Morgunblaðið - 29.03.2003, Page 46

Morgunblaðið - 29.03.2003, Page 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Rangt föðurnafn Ranglega var farið með föð- urnafn Elvu Óskar Ólafsdóttur leikkonu á einum stað í umsögn um leikritið Rauða spjaldið í blaðinu í gær. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Rangt nafn undir mynd Undir neðstu myndinni af þremur sem fylgdu minningar- greinum um Árna Kristjánsson (á blaðsíðu 39) í Morgunblaðinu í gær, föstudaginn 28. mars, átti að standa: Árni Kristjáns- son og Jón Nordal. LEIÐRÉTT FRÉTTIR Málþing um börn, unglinga og lýðræði Umboðsmaður barna í sam- starfi við laganema úr mannrétt- indahópi ELSA stendur fyrir mál- þingi í dag, laugardaginn 29. mars, í Valhöll á Þingvöllum. Málþingið ber yfirskriftina: Skundum á Þingvöll … málþing um börn, unglinga og lýð- ræði. Kynntar verða m.a. ýmsar leiðir, sem færar eru til að stuðla að lýðræðisþátttöku barna og unglinga, á vettvangi sveitarstjórna og innan skólans. Málþingsgestir koma frá Akranesi, Árborg, Bessastaða- hreppi, Fjarðabyggð, Garðabæ, Mosfellsbæ, Rangárþingi eystra, Reykjanesbæ og Reykjavík. Börn og unglingar verða í meirihluta mál- þingsgesta en einnig munu taka þátt kjörnir sveitarstjórnarmenn, skóla- stjórar auk annarra starfsmanna sveitarfélaga, sem vinna með börn- um og unglingum. Rúta fer frá BSÍ kl. 9 til Þingvalla og frá Þingvöllum kl. 16.30. Waldorf-skólinn í Lækjarbotnum og Waldorf-leikskólinn Ylur verða með opið hús í dag, laugardaginn 29. mars, kl. 14–17 við Suðurlandsveg, 10 km akstur frá Reykjavík á leið- inni austur. 10 og 11 ára börn sýna tóvinnu og eldri bekkur sér um kaffisölu. Í DAG Bakhlið borgarinnar Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa stendur fyrir röð morgunverðarfunda undir yfirskriftinni Bakhlið borgarinnar. Fundurinn verður haldinn þriðju- daginn 1. apríl kl. 8.15-10.15 á Grand hóteli í Reykjavík og á FSA Fjórðungssjúkrahúsinu (kennslu- stofu á 2. hæð) á Akureyri. Notaður verður fjarfundabúnaður. Erindi halda: Freydís Jóna Freysteins- dóttir, lektor í félagsráðgjöf, Sól- veig Anna Bóasdóttir, guðfræð- ingur, og Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur. Fyrirspurnir og um- ræður verða að loknum erindum. Fundarstjóri verður Guðrún Ög- mundsdóttir félagsráðgjafi og al- þingismaður. Boðið verður upp á morgunverðarhlaðborð á Grand hóteli og er þátttökugjald kr. 2.000. Á Akureyri er einnig boðið upp á morgunverð og er þátttökugjald þar kr. 1.500. Fundurinn er öllum opinn. Þátttaka tilkynnist á netfangið gud- runr@fel.rvk.is fyrir kl. 16 hinn 31. mars. Offitumeðferð Starfsfólk O-teymis Heilsustofnunar NLFÍ í Hvera- gerði heldur fund þriðjudaginn 1. apríl kl. 17 í fundasal ÍSÍ í Laug- ardal, 2. hæð. Á fundinum verður Sigríður Eysteinsdóttir, næring- arfræðingur. Eftir fundinn verður farið í gönguferð um Laugardalinn. Á NÆSTUNNI Frambjóðendur B-listans í Norð- vesturkjördæmi verða með opinn fund í Holti, Önundarfirði á morgun, sunnudaginn 30. mars kl. 14. Gestur fundarins verður Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Kl. 18 verður opnuð kosningaskrifstofa í Fram- sóknarhúsinu í Hafnarstræti 8, Ísa- firði. Frambjóðendur ávarpa gesti. Mánudaginn 31. mars kl. 13 verða frambjóðendur B–listans með bændafund í Félagsheimilinu Sæ- vangi, Strandasýslu. Gestur fund- arins verður Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra. Kl. 20.30 verða frambjóðendur B-listans með opinn fund í Gunnukaffi, Hvammstanga. Gestur fundarins verður Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra. STJÓRNMÁL VIÐ Þinganes í Nesjum, austan við Höfn í Hornafirði, sást svartsvanur með 14 álftum í vik- unni. Fuglarnir voru greinilega að koma til landsins og er þetta því þriðji svartsvanurinn sem sést hér á landi í ár, hinir tveir sáust í Lóninu. Þá sást lóan við Höfn á mánudag, í fyrsta sinn á þessu