Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Baltimar Notos kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Florinda kemur í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel er opið alla virka daga frá kl. 13–17. Kaffi á könn- unni kl. 15 til 16:30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Heilsa og hamingja fræðslu- fundur fellur niður í dag vegna forfalla. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Bók- band í dag kl. 10–12. Gerðuberg, félags- starf. Föstudaginn 4. apríl, dansleikur frá 20–23.30, hljómsveit Hjördísar Geirs, húsið opnað kl. 19.30, allir velkomnir. Allar upp- lýsingar í síma 575 7720. Vesturgata 7. Miðviku- daginn 2. apríl kl.14 verður farið að sjá leik- ritið „Forsetinn kemur í heimsókn“ sem Snúð- ur og Snælda, leikfélag Félags eldri borgara, sýnir, farið frá Vest- urgötu kl.13.30. Skrán- ing í síma 562 7077. Átthagafélag Stranda- manna heldur vorball laugardaginn 29. mars í Breiðfirðingabúð. Hljómsveitin Upplyft- ing leikur fyrir dansi. Húsið opnað kl. 22. Breiðfirðingafélagið félagsvist í Breiðfirð- ingabúð morgun sunnudag kl. 14. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 genga að Katt- holti. Minningarkort Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutíma í síma 552-4440 frá kl 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.parkinson.- is/sam_minningar- kort.asp Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (KH), er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suð- urgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544-5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540-1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551-7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endurhæf- ingardeildar Landspít- alans Kópavogi (fyrr- verandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrktar- félags vangefinna, s. 551-5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565- 5727. Allur ágóði renn- ur til starfsemi félags- ins. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjar- skrifstofu Seltjarnar- ness hjá Ingibjörgu. Í dag er laugardagur 29. mars, 88. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Anda sannleikans, sem heim- urinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jóh. 14, 17.) Þingmaðurinn EinarKristinn Guðfinnsson fjallar í grein á heima- síðu sinni www.ekg.is um hvort nú sé komið að bönkunum að axla aukn- ar byrðar. Einar Kristinn segir m.a.: „Vextir hér á landi eru of háir. Lækkun stýrivaxta Seðlabankans hófst of seint og var tekin í of smáum skrefum. Engu að síður hefur ver- ið um að ræða allkröftugt vaxtalækkunarferli, sem staðið hefur fram á þenn- an dag án hléa. Við- skiptabankarnir hafa fylgt að einhverju leyti í kjölfarið, en engan veg- inn nóg. Nú er komið að þeim. Bankarnir eiga að lækka vextina einhliða. Fyrir því eru efnahags- legar forsendur, þær for- sendur liggja líka í lækk- un stýrivaxta Seðla- bankans, minni bindi- skyldu bankans og loks gefur glimrandi afkoma viðskiptabankanna tví- mælalaust tilefni til ein- hliða vaxtalækkunar af þeirra hálfu.“     Síðar í pistli sínum seg-ir þingmaðurinn: „Tilkynningargjöld alls konar og kostnaður sem innheimtur er í stórum stíl verður æ stærri hluti af rekstrartekjum banka- kerfisins. Ný þjónusta af hálfu bankanna hefur gefið þeim færi á miklum nýjum tekjum á þessu sviði. Í sjálfu sér er það ekki óeðlilegt að slík gjöld séu rukkuð, til þess að standa undir kostnaði. Það er ekki eðlilegt að kaupandi einnar tegund- ar þjónustu greiði fyrir næsta mann, sem fær í té annars konar þjónustu lánastofnana. En þá er þess líka að vænta að vaxtamunurinn lækki. Vaxtamunurinn stóð nefnilega, fyrir daga hinna háu þjónustu- gjalda, undir rekstri bankakerfisins í ríkari mæli. Með öðrum orðum: Bankarnir geta í ljósi af- komutalna lækkað vaxta- muninn miklu meira en þeir hafa gert. Það er eðlilegt að viðskiptavin- irnir njóti góðrar afkomu bankanna, ekki bara starfsfólk og hluthafar. Þannig virkar það að minnsta kosti á frjálsum markaði þar sem alvöru samkeppni ríkir. Við- brögð bankanna að þessu leyti eru viss prófsteinn á raunveruleika sam- keppninnar á fjármála- markaði.