Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F JÖLMENNASTI og viðamesti stjórnmála- fundur landsmanna hófst síðdegis á fimmtudag, þegar 35. landsfundur sjálf- stæðismanna var settur við hátíðlega at- höfn í Laugardalshöllinni. Venja er að efna til slíkra funda annað hvert ár. Jafnan er leitast við að boða þá nokkrum vikum fyrir kosningar. Með því er tryggt, að sem flestir flokksmenn komi að því að leggja lokahönd á kosningastefnuskrána. Sjálfstæðismenn ganga til komandi kosninga með vitundina um vel unnin störf í ríkisstjórnum Davíðs Oddssonar síðastliðinn áratug. Þeim finnst ánægjuefni að leggja verk sín undir dóm kjósenda. Hitt er ekki síð- ur mikilvægt, að mörkuð sé stefna og framtíðarmarkið sett hátt. Í almennum umræðum um kosningar gætir jafnan nokkurrar tvöfeldni. Annars vegar er þess krafist af flokkum og stjórnmálamönnum, að þeir haldi sig við málefni, tíundi stefnu sína og svari gagnrýni á hana með rökum. Hins vegar er gengið að því sem vísu í fjöl- miðlum og meðal kjósenda, að til persónulegra átaka komi. Við hlið málefnanna eigi að ræða um einstaka frambjóðendur og þar ber leiðtoga stjórnmálaflokk- anna að sjálfsögðu hæst, þegar gengið er til þingkosn- inganna. Við setningu landsfundarins í fyrradag birtist enn, hvers vegna Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, nýtur mestra vinsælda meðal íslenskra stjórnmálamanna. Setningarræða hans á landsfund- inum var til dæmis allt annars eðlis en Borgarnesræða talsmanns Samfylkingarinnar, þegar þar var blásið til kosningabaráttu. Davíð fór yfir málefni, ræddi einstök viðfangsefni bæði með skírskotun til fortíðar og framtíðar, og skildi engan eftir í minnsta vafa um skoðanir sínar. Hann flutti ekki ræðu í því skyni að ýta undir sögusagnir eða koma illu af stað, markmið hans var að skilgreina og skýra þróun mála og benda á skynsamlega niðurstöðu með þjóðarhag að leiðarljósi. x x x Davíð Oddsson var afdráttarlaus, þegar hann boðaði skattalækkanir á komandi kjörtímabili: Tekj lækkar um 4%; eignarskattur hverfur; virðis skattur á matvæli, bækur, húshitun og rafma kostnað lækkar um helming; barnabætur hæ 2.000 milljónir; erfðafjárskattur lækkar um h fyrstu milljónir skattfrjálsar, skattfrelsi vegn framlaga í lífeyrissparnað eykst. Hann sagði sjálfstæðismenn ekki hingað ti að beinum skattahækkunum fyrir kosningar hefðu samt lækkað skatta. Og hann bætti við þýðir að hér er um bein loforð okkar að ræða efnum fáum við til þess styrk. Því má treysta nefnilega ekki aðeins umræðustjórnmálamen fyrst og síðast athafnastjórnmálamenn.“ Var þessum orðum fagnað með dynjandi ló þéttsetinni Laugardalshöllinni. Allir skildu s þeirra, sem fara nú um landið undir merkjum ingarinnar og boða samræðustjórnmál. Samhliða þessu ótvíræða loforði um skatta hét Davíð því, að sjálfstæðismenn myndu sty aldraðra, öryrkja og þeirra sem treysta á góð brigðisþjónustu og félagslega velferð. Ekki k sjálfu sér að geta lofað nú með trúverðugum vekjandi hætti að gera þetta hvort tveggja í s sendurnar væri hin sterka staða ríkissjóðs. Hvað gera stjórnmálamenn í málefnalegu Jú, þeir grípa til dæmis til þess ráðs að skora ing sinn í sjónvarpseinvígi í von um, að umræ áskorunina dragi athygli frá málefnafátæktin höfum við þegar kynnst í þeirri kosningabará nú er háð. Davíð Oddsson var ekki með neina leikfléttur í ræðu sinni á landsfundinum. Hann benti með tilvitnunum í Össur Skarp á þverstæðuna í tali hans um skattamál og Sj isflokkinn og sagði undir lok ræðukaflans um „Hagtæknum, sem þykja nú flest ber súr, ofb hve íslenska þjóðin kemur vel út á alla hefðbu mælikvarða sem notaðir eru, að þeir reyna n sínum að hanna nýja mælikvarða til að sýna f hinn íslenski árangur sé ekki jafngóður og er kunnargjafar telja. Þeir tilburðir eru brosleg engum skaða.