Morgunblaðið - 29.03.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 29.03.2003, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 49 AUGLÝSINGAR eru mikilvægur þáttur í öllum fjölmiðlum. Þær eru upplýsandi, oft fréttnæmar. Þær eru þannig ekki einungis tekjulind, heldur samskiptaleið. Á sínum tíma voru tóbaksauglýsingar gríð- arleg tekjulind, nú eru þær bann- aðar hér á landi og víðar. Morg- unblaðið hætti að taka við tóbaksauglýsingum áður en þær voru bannaðar með löggjöf. Þjón- usta við mennskuna var græðginni yfirsterkari. Stundum er reynt að fá birtar auglýsingar í Morgunblaðinu á er- lendum tungum, einkum ensku. Það hefur ekki verið leyft sem bet- ur fer. Íslenzkur texti verður að minnsta kosti að fylgja. Ég minnist þess að alþjóðlegur banki reyndi á sínum tíma að fá birta heilsíðuaug- lýsingu á ensku hér í blaðinu. Því var hafnað. Enn var reynt og þá var boðið upp á íslenzkan texta í auglýsingunni, auk enskunnar. Bankinn hafnaði því. Blaðið varð af miklum viðskiptum. En þjónusta við tunguna var græðginni yfir- sterkari. Íslendingar hafa alltaf verið stoltir af tungu sinni og arfleifð. Ef þeir halda við það er okkur borgið. Við prédikuðum aldrei á dönsku og gátum aldrei lært danska tungu eins og Færeyingar og Grænlend- ingar. Af hverju? Mér er nær að halda það hafi verið af sálrænum toga; eða eigum við að segja þjóð- ræknilegum? Þegar við fengum handritin heim skrifaði ég forystugrein sem birt var aldrei þessu vant á forsíðu Morgunblaðsins og hrósaði dreng- skap og vináttu Dana. Þá kom Sveinn Benediktsson askvaðandi inn í skrifstofuna mína í Aðalstræti og skammaðist yfir leiðaranum: Þið eruð búnir að eyðileggja allt Danahatur í landinu, hrópaði hann, og rauk út. Ritstjórn Morgunblaðsins hefur ekki alltaf verið tekin út með sæld- inni! Ástæða þess ég rifja þetta upp er athyglisverð grein sem birtist í DV í síðustu viku undir fyrirsögn- inni Enskan flæðir yfir íslenzk fyr- irtæki. Greinin hefst á því að al- þjóðavæðing sé nú allsráðandi í viðskiptaheiminum. Þetta er svo sem gott orð og gilt. En Einar Ólafur Sveinsson, kennari minn í háskólanum á sínum tíma, skýrði fyrir okkur af einhverju tilefni að orðið hervæðing ætti vel við, en ekki orð eins og iðnvæðing; iðnbún- aður væri betra. Hann sagði það væri rökrétt að tala um hervæð- ingu, vígvæðingu því þá færu menn í nýjar váðir, eða herklæði; orðið væri þannig rétt hugsað: væða er klæða, búa að fatnaði. En iðnaður- inn færi aftur á móti ekki í neinn nýjan búning og því gæti orð eins og iðnvæðing vart staðizt. Hvað þá alþjóðavæðing!! En tíminn hefur veitt voðinni eða væðingunni brautargengi í alls kyns myndum og við það situr. Það er svo margt í tungunni sem fer ekki að ýtrustu rökum. Í DV-greininni er sagt að fínu al- þjóðafyrirtækin, helzt þau sem braska með peningana okkar á er- lendum mörkuðum, haldi aðalfundi sína á ensku. Það sé nauðsynlegt í alþjóðlegri samkeppni. Ég veit svo sem ekkert um þetta og læt mér það í léttu rúmi liggja, meðan starfsfólkið fær að tala móðurmálið í kaffitímanum. En hitt er jafnvíst að hörmang- ararnir gömlu töluðu dönsku á sín- um fundum, enda Danir og inn- vígðir af kóngi. Þá er sagt í DV-greininni að Ís- lendingar kunni ekki eins góða ensku og þeir haldi og því sé hún ekki almennilega nothæf þarna við háaltari Mammons. Enn fremur að danska mál- nefndin, jafnvel hún, óttist enskan sé að taka við af dönskunni. Og kallar hún þó ekki allt ömmu sína eins og slangið veður uppi þar á bæ! Þannig er nú ástandið og ekki frýnilegt! Fyrir allnokkrum misserum voru norskir stjórnmálaforingjar spurð- ir að því, hvað háði innflytjendum mest þar eystra. Þeir svöruðu ein- um rómi: Þeir útlendingar sem læra ekki norsku komast aldrei inn í norskt samfélag. Þeir verða ut- angarðsmenn. Þetta er aðalvanda- málið, sögðu þeir. Og nú sé ég ekki betur en við Ís- lendingar séum farnir að átta okk- ur á þessum grundvallarvanda. Sem sagt, við þurfum að kenna út- lendingum íslenzku, svo að þeir geti notið sín í nýju samfélagi. Og á það þurfum við að leggja áherzlu fyrst hér eru 10–20 þús. starfandi útlendingar, eða tiltölulega jafn- margir og í ýmsum nálægum lönd- um. Fyrir skömmu var ég beðinn um að koma í bekk í MH sem er að mér skilst á alþjóðanámsbraut svo nefndri. Þar fer kennslan fram á