Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 28
SUÐURNES 28 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÝMI til tilrauna nær tvöfaldast með byggingu nýs hús við Tilrauna- eldisstöð Hafrannsóknastofnunar- innar á Stað við Grindavík. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra opnaði húsnæðið með formlegum hætti í gær. Í Tilraunaeldisstöðinni hefur á undanförnum árum verið unnið að margháttuðum rannsóknum á eldi ýmissa sjávardýra svo sem á lúðu, sæeyra, sandhverfu og þorski, bæði fjölgunar- og vaxtartilraunir, svo og sjúkdómstengdar rannsóknir. Mark- mið Hafrannsóknastofnunarinnar hefur verið að auka þekkingu á eldi þessara tegunda og miðla henni út í samfélagið, einkum til sprotafyrir- tækja í greininni. Áhugi á þorskeldi og eldi annarra sjávarlífvera hefur aukist mjög. Starfsmenn stöðvarinnar hafa und- anfarið náð mikilsverðum árangri við eldi sandhverfu- og þorskseiða, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Hafrannsóknastofnuninni. „Vonast er til að með öflugu rann- sóknastarfi megi skapa ný tækifæri í eldi sjávardýra. Nýlega gerði Hafrannsóknastofn- unin samstarfssamning um þróun þorskseiðaeldis og kynbætur á þorski við nokkur öflug innlend fyr- irtæki á sviði fiskeldis. Með samn- ingnum og endurbættri aðstöðu er vonast til að unnt verði að kanna eld- ismöguleika á þorski og vinna nauð- synlegt undirbúningsstarf að hugs- anlegu framtíðareldi,“ segir í til- kynningunni. Kostar 70 milljónir Hin nýja aðstaða við Tilraunaeld- isstöðina að Stað er nær tvöföldun á tilraunarými, en um er að ræða 790 m2 einangrað stálgrindarhús með öllum helsta búnaði til seiðafram- leiðslu, svo sem 5 stór klakfiskaker, 12 lirfueldisker með hreinsibúnaði, 12 lítil seiðaker, 12 stór seiðaker og fullkominni aðstöðu til ræktunar hjóldýra. Í gamla húsinu eru 18 stór ker til vaxtartilrauna en einnig að- staða til að klekja út hrognum og klefi til ræktunar á saltrækju sem er ásamt hjóldýrunum nauðsynleg fæða við framleiðslu fiskseiða. Full- komin hitastýring er á sjónum í stöð- inni. Til staðar er síaður svalur sjór (7°C) og heitur jarðsjór (65°C) og með varmadælu fæst mjög kaldur sjór allt niður í -1°C. Til að fjármagna nýbygginguna fékk Hafrannsóknastofnunin 22 milljóna kr. styrk úr bygginga- og tækjasjóði Rannís og sömu upphæð frá sjávarútvegsráðuneytinu. Áætl- að er að byggingin kosti fullbúin um 70 milljónir kr. Stöðvarstjóri að Stað er Matthías Oddgeirsson, en Björn Björnsson og Agnar Steinarsson fiskeldisfræðing- ar stjórna tilraunastarfinu. Nýtt hús Tilraunaeldisstöðvarinnar á Stað tekið í notkun Tilraunarými stöðvar- innar nær tvöfaldast Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson LANDIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS Holt í Önundarfirði kl. 14:00 Guðni Ágústsson, Magnús Stefánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Herdís Á. Sæmundardóttir Fundarstjóri: Björgmundur Örn Guðmundsson Húsavík kl. 20:30 – Hótel Húsavík Halldór Ásgrímsson, Jón Kristjánsson, Dagný Jónsdóttir Fundarstjóri: Sigurgeir Aðalgeirsson Djúpavogur kl. 20:30 – Hótel Framtíð Valgerður Sverrisdóttir, Birkir J. Jónsson, Jónína Bjartmarz Fundarstjóri: Ragnhildur Steingrímsdóttir Mosfellsbær kl. 20:30 – Háholt Siv Friðleifsdóttir, Páll Magnússon, Una María Óskarsdóttir Fundarstjóri: Eyjólfur Árni Rafnsson vinna - vöxtur - velferð Fundaferð Framsóknarflokksins 2003 til aukinnar velferðar Leggjum áfram leiðina FRAMSÓKNARFLOKKURINN FÖNGULEGUR hópur nema og kennara við hársnyrtibraut Verk- menntaskóla Austurlands hélt í gær til Akureyrar, þar sem þeir munu greiða þátttakendum í söngvakeppni framhaldsskóla, sem þar fer fram um helgina. Gert er ráð fyrir að allt að 60 manns taki þátt í söngvakeppninni. Nemendur og kennarar hafa undanfarna daga æft sig af kappi fyrir þetta stóra verkefni. Það var Iðnnemasambandið sem óskaði eft- ir því við Verkmenntaskólann að hann tæki að sér verkefnið og var góðfúslega orðið við þeirri beiðni, enda spennandi viðfangsefni fyrir hársnyrtinemana. