ards Perle Bagdad. AFP. Richard Perle Nokkrum dögum áður höfðu bandarískir ráðamenn fordæmt birtingu Al Jazeera af bandarísk- um hermönnum, sem höfðu fallið, og fimm stríðsföngum sem Írakar hafa í haldi sínu. Fóru menn hörð- um orðum um Al Jazeera en ljóst er þó að ekki er hægt að hunsa stöðina, enda hefur hún um 40 milljónir áskrifendur og raunar hefur áskrifendum fjölgað um 10% síðan Íraksstríðið hófst. Vilji bandarískir ráðamenn koma skoð- unum sínum á framfæri við araba- heiminn verða þeir því að gjöra svo vel og ræða við fréttamenn stöðv- arinnar, jafnvel þó að þeir í aðra röndina séu ósáttir við fréttaflutn- ing hennar. Þetta sýndi sig t.a.m. á miðvikudag þegar Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, var í löngu viðtali á Al Jazeera. Dramatískar myndir af bæði YFIRMENN arabísku sjónvarps- stöðvarinnar Al Jazeera verja myndbirtingar sínar af föllnum liðsmönnum breska og bandaríska hersins. „Allir aðilar í stríði þurfa að þola mannfall,“ segir Ibrahim Hilal, sjónvarpsstjóri hjá Al Jaz- eera. „Ef þú sýnir ekki mannfall beggja ertu ekki að greina satt og rétt frá stríðinu,“ bætti hann við. Á miðvikudag sýndi sjónvarps- stöðin myndir af tveimur breskum hermönnum sem höfðu fallið í bar- dögum í Suður-Írak. Voru lík þeirra alblóðug. Talið er fullvíst að þarna hafi verið um að ræða tvo breska hermenn sem saknað hefði verið síðan á sunnudag. Sagði Brian Burridge, yfirmaður í breska hernum, að útsending Al Jazeera hefði valdið fjölskyldum hermannanna miklum harmi. „Allir fjölmiðlar verða að kunna að gæta hófs og sýna smekkvísi og þurfa að varast að verða óviljandi verkfæri stjórnarinnar í Írak,“ sagði Bur- ridge. föllnum hermönnum og óbreyttum borgurum hafa verið sýndar á Al Jazeera og öðrum arabískum sjón- varpsstöðvum síðan átökin í Írak hófust fyrir viku en breskir og bandarískir miðlar hafa ekki birt slíkar myndir svo orð sé á gerandi. Óeðlilegt að „fegra“ stríð? Hefur þetta kveikt umræðu um hvort eðlilegt sé að sýna fólki fegr- aða mynd af stríðsátökum – hvort arabísku miðlarnir geri e.t.v. rétt í því að birta myndir af stríði eins og það raunverulega er. Þá er ljóst að arabísku sjón- varpsstöðvarnar hafa ekki síst lagt áherslu á að sýna myndir af fölln- um Írökum, sem vekur sterkar til- finningar í heimshlutanum; á með- an Vesturlandabúar fá e.t.v. ekki sömu mynd af átökunum. Því hefur þó verið haldið fram að sökum harðrar samkeppni, sem nú ríkir meðal arabískra gervihnattasjón- varpsstöðva, ali þessar stöðvar á andúð í garð Vesturlanda. Þessu neitar Hilal hins vegar fyrir hönd Al Jazeera og segir öll sjónarmið fá að njóta sín í umfjöllun stöðv- arinnar. Athyglisvert er í þessu sam- bandi að Al Jazeera – sem öðlast hefur heimsfrægð í tengslum við sýningu ávarpa hryðjuverka- mannsins Osama bins Ladens, svo eitthvað sé nefnt – er ekki lengur eitt á markaðnum, heldur hafa ar- abískar sjónvarpsstöðvar sprottið upp sem gorkúlur að undanförnu. Þannig hefur sjónvarpsstöð í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sýnt einna drama- tískustu myndirnar af loftárásum bandamanna í Bagdad og fyrir skömmu bættist við önnur stöð, al- Arabiyya, sem sendir út frá Dubai, en hún er fjármögnuð af sádi-arab- ískum efnamönnum, að því er fram kemur á fréttasíðu BBC. Al Jazeera ver myndbirtingar af föllnum hermönnum í Írak Arabískar sjónvarpsstöðvar keppast um áhorf á útsendingar frá stríðinu Dubai, London, Washington. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.