Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 31 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Öryggis- og vinnuljós í miklu úrvali Ísetning á öllum ljósum LJÓS w w w .d es ig n. is © 20 03 LÝST er eftir manni sem hvarf að heiman að frá sér fyrir tólf árum en þó liggja spor hans um landið svo það er traðkað í svaðið. Maðurinn gefur sig út fyrir að vera stjórnmálamaður en hagar sér einsog valdsmaður og hefur merkt sér hvert horn í hæsta- rétti, skipulagsstofnun og alþingi. Þjóðin hefur hálfpartinn gefist upp á að hreinsa burt óhroðann en í staðinn reist nokkrar verslunarhallir svo hún geti gleymt fátækt sinni. Maðurinn eignar þær reyndar sjálfum sér og neitar að afnema hátekjuskatt því þá muni verslunarhallirnar hrynja eins- og spilaborgir. Svo vill til að hann veður uppi í fjölmiðlum, þar situr hann aleinn og rausar útá sljóa góð- semi þjóðarinnar sem er að taka upp- úr pokunum. Það nístir gegnum merg og bein að maðurinn er kvalinn af heimþrá sem hann kannast ekki við í sjálfum sér. Hann var áður minnismerkjasmiður og er við það að örmagnast við að merkja þjóðina eft- ir lyfjum og sjúkdómum einsog hann hafi hvorki áhuga á heilbrigði hennar né sínu eigin. Helst vildi hann að þjóðin hefði kennitöluna hangandi utan á sér. Enda kennitalan nú hið eina sem íslenska þjóðin kann utan að. Þá er manninum kennt um að trillusjómenn hafi horfið í djúpið hver af öðrum því honum finnst björn í brekkukoti ekki passa í verslunar- hallirnar. Sjálfur valsar hann um á jarðýtunni: hvatapillur, ýmist á hafs- botni eða afréttum svo bráðum verð- ur hvorki hægt að kaupa kjöt eða fisk í landinu og verðbréf það eina til að éta. Þegar skrifað var undir samn- inga um stærstu virkjun í landinu kom í ljós að barnageðdeildin var að springa utan af sér og maðurinn varð alveg hissa því hann þóttist hafa ver- ið að reisa rússneskt geðveikrahæli. Í framhaldi af því tókst honum þrátt fyrir varúðarráðstafanir að sprengja stærstu gljúfur í landinu og hefur hótað að setja sjö tonn í esjuna svo réttlæti sé gætt milli landshluta. Stundum virðist maðurinn halda að hann sé forsætisráðherra en nýlega sagði hann: það er ekki hægt að múta forsætisráðherra. Sjálfsmyndin virð- ist á reiki einsog mynd landsins því ef hann var forsætisráðherra var eins- og hann vildi stúta forsætisráðherra. Þjóðinni varð svo mikið um að hún mundi allt í einu eftir því að hér var lýðveldi og velti fyrir sér hvort mætti kæra manninn fyrir að svívirða eitt af embættum þess. Vitað er að það dug- ar ekkert forsætisráðherraefni til að þrífa burtu þennan forsætisráð- herra. Þegar tappinn er skrúfaður af eina efninu sem hefur verið auglýst finnst bara lyktin úr verslunarhöll- unum. Enda sást næst til mannsins á fundi þar sem hann gaf sig út fyrir að vera landsliðsþjálfari og hrópaði áfram ísland einsog hann væri farinn í eitthvert annað land. Af orðum hans mátti ráða að þessi leikur eða þessi fundur væri gegn þjóðinni sem veltir því nú fyrir sér hvort hún hafi ekki verslað nóg og hugsanlega sé mað- urinn bitur vegna þess. En hann hef- ur gefið í skyn að hann vilji að þjóðin versli með sjálfa sig og viðbúið að á næstunni verði gefin út ný dagsskip- un: Von næt stand and dey. Og þá rifjuðust