Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 27
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 27 tilbo›!frábær fylgirinne ign3.000 kr. völdumsímum** * Samanlag›ur afsláttur af síma, ni›urfellt stofngjald og 500 kr. inneign á mánu›i í sex mánu›i. ** 500 kr. inneign á mánu›i í sex mánu›i. í mars erekkertstofngjaldí gsm 3.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust nokia 5100 tilbo›sver›: 36.580 kr. MMS, WAP, GPRS, LITASKJÁR, INNBYGGT VASALJÓS, HITAMÆLIR, FJÖLTÓNA HRINGING o.fl. MMS útkr.580 léttkaup MMS, INNBYGG‹ MYNDAVÉL, WAP, GPRS, LITASKJÁR, FJÖLTÓNA HRINGING o.fl. nokia 3650 léttkaup útkr.5.980 3.000 kr. á mánu›i í 12 mánu›i vaxtalaust tilbo›sver›: 41.980 kr. n‡r sími takmarka› magn! n‡r sími takmarka› magn! MMS Samtök herstöðvaandstæðina, Norðurlandi, efna til baráttufundar á morgun, sunnudaginn 30. mars, kl. 14 á Kaffi Akureyri. Yfirskrift fund- arins er Stöðvum stríðsglæpinn, mótmælum árásarstríði og aðild Ís- lands. Ræðumaður verður Elías Davíðs- son, flutt verða ávörp, þá verður söngur og ljóðalestur. Á MORGUN HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur með dómi ógilt úrskurð kæru- nefndar útboðsmála, sem kveðinn var upp í ágúst á síðasta ári, í máli Ís- taks og Nýsis gegn Ríkiskaupum. Jafnframt var Ístaki og Nýsi gert að greiða stefnendum, Íslenskum aðal- verktökum (ÍAV), Landsafli og ISS á Íslandi, samtals 250 þúsund krónur í málskostnað. Mál þetta tengist út- boði vegna byggingar rannsókna- og nýsköpunarhúss á lóð Háskólans á Akureyri. Ístak og Nýsir annars vegar og Ís- lenskir aðalverktakar, Landsafl og ISS á Íslandi hins vegar, sendu til- boð í byggingu rannsókna- og ný- sköpunarhússins. Hér er um svokall- aða einkaframkvæmd að ræða og útboðið var um að byggja, eiga og reka húsnæði sem Ríkiskaup ætluðu sér síðar að taka að mestu á leigu fyrir ríkisstofnanir á Akureyri, eins og segir í dómi héraðsdóms. Fram kemur að nefnd á vegum mennta- málaráðuneytsins hafi verið Ríkis- kaupum til ráðuneytis við mat á til- boðunum. Jafnframt að nefndar- menn hafi verið á einu máli um bæði tilboðin uppfylltu kröfur útboðs- gagna með tilliti til lausna og þjón- ustu. Tilboð ÍAV og samstarfsaðila fékk hærri einkun en tilboð Ístaks og Nýsis. Tilboð ÍAV og samstarfsaðila hljóðaði upp á rúmlega 1.800 millj- ónir króna en tilboð Ístaks og Nýsis upp á rúmlega 1.600 milljónir króna. Ístak og Nýsir gerðu athugasemdir við lágar einkunnir við mat á tilboði sínu. Einnig var þess krafist að til- boði ÍAV og samstarfsaðila yrði hafnað en til vara færi fram nýtt óháð mat á tilboðum beggja bjóð- enda. Ríkiskaup hafnaði þessum kröfum Ístaks og Nýsis og var sú ákvörðun kærð til kærunefndar út- boðsmála. Kærunefndin úrskurðaði tilboð ÍAV og samstarfsaðila ógilt og lagði fyrir Ríkiskaup að hafna því. Sá úrskurður kærunefndar útboðsmála hefur nú verið dæmdur ógildur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Bygging rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri Úrskurður kærunefndar ógiltur SÚLAN EA liggur nú við Torfunefsbryggju á Akur- eyri eftir að hafa barist við bryggjur landsins í loðnuvertíðinni síðustu mánuði, en skipið hefur víða landað, mest þó fyrir austan. Nú stendur til að þetta gamla og góða happafley fái andlitslyftingu og voru menn að háþrýstiþvo síð- una í gærdag í blíðskaparveðri, en til stendur að mála skipið að því búnu. Morgunblaðið/Kristján Súlan fær andlitslyftingu NÝ ljósmyndastofa, Dagsljós, verður formlega opnuð í dag, laugardag en hún er við Gler- árgötu 36. Finnbogi Marinós- son ljósmyndari á og rekur stofuna. Við þetta tækifæri opnar hann jafnframt sýningu á ljósmyndum sem hann hefur tekið að undanförnu og eru liður í syrpu sem hlotið hefur vinnuheitið Andlit Akureyrar. Um er að ræða myndir af bæjarbúum, sá yngsti er 7 mánaða gamall og þeir elstu tilheyra hópi eldri borgara. Ætlunin er að í lok árs verði til 60 mynda syrpa sem sýni þverskurð af fólki sem byggði Akureyri árið 2003. Myndirn- ar eiga það sameiginlegt að fólkið er allt í eða við sama stólinn. Dagsljós býður upp á alla almenna ljósmyndaþjónustu, myndatökur af ýmsu tagi hvort heldur er á stofunni eða utan hennar, viðgerðir á myndum og fleira. Stofan verður opin daglega frá kl. 10 til 18, en í dag, laugardag verður opið frá kl. 12 til 17. Ljós- mynda- stofan Dagsljós Tríóið Sound of Mucus heldur tón- leika í Deiglunni annað kvöld, sunnudagskvöldið 30. mars, kl. 21.15 á vegum Jazzklúbbs Akureyrar. Tríóið skipa þeir Martin Küchen, saxófón og fleiri hjóðfæri sem hann hefur fundið upp, Hermann Muntz- ing, rafbassa og hljóðgervil, og Andreas Axelsson, trommur. Fé- lagarnir eru miklir spunameistarar að því er fram kemur í frétt frá Jazz- klúbbi Akureyrar og fara skemmti- legar og nýjar leiðir í túlkun sinni. Á MORGUN SJÖ tilboð og eitt frávikstilboð bár- ust í grasslátt í Glerárhverfi 2003– 2005 og var aðeins eitt tilboðanna undir kostnaðaráætlun. Tilboðin voru frá 17,6 milljónum króna og upp í tæpar 60 milljónir króna en kostn- aðaráætlun bæjarins hljóðaði upp á um 22,5 milljónir króna. Fyrirtækið Þrif og þjónusta ehf. átti lægsta tilboð í verkið, 17,6 millj- ónir króna, eða um 78% af kostnað- aráætlun. Hirðing ehf. átti hæsta til- boð, tæpar 60 milljónir króna, eða um 264% af kostnaðaráætlun. Fram- kvæmdaráð Akureyrarbæjar sam- þykkti að ganga til samninga við Þrif og þjónustu um verkið. Margir vilja í grasslátt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.