ári. Á Fuglavef Brynjólfs Brynjólfs- sonar fuglaáhugamanns kemur einnig fram að á Bjarnanesrótum er fuglalífið að lifna um þessar mundir, þar sást meðal annars í fyrradag fyrsta skúföndin á svæð- inu. Það var Björn Arnarson fugla- áhugamaður sem kom auga á níu heiðlóur á flugi við Sílavík á Höfn í skoðunarferð sinni. Um klukku- stundu síðar sást til fjögurra fugla til viðbótar í bænum. Fugla- áhugamenn segja lóuna á sínum venjulega tíma, en stærsti lóuhóp- urinn kemur þó ekki til landsins fyrr en um miðjan apríl. Koma lóunnar til landsins er alltaf mikið gleðiefni, þar sem það er ótvíræð staðfesting þess að vorið og sumarið sé á næsta leiti. Í fyrra sást fyrst til lóunnar hinn 24. mars á Austurlandi, eða sama dag og nú og einnig árið 2000. Ár- ið 2001 var hún nokkrum dögum fyrr á ferðinni eða 14. mars. Árið 1999 var hún heldur seinna á ferðinni en þá sást fyrsta lóan 29. mars við Kvísker í Öræfum. Ljósmynd/Brynjólfur Brynjólfsson Lóa og svartur svanur við Höfn Ótímabær andláts- fregn bróður míns, Ólafs Gunnars Sigurðs- sonar, barst mér að kvöldi 14. mars sl. Upp í hugann komu minning- ar frá æsku okkar og uppvaxtarárum. Ég sá fyrir mér ung- an fríðan dreng, dökkhærðan og með hrokkið hár, í Reykjahlíð, þar sem við ólumst upp. Ég var stóri bróðirinn og hann fylgdi mér gjarnan eftir við hvert fótmál. Þá var margt brallað við leik og störf. Við vorum mjög nánir á þessum árum, enda áttum við aðeins hvor annan að. Hann fór alltaf vel með dótið sitt og man ég að hann passaði sérstaklega vel upp á rauða brunabílinn sinn, sem hann fékk eitt sinn í jólagjöf. Mér fannst bíllinn of stór fyrir litla bróður minn og vildi eignast hann, en „lilli bó“ stóð fastur á eignarrétti sínum og gaf ekkert eftir. Ég minnist Óla sem einstaks prúð- mennis. Hann var kurteis í fram- komu, ávallt snyrtilegur til fara og ÓLAFUR GUNNAR SIGURÐSSON ✝ Ólafur GunnarSigurðsson fæddist í Reykjavík 4. maí 1959. Hann lést í Hollandi 14. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kapellunni í Fossvogi 28. mars. velviljaður. Hann var smekkmaður, listrænn og hafði gaman af að mála og hlusta á góða tónlist. Árin liðu, við urðum fullorðnir og vor- um alltaf í góðu sam- bandi, en hin síðari ár fór að bera á vaxandi erfiðleikum hjá honum. Bera fór á rótleysi, hann fór að missa fót- festuna og tókst illa ætl- unarverk sín. Hver ástæðan var fyrir að líf hans þróaðist í þessa átt geta menn sjálfsagt velt fyrir sér. Því miður breyta slíkar vangaveltur ekki þeirri staðreynd að hann er farinn frá okkur og afkom- endum sínum. Elsku bróðir, þá er komið að kveðjustund. Í birtu hækkandi sólar kveð ég þig og bið þér Guðs blessunar og fararheilla til Sólarlandsins eilífa. Þinn bróðir Sigþór. Elsku Óli minn, það er undarleg til- finning að vita að þú skulir ekki vera hjá okkur lengur. Ég var svo ánægð fyrir þína hönd að þú værir loks kom- inn til Spánar en þú hafðir talað um það í mörg ár. Síðast þegar ég heyrði í þér varstu svo glaður og allt var svo gott. Þú talaðir um myndir sem þú varst að mála og ætlaðir að selja, en þú varst alltaf góður listamaður. Það er gott að eiga um þig minningar með myndum sem þú málaðir. Takk fyrir öll árin sem við áttum saman og sér- staklega fyrir yndislegu stelpurnar okkar, Anitu Selmu og Tinnu Mar- gréti, sem þú elskaðir og hélst svo mikið upp á. Allt þitt líf snerist um stelpurnar enda var það mjög erfitt fyrir þig að fara til Spánar vegna þeirra. Ég kveð með orðum spá- mannsins Kahlil Gibran: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sef- ur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þín- um dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara. (Þýðing Gunnar Dal.) Sofðu rótt, elsku Óli, og Guð geymi þig. Guðrún Helga Guðmundsdóttir. Elsku mágur minn og frændi. Okkur langar til að kveðja þig í hinsta sinn. Vonandi ertu kominn á betri og bjartari