Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 29.03.2003, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 43 ✝ Halldór Magnús-son fæddist á Ingunnarstöðum í Múlasveit í A-Barða- strandarsýslu 25. mars 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Björn Ein- arsson, f. 16. mars 1896, d. 19. mars 1973, og Áslaug Bjarnadóttir, f. 31. október 1898, d. 25. september 1982. Systkini Hall- dórs eru Björgvin, f. 5. septem- ber 1925, Þórdís, f. 11. október 1927, Sigurgeir, f. 10. apríl 1936, og Svanlaug, f. 6. júní 1938. Halldór ólst upp á Ingunnarstöðum. Hann hélt bú með foreldrum sínum. Auk þess sótti hann vinnu suður með sjó. Síðar tók hann við bústörfum og bjó með móður sinni þar til þau brugðu búi og fluttu á Pat- reksfjörð. Þar stundaði hann al- menna verkamanna- vinnu. Síðustu árin dvaldi hann m.a. á Reykhólum og nú síðast á Heil- brigðisstofnun Patreksfjarðar. Útför Halldórs fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Að vinna gefur lífinu gildi. Að sjá til þess að menn og skepnur hafi í sig og á er lífsmynstur kynslóðar sem senn er gengin. Eftir þessu mynstri lifði föðurbróðir minn Halldór eða Dóri eins og hann var kallaður. Hann ólst upp í fallegri en einangraðri sveit við norðanverðan Breiðafjörð, Múlasveit. Þar var ekki auðvelt með aðföng og því þurfti mikla nægju- semi og sjálfsbjargarviðleitni. Þetta umhverfi hefur eflaust mótað Dóra. Hann var elstur í fimm systkina hópi og því tók Dóri snemma þátt í lífs- baráttunni. Hann sinnti bústörfum og reri til fiskjar. Ekki var skóla- gangan löng. Farskóli starfaði í hreppnum í nokkrar vikur á vetrum. En lærdómurinn sem Dóri og hans samferðamenn námu af náttúrunni er ekki síðri en löng skólaganga. Lífsbaráttan gekk út á að geta lesið úr náttúrunni þau skilaboð sem hún gaf. Hvort hægt væri að fara á sjó eða ganga til rjúpna eða hvort óhætt væri að slá einhverja spilduna. Dóri gekk af æðruleysi í öll störf. Hvort sem það voru viðkvæm störf við sauðburð, að leggja fiskinet, smíða, gera við vélar eða liggja fyrir lágfótu. Fólkið varð að stóla á eigin kunnáttu og þekkingu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja mörg sumur hjá ömmu, afa og Dóra í sveitinni. Þegar voraði og prófum lauk var haldið vestur. Alltaf jafnmikil tilhlökkun. Það var mikil spenna að komast úr rútunni og fá að taka til hendinni, kíkja í fjárhúsin og sjá nýfæddu lömbin og síðar vitja um sela- og grásleppunetin. Alltaf ein- hver ný ævintýri. Dóri átti góðan bát og í minning- unni var hann risastór. Á þessu fleyi fór Dóri um Breiðafjörð en hann var góður sjósóknari. Hann var ratvís um Breiðafjörðinn á milli allra þeirra skerja og eyja sem þar eru. Hann gat nefnt boða, sker og eyjar með nafni. Mér eru minnisstæðar margar ferðir sem ég fór með Dóra á bátnum en þó stendur upp úr ferð sem við fórum um Breiðafjarðareyjar og komum m.a. í Oddbjarnarsker. Á þessum stundum held ég að Dóra hafi liðið vel. Eitthvað nýtt og spennandi. Dóri var mjög lag- hentur maður og áttu smíðar vel við hann og áttu margir samferðamenn honum mikið að þakka. Hann var boð- inn og búinn til að aðstoða við móta- uppslátt, steypuvinnu eða hvað annað sem til féll. Oft held ég að launin hafi ekki verið aðalatriðið heldur hitt að geta aðstoðað sveitunga sína. Þegar frá leið urðu ferðirnar mín- ar í sveitina færri en ávallt voru sam- skipti okkar góð. Dóri var ekki marg- máll og frekar var hann fáskiptinn við aðra. En þeir sem kynntust hon- um fundu fyrir greiðviknum og traustum manni. Þegar vinnuþrek hans