ensku, en ég var í íslenzkutíma og svaraði spurningum um verk mín sem kennd höfðu verið á náms- brautinni. Þarna kynntist ég myndarlegum hópi ungra nemenda og bráðáhugasömum kennara. Það var mér mikil reynsla og góð. Öll samskipti okkar fóru fram á ís- lenzku, að sjálfsögðu, enda ís- lenzkutími. Ég fann að þetta var ræktaður og áhugasamur hópur og bæði skemmtilegt og fræðandi að kynnast þessu unga Íslandi. Hóp- urinn var ekki á flæðiskeri stadd- ur, þegar bókmenntir og skáld- skapur voru annars vegar, og íslenzkan ræktaður akur. Ég hugsaði með mér, þarna er vegvísir. Þarna er fólk sem er svo vel ræktað í móðurmálinu og arf- leifð okkar að unnt verður að trúa því fyrir útlendum samskiptum, hvort sem er á íslenzku eða ensku. Þau eiga ekki eftir að rugla þessu saman í einn hrærigraut, en það er ævinlega hættan, þegar undirstað- an er völt. Þarna er hún réttleg fundin. Og með slíkt veganesti geta Íslendingar haslað sér völl á al- þjóðavettvangi, hvort sem er í vís- indum eða viðskiptum. Með slíkri menntun lendum við ekki á neinu alþjóðlegu fortói eins og á tímum prentsmiðjudönskunnar og ættum að geta fótað okkur á hinum mjóa vegi alþjóðagangstéttarinnar inn í framtíðina. Aðalástæða þess ég tók mér penna í hönd er þó sú að minna á, hvað Jón forseti lagði mikla áherzlu á móðurmálið í sjálfstæð- isbaráttunni. Hann talaði um rétt tungunnar. Um það hef ég fjallað í dálítilli ritgerð í bókinni Ævisaga hugmynda, Jón forseti og réttur tungunnar, og leyfi mér að vísa til þess. Jón og samherjar hans töldu tunguna hvorki meira né minna en „helgustu réttindi“ Íslendinga og aðför að henni barátta fyrir ólögum sem málstaður dönsku stjórnarinn- ar byggist á „og látin hafa verið yf- ir oss dynja hvenær sem færi hefir gefizt, rétt einsog stjórnin hefði skilið svo köllun sína gagnvart oss, að hennar mark og mið væri að gjöreyða öllu því, sem væri íslenzkt til, og þannig að sjá hinni fornu túngu Norðurlanda og þjóðerni Ís- lendinga og sjálfsforræði fyrir borð kastað“. Með hamrahlíðardæmið í huga hef ég þá trú að við getum glímt við þennan útlenda þrýsting, þessa ensku áskorun, eins og okkur sæm- ir. En ef við þyrftum að velja milli tungunnar og hins fyrrnefnda há- altaris Mammons, væri æskilegra, og raunar manndómslegra, að velja tunguna. Hún geymir uppruna okkar, sögu og arfleifð; einkenni okkar og sérstöðu. Og án hennar værum við rótlaus eins og arfinn. Án hennar yrðum við einskis metnir eyjaskeggjar nyrzt í Ball- arhafi og auðveld bráð þeirra við- skiptaljóna sem sitja um markað- inn eins og kattdýr um sebra- sléttur Afríku. MATTHÍAS JOHANNESSEN, Reynimel 25A, 107 Reykjavík. Réttur tungunnar Frá Matthíasi Johannessen BRÉF TIL BLAÐSINS NÝ Nissan Micra verður frumsýnd um helgina hjá Ingvari Helgasyni hf. við Sævarhöfða í Reykjavík. Þeg- ar hafa allmargir bílar verið seldir. Micra verður boðin í 3ja og 5 dyra útfærslu, beinskipt og sjálfskipt. Áhersla verður lögð á 1,2 lítra vél- ina en einnig er hægt að velja um 1,4 l vél. Micran kemur vel búin og er staðalbúnaður m.a. hliðar- loftpúðar, fjarstýring á útvarpi úr stýri, þrír höfuðpúðar að aftan, fær- anleg aftursæti o.fl. Nýja Micran er gjörbreyttur bíll frá því sem áður var. Bíllinn hlaut nýverið hönnunarverðlaunin á bíla- sýningunni í Genf sem best hannaði bíllinn í sínum flokki, segir í frétta- tilkynningu. Opið verður frá kl. 12–17 á morg- un og sunnudag. Frumsýning á Nissan Micra DR. INGI Rúnar Eðvarðsson, pró- fessor í stjórnun við rekstrar- og við- skiptadeild, sendi nýverið frá sér rit sem hann kallar „Starfsmenntun í atvinnulífi“. Markmið ritsins er þrí- þætt. Í fyrsta lagi að gera grein fyrir mikilvægi nýliðafræðslu í fyrirtækj- um, í öðru lagi að kynna þýðingu starfsfræðslu almennt, og loks kynna kannanir í þjálfun og fræðslu í íslensku og bandarísku atvinnulífi. Ritið er ætlað þeim sem sinna starfs- manna- og fræðslumálum og þeim sem hafa áhuga fyrir framþróun ís- lensks atvinnulífs. Hægt er að nálgast ritið í Bókabúð Jónasar á Akureyri. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum geta haft samband við Inga Rúnar með tölvu- pósti á netfangið ire@unak.is. Starfsmenntun í atvinnulífi Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18 PLUS PLUS ww w. for va l.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.