Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í GREIN Jakobs Björnssonar og Jóhanns Más Maríussonar í tilefni af sjónvarpsþættinum „Á meðan land byggist“ eru nefnd atriði þar sem far- ið sé rangt með í þættinum. Þetta kallar á andsvar. 1. Þeir segja að ekki hafi verið get- ið um óafturkræf áhrif olíuvinnslu. Það er ekki rétt. Í þættinum segir að áhrif olíuvinnslu á lofthjúpinn geti hugsanlega orðið til þess að lægstu landsvæði jarðar sökkvi í sæ. 2. Þeir segja að þess hafi ekki verið getið að gróður hafi farið undir lónin í Colorado-ánni. Ójú, í þættinum er getið um umhverfisspjöll af völdum Powell-lónsins sem eyðilagði nokkur vistkerfi og sýndur gróður á botni Glen-gljúfursins í siglingu fyrir neð- an stíflu. Þeir félagar segja mig hafa sýnt fagrar myndir af „eyðimerkur- gróðri“ í lónstæði Hálslóns. Ég bendi á að samkvæmt matsskýrslu þekur þessi „eyðimerkurgróður“meirihluta lónstæðisins og meginhluti gróður- þekjunnar er að meðaltali 2,5 metrar á þykkt. 3. Jakob og Jóhann Már segja að það sé rangt í þættinum, að ekki verði hliðstæður botnlokubúnaður í Kárahnjúka- stíflu og er í Glen-gljúfrastíflunni. Svar: Í þættinum er talað um loku- búnað undir stíflunum og mögu- leikann til að tæma lónin. Aðeins verður hægt að opna hjárennslisrás undir Kárahnjúkastíflu með því að sprengja rásina upp en ekki hægt að opna og loka henni á víxl eftir þörfum með botnlokubúnaði eins og er undir Glen-gljúfrastíflu. Rás með lokubún- aði er að vísu uppi í miðri Kára- hnjúkastíflu. Hún er kölluð botnrás, en það er kannski hliðstætt því að segja að kjallari húss Landsvirkjun- ar sé uppi á fjórðu hæð. 4. Þeir félagar segja að ekki sé hægt að fullyrða að ómögulegt verði að tæma aurinn úr Hálslóni eftir 400 ár. Hugsanlega verði það tæknilega gerlegt þá. En spyrja má: Er líklegt að 3.600.000.000 tonn af auri verði flutt úr Hálslónstæðinu þótt ekki væri nema vegna kostnaðar? 5. Vegna athugasemdar þeirra fé- laga um umfjöllun mína um sethjall- ana meðfram Jöklu vil ég taka fram að í þættinum er getið um þá fyr- irætlan að rannsaka þá, m.a. með borunum. 6. Jakob og Jóhann Már segja að ég hafi ekki nefnt stærð Vatnajökuls. Svar: Strax í upphafi er er sagt að hann sé stærsti jökull jarðar utan heimskautasvæðanna, það endurtek- ið og jökullinn og umhverfi, þ.m.t. Hálsón, sjást á mörgum kortum. Þeir félagar leggja að líku ávinn- inga og fórnir vegna framkvæmda á öldinni sem leið og þeirri öld sem nú er nýhafin; nútímahugmyndir um að- gæslu í umhverfismálum jafngildi því að vilja skipta á okkar högum og for- feðra okkar og formæðra í upphafi síðustu aldar. Þar horfa þeir framhjá aðstöðumun kynslóðanna. Þegar menn íhuguðu ýmsar framkvæmdir í byrjun 20. aldar var íslenska þjóðin ein sú fátækasta í Evrópu og bjó enn að miku leyti í torfbæjum í vegalausu landi. Tvö dæmi: Virkjun Gullfoss snerist um það hvort við ætluðum að vera áfram í fjötrum fátæktar eða stökkva inn í mestu lífskjarabyltingu Íslandssögunnar. (Sigríður í Bratt- holti barðist gegn eflingu mannlífs á Suðurlandi og gat ekki bent á neitt annað sem gæti komið í staðinn fyrir virkjunina, því að ekki gat hún vitað þá að ósnortinn Gullfoss gæti gagnast neinum fjárhagslega í fram- tíðinni.) Annað dæmi: Rauðhólarnir voru svipuð fyrirbæri og Skútustaða- gígar við Mývatn. Á kreppuárum fundu tækjavana og fjárvana Reyk- víkingar ekki betri stað til malar- tekju. Væru Reykjavíkingar að hefja malartekju nú yrðu Rauðhólarnir vísast síðastir á