Morgunblaðið - 29.03.2003, Page 38

Morgunblaðið - 29.03.2003, Page 38
HEILSA 38 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ deyja árlega fimm milljónir barna yngri en 15 ára af völdum skaðvalda í nánasta umhverfi. Fólk tekur lítið eftir svona tilkynningu. Það eru alltaf að berast fréttir af einhverjum hörmungum. Margt fer inn um annað eyrað og út um hitt, án verulegrar viðkomu í nokkurri heilastöð. En þetta samsvarar því að ein þota full af farþegum farist á 45 mínútna fresti. Börn eru næmari fyrir óheilbrigðu um hverfi en full- orðnir. Skaðvaldarnir gera sér líka mannamun. Þeir leggjast helst á þá fátæku. Þá sem eru veikir fyrir vegna næringarskorts, skorts á hreinu drykkjarvarni og ein- földustu hreinlætisaðstöðu og þekkingu. Það er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Það er vitað til hvaða aðgerða þarf að grípa, en það er ekki gert. Tími örbirgðarsjúkdóma er liðinn á Íslandi. En um- hverfið heldur áfram að taka sinn toll, þegar sjúkdómar eru annars vegar. Rannsóknir gerðar hér á landi sýna að börnum og unglingum frá heimilum sem búa við bág kjör hættir meira til að fá ýmsa nútímakvilla. Að einhverju leyti er lífsstíl um að kenna. Heilsuleysi barna vegna fátæktar Sjálfsagt eru flestir þeirrar skoðunar hér á landi að allir eigi jafnan rétt á að búa við góða heilsu, að minnsta kosti meðan þeir eiga ekki sjálfir þátt í að spilla henni vísvitandi. Þetta á enn frekar við um börn. Þau fæðast inn í um- hverfi og aðstæður, sem þau hafa engin tækifæri til að hafa áhrif á að neinu marki. Heilsuleysi meðal barna, sem tengist umhverfisþáttum, er því merki um ójöfnuð og óréttlæti, sem okkur ber að berjast gegn. Stjórnvöld eiga að skapa fólki þau skilyrði að það geti sjálft haft sem mest áhrif á eigið líf og að heilbrigðasta leiðin sé sem greiðfærust, til dæmis með meiri skattlagningu á óholla vöru eða niðurgreiðslu á íþróttastarfsemi. Ekk- ert barn á að þurfa að búa við fátækt og skort hér á landi. Heilsuleysi barna sem rekja má til þess er óþolandi. Í heilbrigðisáætlun fyrir Ísland til ársins 2010 segir að unnið verði að því að jafna mun á heilsufari barna sem tengist þjóðfélagsstöðu foreldra. Ekki er þess getið hvaða leið verði farin. En orð eru til alls fyrst og þess er vænst að ekki verði látið sitja við orðin tóm. Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir, tímabundið við störf hjá lýðheilsudeild ESB.  Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Börn, fátækt og heilbrigði Tími örbirgðar- sjúkdóma er liðinn á Íslandi Spurning: Ég hef heyrt að maður þurfi minni svefn með aldrinum. Er þetta satt og hvað munar miklu þegar maður eldist? Ég þekki mann sem segist eiginlega ekkert þurfa að sofa, hann segist móka í fáeina klukkutíma á nóttu en vita af sér allan tímann. Ég trúi þessu varla, er þetta mögu- legt? Ég er sjálfur um sjötugt og þarf að sofa 8 til 9 klst. á nóttu. Hver er svefnþörf fólks á mis- munandi aldri? Hvað gera svefn- lyf? Svar: Eðlileg svefnþörf er mjög einstaklingsbundin og fer þar að auki eftir aldri. Nýfædd börn sofa meirihluta sólarhringsins en svefnþörf þeirra minnkar fljótt. Talið er að fólk á miðjum aldri þurfi yfirleitt frá 4 og upp í 9 klst. svefn á sólarhring. Flest ef ekki öll dýr (a.m.k. hryggdýr) sofa á nóttunni og svefninn er okkur lífs- nauðsynlegur en ekki er vitað með vissu hvers vegna svo er. Lengd svefnsins og sú hvíld og endurnæring sem hann gefur okkur fer eftir ýmsu, m.a. hugar- ástandi hverju sinni. Svefninum má skipta í tvær gerðir sem m.a. einkennast af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum byrjar venju- lega grunnur svefn af gerð sem kallast NREM (no rapid-eye- movement) en þessi svefngerð skiptist í fjóra flokka eftir dýpt (1–4 þar sem 4 er dýpsti svefn- inn). Spenna í vöðvum, hjartslátt- artíðni, öndunartíðni og blóð- þrýstingur lækka eftir því sem svefninn verður dýpri og á 4. stigi er erfitt að vekja viðkomandi ein- stakling. Þessi svefngerð (NREM) nær venjulega yfir 75– 80% af svefntímanum en afgang- urinn fer í þá svefngerð sem köll- uð er REM (rapid-eye-move- ment). REM-svefn einkennist af enn slakari vöðvum en eru á 4. stigi NREM-svefns en aftur á móti verður öndunin dýpri og hraðari og einkennandi fyrir þessa svefngerð eru hraðar augn- hreyfingar. Þegar við sofum gengur svefninn frá einu stigi til annars og einni svefngerð til ann- arrar. Okkur dreymir aðallega í REM-svefni og 3. stigi NREM- svefns, en martraðir, svefngöngur og tal upp úr svefni eiga sér stað á 3. og 4. stigi NREM-svefns. Það svefnmunstur sem hér hefur verið lýst breytist með aldrinum en eins og flest í lífinu er það ákaflega einstaklingsbundið. Það er afar algengt, en ekki algilt, að svefn- tíminn styttist með aldrinum. Stig 4 í NREM-svefni hverfur oft al- veg og svefninn verður oft óró- legri. Þetta verður að teljast eðli- legt og ekkert bendir til að slíkar svefnbreytingar hafi slæm áhrif á heilsufar. Sumum finnst þessar eðlilegu breytingar óþægilegar, álíta að þeir þjáist af svefnleysi og leita að ástæðulausu eftir með- ferð. Mörg lyf hafa áhrif á svefn, sum stytta svefninn og önnur lengja hann. Svefnlyf lengja svefninn en rýra jafnframt gæði hans með því að breyta hlutföllum milli svefnstiganna sem lýst er að ofan. Svefnlyf geta verið ágæt í stuttan tíma en forðast ætti að nota þau lengi, þau gera svefninn minna endurnærandi og fólk verð- ur háð þeim. Áfengi hefur svipuð áhrif og svefnlyf, það auðveldar fólki að sofna en rýrir jafnframt gæði svefnsins. Hver er eðlileg svefnþörf okkar? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Svefnmunstur breytist með aldrinum  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. MIKIL aukning á notkun þunglynd- islyfja hefur leitt til þess að sjálfs- morðum hefur fækkað í Svíþjóð, að sögn Göran Isacsson, yfirlæknis við Huddinge-geðsjúkrahúsið í Svíþjóð. Niðurstöðu sína birti hann nýlega í sænska Læknablaðinu. Tíðni sjálfsmorða hefur lækkað í Svíþjóð undanfarin ár, árið 2000 frömdu um 1.385 manns sjálfsmorð en árið 1991 voru þeir um 2.015, er haft eftir Isacsson á sænska Yahoo vefnum. Fækkunin er í samræmi við þróunina í fleiri löndum, svo sem Bandaríkjunum, Ungverjalandi, Nýja-Sjálandi, Noregi, Danmörku og Ástralíu. „Aukning í notkun þunglyndislyfja, auk forvarna, er án efa helstu ástæð- ur þess að sjálfsmorðum hefur fækk- að. Ætla má að geðlyf hafi bjargað um það bil 2.500 mannslífum undan- farin áratug í Svíþjóð,“ skrifar Göran Isacsson í sænska Læknablaðið. Tíðni aukist á heimsvísu Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) reiknar með að um ein milljón manna hafi framið sjálfsmorð árið 2000. Tíðni sjálfsmorða á heimsvísu hefur aukist um 60% undanfarin 45 ár og eitt af hverjum þremur dauðsföll- um má rekja til fólks á aldrinum 15– 44 ára. Lengi vel hefur verið talið að eldri karlmenn væru líklegastir til þess að fyrirfara sér en nú er unga fólkið í mesta áhættuhópnum. Talsmenn WHO telja að aukin fræðsla og forvarnir þar sem lögð er áhersla á meðhöndlun þunglyndis í tíma, muni verða til þess að sjálfs- morðum fækki. Enn sem komið er leggja ekki öll ríki áherslu á forvarnir og fræðslu um geðsjúkdóma. Þunglyndislyf bjarga mannslífum EVRÓPUBÚUM mun fækka í fram- tíðinni, sér í lagi vegna þess að konur eignast börn seinna en áður. Fækk- unin gæti numið um 88 milljónum manna árið 2100 sem er nánast fjórð- ungsfækkun frá því sem nú er, að mati rannsakenda. Íbúum álfunnar fjölgar samt sem áður enn sem komið er, en nú er svo komið að það eru fleiri fullorðnir bú- settir í Evrópu en börn. Konur í álf- unni eignast að meðaltali 1,5 barn. Mannfjöldarannsóknir frá 15 Evr- ópulöndum voru notaðar við rann- sóknina og í ljós kom að fyrir- sjáanlega fólksfækkun megi að stórum hluta rekja til þess að barn- eignum er í auknum mæli skotið á frest. Wolffang Lutz, hjá Vísindaaka- demíuna í Vín, sem stjórnaði rann- sókninni segir að stöðugt lækkandi fæðingartíðni og sífellt hærri með- alaldur þjóða muni auka þrýsting á félags- og eftirlaunakerfið sem gæti einnig aukið líkur á enn færri fæð- ingum. Fyrirsjáan- leg fólks- fækkun Nýr listi www.freemans.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.