Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 48

Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 48
48 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ hefur vakið athygli mína að und- anförnu að til eru sérstakar reglur um verðmerkingar útstillinga í gluggum. Meira að segja hefur einhver bírókrati það að atvinnu að gera könnun á hvernig þessum málum er háttað hjá verslunum. Er í fréttatil- kynningum bírókratans og stofnunar hans til fjölmiðla, sem settar eru fram til að sýna að þar fari einhverskonar starfsemi fram, talað um „ástand verðmerkinga í sýningargluggum“. Ja, það er meira ástandið. Mann setur hljóðan og á illt með svefn. Við neyt- endur hljótum að vera í stórhættu. En að öllu gamni slepptu þá furðar maður sig á þessum lögum. Ef Sam- keppnisstofnun hefur ekkert annað að gera hlýt ég að taka undir þau sjónarmið sumra að hún sé óþörf. Hvers vegna þurfa verslunareigend- ur að verðmerkja vörur sem þeir hafa til sýnis í gluggum? Rökin í lögunum eru þau að það sé til að auðvelda neyt- endum að gera verðsamanburð. Hví- lík rökleysa. Af hverju þurfa að vera til lög um það. Lög eiga að vera sett fram af illri nauðsyn, engu öðru. Ef verslanir telja sig vel settar í verðsamanburði hljóta þær að mega auglýsa slíkt sé það raunin, enda mik- il samkeppni um að ná viðskiptum neytenda til sín. En að knýja það fram með lögum er dæmi um offramleiðslu laga og reglna. Hvar eru þá lögin um að verð skuli koma fram í auglýsing- um? Í mörgum tilvikum eru gluggaút- stillingar listaverk. Sérstök leið til að höfða til ákveðinna tilfinninga, þó sér- staklega fagurfræðilegra. Sýningar- gluggar verslana eru andlit þeirra út á við, sem í raun gætu verið málverk á vegg eða slíkt. Hlutverk gluggans er að vekja áhuga minn um það sem fyrir innan er, kryddið sem kemur mér á bragðið. Hvort ég síðan læt slag standa og fer inn í verslunina er mitt mál. Viðskipt- in fara síðan ekki fram nema báðir að- ilar telji sig hafa hag af þeim. Sektir og annar kostnaður lendir á neytend- um, engum öðrum. Látum skynsem- ina ráða. SIGMUNDUR SIGURGEIRSSON, Fagurgerði 8, Selfossi. Furðulegar reglur Frá Sigmundi Sigurgeirssyni ÞAÐ vöknuðu spurningar við lestur bókar sem ég fékk lánaða á bókasafn- inu: Ríkir Íslendingar. Hverjir eru 200 ríkustu menn landsins? Eftir Sig- urð Má Jónsson. 1. Hvernig er hægt að sópa saman þessum auði hjá ekki fjölmennari þjóð á ekki lengri tíma? 2. Hverjar eru helstu auðsupp- spretturnar? 3. Hvað af þessum afrakstri er fengið frá auðlindum þjóðarinnar? 4. Hvað er komið sem hagnaður af rekstri fyrirtækja? 5. Hvað er orðið til við gengisbreyt- ingar? 6. Hve stór hluti er álagning versl- unarinnar á innflutning til landsins? Svör óskast við þessum spurning- um frá þeim sem þessi mál þekkja. Í flestum fjölskyldum á Íslandi eru einn eða fleiri sem eru fórnarlömb áfalla, sem rekja má til slysa, veikinda eða aðgerða opinberra aðila. Allir reyna að hjálpa sínu fólki í erfiðleik- um sem best þeir geta og við eigum frábæra heilbrigðisstétt sem vinnur verk sín vel. Hin manngerðu áföll eru mörg af- leiðingar vaxtaokursins sem viðgeng- ist hefur svo árum skiptir og er að sumu leyti falið í formi verðbóta sem hlaðast á lán sem fólk hefur tekið til fjárfestinga og á lán sem það hefur neyðst til að taka þegar hengingarólin fer að herða að. „Frjálshyggjan“ eins og henni er beitt virkar líkt og þegar minkur kemst inn í hænsnabú! Fyrir 12 árum var bjartsýni ríkjandi um að reglu yrði komið á fjármálastjórn á Íslandi þegar vaskir menn sem þjóðin bar mikið traust til tók við stjórnartaum- unum. Og það hefur gengið vel efna- lega á Íslandi þessi sl. 12 ár. Landsmenn eru vinnusamir og verkhyggnir svo af ber enda er auð- sköpun með því mesta sem þekkist og miðað við höfðatölu sú langmesta í heiminum. Á Íslandi gætu t.d. allir búið í eigin húsnæði ef allt væri með felldu og þjóðvegur 1 að miklum hluta 3–4 akreinar o.s.frv. En þar brugðust hinir nýju stjórn- arherrar því arðinum hefur sjálfsagt aldrei verið eins misskipt og sl. 12 ár. Það virðist sem hér hafi orðið til tvær stéttir í landinu. Í annarri er „hið vinnandi fólk“ sem vinnur myrkranna á milli til að standa í skilum með af- borganir og vexti af lánum og halda haus því menn reyna að bera sig mannalega í lengstu lög. Og svo er það „yfirstéttin“ sem fleytir rjómann. Oft er þessi auður tilkominn af vaxta- okrinu, braski með kvóta, aðstöðu til að nota kerfið sér til framdráttar og ekki síst með álagningu á innfluttan varning. Hvernig væri að vinna að breytingum á ríkjandi ástandi? Við Íslendingar erum svo ótrúlega auðug þjóð. Fyrst er að nefna mannauðinn sem býr í genunum og okkur ber að rækta. Þá eru það fiskimiðin sem okkur ber að vernda. Landgrunnið með lítt rannsökuð- um auðlindum sem við eigum sjálf. Blessað landið okkar með öllum þess gæðum og sem okkur ber að skila til barna okkar í ekki verra ástandi en við tókum við því. Og við þessir kvartmilljón Íslend- ingar ættum að hafa vit á að búa að okkar í sátt og samlyndi en vera ekki að leika í „stórfiskaleik“ með fjöregg þjóðarinnar, það gæti brotnað í þeim leik. Þessi hugleiðing er sú fyrsta af nokkrum þar sem reynt verður að brjóta umfjöllunarefnið til mergjar. SVAVAR GUÐNI GUNNARSSON, Borgarhrauni 21, Hveragerði. sgg@ismennt.is Hverjir græða á hverjum og hvernig? Frá Svavari Guðna Gunnarssyni kennara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.