Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 24
STRÍÐ Í ÍRAK 24 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÝMSIR þættir – einkum slæmt veður, langar og ótraustar að- dráttaleiðir og hörð mótspyrna íra- skra hersveita – hafa orðið til þess að hátt settir bandarískir herfor- ingjar hafa endurskoðað mat sitt á því hversu lengi stríðið kunni að standa. Nokkrir þeirra telja jafnvel líklegt að stríðið dragist mjög á langinn og sogi til sín æ fleiri her- sveitir. Þeir segja að á vígstöðv- unum í Írak og fundarsölum varn- armálaráðuneytisins í Washington séu yfirmenn hersins farnir að tala um að stríðið standi lengur og verði erfiðara en búist var við fyrir viku. Nokkrir yfirmannanna eru hlynntir því að framrásinni norður á bóginn, í áttina að Bagdad, verði haldið áfram en flestir þeirra telja að hléið, sem gert var á sókninni á miðvikudag, geti reynst afdrifaríkt. Tiltölulega fámennt innrásarlið er dreift á mjög stóru svæði og ekki hefur verið hægt að beita mörgum af hundrað árásarþyrlum hersins af gerðinni AH-64 Apache vegna slæms veðurs eða skemmda sem þær urðu fyrir í árangurslausri árás á mánudag. Austar í Írak hefur framrás landgönguliðs flotans tafist vegna átaka á aðdráttaleiðinni og eldsneytisskorts á fremstu víglínu. Tekur næstum mánuð að flytja vígvélarnar Fleiri hersveitir eru á leiðinni til Íraks, meðal annars fjórða fót- gönguliðsdeild landhersins, sem er byrjuð að flytja hergögn úr 35 skip- um inn í Kúveit eftir að Tyrkir neit- uðu að leyfa Bandaríkjaher að ráð- ast inn í Írak úr norðri. Líklegt er þó að það taki næstum mánuð að koma skriðdrekum deildarinnar og öðrum vígvélum hennar á vígstöðv- arnar. Enn lengri tíma, eða mánuði, tæki að flytja þangað aðrar vígvélar og hersveitir, sem ákveðið hefur verið að senda á Persaflóðasvæðið frá Bandaríkjunum. Talsmenn bandaríska varnar- málaráðuneytisins hafa hafnað þessu svartsýna mati herforingj- anna og sagt að hernaðurinn gangi enn samkvæmt áætlun. Colin L. Powell, utanríkisráðherra og fyrr- verandi formaður bandaríska her- ráðsins, sagði þó í útvarpsviðtali í fyrradag að stríðið kynni að standa „í svolítið lengri tíma“ en búist var við, en ekki væri vitað hversu lang- an. 320 km aðdráttaleið Bandarískar og breskar hersveit- ir hafa þurft að verja yfir 320 km aðdráttaleið frá landamærunum að Kúveit til hermanna þriðju land- gönguliðsdeildar Bandaríkjahers, sem er um það bil 60 km frá Bagd- ad, og það er enginn hægðarleikur að flytja birgðirnar alla þessa leið. Fyrr í vikunni voru vatnsbirgðir hermannanna orðnar mjög litlar og einnig var hætta á því að þeir yrðu uppiskroppa með matvæli, að sögn heimildarmanna The Washington Post. Þeir segja að þótt þeir sem annast birgðaflutningana hafi staðið sig eins og hetjur hafi flutningarnir stundum verið nokkuð glundroða- kenndir, meðal annars vegna árása leyniskyttna og mikillar umferðar- teppu við landamærin að Kúveit. Þetta hefur einnig torveldað áform Bandaríkjahers um að koma mat- vælum og öðrum hjálpargögnum til íraskra borgara sem fyrst til vinna þá á sitt band. Yfirmenn hersins vilja að her- mennirnir hafi um það bil tíu daga birgðir af matvælum, vatni, skot- færum og eldsneyti áður en blásið verður til sóknar gegn varnarsveit- um Íraka í Bagdad. Hversu hart á að ganga fram? Skiptar skoðanir eru á meðal yf- irmanna Bandaríkjahers um hversu hart eigi að ganga fram til að ná hernaðarmarkmiðunum sem fyrst. „Við getum setið um borgirnar, gert þær vatns- og rafmagnslausar, en viljum það ekki,“ sagði einn her- foringjanna. „Þetta snýst allt um hernaðarlegan árangur, ekki um að ráðast á óbreytta borgara. En við þurfum að brjóta niður vilja óvin- arins, koma honum til skilnings um að hann muni ekki sigra.