dvínaði þvarr einnig lífsorka hans. Hann hélt heimili einn í nokkur ár en um síðir þegar heilsunni hrak- aði og hann átti erfiðara um vik til lífsbjargar átti hann hauk í horni þar sem Höskuldur og Ásrún nágrannar hans aðstoðuðu hann eftir bestu getu. Einnig litu þeir bræður Höskuldur og Vigfús oft í heimsókn og reyndu að létta honum stundir. Vil ég þakka þeim fyrir hlýju í garð Dóra. Þá vil ég þakka starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar fyrir góða umönnun. Ég þakka Dóra fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Hann kenndi mér margt. Björn M. Björgvinsson. HALLDÓR MAGNÚSSON fjósið eftir mjaltir. Það gerði enginn betur en hann. Margar ræðurnar hélt hann þegar hann var við þessa vinnu og það var eins og dýrin nytu þessara ræðuhalda. Jóndi var drjúg- ur í þeim verkum sem honum voru falin enda mikið hraustmenni og var oft á tíðum erfitt að hafa í fullu tré við hann þegar hann var upp á sitt besta. Jóndi þróaði með sér sína skrift og sitt tungumál. Lengi átti hann það áhugamál að skrifa í bækur og safnaði ýmsum hlutum úr hinu dag- lega lífi. Þetta safn annaðist hann af kostgæfni og var mikil regla á þeim hlutum. Jóndi var auk þess list- hneigður og ef ekki hefði komið til þessa sjúkdóms hefði hann án efa náð langt á þeirri braut. Það voru forréttindi að fá að alast upp með Jónda á þeim tíma þegar ég var í sveit hjá foreldrum hans. Barngóður var hann með afbrigðum og tók hann ávallt á móti gestum með kostum og kynjum og gerði sér engan mannamun. Þá voru manna- mót honum mikið yndi en hann heilsaði öllum af sínum höfðings- skap og var allra manna hressastur á slíkum mannamótum. Jóndi var sjötti í röð sjö systkina sem vernduðu hann eins og best þau máttu. Við fráfall foreldra sinna var honum búið nýtt heimili á Selfossi og hófst þá nýr kafli í lífi Jónda. Þar fékk hann mikla og góða umönnun. Með því fólki tókst hann á hendur ferðalög. Ekki bara um landið okkar Ísland heldur og líka til útlanda og naut Jóndi þessara ferðalaga eins og honum var einum lagið. Í veikindum sínum undanfarið naut hann ástúðar og umhyggju systra sinna, þeirra Margrétar og Hrefnu, sem ávallt áttu lausan tíma til að annast hann og létta honum lífið. Að leiðarlokum vil ég þakka for- sjóninni fyrir að fá að ganga hluta af minni lífsleið með Jónda, hann gaf mér mikið og kenndi mér margt sem ég hef haft í huga á lífsleiðinni. Ég óska Jónda velfarnaðar á nýrri leið sem veitir honum vonandi nýtt frelsi. Systkinum Jónda og aðstand- endum votta ég samúð mína. Megi minning um góðan dreng lifa sem lengst. Sigurður Ágúst Sigurðsson. Hann Jóndi vinur minn er dáinn, yndislegur maður, sem hafði mikil áhrif á mig. Ég kynntist honum fyrir rúmum átta árum þar sem hann bjó á sambýlinu á Árvegi 8, Selfossi. Ég gerðist fljótlega liðveisluaðili Jónda og Kalla, en þeir voru miklir vinir. Við Jóndi erum búnir að gera margt skemmtilegt saman, og mikið var oft sungið í bílnum á ferðum okkar. Hann kom oft heim til okkar Habbó og þá tók hann alltaf skrifdótið með sér og þótti gott að fá sér rautt í glas. Fyrir tæpum tveim árum fór- um við ásamt Jónda og Kalla í sum- arbústað í Vaðnesi og áttum þar frá- bæra daga saman. Það voru svona dekurdagar, við borðuðum góðan mat, fórum í pottinn og gönguferðir á hverjum degi, og létum okkur líða vel. Þetta reyndist vera með síðustu ferðum okkar Jónda og mun hún aldrei líða mér úr minni. Nú síðustu misseri hefur hann búið á Ljósheim- um á Selfossi og hefur notið þar frá- bærrar umönnunar. Þegar ég heim- sótti