Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 37
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 37 Evrópurútur Úrvals Útsýnar í Smáranum eru flestar uppseldar, þess vegna bjóðum við upp á aukaferðir! l í l l , j i i Evrópurúta 2, Portúgal og Suður-Spánn 25. apríl–4. maí: 6 sæti laus. Þetta er ferð sem veitir forskot á sumarið á lúxushótelum með lúxusmat, kvöldskemmtanir, skoðunarferðir, sól og sumar í apríllok! Evrópurúta 4a, aukaferð til Ítalíu 5. – 19. júlí: Sæti laus. Í þessari ferð eru allir merkustu staðir hins forna Rómarveldis á Ítalíu skoðaðir, en samt koma menn úthvíldir heim! Evrópurúta 6, Stórborgarrúta 15–28. ágúst: Nokkur sæti laus. Í þessari ferð er búið á lúxushótelum og hápunktur ferðarinnar verður verð- ur þegar við siglum á Dóná með tónlist, drykk og mat í 3 tíma á þjóðhátíð- ardegi Ungverja og verðum vitni að einstökum viðburði, upplýstar hallir Búdapest og flugeldahaf. Evrópurúta 8a, aukaferð til Trier (aðventuferð) 30. nóv.–7. des.: Sæti laus Þessi ferð sló algjörlega í gegn í fyrra. Núna bjóðum við upp á betur stað- sett hótel alveg við göngusvæðið og eina kvöldmáltíð í viðbót fyrir sama heildarverð! Nánari upplýsingar fást í síma 585 4100, www.urvalutsyn.is (sérferðir/ Evrópurútur) og á skrifstofunni í Smáranum, Hlíðasmára 15, Kópavogi. Sími 585 4100 • www.urvalutsyn.is Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson frissigf@mmedia.is UPPRUNAMERKINGAR hafa ver- ið að ryðja sér til rúms í Evrópu á síð- ustu árum og hérlendis er nú verið að skoða hvort ekki eigi að setja slíkar reglur um merkingar á ávöxtum og grænmeti og reyndar fleiru eins og t.d. kjötvöru. Í kjölfar aukinna viðskipta með matvæli á milli landa hafa neytendur kallað eftir slíkum merkingum. Svava Lív Edgarsdóttir, matvælafræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að erfða- breytt matvæli, kúariða og reglu- bundið eftirlit með varnarefnum í ávöxtum og grænmeti hafi stutt enn frekar við kröfu neytenda að fá að vita hvaðan varan sé upprunin eða hvern- ig hún sé framleidd. Að sögn hennar voru settar samræmdar reglur um staðlaðar merkingar á ávöxtum og grænmeti með reglugerð frá Evrópu- sambandinu seinni hluta árs 2001. „Þessar reglur, sem fjalla m.a. um upprunamerkingar á ávöxtum og grænmeti, voru teknar upp í flestum Evrópuþjóðum á síðasta ári. Reglurn- ar eru hinsvegar ekki hluti af EES- samningnum þannig að við höfum ekki tekið þær upp. Noregur sem einnig er EES-ríki hefur sett sínar eigin reglur um ávexti og grænmeti og byggir þær á reglum Evrópusam- bandsins. Þar er gerð krafa um að upplýsa neytendur um vöruheiti og upprunaland. Þá er auk þess skylt að gefa upp tegundarheiti fyrir epli, per- ur, plómur, kirsuber og jarðarber.“ Svava Lív segir að verið sé nú að skoða hjá Umhverfisstofnun hvort taka skuli upp slíkar reglur hér á landi. Hún segir að í íslenskri merkingar- reglugerð sé þegar skylt að gefa upp tegundarheiti á kartöflum. Þar segir ennfremur að merking skuli ekki vera blekkjandi fyrir kaupanda m.a. hvað varðar sérkenni, tegund, uppruna eða aðferð við framleiðslu. Upplýsingar um framleiðsluland eiga að koma fram þegar nauðsynlegt er að gefa rétta hugmynd um uppruna vörunn- ar. Hún bendir á að þessi regla sé háð mati og það geti verið erfitt að beita henni enda hafi Evrópusambandið sett sérreglur um upprunamerkingar á tilteknum matvælum eins og fyrr segir. Merkingin má ekki vera villandi Svava Lív bendir á að það geti ver- ið framleiðendum í hag að merkja vörur sínar með upplýsingum um