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hársnyrtinemar VA hafa æft söngvaragreiðslur undanfarna daga. Nemar greiða söngvurum Neskaupstaður TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra og forsvarsmenn Síldar- minjasafnsins á Siglufirði hafa skrif- að undir samning um framlag ríkisins til frekari uppbyggingar Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Á fundi ríkisstjórnarinnar 11. febrúar sl. var ákveðið að veita Síld- arminjasafninu 35 milljóna króna styrk, sem greiðist út á þremur ár- um, til byggingar bátaskemmu, en henni er ætlað að varðveita valin sýnishorn af síldarskipum fyrri ára. Merkar minjar eru til um síld- veiðar Íslendinga á Siglufirði, en Félag áhugamanna um minjasafn og Síldarminjasafnið á Siglufirði hafa unnið að uppbyggingu safnsins á undanförnum árum. Við undirskrift samningsins kynnti menntamálaráðherra ákvörðun Safnaráðs að tilnefna Síld- arminjasafnið á Siglufirði til evr- ópsku safnaverðlaunanna árið 2004 fyrir Íslands hönd, en samstarfs- vettvangur evrópskra safna, The European Museum Forum, veitir verðlaunin. Síldarminjasafnið byggt upp Tilnefnt til evr- ópskra verðlauna Siglufjörður ÁTAKAFUNDUR var haldinn í hreppsnefnd Vopnafjarðar þar sem tekist var á um fyrirhugað vegstæði nýs vegar sem tengir Vopnafjörð við þjóðveg eitt. Deilt var um það á fundinum hvort vegurinn ætti að liggja um Hofsárdal eða svokallaða Hofshálsleið. Fyrir fundinn afhenti Ingólfur Sveinsson, talsmaður áhugamanna um Hofsárdalsleið, Emil Sigurjóns- syni oddvita undirskriftalista með um 350 nöfnum Vopnfirðinga og Bakkfirðinga, þar sem minnt var á ályktun meirihlutans í hreppsnefnd frá því fyrr í vetur um að styðja það álit Vegagerðarinnar, að farinn yrði leiðin um Hofsárdal. Eftir nokkra orrahríð samþykkti meirihluti hreppsnefndar að styðja nýja tillögu Vegagerðarinnar um veg um Hofshálsleið. Helstu rök meiri- hlutans voru þau að ef Hofsárdalur- inn yrði fyrir valinu væri vegagerðin svo dýr að ekki væri von á jarðgöng- um í gegnum Hellisheiði milli Vopna- fjarðar og Héraðs næstu áratugina en aftur á móti ef leiðin um Hofsháls væri farin þá væri von um jarðgöng vegna minni kostnaðar. Það kom hins vegar fram hjá tveimur hreppsnefndarmönnum úr meirihluta að þeir vildu sjá veginn fara niður Vesturárdal sem væri þá þriðji kosturinn. Viðmælandi frétta- ritara Morgunblaðsins sagði að það væri líklegt að leiðin um Hofsháls færi ekki í gegnum umhverfismat vegna þess að það væri annar kostur sem ekki myndi raska umhverfinu eins mikið, sem væri að halda áfram niður Vesturárdal og það væri ætlun meirihlutans. Þá væri kostnaðurinn næstum jafnmikill og að fara niður Hofsárdal því þá ætti eftir að byggja veginn upp á um 20 km kafla frá Hauks- stöðum og niður í þorp. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fyrir fundinn afhenti Ingólfur Sveinsson Emil Sigurjónssyni undir- skriftalista með um 350 nöfnum Vopnfirðinga og Bakkfirðinga. Ágreiningur um vegamál á Vopnafirði Vopnafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.