Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 45
þessum manneskjum sem alltaf fylgdi hlýja og bros, hún var ein af samborgurunum sem gerðu hvern dag góðan án þess að hafa nokkuð fyrir því nema að sýna vinarþel og það er auðvelt að nota orðið nema af því að það var henni svo sjálfsagt. Mikið væri margt auðveldara ef fleiri geisluðu þannig frá sér vinar- þeli. Þorgerður Sigríður Jónsdóttir var glæsileg kona með sterka persónu- gerð, snör í hreyfingum, glettin, en var ekkert að mylja moðið ef svo bar undir, sagði sína meiningu umbúða- laust, en þó á sinn hátt þannig að enginn meiddist. Hún var Ísfirðing- ur að uppruna, ein 10 systkina. Sjálf eignaðist þessi fíngerða kona 8 börn, 7 með Adolf H. Magnússyni, skip- stjóra frá Vestmannaeyjum, en eina dóttur eignaðist hún áður. Sigga flutti til Vestmannaeyja frá Ísafirði 24 ára gömul 1946 og tók þar lotuna nánast alla þar til hún af heilsufars- ástæðum leitaði lækninga á höfuð- borgarsvæðið. Sigga var þessi dæmigerða sjó- mannskona, skipstjórinn í landi, og þurfti að halda vel á spöðunum, því ekki er alltaf dans á rósum í veiði- mannasamfélaginu. Þó fann hún allt- af svigrúm til þess að rétta hjálp- arhönd og hlúa að hjá þeim sem minna máttu sín. En hún ræktaði þor og bjartsýni hjá sínu fólki, sem allt er dugnaðarforkar með hjarta- lagið hlýja og ræktarsemina góðu, yfirleitt hávaðalaust fólk, en heldur sínu striki í gegnum þykkt og þunnt. Stíll Siggu og Dolla. Sigga var ein af Eyjamönnunum sem fengu ólæknandi fótboltadellu og lifði sig inn í öll tilþrif í þeim efn- um eins og vera bar. Í spjallinu sem fylgdi fótboltanum naut sín vel lífs- gleði hennar og hnyttni í tilsvörum. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að vera í 80 ára afmæli hennar í fyrra á hjúkrunarheimilinu sem hún bjó á í Kópavogi. Börnin hennar gerðu henni glæsilega veislu með öll- um vistmönnum og það var sungið af hjartans lyst í góðra vina hópi. Það var eins og árin hefðu ekkert unnið á þessari fallegu konu, en auðvitað fel- ur sjarminn oft rúnir sem á bak við búa og enginn getur eytt, því þær eru hluti af hversdagsgöngu hvers og eins. Megi góður Guð vernda hana Siggu á Vestmannabrautinni á nýrri braut og vaka yfir öllum ástvinum sem eftir lifa. Megi minningin um hana minna okkur á að vinarþel á að vera eins sjálfsagt og það hvernig hún stormaði léttilega eftir Vest- mannabrautinni hvaðan sem vind- arnir vögguðu sér. Árni Johnsen. Nú slær ei lengur hjartað heitt heimsins mynd er orðin breytt. Nú er horfin sjónum sýnin sú er áður veitti ást, nú er kalin höndin hlýja, höndin sem að aldrei brást (Arnar Einarsson.) Hún Sigga amma er dáin. Hún var amma hennar Mæju, æskuvinkonu minnar. Þegar ég kynntist Mæju vorum við bara þriggja ára gamlar, nýorðnar nágrannar. Oft fórum við að heimsækja Siggu ömmu, sem varð strax amma mín líka og oft rif- umst við vinkonurnar um það hvort hún væri meiri amma Mæju en mín. Hún bjó í frekar litlu húsi, en aldrei var okkur úthýst og við máttum vera að leik uppi á lofti eða bara í stofunni og aldrei var amast við hávaða eða að draslað væri til. Öllu var vel tekið og kökum og mjólk úthlutað ríku- lega. Í dag erum við Mæja orðnar 31 árs og í öll þessi ár hefur Sigga amma reynst mér einstaklega vel. Ég gisti t.d stundum hjá henni í Reykjavík, en þar hafði hún íbúð síð- astliðin ár vegna alvarlegra veikinda sinna, sem að lokum dróu hana til dauða, en alltaf var tekið á móti manni með hlýju og glöðu viðmóti. Ég veit hins vegar að hún var orðin mjög þreytt í lokin og því hvíldinni fegin. Ég þakka þér fyrir allt og allt, elsku Sigga amma. Þín Jóhanna Inga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 45 Nú hefur verið lögð til hinstu hvílu ástkær frænka mín hún Fríða, eins og hún var jafnan kölluð. Er mér bárust fréttir út til Stuttgart af sjúk- dómsgreiningu Fríðu fylltist ég í fyrstu reiði og vonleysi. Reiði yfir þessu óréttlæti og vonleysi yfir úr- ræðaleysi mínu á þeirri stundu. En eftir að hafa talað við hana í síma varð mér ljóst eins og svo oft