dagskrá, rétt eins og að Skútustaðagígar yrðu með því síð- asta sem Mývetningar tækju ef þeir þyrftu að leggja í mikla malartekju. Nú erum við Íslendingar tækni- væddir. Við erum ein ríkasta þjóð veraldar og það leggur aðrar og strangari kröfur á hendur okkar heldur en í upphafi síðustu aldar þegar við vor- um meðal fátækustu þjóða og vorum við að hefja rafvæðingu. Við stefnum í að framleiða rafmagn árið 2007 sem nægja myndi til almennra nota fyrir fimm sinnum stærri þjóð. Í dag snýst rammaáætlun um virkjanir um virkj- anaröð og það hvað við ætlum að ganga langt. Við eigum fleiri kosta völ en áður. Til að auðvelda valið í lýðræðisþjóðfélagi er ein stærsta krafan á öld fjölmiðlunar að miðla upplýsingum og skoðanaskiptum. Því hlutverki átti þátturinn „Á meðan land byggist“ að gegna. Skýrt var tekið fram í honum að með því að reifa ólík viðhorf væri ekki sagt hvort ein væru réttari en önnur, heldur ein- ungis að hvaða leyti þau væru mis- munandi. Í tilefni af grein um sjónvarpsþátt Eftir Ómar Ragnarsson „Við erum ein ríkasta þjóð ver- aldar og það leggur aðrar og strangari kröfur á hendur okkar en í upp- hafi síðustu aldar.“ Höfundur er sjónvarpsfréttamaður. FYRIR skömmu voru í Höfða af- hentir styrkir fræðsluráðs árið 2003, alls að fjárhæð 38 milljónir króna. Athygli vekur hve fjölbreyttar og áhugaverðar umsóknir berast um margs konar nýsköpunar- og þróun- arverkefni innan grunnskólanna. Þær staðfesta hve mikil gerjun á sér nú stað í skólastarfi. Þetta á bæði við um þá sem starfa innan skólakerfisins, og eins þá sem vilja koma til samstarfs við skóla borg- arinnar um margvísleg verkefni. Það má margt betur fara í skól- um okkar. En staðreyndin er sú að metnaður og sóknarvilji er mikill. Sjálfstæði skólanna, faglega og fjár- hagslega, hefur eflt þá. Nýjar hug- myndir fá hljómgrunn, eins og best má sjá af þeirri áherslu sem nú gætir víða á einstaklingsmiðað nám. Við fengum sönnun þessa á nýlegri sýningu grunnskólanna í Ráðhús- inu; þar kynntu skólar fjölbreytt og metnaðarfull verkefni. Veitt voru hvatningarverðlaun fræðsluráðs til þeirra sem sérstaka athygli hafa vakið. Í vor mun fræðsluráð svo heiðra fulltrúa nemenda úr öllum grunnskólum með sérstökum verð- launum fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum skólastarfs. Kjarninn í skólastefnu okkar er ljós: Jöfn tækifæri fyrir alla. Góðir hverfaskólar sem rækta sambandið við heimabyggð nemenda. Sveigj- anleiki og nýsköpun. Styrkir fræðsluráðs Styrkjum fræðsluráðs Reyjavíkur er ætlað að efla og styðja við grunn- skólastarf í borginni. Hluti styrkj- anna er veittur til þróunarverkefna og nýjunga í skólastarfi og hluti þeirra er í formi rekstrarstyrkja, t.d. til aðila sem leggja áherslu á foreldrastarf og þjónustu við fötluð börn. Við úthlutun úr þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur undanfarin ár, sem er hluti þessa ramma, hefur megináherslan verið lögð á styrki til svokallaðra ,,móðurskóla“. Þeir hafa því hlutverki að gegna að vera frumkvöðlar á sínu sviði í uppbygg- ingu náms og starfs og að vera ráð- gefandi gagnvart öðrum skólum. Fyrstu móðurskólarnir voru til- nefndir haustið 1998. Móðurskól- arnir eru í dag 10 talsins, en tveir nýir móðurskólar bætast við nú í ár, á sviði list- og verkgreina og sam- starfs leik- og grunnskóla. Styrkir sem þessir efla frum- kvæði skólanna og eru jákvæðir fyr- ir þá þróun skólastarfs sem verður til innan grunnskólanna. Slíkt skap- ar skólunum sérstöðu