“ VETTVANGUR Klárir kostir á lands Eftir Björn Bjarnason FORMAÐUR Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson forsætisráðherra, setti 35. landsfund Sjálfstæðisflokksins á fimmtudaginn fyrir fullum sal í Laug- ardalshöll. Yfirskrift landsfundarins er „áfram Ísland“ og með henni er verið að leggja áherslu á að haldið verði áfram á braut athafnafrelsis, atvinnu- uppbyggingar, skattalækkana, efna- hagsstöðugleika, kaupmáttaraukn- ingar, aukinnar menntunar, nýsköpunar í atvinnulífi og velferðar á Íslandi. „Við getum farið úr sjöunda sæti á listanum yfir þau lönd heims þar sem er eftirsóknarverðast að búa, sam- kvæmt sérstöku mati Sam- einuðu þjóðanna, í topp- sætin ef rétt er á málum haldið,“ sagði forsætisráð- herra í ræðu sinni. Fyrir formann í stærstu ungliðahreyfingu stjórn- málaflokks á Íslandi er ánægjulegt að sjá og fylgj- ast með ríkri þátttöku ungs fólks á landsfundinum. Ungt fólk er ekki að- eins áberandi á fundinum sjálfum heldur hefur það einnig tekið virkan þátt í undirbúningi fundarins með ein- um eða öðrum hætti. 25 málefnanefnd- ir hafa í vetur starfað fyrir fundinn og samið drög að ályktunum sem liggja fyrir fundinum til umræðu og af- greiðslu. Ungt fólk situr í stjórnum allra þessara málefnanefnda og á landsfundinum eru margir formenn starfshópa úr röðum ungra sjálfstæð- ismanna. Á sunnudag fer fram kjör til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins og nú sem endranær eru fjölmargir ungir sjálfstæðismenn í framboði. Á síðasta landsfundi komu 5 af þeim 11 sem kjörnir voru í miðstjórn úr hópi ungra sjálfstæðismanna. Í gær voru flutt fimm erindi um framtíð Íslands af ungu fólki. Öll er- indin einkenndust af jákvæðni og bjartsýni fyrir framtíð Íslands. Menntamál voru efst á baugi í öllum erindunum en árangur ríkisstjórn- arinnar í menntamálum þjóðarinnar er í raun einstakur. Áslaug Hulda Jóns- dóttir úr Kennaraháskóla Íslands gerði einnig gildi fjölskyldunnar og tækifæri hennar að umræðuefni. Birg- ir Stefánsson úr Viðskiptaháskólanum á Bifröst fjallaði um hvaða jákvæðu krafta frelsið leysir úr læðingi og að það væri ungu fólkið að skapi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir úr Háskólanum í Reykjavík lagði áherslu á menntun, nýsköpun og alþjóðavæðingu. Steinunn Vala Sigfúsdóttir úr Háskóla Íslands ræddi um jafnrétti í námi og Sverrir Haraldsson úr Háskólanum á Ak- ureyri gerði ít- arlega grein fyrir framtíðartækifær- um sjávarútvegs í fiskeldi og lagði áherslu á nauðsyn menntunar fyrir sjávarútveginn. Forsætisráðherra lagði áherslu á menntamálin í setningarræðu sinni og sagði meðal annars: „Góð og traust al- menn menntun og í framhaldinu öflug sérfræðimenntun og rannsókn- arstarfsemi er lykillinn að velgengni þjóðarinnar þegar til lengri tíma er horft. Hinar miklu framfarir í mennta- kerfinu á undanförnum árum eru því mikið fagnaðarefni. Framlög til menntamála hafa farið sívaxandi, Há- skóli Íslands er að eflast og nýir, öfl- ugir háskólar hafa komið til, sem unga fólkið hefur tekið opnum örmum. Mun sú samkeppni vafalaust efla Háskóla Íslands til dáða og þar með verða öll- um til góðs.