áður að slíkar vangaveltur áttu ekki upp á pallborðið hjá henni Fríðu. Fríða var einstök gæðamann- eskja og átti ég þess kost að njóta náinna samvista við hana og fjöl- skyldu hennar á þeim árum er ég stundaði nám við Háskóla Íslands. Á þeim árum var heimili hennar nánast mitt annað heimili. Þrátt fyrir oft á tíðum þröngan kost var gestrisnin ávallt sú sama enda sótti ég mjög í félagsskap hennar, Róru frænku og svo í ærslagang- inn með drengjunum. Maður gat verið í misjöfnu skapi á leiðinni yf- ir á Kópavogsbrautina en það brá af manni eins og dögg fyrir sólu er maður kom inn fyrir þröskuldinn, þar sem ávallt var tekið á móti manni með bros á vör. Fríða var frábær móðir og mikill vinur barna sina og vina þeirra enda var jafnan gestkvæmt á heimilinu og ærslagangurinn gat orðið ærinn en ekki minnist ég þess að slíkt hafi orðið tilefni mis- klíðar. Fríðu voru færð í vöggugjöf glaðværð og jafnaðargeð í ríkum mæli, svo og hjálpsemi og náunga- kærleikur. Þessara eiginleika nutu allir þeir eru voru svo lánsamir að kynnast og umgangast hana. Á tímamótum sem þessum lang- ar mann svo til að stöðva tímans þunga nið og hverfa til baka og endurupplifa allar skemmtilegu samverustundirnar og leika þær aftur og aftur líkt og á myndbandi. Ég átti eftir að vinna upp svo mik- inn tapaðan tíma. Því í hraða nú- tímans á alltaf að gera hlutina á morgun og ef ekki á morgun þá hinn og ef ekki í ár þá næsta ár. Þannig verða ár að áratugum, og fyrr en maður veit af er tíminn uppurinn. En það getur enginn tekið frá mér þær yndislegu og skemmtilegu stundir sem ég átti með þér og þínum. Elsku Fríða hvar sem þú ert þá veit ég að þér líður vel. Sá dagur kemur að við hittumst á ný. Veiztu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú vel af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál.) Kæri Sigvaldi, Valdi, Rikki, Alli, Róra Stína, fjölskyldur og börn, HÓLMFRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR ✝ Hólmfríður Þor-valdsdóttir aðal- bókari fæddist 13. júlí 1947. Hún andað- ist á Landspítalanum 18. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 25. mars. megið þið njóta guðs- blessunar á þessum erfiðu tímamótum. Sigurgísli, Kristín og dætur. Svo góð og svo traust og svo glöð ertu nú farin í ferð, sem betur fer frá þungbærum sjúkdómi og raunum hans af því hann varð ekki lækn- aður, en því miður alltof fljótt frá okkur vinunum svo maður veit ekki hvað segja skal. Sorgin er aldrei léttbær, en nú er hún þung. Öll sú geislandi gleði og uppörvun sem fylgdi þér, ekki ein- asta til eiginmanns og fjölskyldu, heldur líka til okkar hinna sem þekktum þig, umlykst nú sorg- aréli. Minningarnar sækja á hug- ann, úr starfi, leiðsögn og leik. Allt var það tvinnað saman í árafjöld, vinnustaður, heimili og skemmtun, hvað er betra en svo? Fríða var frábær bókari. Þau vöfðust ekkert fyrir henni margslungin viðfangs- efni og reikningafjöld til innslátt- ar, né afstemmingar og uppgjörs- mál af sitthverjum toga. Hún sótti alltaf í sig veðrið og bætti bara við þekkinguna. Kynni okkar Fríðu eru löng og fjölskyldna okkar. Það er svo skrítið sem það er að alls ókunn- ugar manneskjur sem við vorum skyldu ná svo vel saman sem raun varð og ekki minnst í seinni tíð við svo breyttar aðstæður sem vík er milli vina. Þau komu þrjú saman til mín, langan veg um holur og drullusvöð á vordegi til Patreks- fjarðar, að gera okkur hjónum glaðan dag á tímamótum og þar sló hún ekki slöku við við veislu- gerðina. Frá því vori eru bara frá- bærar minningar sem aldrei verða fullþakkaðar. Fleiri og fleiri voru samverustundirnar við alls konar iðju, skemmtiferðir á vegum Toll- stjóraembættisins og margs konar mannfagnaðir. Þrátt fyrir allt það gaman, stendur vináttan upp úr, svo einlæg og hlý. Gemsinn og beina línan hennar bera ekki sitt barr meir. Hvar skal nú leita viskubrunns? Mörg voru símtölin, skoðanaskipti og ráðlegg- ingar og ekki síst heimsóknirnar hennar, um hávetur, í vestasta byggðakjarna landsins, Vestur- byggð. Að leiðarlokum vil ég fyrir