Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorgerður Sigríð-ur Jónsdóttir fæddist á Ísafirði 19. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 22. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Pálsson Andrésson bóndi, f. 1889, ættað- ur frá Kleifum í Kald- baksvík í Stranda- sýslu og Þorgerður Kristjánsdóttir frá Súðavík, f. 1888. Þau bjuggu lengst af á Hlíðarenda á Ísafirði. Þorgerður var sjötta í röð tíu systkina. Þau voru auk hennar Björg Aðalheiður, f. 1915, d. 1998, maki Einar Ingiberg Guðmunds- son, Kristján Jón Markús, f. 1916, dó ungur, Kristján Jón Magnús, f. 1918, d. 2002, maki Jóna Örnólfs- dóttir, Tryggvi Andrés, f. 1920, d. 2002, ókvæntur, Guðbjörg Rósa, f. 1921, maki Óskar Pétur Einarsson, Lovísa Guðrún, f. 1924, d. 2003 sambýlismaður Bergþór Jónsson, Margrét Anna, f. 1925, maki Sig- urður Gunnsteinsson, Sigurbjörg Ásta, f. 1926, maki Þormóður Stef- ánsson og Valdimar Sigurbjörn, f. 1928, d. 2001, sambýliskona Helga Albertsdóttir. Móðir sína missti Þorgerður árið 1935 og tók þá móðursystir hennar Guðrún Mar- grét Kristjánsdóttir við heimilinu og giftist hún föður Þorgerðar árið 1939. Þorgerður giftist 31. maí 1947, Adolfi H. Magnús- syni skipstjóra, f. 1922. Þorgerður hef- ur lengst af verið bú- sett í Vestmannaeyj- um, en síðastliðin ár hefur hún verið bú- sett í Kópavogi. Þor- gerður eignaðist átta börn: 1) Þorgerður Arnórsdóttir, maki Grétar Nökkvi Ei- ríksson, börn þeirra eru Jón Páll og Eirík- ur Ingi. 2) Sólveig Adolfsdóttir, f. 1946, maki Þór Ísfeld Vil- hjálmsson, börn þeirra eru Adolf Hafsteinn, María, og Helga Sigrún. 3) Kristín Adolfsdóttir, f. 1947, maki Hafsteinn Sæmundsson, börn þeirra eru Halldór Þór og Þor- gerður Sigríður. 4) Kristján Adolfsson, f. 1949, maki Guðríður Óskarsdóttir, börn þeirra eru Andri og Dagný. 5) Jóna Adolfs- dóttir, f. 1950, maki Páll Jónsson, börn þeirra eru Hafþór, Jón Val- geir og Kristján Ágúst. 6) Guðrún Hlín Adolfsdóttir, f. 1952, maki Ragnar Jónsson, börn þeirra eru Jón Ragnar og Örvar. 7) Guð- mundur Adolfsson, f. 1955, maki Valdís Jónsdóttir, börn þeirra eru Benedikt, Lilja og Rósa. 8) Soffía S. Adolfsdóttir, f. 1959, maki Þórður K. Karlsson, dóttir þeirra er Vigdís Mirra. Útför Þorgerðar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma mín, þá er komið að því sem ég kveið svo mikið fyrir. Það að kveðja þig er erfiðara en mig hefði nokkurn tímann grunað. Þú, þessi jákvæða manneskja sem tókst á við erfið veikindi síðustu fimm ár og aldrei heyrði ég þig kvarta. Þú, elsku mamma mín, ert sú mesta hetja sem ég hef kynnst. Ef þú gast lyft upp símanum og talað við okkur þá varst þú ánægð, og ef ég spurði hvernig þú hefðir það þá var svarið að það gæti verið verra. Ég veit ekki hvar þú fékkst þennan kraft og þakklát verð ég alltaf fyrir þann tíma sem við áttum saman í íbúðinni þinni í Kópavogi og alltaf varstu glöð að hafa mig hjá þér. Einkennileg ör- lög að við höfum aldrei átt meiri tíma saman tvær en eftir að þú veiktist og reyndi ég að nota hverja stund sem ég gat til að koma og vera með þér. Það er sagt að maður gráti yfir góðum minningum, þess vegna græt ég svo mikið. Takk, elsku mamma mín, fyrir að vera okkur öllum svo hlý og góð. Það mun aldrei nokkur taka þinn stað í hjarta mínu. Sofðu rótt, elsku mamma mín, ég veit að þú skilur af hverju ég græt og mun ég reyna að taka þig mér til fyrirmynd- ar og halda ótrauð áfram. Þar sem þú færð ósk þína uppfyllta að fara heim til eyjunnar þinnar verð ég kannski sáttari. Elsku pabbi, þú stóðst þig eins og hetja á þessum erfiðu tímum. Ég bið guð um styrk okkur öllum til hjálpar á þessari sorgarstundu. En þú, elsku mamma mín, sagðir okkur að halda saman og það munum við reyna. Að lokum vil ég þakka öllu því frá- bæra starfsfólki í Sunnuhlíð í Kópa- vogi fyrir þess yndislega viðmót og umburðarlyndi undanfarnar vikur og takk fyrir gott viðmót og vænt- umþykju sem þið sýnduð henni mömmu. Ekki fóru margir af vakt án þess að læðast inn í herbergið henn- ar og segja við hana hlý orð. Ást- arþakkir til ykkar allra og takk fyrir allt. Kristín Adolfsdóttir. Vertu alltaf hress í huga, hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga, baggi margra þyngri er. Vertu sanngjarn, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda og þraut. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er. En þú hefur afl að bera, orka blundar, næg er þér. Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. (Höf. ók.) Það þarf mikinn lífsvilja og æðru- leysi til að fara í gegnum öll þau veikindi sem þú hefur mátt þola síð- astliðin fimm og hálft ár. Verst voru örlög þín að þurfa að flytja frá Vest- mannaeyjum því þér þótti svo ofur vænt um Eyjarnar þínar. Það var al- veg sama á hverju gekk, alltaf gast þú fundið eitthvað til að hlakka til og horfa björtum augum fram á við. Ein sú mesta ánægja sem við áttum sam- an var þegar við laumuðum okkur í utanlandsferð í tvær vikur. Minning- arnar frá þessari ferð hafa oft yljað okkur þegar við sátum og rifjuðum upp allt það skemmtilega sem gerð- ist. Mig langar að þakka starfsfólki gervinýra, Landspítala, alla þá hjálp sem þau veittu móður minni. Starfs- fólki Sunnuhlíðar í Kópavogi þakka ég alla þá hjálp og hlýju sem þið sýnduð okkur. Við þig, elsku Bjössi minn, sem keyrðir mömmu í fimm og hálft ár vil ég segja, meiri mannvin er erfitt að finna. Elsku Kiddi, Dagný og Andri, sem létu ekki dag líða án þess að koma við hjá mömmu, eiga heiður skilinn. Guð geymi ykkur öll. Ég veit, elsku mamma mín, að þú varst hvíldinni fegin og nú eru kval- irnar horfnar, en hér hjá okkur í Birkigrund ríkir mikil sorg og sökn- uður því okkur þykir svo ofur vænt um þig. Ég veit að þér er tekið opn- um örmum því þú lést alltaf gott af þér leiða. Mig seiðir heimþrá, hjartanu blæðir hugur er bundinn minningablæ. Eyjar og voga árroðinn klæðir. Andvari vorsins leikur við sæ. Ó, mín Heimaey nú minn hinsti óður á hafsins bárum að ströndu fer. En farleið tímans ég fylgi hljóður uns fölvi nætur hér líknar mér. (Höf. ók.) Guð geymi þig elsku víkingurinn okkar. Þín dóttir Guðrún Hlín. Óðum fækkar því fólki sem hóf sitt lífshlaup í upphafi síðustu aldar og lagði grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag. Þetta fólk sem var sjálfu sér nægt um flesta hluti, barðist áfram af dugnaði, eljusemi og var sátt við umhverfi sitt og Guð sinn og þekkti ekki orðið lífsgæða- kapphlaup. Ein þessa fólks var tengdamóðir mín Þorgerður Sigríð- ur Jónsdóttir eða Sigga eins og hún var ávallt nefnt. Hún ólst upp á stóru heimili vestur á Ísafirði þar sem mikill búskapur var í þá tíð og allir þurftu svo sannarlega að taka til hendinni með löngum vinnudegi. Hún fluttist til Vestmannaeyja árið 1946 og hóf þar búskap með eftirlif- andi eiginmanni sínum Adolfi Haf- steini Magnúsyni skipstjóra. Þau hófu búskap í húsinu Bjarma niðri í Miðstræti en 1957 fluttu þau að Vestmannabraut 76 og bjuggu þar æ síðan, eða þar til fyrir 5 árum að Sigga þurfti vegna veikinda sinna að flytjast til Reykjavíkur og bjó hún þar þar til yfir lauk, en reyndi þrátt fyrir veikindi sín að dvelja eins mikið í Eyjum og heilsan leyfði. Sigga og Adolf eignuðust saman 7 börn, en áð- ur átti Sigga eina dóttur Þorgerði sem ólst upp hjá fólkinu hennar á Ísafirði. Eins og þá var venjan og er oft hlutvek sjómannskonunnar kom það í hennar hlut að stýra búi og börnum vegna fjarveru manns síns á sjónum og það gerði Sigga með mikl- um myndarbrag svo að eftir var tek- ið. Ég var á unglingsárum þegar Sigga og fjölskylda flutti í nágrennið og var einn af þeim sem tók fljótt eft- ir þessari lágvöxnu og snaggaralegu konu sem geislaði af lífsorku, góðvild og glettni. Ungur maður varð ég tengdasonur hennar og kynntist þá öðrum góðum kostum sem hún bjó yfir. Hún mátti aldrei af neinum vita sem minna mátti sín að hún rétti ekki fram hjálparhönd og þeir