upprunaland. „Svíar hafa t.a.m. gefið út leiðbeiningar um valfrjálsar merk- ingar um uppruna. Þar segir m.a. að framleiðendur verða að gæta þess að slíkar merkingar villi ekki um fyrir neytendum. Reglan er sú að megin- uppistaða vörunnar á að vera úr inn- lendu hráefni þess lands sem tilgreint er sem framleiðsluland. Undantekn- ing er gerð varðandi innihaldsefni sem almenningur á að vita að eiga ekki uppruna í landinu. Á Íslandi gæti þetta þýtt að merkingin „íslensk framleiðsla“ á súkkulaðistykki sem framleitt er á Íslandi væri í lagi því neytendur gera sér almennt grein fyrir því að kakó og sykur eru ekki framleidd hér á landi. Merkingin telst því ekki villandi . Hins vegar gæti það verið mjög villandi að nota merk- inguna íslensk framleiðsla á græn- meti sem einungis er skorið niður og pakkað hér á landi því nú er farið að framleiða töluvert af grænmeti á Ís- landi. Oft á tíðum hefur það verið ætl- un framleiðanda að beina neytendum á að styrkja íslenskt vinnuafl. Merk- ingin þarf þá að vera sett upp með öðrum hætti til að hún villi ekki um fyrir neytendum. Það má því segja að ef framleiðendur merkja uppruna- land sem Ísland eða auglýsa vöru sér- staklega sem íslenska með öðrum hætti, ætti varan að vera eins íslensk og hún getur verið.“ Margir vilja forðast varnarefni Upprunamerkingar auðvelda neyt- endum að sniðganga vörur frá vissum löndum. Danskir neytendur voru til dæmis iðnir við að sniðganga ávexti frá Ísr- ael á sínum tíma og eftir þátt um skorudýraeitursnotkun á Spáni of- bauð mörgum og keyptu ekki spænska ávexti. Í könnun sem var gerð í fimm nor- rænum löndum nýlega voru 1.300 neytendur spurðir hvort verslanir ættu að segja frá upprunalandi þeirra ávaxta eða grænmetis sem verslunin seldi. Á daginn kom að 86% vildu að kaupmenn væru skyldaðir til að merkja grænmeti og ávexti með upp- lýsingum um uppruna. Ólafur Reykdal, matvælafræðing- ur hjá Matvælarannsóknum Keldna- holti, segir að neytendur geri í aukn- um mæli kröfu um uppruna- merkingar. „Við Miðjarðarhaf eru til dæmis aðrar aðstæður en norðar í Evrópu. Þar eru fleiri skordýrateg- undir sem framleiðendur ávaxta og grænmetis þurfa að berjast við og því er þar notað meira af varnarefnum en þar sem kaldara er. Margir vilja forðast varnarefnin sem notuð eru við framleiðslu ávaxta og grænmetis og þá er upprunamerk- ing besta leiðin til þess að átta sig á því hvort líklegt sé að slíkum aðferð- um sé beitt í ræktunarferlinu.“ Ólafur segir að afbrigðaheiti grænmetis og ávaxta geti einnig skipt neytendur máli því bragð og eiginleikar séu oft mismunandi eftir afbrigðum. Hann nefnir sem dæmi kartöflur sem geta verið mismunandi eftir teg- undaheiti og samkvæmt íslenskri reglugerð á að merkja þær með teg- undaheiti. Aðgreina þarf íslenska framleiðslu Íslenskir grænmetisbændur íhuga nú að sérpakka íslenska framleiðslu með vorinu til að aðgreina hana frá innfluttu grænmeti. Helgi Jóhannes- son er í forsvari fyrir íslenska græn- metisbændur. „Við stefnum að því að pakka og merkja allt íslenskt græn- meti í vor. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að aðgreina íslenska fram- leiðslu frá innfluttu grænmeti, ekki síst eftir að tollar voru afnumdir af þessum vörum. Íslenskir grænmetis- bændur bjóða fyrsta flokks vöru en geta kannski ekki alltaf verið með sama verð og er á innfluttu grænmeti. Þá er einnig stefnt að því að allar vörur sem seldar eru undir merkjum íslenskra grænmetisbænda verði vottaðar sem vistvæn framleiðsla.