Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 26

Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tilbo›in gilda í verslunum Símans út apríl e›a á me›an birg›ir endast. 1.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust tilbo›sver›: 13.980 kr. WAP, GPRS o.fl. sony ericsson t200 léttkaup fla› kostarekkert a›senda mms-skeyti fyrstum sinn! N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 0 7 6 / sia .is flú sparar allt a›6.200 kr.* flú sparar allt a›11.200 kr.* 2.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust sony ericsson t68i tilbo›sver›: 28.980 kr. MMS ,WAP, GPRS, LITASKJÁR o.fl. léttkaup útkr.1.980 útkr.4.980 me› mmsgetur›u sentmyndir og hljó›úr gsm-símanumflínum í annansíma MMS Ferjan Baldur Breytt vetraráætlun frá 15. mars til 31. maí Sæferðir ehf. Sími 438 1450. Brottför mán./mið./ þri./fös. fim./lau./sun. Frá Stykkishólmi 13.30 9.00 og 15.45 Frá Brjánslæk 17.00 12.30 og 19.00 TRÖLL og fjöll voru yfirskrift þemaviku í Hjallaskóla í Kópavogi sem lauk í gær. Af því tilefni var foreldrum og öðrum gestum boðið að koma og skoða vinnu nemenda frá liðinni viku. Að sögn Aldísar Guðmunds- dóttur, deildarstjóra í Hjallaskóla, var lokahátíðin mjög vel sótt. Tvö stór tröll úr Mosfellsbæ litu inn í heimsókn en þar voru á ferð per- sónur úr leikritinu Hobbitanum. Þá lék Skólahljómsveit Kópavogs nokkur lög og nemendur í 1. bekk sungu tröllalag. Eldri nemendur skólans unnu í vikunni ýmis líkön af fjöllum og leystu fjölmörg verkefni í tengslum við þá vinnu. Yngri nem- endur einbeittu sér að tröllunum sem voru færð í hina ýmsu bún- inga úr ýmiss konar efniviði. Að sögn Aldísar er reynt að brjóta upp hefðbundna kennslu á hverju ári með viðburðum af þessu tagi. Nemendur á ólíkum aldri vinna þá gjarnan saman. Í vikunni fóru nemendur t.a.m. í ferðalög, í Kaldársel þar sem skoðaðir voru hellar og lesið fyrir börnin úr bók- inni Tár úr steini, og að Úlfarsfelli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Foreldrar og gestir virða fyrir sér tröll og fleiri kynjaverur sem nemendur í Hjallaskóla höfðu búið til í vikunni. Tröll og fjöll í Hjallaskóla Kópavogur BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela Félagsþjón- ustunni að undirbúa opnun nýs heimilis fyrir heimilislausa og veita fjármagn til rekstursins. Fé- lagsþjónustan mun ganga til samn- inga við Samhjálp um reksturinn en stefnt er að því að opna heimilið sem er á Miklubraut 18, í maí næstkom- andi. Í septembermánuði 2001 sam- þykkti borgarráð að fela félagsmála- stjóra að hefja viðræður við heil- brigðisráðuneytið og félagasamtök um rekstur heimila fyrir heimilis- laust fólk í Reykjavík. Samhjálp ósk- aði eftir að reka tvö slík heimili og var í framhaldinu gengið til samn- inga við Samhjálp um rekstur heim- ilis við Miklubraut 20. Tíu mánuðir eru liðnir frá því reksturinn hófst og hefur hann að sögn Bjarkar Vil- helmsdóttur, formanns félagsmála- ráðs, gengið afskaplega vel. Nýja heimilið verður nokkurs kon- ar áfangaheimili fyrir 7–8 einstak- linga sem eiga við margháttaða fé- lagslega erfiðleika að stríða og hafa ítrekað reynt að ná tökum á áfengis- og vímuefnavanda sínum. Kennsla, þjálfun og ráðgjöf munu skipa stóran sess á nýja heimilinu og heimilis- menn fá stuðning við að inna af hendi öll helstu heimilisstörf og við að leita sér að atvinnu. Að sögn Bjarkar eru þó nokkrir á biðlista eftir plássum á Miklubraut. „Við teljum að við getum mætt þeirri þörf með því að bæta við Miklubraut 18,“ segir hún. Áfangaheimili fyrir heimilislausa Reykjavík KÓPAVOGSBÆR hyggst að óbreyttu styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna um 100 þúsund krón- ur í ár samkvæmt afgreiðslu bæj- arráðs sem lá fyrir fundi bæjar- stjórnar í vikunni. Tillaga Samfylkingar um að taka málið til nánari skoðunar var samþykkt á bæjarstjórnafundi og verður málið að öllum líkindum tekið fyrir á næsta bæjarráðs- fundi þar sem tekin verður af- staða til þess hvort ástæða sé til að breyta fyrri tillögu. Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi segir ekkert óeðlilegt að Kópa- vogsbær greiði til sjóðsins í svip- uðu hlutfalli og Garðabær, eða samtals eina til eina og hálfa millj- ón króna miðað við íbúatölu. Reykjavíkurborg greiðir óvenju hátt framlag til sjóðsins í ár, 25 milljónir, en hefur undanfarin ár greitt 12 milljónir. Garðabær greiðir 660 þúsund krónur og Ak- ureyri 250 þúsund kr. Erfitt atvinnuástand meðal háskólanema Fyrir fundi bæjarstjórnar í vik- unni lá afgreiðsla bæjarráðs á styrkveitingu til sjóðsins að upp- hæð 100 þúsund krónur. Flosi Ei- ríksson, bæjarfulltrúi Samfylk- ingar, gagnrýndi hversu lágt framlag bæjarráðs væri til verk- efnisins, einkum með tilliti til at- vinnuástands háskólanema og há- skólamenntaðs fólks. Í tillögu Samfylkingar sem lögð var fram á fundinum segir m.a.: „Atvinnuástand meðal háskóla- nema er erfitt núna. Það er ljóst að 100.000 krónur er mun minna en önnur sambærileg sveitarfélög leggja fram.“ Hundrað þús- und fari til Ný- sköpunarsjóðs Málið tekið fyrir að nýju að tillögu Samfylkingar Kópavogur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.