eru fleirri en margan grunar sem nutu þess. Og þó eitthvað bjátaði á horfði hún alltaf fram á veginn og lét það liðna ekki trufla sig á lífsgöngu sinni. Sigga hafði mikinn áhuga á íþrótt- um og fylgdist vel með og studdi Eyjaliðin vel og sótti af miklum áhuga alla þá kappleiki sem hún átti kost á. Þá hafði hún aldeilis skoðanir á frammistöðu einstakra leikmanna og var óhrædd við að skamma þá eða hrósa er hún hitti þá að máli. Börn- um mínum var Sigga sannkallaður sólargeisli og get ég seint þakkað alla þá umhyggju sem hún sýndi þeim, hvatti þau til dáða og alltaf tal- aði hún við þau sem jafningja. Ég þakka af auðmýkt tengdamóð- ur minni samfylgdina og bið góðan Guð að blessa eftirlifandi ástvini. Með þökk fyrir allt og allt. Þór Ísfeld Vilhjálmsson. Það er erfið tilfinning að setjast niður og skrifa þessi örfáu orð til minningar um hana ömmu, hana Siggu ömmu sem hefur átt svo stór- an þátt í lífi okkar. Við systkinin höf- um hlotið þau forréttindi að fá að njóta margra yndislegra stunda með ömmu meðal annars niðri á Vest- mannabraut. Amma var engin venjuleg kona, hún var með eindæmum jákvæðog rösk og hjá henni voru hlutirnir ekk- ert að vefjast fyrir. Við erum það lánsöm að eiga fullan hafsjó af minn- ingum um hana ömmu sem koma til með að fylgja okkur út lífið. Þá kem- ur fyrst upp í hugan öll samtölin sem maður átti við ömmu við eldhúsborð- ið og áður en maður vissi af var mað- ur búin að kjafta frá öllum leynd- armálum, svo ekki sé minnst á ólýsanlegu fiskibollurnarsem engin fékk nóg af, síðast en ekki síst grasa- vatnið hennar sem hún lét okkur drekka. Hún sá alltaf til þess að maður fengi góðan lúr hjá sér svo maður væri tilbúin til að takast á við dagsins önn, aldrei var hætta á því að maður færi svangur frá henni og gat maður alltaf gengið að því vísu að fá soðinn fisk og kartöflur í há- deginu ef maður átti erindi þangað sem maður oft gerði sér upp. Amma átti með eindæmum auðvelt með að umgangast fólk þá sér í lagi ungt fólk sem hún kom ávallt fram við sem jafningja. Hún var með óbilandi áhuga á íþróttum þá sérstaklega fót- bolta og handbolta og hennar lið var ÍBV. Amma var eins og klettur, maður vissi alltaf hvar maður hafði hana eins og sólin sem kemur upp í austri þá gat maður gengið að henni vísri þegar á þurfti að halda. Elsku amma okkar það er sárt að kveðja, þú sem gafst okkur svo margt og fylltir líf okkar af ógleym- anlegum minningum og augnablik- um sem enginn tekur frá okkur. En það er gott að vita af þér á hlýjum og notalegum stað með prjónana þína þar sem þér líður vel og vitandi það að þú vakir yfir okkur. Elsku afi, mamma og systkini megi góður guð veita ykkur styrk í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) María, Adolf og fjölskyldur. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel, svo blíð og svo björt og svo auðmjúk, en blettinn sinn prýddi hún vel. (Þýð. Þorst. Gíslason.) Elsku hjartans amma mín, loksins ertu búin að fá hvíldina og komin heim í eyjarnar okkar fögru og ef- laust syngjandi hástöfum. Ég er svo einstaklega lánsöm og stolt yfir því að hafa fengið að umgangast þig í öll þessi ár því þú ert svo sannarlega einstök kona. Þegar ég lít tilbaka rifjast upp margar minningar um þig og flestar tengjast þær samveru okkar niðri á Vestmannabraut. Þú með prjónana úti í sólbaði en þú naust þín best í sólinni, við á leiðinni í bæjarleiðangur þar sem stoppað var og spjallað við alla, ég að æfa mig á fiðluna og þú að hlusta, þú að útskýra fyrir mömmu að ég yrði að hvíla augun, við að halda upp á gleði- lega atburði í lífi okkar, ferðin okkar á KR-ÍBV þar sem ÍBV tapaði en þú lést það ekki skemma ferðina. Þú varst mikil áhugamanneskja um íþróttir og fórum við á marga hand- bolta- og fótboltaleiki saman. Þar hvattir þú okkar keppnisfólk áfram og veistu það amma að á laugardag- inn rétt áður en þú sofnaðir svefn- inum langa fengu handboltastelp- urnar þínar