Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 33 ÞAÐ er „gam- aldags og ógeð- felld“ kosninga- barátta að halda að menn kaupi fólk til fylgis við sig með lof- orðaskvaldri í tölum. Þessi orð komu upp í hugann undir ræðu forsætisráðherra meðan hann fleygði loforðum um skatta- lækkanir eins og konfekti yfir landsfund sjálfstæðismanna. Milljarður hér, milljarður þar, milljarðar alls staðar. Á dauða mínum átti ég fremur von en því að Davíð Oddsson gripi til þeirra „gamaldags og ógeð- felldu“ aðferða sem lýst er í ofangreindri tilvitnun. Ástæðan er sú, að sá sem þar varaði svo sterklega við því ábyrgðarleysi sem fælist í atkvæðakaupum fyrir almannafé hét – þá eins og nú – Davíð Oddsson. Kosningaveisla í Laugardal Formaður Sjálfstæðisflokks- ins lét þessi orð falla 17. apríl 1999, í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, í dagblaðinu Degi. Landsfundarræða hans í Laugardalshöllinni á fimmtu- dagskvöldið er líklega eins- dæmi í íslenskri stjórn- málasögu. Hann sneri landsfundi sjálf- stæðismanna upp í dýrustu kosningaveislu Íslandssög- unnar þar sem allir réttirnir voru skattalækkanir, mismun- andi fram reiddar. Og sá kann nú að halda veislu! Fyrst var það aðalréttur upp á 4% skattalækkun á línuna. Svo skellti hann á borðið óvæntum aukarétti sem var helmings- lækkun á virðisaukaskatti á mat, bækur og ýmislegt fleira. Ábætirinn var hnallþóra smurð með auknu skattfrelsi vegna lífeyrissparnaðar. Með kaffinu kom svo afnám eignaskatts í súkkulaðihjúp. Namm namm. Þegar menn lágu stynjandi á meltunni um alla Laugardals- höll gaukaði formaðurinn að þeim litlu staupi og þeir sem tæmdu það urðu vel hreifir af drjúgri lækkun á erfða- fjárskatti. Meltingartruflanir byrja tæpast fyrr en menn fara að greiða veisluhöldin. Þau verð- leggur hinn gjafmildi kokkur á 16 milljarða nettó. Þá er ekki allt reiknað. Í ályktunum sem liggja fyrir er líka lofað ótekju- tengdum barnabótum, afnámi tekjutengingar lífeyr- isgreiðslna og niðurfellingu á obba stimpilgjalda. Verði þau loforð líka uppfyllt leggja þau sig á 10–15 milljarða í viðbót. Ja, hafi einhver maður skipt um ham og breyst úr ábyrgð- arfullum stjórnmálamanni í pólitískan veitingastjóra, þá sáu menn það gerast í Laug- ardalshöllinni á fimmtudag. Hugsanleg jöfnunarleið Það er út af fyrir sig gleði- efni, að forystumenn rík- isstjórnarinnar, bæði Davíð og Halldór, telji að á næsta kjör- tímabili verði hægt að ráðast í kjarabætur sem má verðleggja brúttó á liðlega 20 milljarða. Það verður hins vegar að gera með ábyrgum hætti. Það gera menn ekki eins og þeir séu staddir á pólitísku bögglaupp- boði, heldur með tilliti til stöð- unnar í efnahagsmálum. Rang- lega tímasettar skattalækkanir geta leitt til enn frekari hækk- ana á gengi og vöxtum, sem geta í senn hirt kjarabæturnar aftur til baka, og leitt til að út- flutningsgreinar koma enn verr en ella undan vetri, þegar stór- framkvæmdum á næsta kjör- tímabili lýkur. Það skiptir því höfuðmáli hvernig því sem til skiptanna er, 20 milljörðunum sem rík- isstjórnin talar um, er varið. Fyrir Samfylkinguna skiptir mestu að það sé gert á grund- velli jafnaðar. Í kosningaveislu Davíðs fá hins vegar ekki allir sama skammt af öllum rétt- unum. Flöt lækkun á tekju- skatti gagnast ekki þeim allra tekjulægstu, sem greiða engan eða lítinn skatt. Þeir sem hafa hæstar tekjur, fá hins vegar stærstar upphæðir