hann þangað undir það síðasta var hann alltaf til í að koma í bíltúr, fara og kíkja í hesthúsin, en hann var mikill dýravinur, og ef hann sá kött, þá var það alltaf grábröndótt kvikindi. Elsku vinur, nú er komið að leið- arlokum, en það voru mikil forrétt- indi að fá að kynnast þér. Ég sendi fjölskyldu Jónda, ætt- ingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ólafur Bachmann. Elsku Jóndi. Í dag kveðjum við þig vinnufélagarnir á vinnustofunni. Þín hefur verið sárt saknað síðan þú hættir að koma til okkar í vinnuna og oft er minnst skemmtilegra til- svara þinna. Við eigum góðar minn- ingar um alla kætina sem þú vaktir með okkur með þinni léttu lund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna . Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við þökkum Guði fyrir öll árin sem við fengum að eiga með þér. Guð blessi þig og veri með þínum nánustu. Allir á vinnustofunni á Selfossi. Í dag kveðjum við kæran vin okk- ar, Jón Sæmund. Jóndi, eins og hann var oftast kallaður, var sér- stakur maður. Í okkar huga var hann alveg einstakur. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fóki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og þeirra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Jerri Fernaandez.) Jóndi var maður gleðinnar. Hann átti mjög auðvelt með að lýsa upp með nærveru sinni. Á góðum stund- um átti hann það til að spila á munn- hörpuna sína og í seinni tíð tók hann í nikkuna með miklum tilþrifum. Jóndi gat setið löngum stundum með blaðsnepla og blýanta sem hann átti í tugatali. Ekki fannst hon- um verra ef hann fékk að sofa „út“ og vaka „út“ eins og hann orðaði það. Herramaður var hann fram í fing- urgóma og fátt fannst honum skemmtilegra en að knúsa fagrar konur. Örlæti hans var mikið og má þar á meðal nefna að Jóndi gaf sam- býlinu glæsilega sólstofu með heit- um potti sem heimilismenn hafa virkilega notið góðs af. Jóndi átti alveg yndislega fjöl- skyldu sem bar hann á höndum sér og hlúði að honum alla tíð og viljum við þakka þeim fyrir mjög góð sam- skipti í gegnum öll árin. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Með þessum fáu orðum viljum við þakka Jónda samfylgdina. Megi minning hans vera ljós í lífi okkar. Heimilisfólk og starfsfólk á Ár- vegi 8, Selfossi: Haraldur, Guðmundur Karl, Baldvin, Kristín Þóra, Mar- grét, Tinna, Hrafnhildur, Inga Dóra, Guðrún, Hafdís, Ingveldur, Anna, Ósk og Guðrún Herborg. ✝ Guðbjörg ErlínGuðmundsdóttir fæddist á Búðum á Fáskrúðsfirði 15. júlí 1911. Hún lést á Kumbaravogi 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Pétursdóttir, f. í Vík- urgerði á Fáskrúðs- firði 10. júlí 1881, d. 21. júlí 1943, og Guð- mundur Erlendsson, f. í Hólagerði á Fá- skrúðsfirði 28. októ- ber 1880, d. 20. nóvember 1943. Bræður Guðbjargar voru: Ottó, f. 1908, Pétur, f. 1910, og Stefán, f. 1916, og eru þeir allir látnir. Guðbjörg giftist í janúar 1932 Garðari Kristjánssyni, f. á Stöðv- arfirði 27. ágúst 1909, d. á Búðum á Fáskrúðsfirði 6. febrúar 1964. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Hávarðardóttir, f. í Hellisfirði í Norðfjarðarhreppi 21. október Kristján, f. 7. mars 1937. Kona hans var Jónína Guðjónsdóttir, f. 5. nóvember 1941, d. 25. apríl 1997. Dóttir þeirra er Valborg. Barna- börnin eru fjögur. e) Halldór Viðar, f. 17. nóvember 1939. f) Guðrún, f. 22. október 1941. Maður hennar er Bjarni Kristinsson, f. 29. desember 1939. Börn þeirra eru Erlín Guð- björg, Ásta, Kristinn og Bjarney. Barnabörnin eru níu. g) Guðmund- ur, f. 6. maí 1946. Kona hans var Kristín Ingólfsdóttir, f. 28. febrúar 1947. Þau skildu. Börn þeirra eru Jóhanna Sigrún, d. 21. febrúar 2003, Garðar, Guðbjörg Erlín og Brynhildur Ósk. Barnabörnin eru fjögur. h) Garðar, f. 27. mars 1947. Kona hans er Valborg Sigyn Árna- dóttir, f. 10. janúar 1949. Börn þeirra eru Magnús Arnar, d. 6. maí 1990, Ingibjörg, Guðrún Ásta, Garðar og Eydís Helga. Barna- börnin eru 2. i) Stefán Kristinn, f. 16. júlí 1954. Kona hans var Hafdís Jakobsdóttir, f. 13. maí 1955. Þau skildu. Börn þeirra eru Guðfinna Erlín, Birna og Garðar. Barna- börnin eru fjögur. Afkomendur Guðbjargar og Garðars eru 74. Útför Guðbjargar verður gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1874, d. 24. ágúst 1964, og Kristján Magnús- son, f. á Ásunnarstöð- um í Breiðdalshreppi 8. janúar 1873, d. á Búð- um í Fáskrúðsfirði 15. mars 1937. Systkini Garðars voru: Kristín, f. 1895, Guðmundur, f. 1897, Kristborg, f. 1899, Antonía, f. 1903, og Aldís, f. 1914 og eru þau öll látin. Börn Guðbjargar og Garðars eru: a) Ásta, f. 6. mars 1931. Maður hennar er Jakob Hólm Her- mannsson, f. 26. des. 1929. Börn þeirra eru Jóhanna, Björg, Hjör- leifur og Herdís. Barnabörnin eru tíu og barnabarnabörnin tvö. b) Guðrún Birna, f. 20. júlí 1932, d. 1933. c) Ester, f. 29. mars 1935. Maður hennar er Stefán Jónsson, f. 6. mars 1930. Börn þeirra eru Íris Alda, Rúna Gerður og Pétur Haf- steinn. Barnabörnin eru átta. d) Í dag er við kveðjum þig, elsku mamma mín, í hinsta sinn, minnist ég þín, hvað þú varst þolinmóð við okkur strákana þegar við vorum í fótbolta í ganginum heima og eld- húshurðin var annað markið og það glumdi oft í henni og við héld- um oft fótboltamót í ganginum. Ég man að eitt sinn opnaðir þú dyrnar og sagðir að við ættum að koma að borða og um leið kom boltinn og nánast hreinsaði af matarborðinu og við hættum þá þann daginn í boltanum. Þú fluttir til Reykjavíkur 1977 og nokkrum árum síðar festir þú kaup á íbúð í Þórufelli 16 og bjóst þar með Halldóri syni þínum. Á kveðjustund sem þessari streyma minningabrotin fram og ylja okkur. Alltaf var gott að koma í heimsókn til þín, þú varst ávallt gestrisin og alltaf búin að baka eitthvað með kaffinu og alltaf að rétta eitthvað að krökkunum. Ávallt var gott að leita til þín. Þú varst aldrei verkefnalaus, ávallt með handavinnu, annaðhvort að hekla eða prjóna. Fyrir tæpum þremur árum fluttir þú á Kumb- aravog á Stokkseyri, en þá var heilsan farin að versna, samt varst þú alltaf að prjóna á meðan heilsan leyfði og það voru ófá sokkapörin sem þú gafst krökkunum (barna- börnunum og langömmubörnun- um). Á Kumbaravogi fékkst þú frá- bæra umönnun. Viljum við þakka öllu starfsfólki Kumbaravogs fyrir alla þá góðu alhlynningu sem þú fékkst þar. Að okkar mati var þetta besti staðurinn sem þú gast verið á síðustu árin. Kveðjum við þig, elsku mamma og tengda- mamma, með miklum söknuði en þakklátum huga fyrir að hafa átt þig að. Blessuð sé minning þín. Garðar og Valborg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku besta amma mín, nú hefur þú fengið hvíldina. Mikið verður nú skrítið að koma ekki við hjá þér á Kumbaravogi í heimsókn og spjalla um allt milli himins og jarðar og drekka appelsín saman. Við höfum átt margar góðar stundir saman og minnist ég þeirra með þakklæti og mun ég ávallt geyma þær í hjarta mínu. Elsku amma mín, ég kveð þig í bili og þakka þér fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Þín Ingibjörg Garðars. GUÐBJÖRG ERLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.