“ Annar herforingi benti hins vegar á að til að uppræta vopnaða hópa og sérsveitir Íraka í borgum og bæjum Suður-Íraks þyrfti innrás- arherinn fleiri hermenn og miklu meiri birgðir. Ef þjarmað yrði að borgunum þyrfti herinn að vera viðbúinn því að þurfa að sjá hundr- uðum þúsunda íbúa þeirra fyrir matvælum, vatni og lyfjum. Erf- iðleikarnir við að koma birgðum á átakasvæðin ykjust einnig með hverri nýrri hersveit sem yrði send þangað. Herforingjarnir viðurkenna að lofthernaðurinn, sem átti að skjóta leiðtogum og hermönnum Íraks skelk í bringu og knýja þá til upp- gjafar, hefur borið minni árangur en búist var við. Þeir segja að í stað þess að brjótast í gegnum varn- arlínur Lýðveldisvarðarins, úrvals- sveita Írakshers, og ráðast strax á Bagdad sé líklegt að innrásarherinn þurfi fyrst að uppræta megnið af liðsafla Íraka sunnan við höfuð- borgina. Barry McCaffrey, hershöfðingi á eftirlaunum, sagði að bandarísku hersveitirnar sunnan við Bagdad ættu einskis annars úrkosti en að halda áfram að berjast við varn- arsveitirnar. „Ég myndi ekki fara inn í Bagdad fyrr en ég hefði aðra herdeild með skriðdreka fyrir aftan mig,“ sagði hann. Spurningin er hvort þriðja fót- gönguliðsdeild Bandaríkjahers geti haldið áfram að berjast án liðsauka. „Ég tel að þriðja deildin komist í þrot nokkuð fljótt, bæði mennirnir og vélarnar,“ sagði Robert Kille- brew, sérfræðingur í hernaðar- skipulagningu. McCaffrey, sem stjórnaði þriðju fótgönguliðsdeild- inni í Persaflóastyrjöldinni 1991, telur hins vegar að hún sé fullfær um að berjast við allar þrjár deildir Lýðveldisvarðarins sunnan við Bagdad. Kann að ráðast á næstu tíu dögum Framganga Medina-deildar Lýð- veldisvarðarins á næstunni kann að ráða úrslitum um hvort þriðja fót- gönguliðsdeildin þurfi að gera hlé á framrásinni og bíða eftir aðstoð fjórðu fótgönguliðsdeildarinnar þar til einhvern tíma í apríl, að sögn nokkurra herforingja og hermála- sérfræðinga. Benjamin W. Covington, ofursti á eftirlaunum, spáði því að lokaorr- ustan um Bagdad hæfist ekki fyrr en fjórða fótgönguliðsdeildin kæmi á vígstöðvarnar. Nokkrir varnarmálasérfræðingar og stjórnmálamenn í Washington véfengdu þetta svartsýna mat, þeirra á meðal Newt Gingrich, sem á sæti í ráðgjafarnefnd um stefnu- mótun varnarmálaráðuneytisins og er vinur Donalds Rumsfelds varn- armálaráðherra. „Ráðist írösku her- sveitirnar fram og berjist við okkur verður þeim tortímt,“ sagði hann. Hátt settur herforingi í varnar- málaráðuneytinu kvaðst telja að á næstu dögum myndu svartsýnu spárnar virðast réttar en spáði því að í ljós kæmi um miðjan apríl að svartsýnismennirnir hefðu ekki rétt fyrir sér. „Innan viku til tíu daga komumst við að því hvort það er mikill baráttuandi í Lýðveldisverð- inum,“ sagði hann. „En þegar við sigrum Medina og Bagdad-deildirn- ar er leiknum lokið og ég tel að Bagdad falli.“ Verður stríð næstu mánuði? The Washington Post. Reuters Bandarískir landgönguliðar taka sér stöðu fyrir utan Nasiriya í Suður-Írak. Um hana hafa staðið miklir bardagar. Þrátt fyrir hraða framrás bandarískra hersveita í Írak síð- ustu vikuna telja nokkrir hátt settir herforingjar í Bandaríkjunum lík- ur á að stríðið standi í nokkra mánuði og fjölga þurfi verulega hermönnunum sem berjast í Írak. ’ Yfirmenn hersinseru farnir að tala um að stríðið standi lengur og verði erf- iðara en búist var við fyrir viku. ‘ MIKLAR vangaveltur hafa verið á Vesturlöndum um ástæður þess að svo fáir Írakar hafa gefist upp og fagnað innrásarher sem ætlar að steypa stjórn harðstjóra. Bent hefur verið á að eftir 30 ára einræði og