“ Það þýðir að notkun varnarefna er í algjöru lágmarki og Helgi segir að núorðið skipti slíkar upplýsingar marga neytendur miklu máli. „Græn- metisbændur finna að margir vilja frekar kaupa íslenska framleiðslu en það er ekki alltaf auðvelt að átta sig á því hvort um innflutta eða innlenda framleiðslu sé að ræða. Það hefur því miður verið eitthvað um að kaupmenn blandi öllu saman, þ.e. íslensku og innfluttu grænmeti, og það erum við ekki sáttir við.“ Þeir sem rækta líf- rænt hér á landi eru síðan með sínar vörur sérmerktar. Ætla að skoða málið Það heyrir til undantekninga ef innflutt grænmeti og ávextir eru merktir upprunalandi í verslunum hér á landi. Pétur Valsson, gæðastjóri hjá Kaupási, sem reka Nóatúnsbúð- irnar, Krónuna og 11-11 verslanirnar, segir að þar sem áhugi neytenda hafi ekki verið mikill á þessum málum þá hafi Kaupás enn sem komið er ekki lagt áherslu á að merkja grænmeti og ávexti með upprunamerkingu, það sé flókið ferli fyrir fyrirtækið og lítið spurt um þessar upplýsingar. Íslenskt grænmeti er hins vegar alltaf upprunamerkt hjá Kaupási. Pétur segir að ef neytendur fari í auknum mæli að leita eftir þessum upplýsingum muni Kaupás að sjálf- sögðu endurskoða þessa afstöðu og verða við óskum viðskiptavina sinna með því að afla þessara upplýsinga hjá birgjum sínum. Við munum halda áfram að leita leiða til að veita við- skiptavinum okkar bestu þjónustu í samræmi við óskir þeirra á hverjum tíma og við höfum þegar byrjað að kanna á hvern hátt við getum aukið upplýsingar um grænmeti og ávexti í verslunum okkar. Finnur Árnason, forstjóri Hag- kaupa, segir að það sé fullur vilji fyrir því að upplýsa neytendur um upp- runa ávaxta og grænmetis. „Við mun- um fara í að skoða þessi mál og þegar höfum við búið til spjöld með upplýs- ingum um næringargildi allra teg- unda í ávaxta- og grænmetisborðum okkar. Þar kemur einnig fram frá hvaða hugsanlegum löndum varan kunni að vera þótt ekki sé um upp- runamerkingar að ræða.“ Íslenskar reglur um upprunamerkingar á grænmeti og ávöxtum? Neytendur vilja fá að vita um uppruna ferskra matvæla Morgunblaðið/Kristinn Í vor stefna íslenskir grænmetisbændur að því að merkja allar fram- leiðsluvörur sínar til að aðgreina þær frá innfluttum vörum. Morgunblaðið/Þorkell Það heyrir til undantekninga ef grænmeti eða ávextir eru merkt með upp- runalandi í verslunum hér á landi. Verslanir hér á landi hafa fram til þessa ekki lagt áherslu á að upp- lýsa viðskiptavini um uppruna ávaxta og grænmetis. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir komst að því að neyt- endur gera í vaxandi mæli kröfu um að slíkar upplýsingar liggi fyrir, ekki síst þar sem mis- jafnt er eftir löndum hversu mikið notað er af varnarefnum. gudbjorg@mbl.is BÓNUSVERSLUN verður opnuð í Reykjanesbæ hinn 5. apríl næstkomandi. Verslunin verður þriðja stærsta Bónusbúðin á landinu og að sögn Guðmundar Marteins- sonar, framkvæmdastjóra Bón- usverslananna, eru miklar vonir bundnar við þessa staðsetningu. Bónus verður í húsnæði fyrr- um Hagkaupsverslunar í Reykjanesbæ og er búið að rífa allt innan úr búðinni, skipta um gólfefni og verið er að mála hana alla. Skipulag verslunar- innar verður með allt öðrum hætti en í fyrrum Hagkaupsbúð enda verður þetta að sögn Guð- mundar hefðbundin Bónusbúð í anda hinna 19 verslana sem eru vítt og breitt um landið. Eins og í öllum nýrri Bónusbúðum verð- ur komið upp sérstökum græn- metis- og mjólkurkælum. Bónus í Reykjanesbæ Morgunblaðið/Golli Verður þriðja stærsta Bónusbúðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.