og gerir þá hæfari á ákveðnu fagsviði þannig að þeir geti bæði aukið gæði mennt- unar sinna eigin nemenda og verið uppspretta þekkingar til miðlunar í aðra skóla. Þannig styrkir slíkt frumkvöðlastarf skólana innan frá og eykur sjálfstæði þeirra. Skoðun okkar er að öflugir hverf- askólar sem efldir eru til sjálfstæðs starfs sé lykill að öflugum grunn- skóla fyrir alla. Á skólunum ríkir einnig sú skylda að kynna starf sitt og nýsköpun svo það megi verða hvatning öðrum að gera vel og tækifæri til að nýta sér það besta; það sem skarar framúr í skólastarfinu. Aðeins á þann hátt verður eðlileg og nauðsynleg framþróun í grunnskólanum. Slíkt gerist sjaldnast með valdboði ofan frá. Að lokum viljum við óska þeim sem styrkina hlutu til hamingju en þakka þeim miklu fremur fyrir það frumkvæði og þor sem þeir sýna með þeim krefjandi verkefnum sem þeir takast á við. Megi þeim farnast vel og vera hvatning öðrum. Bætum grunn- skólann innan frá Eftir Þórólf Árnason og Stefán Jón Hafstein „Öflugir hverfaskólar sem efldir eru til sjálf- stæðs starfs eru lykill að öflugum grunnskóla fyrir alla.“ Þórólfur er borgarstjóri og Stefán Jón formaður fræðsluráðs í Reykjavík. Þórólfur Árnason Stefán Jón Hafstein U mræða um lögleið- ingu fíkniefna hefur öðru hverju skotið upp kollinum hér á landi. Nú hefur ver- ið sett upp heimasíða á Netinu sem berst fyrir lögleiðingu kannabis og andstæðingar lögleið- ingar hafa brugðist við með því að hrinda af stað undirskriftarsöfnun þar sem lýst er andstöðu við lög- leiðingu fíkniefna. Fyrir tveimur vikum var komið inn á þessa um- ræðu í Kastljósi og þar drógu þingmennirnir Svanfríður Jón- asdóttir og Einar Oddur Krist- jánsson fram rök þeirra sem hvatt hafa til lög- leiðingar fíkni- efna án þess þó að gera þau að sínum. Rök þeirra sem lögleiða vilja fíkniefni, eins og þau birtast t.d. í grein eftir Gunnlaug Jónsson fjármálaráðgjafa í Morg- unblaðinu, eru að núverandi stefna hafi brugðist. Þrátt fyrir bann við notkun fíkniefna sé þeirra neytt í miklu magni. Þessi viðskipti fari fram á svörtum markaði og „gæði“ efnanna séu því ærið misjöfn. Þetta leiði til þess að neytendur séu oft að nota efni sem séu blönduð einhverjum óþverra sem valdi dauða fólks. Þetta muni lagast ef neysla fíkni- efna verði gerð lögleg. Þá þrífist umfangsmikil glæpastarfsemi og ofbeldi í skjóli bannsins. Fótunum verði kippt undan þessari glæpa- starfsemi verði efnin gerð lögleg. Verðið á efnunum muni auk þess lækka og þar með verði auðveld- ara fyrir neytendur að fjármagna neysluna án þess t.d. að leiðast út í þjófnað eða vændi. Ennfremur hafa stuðningsmenn lögleiðingar fíkniefna sagt að það sé rangt að útskúfa þennan þjóðfélagshóp sem kjósi að neyta þessara efna. Það sé bæði kostnaðarsamt fyrir samfélagið og vont fyrir einstak- lingana að kippa þeim út úr þjóð- félaginu og setja þá í fangelsi. Þeir sem styðja þessi stjórn- armið hljóta að gera það á þeirri forsendu að leyfa eigi neyslu og viðskipti með öll fíkniefni. Ef ein- ungis á að lögleiða kannabis en viðhalda banni á neyslu og sölu á öðrum sterkari eiturlyfjum falla um sjálft sig þau rök að lögleið- ingin kippi fótunum undan glæpa- starfsemi. Sama má segja rökin um „gæði“ efnanna, enda snúa þau fyrst og fremst að sterkum efnum eins og kókaíni, E-pillu og heróíni. Málflutningur þeirra sem telja að það eigi að lögleiða hass er því falskur. Þeir byggja málflutning sinn á rökum sem hljóta að byggj- ast á því að lögleiða eigi öll