“     Þá segir Einar Krist-inn: „Vaxtalækkun nú myndi stuðla að lægra raungengi íslensku krón- unnar, eins og raunar öll efnahagsleg rök mæla með. Lækkun vaxta og lægra raungengi myndi efla atvinnulífið, draga úr greiðsluerfiðleikum fólks og fyrirtækja, stuðla að lægri útlána- töpum og þar með minni vaxtamun. Afkoma bank- anna myndi þannig enn batna í takt við betri stöðu viðskiptavinanna. Það er því í þágu banka- kerfisins sjálfs, rétt eins og annarra, að það hafi sjálft frumkvæði að vaxtalækkun.“ STAKSTEINAR Komið að bönkunum að axla byrðar Víkverji skrifar... EINKADÓTTIR Bills Clintons,fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, kom til Íslands á dögunum og er því komin í raðir Íslandsvina þó að ekki hafi hún gróðursett tré í Vinaskógi. Varla er hægt að segja að veðurguðirnir hafi farið mildum höndum um Chelsea og vini hennar þótt blessuð sólin hafi látið í sig glitta af og til, en hagl, rigning og snjór féll af himnum meðan á dvöl hennar stóð. Chelsea lét veðurfarið þó ekki á sig fá og fór út á lífið í miðbænum til að kynna sér skemmtanamenningu Frónbúa. Fór hún í biðröð ásamt vinum sínum, til að komast inn á Hverfisbarinn og komst þar inn eftir að hafa beðið eins og aðrir óbreyttir djammarar í röðinni. Íslenskir skemmtistaðir hafa flestir tvær raðir fyrir gesti sína, eina fyrir skrílinn og hina fyrir VIP- liðið, þ.e.a.s. þá sem teljast vera „very important persons“. Chelsea skoraði mörg prik hjá Víkverja þegar hann frétti að hún hefði bara farið í almúgaröðina eins og aðrir, enda vildi hún líklega falla í fjöldann. Chelsea hefur eflaust séð ýmsum íslenskum „stórlöxum“ hleypt fram fyrir sig þrátt fyrir að þeir hafi beðið mun skemur. x x x VÍKVERJI hefur alltaf átt erfittmeð að þola þessar VIP-raðir. Man hann t.d. eftir því að hafa staðið úti í nístingskulda í biðröð til að komast inn á Skuggabarinn á Hótel Borg meðan fjölmörgum kunn- ingjum dyravarðarins og öðru þotu- liði var hleypt fram fyrir Víkverja í röðinni. Víkverji hnippti í dyravörð- inn en var þá bent á skilti fyrir ofan dyrnar. „Ákveðnir gestir fá for- gang.“ Víkverji reyndi þá að sann- færa dyravörðinn um að hann gæti verið ansi ákveðinn þegar sá gállinn væri á honum, en allt kom fyrir ekki. Víkverji mátti því dúsa í röðinni ásamt öðru almúgafólki meðan VIP- liðinu, sem Víkverji gat nú ekki séð að væri merkilegra en þeir sem hann stóð með í biðröð, var hleypt fram fyrir í röðinni. x x x ÞAR sem VIP-liðið fær forganginn á skemmtistaði í landi kulda og ísa getur það komið sér vel að vera einn hinna útvöldu. Telur Vík- verji reyndar að allir geti fundið sér eitthvað til framdráttar til að rök- styðja hví þeir eigi heima í VIP- röðinni – kannski sérstaklega eftir að Íslendingabók kom á Netið. Fólk gæti t.d. rakið sig saman við eiganda staðarins og sýnt fram á að það ætti sameiginlega forfeður og eigandinn í t.d. sjötta lið. Varla fer hann að vísa frænda eða frænku á dyr? Reyndar virðast oft fleiri fara í VIP-röðina en í röð sauðsvarts al- múgafólks. Fyrir utan Thorvaldsen bar í Austurstræti má t.d. oft sjá mun fleiri gesti bíða í VIP-röðinni en í almúgaröðinni. Þá mega hinir óbreyttu líklega bíða ansi lengi. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ætli það hafi verið hamagangur í öskjunni í biðröðinni hjá Chelsea? LÁRÉTT 1 letiblóð, 8 tónverkið, 9 húsgögn, 10 verkfæris, 11 hraðann, 13 þrekvirki, 15 laufs, 18 báran, 21 skán, 22 þurfaling, 23 ganga, 24 sníkjudýr. LÓÐRÉTT 2 skaprauna, 3 út, 4 æða yfir, 5 hefur undan, 6 styrkja, 7 þýðanda, 12 myrkur, 14 dyl, 15 lóð- arstampur, 16 skyld- mennin, 17 drang, 18 veitir tign, 19 földu, 20 askar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 bassi, 4 lurfa, 7 beður, 8 nykur, 9 and, 11 arma, 13 þrær, 14 rengi, 15 bast, 17 lest, 20 hal, 22 ugg- ir, 23 Júðar, 24 iðnin, 25 tomma. Lóðrétt: 1 babla, 2 síðum, 3 iðra, 4 lund, 5 rokur, 6 aðr- ar, 10 nunna, 12 art, 13 þil, 15 bauti, 16 sugan, 18 eyð- um, 19 torfa, 20 hrín, 21 ljót. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 ÉG las í Morgunblaðinu í desember 2002 pistil þar sem farið er mörgum orð- um um lélega þjónustu hjá Ingvari Helgasyni hf., m.a. var sagt: „Þeir hafi ekki áhuga eða ráð á að eiga varahluti“ eða „almanna- rómur segir þetta ósköp venjulegt þegar þetta fyr- irtæki eigi í hlut“. Frá því að ég las þennan pistil hef ég talað við fjöldann allan af vinum og kunningjum, sem viðskipti hafa átt við Ingvar Helga- son hf. og ber öllum saman um ánægjuleg og góð sam- skipti við þetta fyrirtæki í einu og öllu. Ég get því ekki orða bundist, þótt seint sé, því til fjölda margra ára hef ég haft viðskipti við þetta fyr- irtæki og hef ætíð fengið toppþjónustu sem í mörg- um tilfellum væri hægt að draga í efa að ég ætti rétt á. Stjórnendum þessa fyr- irtækis og öllum starfs- mönnum þakka ég frábæra viðkynningu og þjónustu- lund í hvívetna og mun ég í ljósi margra ára reynslu beina áfram, eins og hingað til, viðskiptum mínum til þessa ágæta fyrirtækis. Baldur Þórðarson. Siðleysi í útvarpi ÉG var að hlusta á þáttinn Haukur í horni á Músík FM 88,5 er ég var á leið frá skóla einn eftirmiðdaginn. Þannig var, að sá sem stjórnaði þættinum var með lifandi dýr inni í stúdíóinu og hlustendur gátu hringt og greitt at- kvæði um það hvort dýrið ætti að lifa eða hvort þul- urinn ætti að drepa dýrið. Öll dýrin hafa sloppið hing- að til. Mér finnst svona lagað ekki eiga heima í útvarpi. Mér finnst þetta lýsa heimsku og siðleysi hjá þeim sem fjallar um svona eða lætur hlustendur segja álit sitt á því hvort dýr eigi að fá að lifa eða deyja. Þessi þáttur er alltof ógeðslegur fyrir minn smekk og mun ég framvegis hlusta á eitt- hvað annað. Framhaldsskólanemi og dýravinur. Hátt verðlag VEGNA komandi kosninga langar mig til að lýsa yfir óánægju minni með hátt verðlag á Íslandi. Sem dæmi má nefna að ég fór í Ikea í vikunni og keypti nokkra hluti. Þegar ég kom að kassanum spurði kassastarfsmaður mig hvort ég vildi poka undir vörurnar. Ég spurði hvort það kostaði eitthvað auka- lega og þá sagði hún fimm- tán krónur! Ég sagði bara nei takk og hvet ég aðra til að gera hið sama. Betra er að koma bara með eigin taupoka þegar kaupa á í búðum. Svo langar mig til að þakka fyrir mjög góða þjónustu í sólbaðsstofunni Sælunni á Rauðarárstíg. Þar hefur þjónustan batnað til muna og starfsfólkið þar er kurteist og brosmilt. Í því samhengi vil ég hvetja fólk til að bera á sig þar til gerð krem áður en lagst er í bekkina því það margfaldar árangurinn. Ástrún Friðbjörnsdóttir, bókmenntafræðingur. Tepruskapur ÉG er alveg hissa á reglum á sundstöðum að leyfa ekki drengjum 6-7 ára að fylgja mæðrum sínum í klefum og sturtum. Mér finnst þetta tepruskapur. 131025-4329. Dýrahald Símon Tumi er týndur SÍMON Tumi er grár og nettur fressköttur, eyrna- merktur 03G4 en ólarlaus. Hann týndist frá Lyng- brekku í Kópavogi sl. mánudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 564 5964. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Topp þjónusta Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.