of- sóknir gagnvart innlendum andstæð- ingum hafi Saddam tekist að skapa mikinn ótta. Ekki bæti úr skák að eft- ir stríðið 1991 hafi uppreisnarmenn verið skildir eftir í klóm Saddams sem murkaði lífið úr tugþúsundum manna í kjölfarið. Margir benda auk þess á að fjöldi Íraka fyllist þjóðerniskennd þegar herir frá vestrænum ríkjum ráðast inn í landið. Menn ákveði jafnvel að víkja til hliðar hatrinu á Saddam, nú verði þjóðin að standa saman. „Það getur verið að hann sé hundur en hann er okkar hundur,“ segja margir Írakar um Saddam. Áróður og inn- ræting stjórnvalda um áratuga skeið hefur einnig sín áhrif á almenning, ekki síst ungt fólk sem þekkir ekki annað stjórnarfar. Tikriti-ættin, valdaklíka Saddams, er úr röðum ar- abískra súnníta sem aðeins eru um 20% allrar þjóðarinnar. Um 55% eru arabískir shítar, 19% Kúrdar, sem eru súnnítar, og einnig eru nokkur önnur þjóðarbrot. En arabískir súnn- ítar, sem óttast sumir að ef Saddam missi tökin muni þeir verða ofsóttir. Danski fréttaskýrandinn Lasse Ellegaard rifjar í dagblaðinu Jyllandsposten í vikunni upp samtal sem hann átti fyrir nokkrum mán- uðum á veitingahúsi í Bagdad við andstæðing stjórnvalda. Ellegaard spurði hann hvort Íraksher myndi verjast innrás. „Hann horfði í kring- um sig og sagði svo lágt: Auðvitað. Menn munu verjast innrás. Hvað sem stjórninni viðvíkur erum við Írakar og litið verður svo á að árásinni sé beint gegn menningu okkar og trú, gegn þjóðernistilfinningu okkar sem Íraka og araba, við munum berjast.“ Ellegaard segir dæmigert að þótt maðurinn væri með orðum sínum að taka undir áróður stjórnvalda um að barist yrði til síðasta blóðdropa hafi hann allt að því hvíslað. Augu og eyru útsendara stjórnarinnar séu alls stað- ar og hættulegt geti verið að ræða yf- irleitt um stjórnmál. Ókeypis matur frá Saddam Bandamenn segja að ljóst sé að sérsveitir Íraka, um 100.000 menn, hljóti að verjast og muni margir liðs- menn þeirra ákveða að þeir eigi ekki í nein hús að venda ef Saddam falli. En Ellegaard bendir á að meira en helm- ingur allra Íraka hafi auk þess frá 1996 lifað á ókeypis mat sem stjórn- völd í Bagdad hafi úthlutað eftir að samingar tókust við Sameinuðu þjóð- irnar um að slaka á viðskiptabanninu. Saddam Hussein hafi með miklum klókindum notfært sér að embætt- ismenn hans sjálfs hafi séð um mat- argjafirnar, hafi að mestu tryggt að allir þurfandi fengju sinn skerf. Hins vegar hafi hann jafnframt séð til þess að samningar um kaup á mat og öðr- um nauðsynlegum gögnum væru á hendi stuðningsmanna sinna sem hafi hagnast vel á milligöngunni. Ellegaard segir að þrátt fyrir kúg- unina sjái fjölmargir Írakar sitt óvænna ef stjórnin falli. „Baath – ar- abíski sósíalistaflokkurinn sem hefur stjórnað Írak síðan í herforingjabylt- ingunni 1968 – er með um milljón fé- laga. Þeir eru uppistaðan í vopnuðum sveitum sem eru trygging stjórn- valda ef til þjóðaruppreisnar kemur. Við þennan hóp bætast starfsmenn skrifræðis, um hálf milljón manna og reglulegur herafli sem í eru 300.000– 400.000 manns – nákvæm tala er óþekkt. Að öllu meðtöldu eiga yfir tvær milljónir Íraka beinlínis allt sitt undir stjórninni – með fjölskylduliði er um að ræða fimm til sex milljónir manna, um fjórðung þjóðarinnar – og þetta fólk hefur því nokkuð að verja,“ segir Lasse Ellegaard. Fjórði hver Íraki á sitt lifibrauð undir Saddam Óttinn við að missa stöðu og eignir ýtir undir baráttuhug óbreyttra liðs- manna Baath-flokksins Viðskiptavinir á kaffihúsi við Al-Rashid-götu í Bagdad. Yfirstétt Baath- sósíalistanna í Írak er líkleg til að berjast gegn breytingum á stjórnarfarinu. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.