Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 30

Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BELUGA Arts er nýstofnuð al- þjóðleg umboðsskrifstofa myndlist- armanna sem sérhæfir sig í að koma myndlistarmönnum á fram- færi víðsvegar um heim. Starfsemin og þeir listamenn sem skrifstofan hefur á sínum snærum verður kynnt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag milli kl. 16 og 19. Hendrikka Waage er fram- kvæmdastjóri og stofnandi fyr- irtækisins, en hún hefur víðtæka reynslu úr heimi almannatengsla. „Beluga Arts er hluti af almanna- tengslafyrirtækinu Beluga PR and Marketing. Í Beluga Arts vinn ég með listfræðingi að nafni Alix Bill- am, sem starfað hefur í listheimi Lundúnaborgar í mörg ár,“ segir Hendrikka. „Við þekkjum svipaða starfsemi úr tónlistarheiminum, þar sem umboðsmenn sjá um að koma sínu fólki á framfæri erlendis. Það hefur hins vegar verið vöntun á sambærilegri þjónustu fyrir mynd- listarmenn og þess vegna ákváðum við að fara út í þessa starfsemi.“ Beluga Arts er alþjóðleg umboðs- skrifstofa, sem enn sem komið er hefur níu íslenska myndlistarmenn á sínum snærum. Þau eru Georg Guðni, Guðrún Einarsdóttir, Gunn- ella, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Húbert Nói, Kristín Gunnlaugsdóttir, Lína Rut Wilberg og Steinunn Þórarins- dóttir. „Við höfum trú á þessum myndlistarmönnum og fengum þá til liðs við okkur vegna þess. Þau voru mjög jákvæð gagnvart því að vera með. Með vorinu munu svo Bretar og aðrir erlendir myndlist- armenn bætast í hópinn,“ segir Hendrikka. Hún segist telja það já- kvætt fyrir myndlistarmennina að vera hluti af slíku fyrirtæki. „Lista- menn eiga nóg með að vinna að list- inni og þeim finnst oft óþægilegt að koma list sinni á framfæri. Ásamt þessu sjá þeir líka tækifæri í starf- semi okkar til að komast inn á nýja markaði, en við munum fara inn á markaði eins og London, New York og Japan, sem hefur kannski ekki verið mikið gert af hérlendis áður. Íslenskir myndlistarmenn hafa margir hverjir góð sambönd á Norðurlöndunum, en Beluga Arts gæti opnað fyrir þeim nýja vídd með þessum hætti.“ Hendrikka segir starf Beluga Arts bæði felast í milligöngu um sölu verka sem og uppsetningu sýn- inga víðsvegar um heim. Á kynningunni í Listasafni Reykjavíkur í dag verða sýnd verk listamannanna níu, auk eins gesta- listamanns, Karólínu Lárusdóttur. Viðstaddir opnunina verða list- gagnrýnendur frá Lundúnablöð- unum The Times, The Financial Times, Art Review og The Spect- ator. Hendrikka segir það hafa mikla þýðingu fyrir íslensku mynd- listarmennina að hljóta kynningu í þessum blöðum. „Eins og er ein- blínum við á Lundúnamarkaðinn og þess vegna er mikilvægt að fá helstu blöðin til að kynna okkar starfsemi. Það er margt spennandi framundan á þeim vettvangi,“ segir hún að lokum. Nánar um Beluga Arts má sjá á vefslóðinni: www.belugaarts.com. Sérhæfir sig í kynn- ingu á myndlist Himinn og jörð eftir Steinunni Þórarinsdóttur, en hún er einn níu íslenskra myndlistarmanna sem Beluga Arts hefur á sínum snærum. ÞAÐ var næstum fullsetinn bekk- urinn í listasafni Sigurjóns í Laug- arnesinu þetta sunnudagskvöld þrátt fyrir mikið tónleikaframboð þessa helgi. Á fyrri hluta tónleikanna voru tvær píanósónötur eftir Mozart. Í A-dúr K. 331 og F-dúr K 332 en þær eru önnur og þriðja af þeim fjórum sónötum sem Mozart samdi í París sumarið og haustið 1778, þá 22 ára gamall. A-dúr-sónatan er sennilega sú sónata Mozarts