upp orð mannsins þegar hann fékk í millitíðinni að koma í sjónvarpið eina ferðina enn þar sem hann tilkynnti að Ísland væri á leiðinni í stríð og hélt því fram einsog hann ætlaðist til að einhver tryði því að það hefði hringt í hann til að fá samþykki fyrir því. Máli sínu til stuðnings sýndi hann íraskt barnslík vafið í brenndan fána. Síðan þóttist hann syngja rennur blóð eftir slóð og dilla ég þér jóð. Hann sagði að stríðið þýddi ekki annað en að hjálpa nokkr- um ameríkönum að taka til í nokkr- um óamerískum eldhússkápum. Og bætti við ef þeir kæmu ekki aftan að þeim kæmu þeir aftan að þeim. Eftir þetta hefur hann ítrekað angrað lög- regluna með upphringingunum um að einhver vilji mála húsið hans og heimtað vörð um húsið sem enginn veit hvar stendur. Maðurinn leikur enn lausum hala þrátt fyrir leit en unnið að því að draga upp mynd af honum. Sú mynd er að fullkomnast því þótt þjóðin sé upptekin við að troða í pokana er hún sammála um að maðurinn sé horfinn, spor hans hafi runnið út í sandinn og einsöngurinn um þeir komi aftan að þeim sé að deyja út og eina sem eftir er af hon- um sé hönd hans sem heldur um sundurkreista túbu, merkta: búss klín vaselín. Lýst er eftir manni Eftir Elísabetu Jökulsdóttur Höfundur er rithöfundur. „Maðurinn leikur enn lausum hala þrátt fyrir leit.“ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA er einn af grunnþáttum velferðarþjóð- félags eins og Íslands. Á næstu 30 ár- um fjölgar fólki sem er 70 ára eða eldra um 30% eða um 30.000 manns. Ljóst er að þessi fjölgun fólks sem komið er af besta aldri hefur í för með sér aukna þörf fyrir heilbrigðisþjón- ustu bæði innan og utan stofnana. Í dag er viðvarandi skortur á hjúkrunarrýmum á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og mögulega á fleiri stöðum. Þessi skortur bitnar á þeim sem minnst mega sín, öldruðu fólki sem ekki getur barist fyrir betri þjónustu. Nú á dögunum kom í ljós að 160 einstaklingar er voru inniliggj- andi á LSH biðu eftir öðru þjónustu- formi svo sem hjúkrunarrými, einnig lætur nærri að á FSA sé á hverjum tíma um 10% rýma teppt af sömu or- sökum. En hvað hefur þetta í för með sér? Ljóst er að sá sem bíður eftir aðstöðu við sitt hæfi (plássi) líður fyrir það bæði til líkama og sálar og hefur þetta slæm áhrif á viðkomandi ein- stakling og fjölskyldu hans. Hvaða áhrif hefur þetta á heil- brigðiskerfið? Augljóst er að erfitt er fyrir starfsfólk sjúkrahúsanna að sinna fólki á göngum spítalanna og veldur það bæði starfsfólki og sjúk- lingum áhyggjum og mikilli auka- vinnu, sjúklingnum finnst hann vera fyrir og bætast áhyggjur af því við það ástand sem varð til þess að hann þurfti á sjúkrahúsvist að halda. Fjöldi starfsmanna á sjúkrahúsunum er upptekinn við það að finna þessum ágætu borgurum úrræði. Má nefna öldrunarteymi, félagsráðgjafa, hjúkrunrfræðinga og síðast en ekki síst lækna sem eyða löngum tíma í fundi með fjölskyldum viðkomandi, oft hafandi það eitt að segja að verið sé að vinna í vandanum. Fjölskyldur skjólstæðinganna vita oft ekki sitt rjúkandi ráð og hafa áhyggjur af því að ættingjar þeirra séu sendir heim of snemma og oft á mörkum þess að geta bjargað sér. Hvað kostar þetta? Nú þegar búið er að ræða hvaða