í sinn hlut. Þessi leið dregur því ekki úr bilinu milli þeirra verst og best settu í samfélaginu. Það er hins vegar ástæða til að skoða vel hugmyndir um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli og bækur. Þær hafa mun meiri jöfnunaráhrif í för með sér en flöt lækkun á tekju- skatti. Umtalsverður hluti af ráðstöfunarfé lágtekjufólks fer í nauðþurftir eins og matvæli og hlutfallslega mun hærri en hjá þeim sem hafa rúmar tekjur. Slík lækkun gagnast því vel barnafólki með lágar tekjur, öryrkjum og öldruðum, sem ekki hafa mikið meira úr að spila en bætur Trygg- ingastofnunar. Í reynd má segja að allir njóti þessarar leiðar, en þeir njóta hennar best sem hafa minnst til ráð- stöfunar. Þetta er því ein þeirra skattalækkunarleiða, sem Samfylkingin hefur verið að skoða, eins og kom fram í grein Margrétar Frímanns- dóttur, varaformanns Samfylk- ingarinnar, í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Kúvending Davíðs Davíð Oddsson sagði líka í viðtalinu í Degi 17. apríl 1999: „Ég vil að menn lýsi að- alstefnumálum, meginaðferða- fræði, meginviðhorfum og út frá því geti kjósendur dregið ályktanir.“ Þetta var því miður ekki að finna í ræðu hans, ef frá er tal- in málsvörnin fyrir stríðið í Írak sem framkvæmdastjóri flokksins hafði fyrr um daginn lýst sem eins konar hreins- unaraðgerð. Það þótti mér miður. Ég er sammála þeim Davíð sem fyrir fjórum árum sagði að kosn- ingabarátta ætti að snúast um meginmál en ekki gamaldags loforðaskvaldur, þar sem stjórnmálamenn ota almannafé að kjósendum til að kaupa at- kvæði. Menn eiga ekki að lofa meiru en þeir geta staðið við. Kúvending á kosn- ingaári Eftir Össur Skarphéðinsson Höfundur er formaður Samfylk- ingarinnar. „Ég er sammála þeim Davíð sem fyrir fjórum árum sagði að kosn- ingabarátta ætti að snú- ast um meginmál en …“ uskattur auka- agns- ækka um helming og na viðbótar il hafa lof- , en þeir ð: „Það a, sem við a. Við erum nn heldur ófataki í neiðina til m Samfylk- alækkanir yrkja stöðu ða heil- kæmi af og traust- senn. For- öngstræti? a andstæð- æður um nni. Þessu áttu, sem ar slíkar phéðinsson jálfstæð- m skattana: býður svo undna ú í öngum fram á að rlendir ein- gir en gera Í ræðu sinni vék Davíð Oddsson að hinni miklu breytingu undanfarinna ára, að undir forystu sjálf- stæðismanna í ríkisstjórn hefði opinbert vald verið not- að til að draga úr því sjálfu. Þannig hefði nýlega verið höggvið á beinlínu stjórnmála inn í bankakerfið. Með lækkun skatta væri fé ekki fært í hendur stjórnmála- manna og embættiskerfis heldur yrði áfram til ráðstöf- unar fyrir fólkið sjálft, sem aflar þess. Þar með yrði enn dregið úr forræði stjórnmálamannanna. Bar hann saman skuldalækkun ríkissjóðs og ellefu- földun skulda Reykjavíkurborgar samhliða skatta- hækkunum R-listans og sagði: „Það er ekki lítið afrek umræðustjórnmálamanna að auka skuldir sveitarfé- lagsins sem þeim er trúað fyrir ellefufalt á átta árum, á meðan athafnastjórnmálamenn sem búa við sama ár- ferði, lækka ríkisskuldir og lækka skatta og boða enn frekari skattalækkun fái þeir stuðning fólksins til frek- ari verka. Hitt hefur aldrei brugðist, að vinstri stjórn hefur á augabragði breytt kjörseðlum í skattseðla hafi hún fengið tækifæri til.“ Undir lok ræðu sinnar sagði Davíð: „Við erum að segja við þá sem hlusta og ætla að láta málefnin ráða afstöðu sinni í vor að kostirnir séu klárir og því ætti valið að vera auðveldara en stundum áður.