allt þetta þakka. Samverustundirnar voru frábærar. Öll él birtir upp um síðir. Við Bryndís flytjum hér eig- inmanni, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Góður Guð veri með ykkur og styrki nú og um alla framtíð. Blessuð sé minning þín. Guðmundur Óskar Hermannsson. Ég er svo heppin að hafa átt tvær yndislegar frænkur sem ég hafði sem fyrirmyndir mínar á mínum yngri árum. Nú er önnur þeirra látin langt um aldur fram. Fríða var alltaf jafn yndisleg hvernig sem á stóð á hjá henni. Hún kenndi mér að það væri alveg óþarfi að láta fólk vita þótt manni liði mjög illa. Það væri miklu betra að láta fólk vita ef manni liði vel. Löngu seinna á minni lífsleið, þegar ég átti erfitt, mundi ég eftir þessu og hjálpaði það mér vel. Það hjálpaði mér líka að muna að Fríða hafði sagt að eitt bros gæti virkað eins og sólargeisli í lífi annarra, jafnvel þótt við þekktum fólkið ekki. Mikill sannleikur í því. Ég man best eftir Fríðu þar sem hún stóð í ganginum í íbúð mömmu sinnar – Róru frænku – og var að kynna mig fyrir tilvonandi mann- inum sínum honum John. Hann var ekki bara glæsilegur maður að sjá, heldur líka skemmtilegur eins og um flesta Dani má segja. Hann átti eftir að stríða mér óspart í gegnum árin. Þau stóðu svo fallega saman í stofunni sem var lítil og notaleg en mér fannst hann fylla út í stofuna svo hávaxinn er hann var. Fríða og John eignuðust tvo yndislega drengi, þá Þorvald og Ríkharð. Það var ansi gaman hvort heldur var að passa þá eða bara koma í heimsókn og spjalla. Seinna skildi leiðir Johns og Fríðu en þau voru það þroskuð andlega bæði tvö að þau héldu sínum góða vinskap. Fríða giftist aftur og átti þá aðra tvo gullmola, þau Aðalstein og Áróru Kristínu. Fríða var einstök manneskja og því átti hún fyllilega skilið sína einstöku gimsteina, börnin sín. Fríða var alltaf brosandi og já- kvæð, hláturinn hennar var ynd- islegur. Ég man eftir Fríðu á brúð- kaupsdegi þeirra Sigvalda. Ég hafði aldrei séð hana eins ham- ingjusama né eins fallega. Og þeg- ar ég horfði á brúðkaupsmyndina af þeim tveimur saman þá skil ég af hverju það er. Hún var komin „heim“. Hún hafði fundið sinn sálufélaga. Ég þakka minni yndislegu Fríðu frænku allar þær ánægjustundir sem hún veitti mér hér áður fyrr og öll þau góðu ráð er hún gaf mér. Ég hefði ekki getað fengið betri fyrirmynd þótt ég hefði átt að velja hana sjálf. Megi góður guð styrkja Sigvalda og gullmolana hennar fjóra. Kveðja Anna Elín Steele. Sonur minn, bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR BIRGIR SIGURÐSSON, Hallveigarstíg 9, Reykjavík, frá Laugalandi, Vestmannaeyjum, lést fimmtudaginn 27. mars. Útför auglýst síðar. Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Hallgrímur Valdimarsson, Inga Jóna Sigurðardóttir, Sævar G. Proppé, Guðlaugur Sigurðsson, Kristrún O. Stephensen. INGIBJÖRG ÞORGEIRSDÓTTIR lést á dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum, aðfaranótt föstudagsins 28. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vina og ættingja, Ásgrímur Gunnarsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför JÓNS KRISTJÁNS JÓHANNSSONAR læknis, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Ólafía Sigríður Sigurðardóttir, Jóhann Jónsson, Sigurveig Víðisdóttir, Margrét Jónsdóttir, Elías H. Leifsson, Sigurður S. Jónsson, Kristín Þ. Guðbjartsdóttir og barnabörn. Elskuleg vinkona mín og systir okkar, SVEINBJÖRG ERASMUSDÓTTIR frá Háu-Kotey í Meðallandi, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, föstudaginn 28. mars. Viggó Guðjónsson, Guðríður Erasmusdóttir, Helga Erasmusdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ERLA BERGÞÓRSDÓTTIR, Kornsá II, Vatnsdal, lést á Sjúkrahúsi Blönduóss fimmtudaginn 27. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Ingi Þorbjörnsson, Helga Hauksdóttir, Hjörtur Sævar Hjartarson, Þorbjörn Ragnar Sigurðsson, Sigríður Brynja Hilmarsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Pála Pálsdóttir, Bergþór Sigurðsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.