áhrif þetta hefur á sjúklinga, ætt- ingja og starfsfólk er hollt að velta því fyrir sér hvaða kostnað þetta hef- ur í för með sér. Ljóst er að legudagur á sjúkrahúsi er allt að 3–4 sinnum dýrari en dvöl á hjúkrunarheimili eða endurhæfing- arstofnun, því fylgir því gífurlegur kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið að geta ekki fundið þessum skjólstæð- ingum vistun við hæfi. Hægt er að færa fyrir því rök að þetta kosti heil- brigðiskerfið allt að tvo milljarða króna á ársgrundvelli í beinhörðum peningum og þar fyrir utan, ef rétt lausn fyndist á þessum málum, verða til ráðstöfunar sjúkrarúm fyrir þá sjúklinga sem eru á biðlistum og hægt væri að sinna, en eins og stend- ur er skortur á legurýmum sá þáttur sem vegur þyngst. Einnig er ljóst að álag á starfsfólk og aðstandendur myndi minnka og starfsandi batna ef lausn yrði fundin á þessum málum. Hvað er þá til ráða? Ljóst er að stórauka þarf framboð á viðeigandi úrræðum fyrir aldraða svo sem hjúkrunarrýmum, sambýl- um og heimaþjónustu á næstu árum, mögulega mun meira en áætlanir heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir. Þá vaknar sú spurning: Hvern- ig á að fjármagna þetta átak? Ljóst er að við núverandi aðstæður verður það varla gert með sköttum ríkisins nema að litlu leyti. Af hverju gerist það að sjúklingar sem lokið hafa með- ferð á sjúkrahúsum og liggja í plássi sem kostar 50–80 þúsund kr. á dag bíða eftir þjónustu sem kostar ríkið allt að fimm- til áttfalt minna vikum og mánuðum saman? Svarið er ein- falt: Það er enginn innbyggður hvati til þess að spara þennan pening því það er enginn sem kaupir þjón- ustuna. Hægt er að færa fyrir því rök að fyrst ríkið hefur ekki leyst úr þess- um málum og vistað sjúklingana í plássum sem eru miklu ódýrari en sjúklingurinn vistast í sé ríkinu ekki best treystandi fyrir þessum rekstri. Hvers vegna í ósköpum er ekki búið að leysa þennan vanda í dag? Hvernig er hægt að leysa þennan vanda? Ég legg til að sveitarfélögin taki við rekstri öldrunarþjónustunar, þar með talið hjúkrunarrýma. Þegar meðhöndlun sjúklings á sjúkrahúsi er lokið og ljóst er að hann kemst ekki til síns heima og þarf vistunar við á hjúkrunarheimili eða þarf á mikilli aðstoð á halda til að geta búið heima, þá er viðkomandi sveitarfélagi tilkynnt að sjúklingurinn þurfi að út- skrifast á ákveðnum degi. Ef sveitar- félagið getur ekki útvegað sjúklingn- um vist við hæfi þarf það einfaldlega að greiða fyrir sjúklinginn á sjúkra- húsinu. Hér er því kominn kaupandi að þjónustunni sem hefur hag af því að sjúklingurinn fái aðstöðu við hæfi. Sveitarfélagið sem greiða þarf þjón- ustuna mun einfaldlega þurfa að leita allra leiða til að finna ódýrasta vist- unarformið fyrir sjúklinginn. Ef sveitarfélagið vill ekki reka þessi rými er hægt að bjóða reksturinn út til einkaaðila eða félagasamtaka sem vilja taka að sér rekstur hjúkrunar- heimila og heimaaðstoðar. Þetta fyr- irkomulag hefur reynst vel í öðrum löndum og löngu orðið tímabært að leysa vanda aldraðra þannig að sómi sé að og sjálfsagt að nýta þessa að- ferð einnig hér á landi. Það fyrir- komulag að fjölga hjúkrunarrýmum án þess að leitað sé allra leiða til að leysa vandann verður að hverfa. Kerfi sem þetta mun spara heil- brigðiskerfinu mikið fé, færa sjúk- linga úr dýrari aðstöðu í ódýrari og skapa nauðsynlegt svigrúm til að minnka biðlista í heilbrigðiskerfinu. En síðast en ekki síst munu aldraðir fá betri þjónustu. Horft til fram- tíðar í öldrunar- þjónustunni Eftir Þorvald Ingvarsson Höfundur skipar 6. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi. „Það fyrir- komulag að fjölga hjúkr- unarrýmum án þess að leitað sé allra leiða til að leysa vandann verð- ur að hverfa.“ MEÐAN sprengjurnar falla í Írak sinna hjálparstofnanir neyðarhjálp eftir því sem tök eru á. Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna (ACT – Action by Churches together) í samstarfi við þarlendar kirkjur og hjálparsam- tök hafa sett upp birgðar- og hjálp- arstöðvar í helstu borgum Íraks, s.s. Bagdad, Kirkuk, Mosul og Basra. Um 20 hjálparstövar hafa verið settar á laggirnar auk 44 minni stöðva þar sem fólk getur leitað hæl- is í kirkjum, moskum og skýlum sem hefur verið komið á fót. Hjálpar- starfið snýst um að útvega húsaskjól, matvæli, lyf og aðrar nauðþurftir fyrir fólk er verður að flýja heimili sitt og þá sem eru á flótta til ná- grannalandanna vegna stríðsátak- anna. Matvælum og hreinlætisvör- um er ennig úthlutað til almennings eftir þörfum en neyð margra er mik- il. Vörur hafa verið fáanlegar á mörkuðum og í verslunum en margir hafa ekki efni á því að kaupa það allra nauðsynlega. Í Bagdad hefur neyðarpökkum verið komið fyrir á nokkrum stöðum. Hver pakki á að nægja meðal fjöl- skyldu í 3 mánuði. Vatnstönkum hef- ur einnig verið komið fyrir og hand- dælur settar á 50 brunna víða um borgina til að tryggja sem flestum aðgang að hreinu vatni ef vatnsveita borgarinnar verður fyrir skemmd- um. Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna hefur einnig í samstarfi við Rauða hálfmánann sett upp búnað til að út- vega um 20 þúsund manns hreint vatn. Einnig hefur hreinsunarbúnað- ur verið settur upp við stærsta sjúkrahúsið í Bagdad til að tryggja að vatnskortur verði ekki á sjúkra- húsinu þótt vatnsveita borgarinnar skemmist. Fjórar aðrar hreinsunar- stöðvar eru þegar komnar til Amm- an í Jórdaníu og bíða eftir flutningi til Íraks. Í nágrannalöndum Íraks hefur undirbúningur undir komu flótta- manna staðið yfir um nokkra hríð. Í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur alþjóð- legt hjálparstarf kirkna tekið að sér að sjá um hreinlætisaðstöðu og vatnsmál í nokkrum flóttamanna- búðum auk þess sem matvælum og öðrum hjálpargögnum hefur verið komið fyrir. Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna leggur mikla áherslu á að neyðarað- stoð verði ekki notuð til að koma á framfæri pólitískum eða trúarlegum skoðunum. Öll hjálp er veitt án tillits til þjóð- ernis, trúarbragða eða pólitískra skoðana og alþjóðlegum siðareglum um hjálparstarf fylgt í einu og öllu. Þeir sem vilja leggja hjálparstarfinu lið geta hringt í síma 907 2002. Hjálparstarf vegna stríðsins í Írak Eftir Jónas Þóri Þórisson „Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna legg- ur mikla áherslu á að neyðaraðstoð verði ekki notuð til að koma á framfæri pólitískum eða trúarlegum skoð- unum.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.