“ Menntastefna Sjálfstæðisflokksins byggist á fjölbreytni, frelsi og frum- kvæði en ekki einokun, miðstýringu og eintómri ríkisforsjá eins og önnur stjórnmálaöfl b hátt með þá sk ungt fólk sem menntun sína Afleiðing me ingarkennd br stóraukið nám Með nýrri lögg hefur háskólau skömmum tím orðnir átta tal áður. Námsleið framhaldsnám aukist veruleg milli háskóla s gæðum kennsl endur. Framlög til aukin svo um m Íslandi í saman ópulönd. 14,5% fara til mennta meðaltalið í Ev 11,2%. Fjarnám eykur aðgengi þeirra sem búa Íslendinga erle Okkar kynsl njóta ávaxta a hefur verið lag haldið rétt á sp lands er björt. treystir fólkinu unga fólkinu. H lengra en það unga fólkið og sambandi skip fjölbreyttu tæk menntakerfinu veruleika verð hver geti valið Ungt fólk og menntamál í öndv Eftir Magnús Þór Gylfason Höfundur er f lags ungra sjá vík / magnus@ „Menntastefna Sjálf- stæðisflokksins byggist á fjölbreytni, frelsi og frumkvæði.“ STYÐJUM ÍRAKA Louise Fréchette, aðstoðarfram-kvæmdastjóri Sameinuðuþjóðanna, fór í gær fram á að þjóðir heims legðu 2,2 milljarða Bandaríkjadala, um 170 milljarða króna, til hjálparstarfs í Írak. Þar af eiga 1,3 milljarðar dala að fara til mat- argjafa til írasks almennings. Mat- vælaaðstoð SÞ telur að um verði að ræða stærstu aðgerð af þessu tagi í sögunni, en sjá þarf 27 milljónum manna fyrir mat á næstu vikum og mánuðum. Jafnframt samþykkti öryggisráð SÞ í gær að hefja á ný kaup á matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum fyrir olíutekjur Íraks, en 60% írösku þjóð- arinnar hafa verið háð þessari aðstoð. Þjóðir heims verða nú að taka hönd- um saman til hjálpar íbúum Íraks. Ástandið í landinu hefur verið afar slæmt undanfarin ár undir harðstjórn Saddams Hussein, sem hefur fremur notað auðæfi landsins til að byggja sjálfum sér hallir, hlaða undir pótin- táta sína og styrkja hryðjuverkasam- tök en að sjá almenningi fyrir nauð- synjum. Vegna brota Saddams á samþykktum SÞ hefur Írak verið beitt viðskiptaþvingunum, sem hafa komið hart niður á almenningi. Stríðið, sem nú er háð til að koma Saddam frá, gerir ástandið enn verra og ekki gera írösk stjórnvöld neitt til að auðvelda að almenningi verði séð fyrir mat. Þegar stuðningsmenn Saddams hafa lagt niður vopn, verður hins vegar nauðsynlegt að koma gíf- urlegum birgðum matar, vatns, lyfja og annarra nauðsynja til almennings. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að beiðni hafi borizt til utanríkisráðu- neytisins um fjárframlag til neyðarað- stoðar vegna stríðsins í Írak. Hins vegar hafi verið ákveðið að bíða og sjá hvernig ástandið þróast. Það er engin ástæða til að bíða og sjá. Ísland á að sjálfsögðu að leggja sitt af mörkum til þessarar aðstoðar strax, eins og önnur aflögufær ríki. Í Morgunblaðinu í gær kemur auk- inheldur fram að bæði Rauði krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar hafi opnað söfnunarsíma sína og -reikninga vegna aðstoðar við Írak. Það er sama hvaða skoðun menn hafa á hernaðar- aðgerðum í Írak, ekki fer á milli mála að íraska þjóðin þarfnast aðstoðar. Menn getur greint á um hvort réttlæt- anlegt hafi verið að færa þær fórnir til skamms tíma, sem stríðið í landinu hefur óhjákvæmilega í för með sér, í þágu þess að stöðva harðstjórn og dráp Saddams Hussein og