“ x x x Við hinn mikla málefnaþunga í setningarræðu Dav- íðs Oddssonar bætast síðan ályktanir landsfundarins í einstökum málaflokkum. Á vettvangi Sjálfstæð- isflokksins vinna sérstakar málefnanefndir að því í að- draganda landsfundar að semja drög að þessum álykt- unum. Þær hafa undanfarna daga verið aðgengilegar öllum á vefsíðu flokksins, www.xd.is. Á fundinum sjálfum er rætt um ályktanirnar í málefnahópum og geta fundarmenn ákveðið setu í þeim eftir áhugasviði sínu. Þá fjallar fundurinn um sérstaka stjórn- málaályktun, en kosið er í stjórnmálanefnd á fundinum til að móta hana. Að lokinni meðferð í málefnahópunum eru allar ályktanir bornar undir fundinn sjálfan til sam- þykktar. Um ellefu hundruð manns eiga rétt til setu á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins eða álíka margir og haft er samband við til að komast að niðurstöðu um viðhorf al- mennings í vandaðri skoðanakönnun. Fólk úr öllum starfsgreinum, á öllum aldri og frá öllum byggð- arlögum sækir fundinn. Hann er því einstæður þver- skurður af íslensku þjóðfélagi og endurspeglast það að sjálfsögðu í störfum og ályktunum fundarins. Landsfundurinn og aðferðir á honum til að komast að niðurstöðu eru í hróplegri andstöðu við þá kenningu andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, að þar ráði sérhags- munir ferðinni og viðleitni til að koma til móts við þröng viðhorf einhverra hópa eða einstaklinga. Undir lok fundarins, síðdegis á sunnudegi, ganga all- ir fundarmenn að kjörkössum með atkvæðaseðla með nafni þess, sem þeir kjósa formann flokksins og síðan varaformann. Kosningin er óbundin og rita má nafn þess, sem hver og einn ákveður. Lýðræðislegri háttur við val á flokksformanni er vandfundinn. x x x Einkenni landsfunda er, að enginn getur í raun sagt fyrir um, hvað vekur mesta athygli í fjölmiðlum af því, sem þar er sagt eða samþykkt. Fyrir nokkrum árum urðu til dæmis starfsmenn ríkisútvarpsins svo upp- næmir yfir aukasetningu í einhverri ályktun um að selja bæri rás 2, að ætla mátti af því að hlusta á RÚV eftir fundinn, að ekkert annað markvert hefði gerst á honum. Oft dregur til tíðinda í atkvæðagreiðslum út af ein- hverju einföldu og skýru atriði, sem skiptir fundinum í fylkingar. Þegar hiti verður í umræðum á fundinum dettur allt í dúnalogn en þess á milli nota menn gjarnan tækifærið til að spjalla við samherja. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er öflugt tæki í þágu sjálfstæðismanna, af því að þeir bera virðingu fyrir skoðunum hver annars og vilja að flokkur sinn starfi og móti stefnu sína á lýðræðislegum forsendum. Þeir sætta sig ekki við valdsmenn, sem fara ekki að öðrum leikreglum en hannaðar eru í kringum þá. Þeir vilja, að kostirnir séu klárir og komist að niðurstöðu fyrir opnum tjöldum. sfundi bjorn@centrum.is MIKLAR breytingar hafa orðið á skattbyrði ein- staklinga og fyrirtækja, þ.e. til lækkunar, á þeim tólf árum sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Nú bregður svo við að Samfylkingin, sem hefur gagnrýnt skatta- lækkanir ríkisstjórn- arinnar, telur að skattar hafi verið hækkaðir. Nú skal öllum brögðum beitt þegar kosningar eru á næsta leiti, að svart verði hvítt og öfugt. Sannleikurinn er aukaatriði hjá þessu fólki. Beinar afleiðingar þessara skattalækkana eru þær að hagvöxtur hefur aukist verulega, ný störf orðið til, lífskjör í landinu stórbatnað og kaupmáttur ráðstöfunartekna (tekjur eftir skatta) hafa aukist um 33% frá árinu 1994. Hvaða skattar hafa lækkað? 