fíkni- efni en tala hins vegar fyrst og fremst um lögleiðingu á hassi. Reyndar hefur Gunnlaugur Jóns- son yfirleitt alltaf verið heið- arlegur í sínum málflutningi og talað fyrir lögleiðingu allra fíkni- efna en fæstir skoðanabræður hans vilja ganga svo langt þó að þeir noti sömu rök og hann. Margir hafa reynt að vega að núverandi stefnu í fíkniefnamálum með því að segja að hún hafi ekki dugað. Þetta gerðu Svanfríður Jónasdóttir og Einar Oddur Krist- jánsson í Kastljósinu, þó þau treystu sér ekki til að ganga svo langt að lýsa yfir stuðningi við lög- leiðingu kannabis. En eru það næg rök til að falla frá banni við sölu fíkniefna að margir brjóti lög- in? Má þá ekki allt eins segja að úr því að margir brjóti reglur um- ferðarlaga um hámarkshraða sé best að nema þær úr gildi? Og hvað með brot á lögum um vændi og mansal, sem Svanfríður Jón- asdóttir nefndi reyndar í fyrr- nefndum Kastljósþætti? Verslun með konur hefur aukist mikið á seinni árum þrátt fyrir bann. Spyrja má hvort sú staðreynd að þetta bann er ekki virt feli í sér rök fyrir því að við eigum að falla frá banninu. Þarna er búið að snúa röksemdunum á haus. Meginrökin fyrir banni við sölu fíkniefna er sá skaði sem þau valda lífi og heilsu þeirra sem efnanna neyta. Þeir sem eiga erfitt með að skilja það ættu að lesa grein eftir Hákon Waage leikara í Morgunblaðinu 16. mars sl., en Hákon missti dótt- ur sína vegna neyslu eiturlyfja. Fangar á Litla-Hrauni, sem þekkja afleiðingar neyslu kannabis, hafna einnig algerlega þeim rökum að kannabis sé skað- lítið. Það verður alltaf til hópur fólks sem misnotar þessi efni í þeim skilningi að eiturlyfin hafi með einum eða öðrum hætti mjög slæm áhrif á líf neytendanna og aðstandenda þeirra. Lögleiðing eiturlyfja mun ekki breyta því. Fyrir þennan hóp breytir engu þó að verð á fíkniefnunum lækki og þó að eitthvað dragi úr glæpum í tengslum við neyslu þeirra. Fólk sem er heltekið af neyslu fíkniefna mun ekki í grundvallaratriðum breyta um lífsstíl þó að fíkniefni verði gerð lögleg. Lögleiðingin mun hins vegar gera þessi efni að- gengilegri og neyslan muni vænt- anlega aukast. Svanfríður sagði að það væri „óþægilegt“ að við sem mælum gegn lögleiðingu eiturlyfja settum öll fíkniefni undir einn hatt og í því fælust röng skilaboð út í sam- félagið. Þetta er ekki rétt. Ég veit ekki til þess að neinn hafi haldið því fram að það sé beinlínis ban- vænt að neyta kannabis, en fáir mótmæla því að hass hefur nei- kvæð áhrif á heilsu fólks. Dóms- kerfið gefur líka þau ótvíræðu skilaboð að sala kannabis sé ekki litin jafnalvarlegum augum og t.d. sala e-taflna. Það er fráleitt að segja að sú stefna að banna sölu fíkniefna hafi engu skilað. Þó margir kjósi að brjóta þetta bann er mikilvægt að samfélagið gefi öllum, og þó sér- staklega ungu fólki, þau skýru skilaboð að fólk eigi ekki að neyta fíkniefna. Ég vil ekki ala upp börn í samfélagi sem gefur önnur skila- boð. Og þó að það kunni að vera eitthvað til í því að ýmislegt vont fylgi banninu er fráleitt að telja að það geti verið einhver framför að lögleiða fíkniefni. Það yrði ekki til þess að gera samfélagið betra. Lögleiðing lögbrota En eru það næg rök til að falla frá banni við sölu fíkniefna að margir brjóti lögin? Má þá ekki allt eins segja að úr því að margir brjóti reglur um- ferðarlaga um hámarkshraða sé best að nema þær úr gildi? Og hvað með brot á lögum um vændi og mansal? VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.