stjórnar hans um alla framtíð. En allir hljóta að geta verið sammála um að íraska þjóð- in þarfnast hjálpar og mun gera það á næstunni. Við ættum því öll að láta eitthvað af hendi rakna til að íslenzkar hjálparstofnanir geti veitt þá aðstoð, sem nú er kallað eftir. Eins og Louise Fréchette benti hins vegar á á blaðamannafundi í New York í gær er kreppan í Írak aðeins viðbót við þau mörgu aðkallandi vandamál, sem við blasa í heiminum. Víða annars staðar líður fólk hungur og skort og aðstoð við þau svæði má ekki líða fyrir það að athygli heimsins beinist nú að Írak. ÁBYRGÐ OG UPPLÝSING Margir hafa haft áhyggjur af nei-kvæðri ávöxtun lífeyrissjóð- anna á síðustu misserum eins og fram kom í grein um viðbótarlífeyrissparn- að hér í blaðinu sl. miðvikudag. Enda er mikið í húfi fyrir þá sem í sjóðina greiða á tímum slíkra niðursveiflna, ekki síst þá sem óðum nálgast þann aldur að þurfa á lífeyrisgreiðslum að halda. Ekki er svo ýkja langt síðan al- menningur fór að safna viðbótarlíf- eyri hér á landi með markvissum hætti og nýta sér þann möguleika sem þar gefst til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þau fyrirtæki sem tekið hafa að sér vörslu fjármuna þessa fólks bera því eðlilega mikla ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum þeg- ar að því kemur að kynna þeim kosti slíkra sparnaðarleiða með raunsæj- um hætti, eðli ávöxtunar verðbréfa og þá áhættu sem henni fylgir. Einnig ber að líta til þess að þar sem stutt er síðan hlutabréfamarkaður tók hér til starfa er reynsla hins almenna borg- ara af þeim miklu sveiflum sem þar geta orðið enn tiltölulega lítil. Góð ávöxtun á hlutabréfum á þeim árum uppsveiflu er einkenndu upphaf hlutabréfaviðskipta hér ýtti óneitan- lega undir öryggistilfinningu lífeyris- greiðenda, en veldur um leið því meiri vonbrigðum þegar samdráttur verð- ur, svo sem á erlendum hlutabréfum, með þeim afleiðingum að ávöxtunin minnkar eða verður jafnvel neikvæð. Nú þegar þetta nýja kerfi sparnað- ar hefur gengið í gegnum bæði upp- sveiflu og niðursveiflu má segja að tímabært sé að læra af reynslunni. Gera verður þá kröfu að sjóðirnir taki skilyrðislaust mið af þeim ramma sem þeim hefur verið settur varðandi hlutföll í samsetningu eigna. Eins og fram kom í fyrrgreindri umfjöllun er töluverður munur á ávöxtunarmögu- leikum og áhættu tengdum hlutabréf- um og skuldabréfum; sem fjárfest- ingarmöguleikar hæfa þau ólíkum tímum í efnahagslífinu og því er mik- ilvægt að hafa fjárfestingar sjóðanna rétt saman settar. Þar var þó jafn- framt bent á að lífeyrissparnaður er langtímasparnaður og að sveiflur í verði verðbréfa jafnast yfirleitt út þegar til lengri tíma er litið. Samt sem áður verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að yngra fólk hefur mun meira svigrúm til að taka áhættu með ávöxtun lífeyris síns en þeir sem eldri eru. Það er því ekki einungis skylda lífeyrissjóðanna að ávaxta fé allra aldurshópa með sem öruggustum hætti, heldur bera þeir einnig mikla ábyrgð þegar að því kemur að upplýsa viðskiptavini sína um kosti og galla ólíkra ávöxtunar- leiða. Þeim ber m.ö.o. að meta stöðu hvers og eins með tilliti til hagsmuna hans sem einstaklings svo sveiflur á borð við þær sem nú hafa verið að koma í ljós, komi fólki ekki í opna skjöldu og verði þess valdandi að trú á gildi slíkra framtíðarfjárfestinga rýrni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.