1. Tekjuskattshlutfall, sem var 32,8% árið 1990 þegar vinstrimenn voru í stjórn hefur lækkað um 7% í 25,7% 2. Virðisaukaskattur á matvæli var lækk- aður árið 1994 úr 24,5% í 14%, sem var gíf- urleg kjarabót. 3. Aðstöðugjald á fyrirtæki var fellt niður árið 1993. 4. Tekjuskattur fyrirtækja, sem var 50% ár- ið 1991, hefur verið lækkaður í 18%, en skatt- tekjur ríkisins vegna þessa skatts hafa samt tvöfaldast. 5. Húsaleigubætur eru nú skattfrjálsar. 6. Persónuafsláttur er að fullu millifær- anlegur á milli hjóna. 7. Skattafrádráttur hefur verið hækkaður vegna viðbótarlífeyrissparnaðar úr 4% í 8% af launum. 8. Eignaskattar hafa verið lækkaðir um helming úr 1,2% í 0,6%. 9. Sérstakur eignaskattur hefur verið felld- ur niður. 10. Mörg sveitarfélög hafa lækkað fast- eignaskatt af öldruðum og öryrkjum verulega. 11. Sérstakur tekjuskattur hefur verið lækkaður úr 7% í 5%. 12. Frítekjumark hefur stórhækkað hjá þeim sem njóta barnabóta, svo og vegna eign- arskatta og sérstaks tekjuskatts. Þrátt fyrir allar þessar skattalækkanir hafa skatttekjur ríkissjóðs aukist vegna árlegrar aukningar hagvaxtar, sem hefur orðið til þess að lífskjör í landinu eru orðin með þeim bestu, sem þekkjast í heiminum. Vinstri stjórn er ávísun á skattahækkanir Reynslan af vinstri stjórnum er skýr, aukin útgjöld, skuldasöfnun og hækkun á sköttum. Það er hjákátlegt að hlusta á talsmenn Sam- fylkingarinnar tala um framangreindar skattalækkanir sem skattahækkanir. Kannski er verið að meina skattahækkanir R-listans í Reykjavík, sem að auki hefur margfaldað skuldir borgarinnar með ljós- hraða. Þetta er fólkið sem vill taka við og segir „nú get ég“ en það má ekki gerast. Svona í framhjáhlaupi er rétt að halda því til haga, að talsmaður Samfylkingarinnar, sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður jafnréttis kynjanna, að þegar hún fór úr stóli borg- arstjóra lagði hún til að karlmaður tæki við starfinu. Svona er jafnréttið í reynd hjá Sam- fylkingunni. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lækkað skatta Eftir Gunnar I. Birgisson Höfundur er alþingismaður. „Reynslan af vinstri stjórnum er skýr, auk- in útgjöld, skuldasöfn- un og hækkun á sköttum.“ boða þótt þau fari ekki koðun sína innan um hefur getað aukið með auknu valfrelsi. enntastefnunnar er bylt- reyting til batnaðar og msframboð fyrir ungt fólk. gjöf um háskólastigið umhverfið gjörbreyst. Á a eru háskólar landsins sins en þeir voru þrír ðum hefur fjölgað, á háskólastigi hefur ga og jákvæð samkeppni skilar sér í auknum lu og þjónustu við nem- menntamála hafa verið munar og eru nú hæst á nburði við önnur Evr- % útgjalda hins opinbera amála hér á landi en vrópusambandinu er m hefur verið eflt sem i fólks að námi, einkum a á landsbyggðinni og endis. lóð og börn okkar munu f þeirri velferð sem nú gður grunnur að verði pilunum. Framtíð Ís- . Sjálfstæðisflokkurinn u í landinu og ekki síst Hann gengur í raun og leggur traust sitt á g menntun þess. Í því ptir mestu máli að hin kifæri og valfrelsið í u sem nú er orðið að ði varðveitt þannig að ð sér menntun við hæfi. vegi formaður Heimdallar, fé- álfstæðismanna í Reykja- @xd.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.