deildarmeistarabikarinn í hendurnar. Þú elskaðir að syngja og fannst mér eins og þú kynnir öll lögin sem spiluð voru í útvarpinu. Ég er svo rík af minningum um þig amma og ég mun alltaf varðveita þær í hjarta mínu og þær koma til með að ylja mér þegar mér líður illa og vantar styrk. Lífið er búið að vera þér ósanngjarnt síðustu árin þar sem þú þurftir vegna veikinda þinna að flytjast til Reykjavíkur, en nú ertu komin heim til að vera. Ég hef ávallt horft upp til þín elsku amma og ég mun halda því áfram þar til við hittumst á ný. Ég vil þakka þér fyrir að hafa ver- ið alltaf til staðar fyrir mig og hvatt mig í öllu, hvort sem það var í nám- inu eða í íþróttum. Þú átt stóran hlut í hjarta mínu og hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég vil biðja góðan guð að styrkja afa, mömmu og systkini á þessari sorgarstundu. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Helga Sigrún Þórsdóttir. Hún Sigga amma er dáin, það er svo sárt. Það var svo gaman að koma til ömmu og afa til Vestmannaeyja, þegar við komum árvisst til að bjarga lundapysjunum. Það var svo mikill kraftur í þér elsku amma, þú varst alltaf á fullu við að láta okkur líða sem best. Svo kom áfallið, þú varst að fylgja liðinu þínu, ÍBV, til Reykjavíkur þar sem það átti að keppa til úrslita um bikarinn. Á völl- inn komst þú ekki en lentir þess í stað á sjúkrahúsi. Síðan hefurðu ekki komist aftur heim nema bara eina og eina nótt. En þú kvartaðir aldrei, þú varst eins og Pollýanna, þú reyndir bara að hugsa um eitthvað til að gleðjast yfir. Eitt sinn er við komum í Sunnuhlíð var þjóðhátíð heima í Herjólfsdal og þú komst ekki þangað. Pabbi sá að það var sorg í augunum þínum, hann fór heim og tjaldaði heima á lóð, lagaði kaffi og fann til köku og fór aftur í Sunnuhlíð og sótti þig. Við héldum okkar þjóðhátíð, sungum gömlu lögin fram eftir degi og þú varst svo glöð. Svona ætlum við að muna þig elsku amma. Þín er sárt saknað, en mestur er söknuðurinn hjá afa. Megi góður guð styrkja hann og varðveita. Hafðu þökk fyrir allt elsku amma. Dagný og Andri. Elsku Sigga. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast þér þeg- ar ég kom í fjölskylduna þína. Kraft- urinn alltaf í þér, alltaf í sundi og göngutúrum um allt, fórst flest labb- andi, nema þegar við fórum í bingó saman mátti ég koma og ná í þig og saman fórum við. Svo einstaka sinn- um komstu með okkur í bíltúr. Sumarið var þinn uppáhaldstími, þá sastu gjarnan úti í garði að prjóna eða hekla. Eftir að þú fluttist til Reykjavíkur vegna veikinda þinna varstu alltaf að fylgjast með því sem var heima, spurðir mikið um krakk- ana og ekki síst um hvernig gamlárs- kvöld var, hvort mikið hafi verið sprengt og hvernig Adda þínum hafi gengið með það. Elsku Sigga, við komum til með að sakna þín, þú átt stað í hjarta okkar. Maður vissi alltaf hvar maður hafði þig, sem er mjög mikilvægt. Takk fyrir að fá að kynnast þér. Ég vil senda öllum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykk- ur styrk í ykkar miklu sorg. María Sigurbjörnsdóttir. Elsku Sigga amma, takk fyrir allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ástarkveðjur. Sólveig og Sigurbjörn. Sigga á Vestmannabrautinni var eitt af þessu sjálfsagða góða í mann- lífinu. Þó að maður þekkti hana ekki í æsku vissi maður af henni, því ná- grennið í Eyjum spannar margt fólk á tiltölulega fáa fermetra og allir sem búa innan landhelgi þessa ná- grennis skipta máli. Sigga var ein af ÞORGERÐUR SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Eiginmaður minn og faðir okkar, PÁLL S. ÁRDAL prófsessor emeritus, lést í Kingston, Ontario, þriðjudaginn 25. mars. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á The Hume Society, Páll S. Árdal Institute for Hume Studies, Háskólanum á Akureyri eða Samtök Parkinson-sjúklinga. Harpa Ásgrímsdóttir Árdal, Hallfríður, María, Steinþór og Grímur Árdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.