sem mest er spil- uð, hún er óhefðbundin í uppsetn- ingu. Fyrsti þáttur hefst með fallega syngjandi stefi, inngangi sem er jafnvel hægt að líkja við fallegt vögguljóð og á eftir fylgja sex fjöl- breytt tilbrigði. Annar þátturinn, Menuetto-trio, leiðir síðan yfir í fjórða þáttinn sem er hið vel þekkta Rondo Alla Turca. Þessi glaðlega sónata, sem ætluð var til að ganga í augun á Parísarbúum sem voru frek- ar duttlungafullir og vandlátir, var hér snilldarlega flutt af Erni. F-dúr- sónatan er öllu alvarlegri. Hún er djörf og full af spennu. Fyrsti þátt- urinn, Allegro, er fullur af andstæð- um stefjum og annar þátturinn, Adagio, minnir á fallega rómantíska aríu sem söng fallega hjá Erni og lokakaflinn, Allegro, var snilldarvel leikinn. Eftir hlé var Chopin á dagskránni. Mozart og Chopin dóu báðir fyrir fertugt, Mozart varð 34 ára og Chop- in 39. Chopin vantaði nokkra daga upp á að verða 22 ára þegar hann hélt sína fyrstu tónleika í París. Ólíkt Mozart, sem átti erfitt uppdráttar hjá Parísarbúum, sló Chopin í gegn á sínum fyrstu tónleikum. Öll verkin á efnisskrá Arnar eru samin í París eða nágrenni. Örn náði vel til áheyr- enda, enda spjallaði hann við þá um verkin áður en þau voru leikin og út- skýrði þau, einnig var mjög góð um- fjöllun um verkin í prógrammi tón- leikanna. Í verkum Chopins útskýrði hann út frá hvaða forsendum hann túlkaði verkin og er óhætt að segja að hann hafi verið sjálfum sér sam- kvæmur í orði og verki. Fyrst lék Örn glæsilega Im- promtu í Fís-dúr Op. 36 (1839), á eft- ir fylgdi Ballaða í F-dúr Op. 38 (1836-39) sem inniheldur annars vegar fallegar ljúfar laglínur og hins vegar átök sem túlka má sem fár- viðri. Ballaða er einskonar frásögu- kvæði eða frásögn og því hefur verið haldið fram að hér sé verið að segja sögu um hafmey sem tælir sjómenn í djúpið til fylgilags við sig. Inngang- urinn var sérlega fallega og seiðandi leikinn og átakaþátturinn var magn- aður í flutningi Arnar. Þá var komið að Berceuse í Des-dúr Op. 57 (1843 eða 1844). Berceuse er vöggulag þar sem móðir syngur barn sitt í svefn. Hér notar Chopin tilbrigðaformið þar sem vinstri höndin endurtekur aftur og aftur sama róandi stefið (ostinato) á meðan sú hægri leikur sér við að spinna saman hendingar á ýmsan hátt. Þetta verk var sérlega vel og sannfærandi leikið. Síðasta verkið var Scherzo í b-moll Op. 31 (1837). Því hefur verið haldið fram að Chopin hafi viljað að maður skynjaði upphaf verksins sem spurningu væri kastað fram og svarið fylgdi á eftir og haft var eftir Von Lenz að Chopin hefði eitt sinn sagt að það ætti að hljóma eins og í grafkapellu. Hvað sem þessu líður þá gekk Örn út frá þeirri kenningu að verkið lýsti stríðsátökum og ótta tónskáldsins við afleiðingar þeirra. Flutningur Arnar á þessu mikla átakaverki var stórglæsilegur. Örn Magnússon: Stórglæsilegur flutningur. TÓNLIST Einleikstónleikar Örn Magnússon, píanóleikari. Verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Fryderyk (Frédéric) Chopin. Sunnudagurinn 23. mars kl. 20. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Frábær píanóleikur Jón Ólafur Sigurðsson Listasalur Man, Skólavörðustíg 14 Sýning Þórs Magnúsar Kapor er framlengd um eina viku og lýk- ur 7. apríl. Opið 10–18 virka daga og 11–18 um helgar. Suzukitónlistarskólinn í Reykja- vík kl. 14 heldur tónleika í Tjarn- arsal Ráðhússins kl. 14. Listasafn Borgarness kl. 14 Bútaklúbburinn Samansaumaðar opnar sýningu á verkum sínum og afhendir af tilefninu Björg- unarsveitinni Brák verk eftir fé- laga til eignar. Sýningin stendur til 9. apríl. Opið kl. 13–18 virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum. Egilsstaðaflugvöllur kl. 16 Ólöf Björk Bragadóttir opnar málverkasýninguna Lóan er komin og Sigurður Ingólfsson les úr ljóðabók sinni, Þrjár sólir. Dagskráin er styrkt af Menning- arráði Austurlands. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is NORSKA ríkissjón- varpið, NRK, vinnur nú að gerð þáttar um Einar Má Guðmunds- son rithöfund sem nefnist „Þrír sjón- varpsmenn til fundar við rithöfund“. Tveir hlutar þáttarins hafa þegar verið teknir upp hér á landi, í Reykjavík annars vegar og Reykholti og nágrenni hins veg- ar. Þriðji hlutinn verður tekinn upp í Kaupmannahöfn, á Kristjánshöfn, þar sem Einar Már bjó þegar hann gaf út sínar fyrstu bækur. Að loknum upptökum á Krist- jánshöfn heldur Einar Már í upp- lestrarferð um Danmörku og tek- ur m.a. þátt í ráðstefnu um höfund- arverk sitt á Fjóni. Þá mun hann halda til fundar við rithöfund- inn, prestinn og al- þýðufræðarann Jo- hannes Möllehave og flytja þeir sameigin- lega dagskrá víða um Danmörku, m.a. í tónlistarhúsi Árósa- borgar þar sem kjarneðlisfræðingur- inn Holger Bech Nielsen bætist í hóp- inn en hann er pró- fessor við Niels Bohr- stofnunina. Ferð þeirra Einars Más og Johannes Möllehave lýkur með dagskrá í tónleikasal Tívolísins í Kaup- mannahöfn sunnudaginn 6. apríl en nú þegar er uppselt hana. Þáttur um Einar Má í Noregi Einar Már Guðmundsson Á TÍBRÁRTÓNLEIKUM í Salnum, í dag, laugardag, kl. 16, syngur sópr- ansöngkonan Xu Wen við undirleik Önnu Rúnar Atladóttur píanóleik- ara. Á efnisskránni eru ljóð og aríur, allt frá Mozart til Bernstein, þjóðlög frá Kína og Spáni auk laga eftir Pál Ísólfsson. Xu Wen, nam ung að árum kín- verskan óperusöng, leiklist, dans og skylmingar við Huangmei-óperu- skólann í Anhui fylki í Kína. Hún var fastráðin við Huangmei-óperuna 1986–1988 og hefur sungið aðalhlut- verk í fjölmörgum kínverskum óp- erum. Xu Wen fluttist til Íslands árið 1989 og hóf nám í vestrænum söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur við söngdeild Tónlistarskólans í Reykja- vík og lauk þaðan einsöngvaraprófi með ágætiseinkunn vorið 1997. Hún stundaði framhaldsnám í London. Sem söngvari hefur hún tekið þátt í óperuuppfærslum og komið fram í sjónvarpi hér heima og í Kína. Anna Rún Atladóttir útskrifaðist vorið 1994 með fiðlukennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk píanókennaraprófi frá sama skóla. Hún stundaði framhaldsnám í London frá 1994, við Trinity College of Music og The London College of Music, þaðan sem hún lauk einleik- araprófi á píanó og MMus gráðu í pí- anóundirleik (Piano Accompani- ment). Ljóð, aríur og þjóðlög frá Kína flutt í Salnum Morgunblaðið/Jim SmartXu Wen og Anna Rún Atladóttir. LJÓÐADAGUR verður í Nýlista- safninu í dag, laugardag kl. 15, í tengslum við sýninguna Hlutabréf í sólarlaginu: Dagur Sigurðarson í Nýlistasafninu. Áhugasömum gefst kostur á að lesa upp ljóð eftir Dag, eða önnur ljóð tileinkuð skáldinu. Hópur áhugamanna, skálda og vina stíga á stokk en leyfilegt er að láta atvikssögu fylgja ljóði eða umsögn. Kl. 14 verður leiðsögn um sýn- inguna, einnig á morgun, sunnu- dag. Sýningin stendur til 6. apríl. Safnið opið kl. 14–18 miðviku- daga–sunnudaga. Ljóðadagur í Nýló Dagur Sigurðarson skáld. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.