stað. Þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðum dreng sem þú varst. Við viljum votta börnum þínum og systkinum okkar dýpstu samúð. Guð geymi þig, elsku Óli. Oddný, Birgitta og Þór. Ég kynntist Óskari fyrir 20 árum. Þá var ég nýflutt til Reykjavíkur og bjó í sama stigagangi og hann í nokkur ár. Óskar tók mig upp á sína arma og vildi allt fyrir mig gera. Okkur varð strax vel til vina, þrátt fyrir að rúm hálf öld skildi að og hefur sá vinskapur haldist alla tíð. Óskar var með eindæmum minn- ugur og fannst gaman að rifja upp gamla tíma. Það var ótrúlegt að heyra hann rifja upp minningar, allt frá frostavetrinum mikla, en þá var hann ungur drengur í Hafnarfirði. Mér er sérstaklega minnisstæð kaffihúsaferð fyrir nokkrum árum á Kaffi Reykjavík. Þá fór Óskar að segja mér frá því hvernig bryggja hefði verið þarna áður í gegn um mitt húsið og lýsti staðháttum svo vel að mjög auðvelt var að sjá þetta fyrir sér. Einnig rakti hann sögu húsanna þarna í kring og var greinilega á heimavelli þar. Hann hafði unnið fiskvinnslustörf lengst af og var verkstjóri í Ísbirn- inum til margra ára. Óskar hafði því ÓSKAR SIGURÐSSON ✝ Óskar Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 27. júlí 1907. Hann andaðist á sjúkradeild Hrafn- istu í Hafnarfirði 20. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 28. mars. kynnst miklum fram- förum í fiskvinnslu og það var merkilegt að sjá myndir allt frá því að verið var að þurrka fisk á gömlu reitunum. Hann hafði mikla ánægju af ferðalögum og hafði ferðast með Gullfossi á árum áður, einnig hafði hann farið í nokkrar sólarlandaferð- ir og ferðaðist á meðan heilsan leyfði. Það er óhætt að segja að Óskar hafi verið mikill vinnu- þjarkur og hraust- menni, enda bar hann þess merki. Síðustu árunum eyddi hann á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Höfðum við orð á því að nú væri hann kominn í hring, þar sem hann eyddi fyrstu árum ævi sinnar þar. Ég á margar góðar minningar um hann Óskar. Ég sé hann fyrir mér fyrir mér hossandi syni mínum á hné sér, einnig minnist ég þess með bros á vör þegar hann plataði mig til að gefa honum fyrsta kóksopann. Oft var set- ið í portinu á Ásvallagötunni í sólbaði, en þangað var hann fljótur út þegar sólin tók að skína. Einu sinni fórum við í dagsferð til Þingvalla en þá var Óskar í essinu sínu og reytti af sér skemmtisögur og fróðleik í bland. Ef ég ætti að lýsa Óskari í tveimur orðum segði ég hann harðjaxl með hjarta úr gulli. Þannig væri honum ágætlega lýst. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst Óskari, í honum fékk ég afann sem ég aldrei átti. Hrönn Harðardóttir. Óskar afi er látinn. Löng og farsæl ævi er að kveldi komin. Hetja er fallin frá. Hetja? Já, hetja. Afi var einn af þessum hörkuduglegu harðjöxlum sem íslenska þjóðin stendur í þakk- arskuld við. Miklir athafnamenn réð- ust í útgerð og fiskvinnslu. Aflaklær sóttu miðin. Stjórnmálaskörungar stækkuðu landhelgina. Afi og hans líkar sáu um verðmætasköpun í landi. Undir dyggri verkstjórn afa, með dugnaði og ósérhlífni, urðu til þær af- urðir sem urðu undirstaða velmegun- ar á Íslandi á 20. öld. Afi naut sín best þegar hann var umkringdur fjölskyldu sinni. Hann var hrókur alls fagnaðar og „sjarmör“ á sinn hátt. Hann var af þeirri kynslóð sem bar tilfinningar sínar ekki á torg en undir hinni hörðu skel skynjaði maður mikla væntumþykju. Ég kveð þig með djúpri virðingu. Mér þótti vænt um þig. Sturla Óskar Bragason. Þökkum öllum þeim sem heiðruðu minningu móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR frá Kollafjarðarnesi, áður til heimilis í Skipasundi 68, og sýndu okkur hlýhug og samúð. Guð blessi ykkur öll. Elín Skeggjadóttir, Guðný Skeggjadóttir, Guðmundur Ingimarsson, Ormar Skeggjason, Sigríður Ingvarsdóttir, Guttormur Þormar og aðrir afkomendur. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.