Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 27
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 27 tilbo›!frábær fylgirinne ign3.000 kr. völdumsímum** * Samanlag›ur afsláttur af síma, ni›urfellt stofngjald og 500 kr. inneign á mánu›i í sex mánu›i. ** 500 kr. inneign á mánu›i í sex mánu›i. í mars erekkertstofngjaldí gsm 3.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust nokia 5100 tilbo›sver›: 36.580 kr. MMS, WAP, GPRS, LITASKJÁR, INNBYGGT VASALJÓS, HITAMÆLIR, FJÖLTÓNA HRINGING o.fl. MMS útkr.580 léttkaup MMS, INNBYGG‹ MYNDAVÉL, WAP, GPRS, LITASKJÁR, FJÖLTÓNA HRINGING o.fl. nokia 3650 léttkaup útkr.5.980 3.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust tilbo›sver›: 41.980 kr. n‡r sími takmarka› magn! n‡r sími takmarka› magn! MMS Samtök herstöðvaandstæðina, Norðurlandi, efna til baráttufundar á morgun, sunnudaginn 30. mars, kl. 14 á Kaffi Akureyri. Yfirskrift fund- arins er Stöðvum stríðsglæpinn, mótmælum árásarstríði og aðild Ís- lands. Ræðumaður verður Elías Davíðs- son, flutt verða ávörp, þá verður söngur og ljóðalestur. Á MORGUN HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur með dómi ógilt úrskurð kæru- nefndar útboðsmála, sem kveðinn var upp í ágúst á síðasta ári, í máli Ís- taks og Nýsis gegn Ríkiskaupum. Jafnframt var Ístaki og Nýsi gert að greiða stefnendum, Íslenskum aðal- verktökum (ÍAV), Landsafli og ISS á Íslandi, samtals 250 þúsund krónur í málskostnað. Mál þetta tengist út- boði vegna byggingar rannsókna- og nýsköpunarhúss á lóð Háskólans á Akureyri. Ístak og Nýsir annars vegar og Ís- lenskir aðalverktakar, Landsafl og ISS á Íslandi hins vegar, sendu til- boð í byggingu rannsókna- og ný- sköpunarhússins. Hér er um svokall- aða einkaframkvæmd að ræða og útboðið var um að byggja, eiga og reka húsnæði sem Ríkiskaup ætluðu sér síðar að taka að mestu á leigu fyrir ríkisstofnanir á Akureyri, eins og segir í dómi héraðsdóms. Fram kemur að nefnd á vegum mennta- málaráðuneytsins hafi verið Ríkis- kaupum til ráðuneytis við mat á til- boðunum. Jafnframt að nefndar- menn hafi verið á einu máli um bæði tilboðin uppfylltu kröfur útboðs- gagna með tilliti til lausna og þjón- ustu. Tilboð ÍAV og samstarfsaðila fékk hærri einkun en tilboð Ístaks og Nýsis. Tilboð ÍAV og samstarfsaðila hljóðaði upp á rúmlega 1.800 millj- ónir króna en tilboð Ístaks og Nýsis upp á rúmlega 1.600 milljónir króna. Ístak og Nýsir gerðu athugasemdir við lágar einkunnir við mat á tilboði sínu. Einnig var þess krafist að til- boði ÍAV og samstarfsaðila yrði hafnað en til vara færi fram nýtt óháð mat á tilboðum beggja bjóð- enda. Ríkiskaup hafnaði þessum kröfum Ístaks og Nýsis og var sú ákvörðun kærð til kærunefndar út- boðsmála. Kærunefndin úrskurðaði tilboð ÍAV og samstarfsaðila ógilt og lagði fyrir Ríkiskaup að hafna því. Sá úrskurður kærunefndar útboðsmála hefur nú verið dæmdur ógildur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Bygging rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri Úrskurður kærunefndar ógiltur SÚLAN EA liggur nú við Torfunefsbryggju á Akur- eyri eftir að hafa barist við bryggjur landsins í loðnuvertíðinni síðustu mánuði, en skipið hefur víða landað, mest þó fyrir austan. Nú stendur til að þetta gamla og góða happafley fái andlitslyftingu og voru menn að háþrýstiþvo síð- una í gærdag í blíðskaparveðri, en til stendur að mála skipið að því búnu. Morgunblaðið/Kristján Súlan fær andlitslyftingu NÝ ljósmyndastofa, Dagsljós, verður formlega opnuð í dag, laugardag en hún er við Gler- árgötu 36. Finnbogi Marinós- son ljósmyndari á og rekur stofuna. Við þetta tækifæri opnar hann jafnframt sýningu á ljósmyndum sem hann hefur tekið að undanförnu og eru liður í syrpu sem hlotið hefur vinnuheitið Andlit Akureyrar. Um er að ræða myndir af bæjarbúum, sá yngsti er 7 mánaða gamall og þeir elstu tilheyra hópi eldri borgara. Ætlunin er að í lok árs verði til 60 mynda syrpa sem sýni þverskurð af fólki sem byggði Akureyri árið 2003. Myndirn- ar eiga það sameiginlegt að fólkið er allt í eða við sama stólinn. Dagsljós býður upp á alla almenna ljósmyndaþjónustu, myndatökur af ýmsu tagi hvort heldur er á stofunni eða utan hennar, viðgerðir á myndum og fleira. Stofan verður opin daglega frá kl. 10 til 18, en í dag, laugardag verður opið frá kl. 12 til 17. Ljós- mynda- stofan Dagsljós Tríóið Sound of Mucus heldur tón- leika í Deiglunni annað kvöld, sunnudagskvöldið 30. mars, kl. 21.15 á vegum Jazzklúbbs Akureyrar. Tríóið skipa þeir Martin Küchen, saxófón og fleiri hjóðfæri sem hann hefur fundið upp, Hermann Muntz- ing, rafbassa og hljóðgervil, og Andreas Axelsson, trommur. Fé- lagarnir eru miklir spunameistarar að því er fram kemur í frétt frá Jazz- klúbbi Akureyrar og fara skemmti- legar og nýjar leiðir í túlkun sinni. Á MORGUN SJÖ tilboð og eitt frávikstilboð bár- ust í grasslátt í Glerárhverfi 2003– 2005 og var aðeins eitt tilboðanna undir kostnaðaráætlun. Tilboðin voru frá 17,6 milljónum króna og upp í tæpar 60 milljónir króna en kostn- aðaráætlun bæjarins hljóðaði upp á um 22,5 milljónir króna. Fyrirtækið Þrif og þjónusta ehf. átti lægsta tilboð í verkið, 17,6 millj- ónir króna, eða um 78% af kostnað- aráætlun. Hirðing ehf. átti hæsta til- boð, tæpar 60 milljónir króna, eða um 264% af kostnaðaráætlun. Fram- kvæmdaráð Akureyrarbæjar sam- þykkti að ganga til samninga við Þrif og þjónustu um verkið. Margir vilja í grasslátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.