Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 51 DAGBÓK FJÖRUTÍU pör tóku þátt í Íslandsmótinu í paratví- menningi, sem fram fór um síðustu helgi í húsnæði BSÍ við Síðumúla. Anna Ívars- dóttir og Þorlákur Jónsson unnu sannfærandi sigur, en þau tóku snemma forystuna og héldu henni allan síðari keppnisdaginn. Hrafnhildur Skúladóttir og Jörundur Þórðarson hlutu silfurverð- launin, en bronsverðlaunin komu í hlut Drafnar Guð- mundsdóttur og Ásgeirs Ás- björnssonar. Hér er athygl- isvert spil með sigurvegur- unum: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á72 ♥ ÁG ♦ K872 ♣G863 Vestur Austur ♠ 9 ♠ K543 ♥ K10752 ♥ 98 ♦ Á1063 ♦ G5 ♣KD9 ♣107542 Suður ♠ DG1086 ♥ D643 ♦ D94 ♣Á Þorlákur varð sagnhafi í þremur gröndum eftir þess- ar sagnir: Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu * Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Þorlákur fékk „fljúgandi start“ þegar vestur valdi að koma út með smáan tígul. Hann tók gosa austurs með drottningu og svínaði spaða- drottningu. Austur tók strax á kónginn og spilaði tígli til baka – nían frá Þorláki og vestur tók á ásinn. Vestur skipti nú yfir í hjarta. Tíu slagir eru komnir í hús, en Þorlákur sá fyrir sér möguleika á þeim ellefta. Hann lét hjartagosann úr borði og yfirdrap með drottningu! Svínaði tígul- áttu, tók kónginn og rúllaði svo niður spöðunum: Norður ♠ – ♥ Á ♦ – ♣G86 Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ K10 ♥ 9 ♦ – ♦ – ♣KD ♣1075 Suður ♠ 8 ♥ 64 ♦ – ♣Á Þegar Þorlákur spilaði síðasta spaðanum í þessari stöðu varð vestur fórnar- lamb svokallaðrar víxlþving- unar (criss-cross squeeze). Ef hann hendir laufi, verður gosinn í borði slagur, en hendi hann hjarta, fær suð- ur síðasta slaginn á hjarta- hund. Þorlákur og Anna fengu hreinan topp fyrir, 460. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert mikill mannvinur sem hefur gaman af að umgang- ast ólíkt fólk. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú gætir átt von á óvæntum fréttum frá yfirvöldunum í dag. Þetta gæti þýtt breyt- ingar á áætlunum þínum. Láttu berast með straumnum. Naut (20. apríl - 20. maí) Áhugaverðir einstaklingar koma inn í líf ykkar á næst- unni. Verið ekki of dómhörð. Oft leynist perla í hrjúfri skel. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þið eigið von á óvæntum og góðum fréttum frá ein- hverjum ykkur eldri og reyndari. Þær tengjast hugs- anlega tæknilegum málum eða einhverju í nútímanum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Varastu að fara út í rökræður um hluti sem þú veist í raun lítið um. Það er líklegt að þú látir stjórnast af tilfinningum þínum fremur en rökhugsun. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér berast óvæntar gjafir. Vertu ekki að velta fyrir þér hvaðan þær koma eða hvort þú hafir unnið til þeirra. Við höfum öll unnið til gjafa. Þakkaðu alheiminum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Óvænt uppákoma sem tengist nánum vini eða maka gerir ykkur ung í anda. Ykkur líður vel. Þið lítið björtum augum til framtíðarinnar og eruð tilbúin til að taka því sem að höndum ber. Vog (23. sept. - 22. okt.) Ykkur finnast tækninýjungar í vinnunni yfirþyrmandi. Þið getið huggað ykkur við það að við eigum flest fullt í fangi með að fylgjast með tækniþróun samtímans. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Óvænt rómantík gleður hjarta þitt. Þig langar til að nálgast einstakling sem er ólíkur öll- um þeim sem þú hefur tengst til þessa. Líttu á þetta sem áskorun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hvatvísi einkennir heimilis- og fjölskyldulífið og það gerir þetta að skemmtilegum tíma. Þú gætir fengið óvæntan gest eða eignast nýtt heimilistæki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þið eruð eirðarlaus og uppá- tektarsöm. Ykkur langar til að læra eitthvað nýtt og kynn- ast nýju fólki. Leitið ekki langt yfir skammt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kaupir eitthvað í hvatvísi sem lífgar upp á daginn. Það gleður þig að eignast eitthvað óvænt og það gæti einnig glatt aðra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þið eruð ung í anda og til í hvað sem er. Þetta dregur að ykkur annað fólk. Verið opin fyrir þeim sem eru ólíkir ykk- ur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÍSLAND Ísland, farsældafrón og hagsælda, hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin bezt? Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld. Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart. Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu austan um hyldýpishaf, hingað í sælunnar reit. - - - - - Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT 1. d4 Rf6 2. Bg5 e6 3. e4 Be7 4. Bd3 0–0 5. c4 d5 6. cxd5 exd5 7. e5 Rfd7 8. h4 He8 9. Rc3 c6 10. Dc2 Rf8 11. Be3 h6 12. 0–0–0 Re6 13. g3 Kh8 14. f4 c5 15. dxc5 Bxc5 16. Bxc5 Rxc5 17. Bb5 Bd7 18. Hxd5 Db6 19. Bxd7 Rbxd7 20. Rge2 Dc6 21. Hhd1 Rb6 22. Rd4 Dc8 23. Hd6 Rc4 24. Rf5 g6 25. Rxh6 Rxd6 26. Hxd6 Kg7 Staðan kom upp á meist- aramóti Tafl- félagsins Hellis sem er nýlokið. Andrés Kolbeins- son (1620) hafði hvítt gegn Aroni Inga Óskarssyni (1410). 27. Rxf7! Kxf7? 27... Re6 hefði verið betra þótt staðan sé erf- ið. 28. Dxg6+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 28... Kf8 29. Hf6+ Ke7 30. Hf7+ Kd8 31. Df6+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29. mars, er áttræður Eiríkur Guðmundsson, Reynimel 64, Reykjavík. LUCIANO óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Hann hefur áhuga á fótbolta og myntsöfnun. Hann skrifar á ensku eða frönsku. Luciano Zinelli, Via Mercadanie, 18 42100 Reggio Emilia, Italia. JENNIFER, sem er 15 ára gömul, óskar eftir íslenskum pennavinum á öllum aldri. Hún hefur mikinn áhuga á Íslandi. Jennifer Crinery, 1311 CR. 3990, Winnsboro, 75494 Tx. U.S.A. LUC, sem er 40 ára, óskar eftir að skrifast á við ís- lenskar konur á aldrinum 18–50 ára. Hann safnar óskrifuðum póstkortum. Dhr. Luc Vanbegin, Deschuyffeleerdreef, 61 1780 Wemmel, Belgien. ANNETTE, sem er frá Danmörku, óskar eftir að komast í samband við safn- ara. Hún safnar servíettum, naglahringjum, pennum og póstkortum. Annette Christensen, Brændkjærgade 93, 6000 Kolding, Danmark. PENNAVINIR Myndás, Ísafirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. febrúar sl. í Hólskirkju í Bolungarvík af sr. Agnesi Sigurðar- dóttur þau Ásgerður Magnúsdóttir og Skúli Sveinbjörns- son. Heimili þeirra er í Völusteins- stræti 28, Bolungarvík. Jafnréttisþing Haldið í Ketilhúsinu á Akureyri 7. apríl Kl. 9.30-18.00                                      !  "    #  $% #    & ' !   !   ( ! )  ' ! )   ! ( * # ") !' !)  )  ! &  ( !   (  + ' "        Tekið er við skráningum hjá Jafnréttisstofu s. 460 6200 jafn- retti@jafnretti.is Bókanir í flug og gistingu fara fram hjá Ferðaskrif- stofu Akureyrar s. 4600 600 anna@aktravel.is Afmælisárið heldur áfram - Hátíðarfundur í Skíðaskálanum Hveradölum mánudaginn 7. apríl nk. Mætið allar og takið með ykkur gesti - Rútuferð. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku og fáið frekari upplýsingar hjá Gyðu í sími 586 2174 og Sirrý í síma 552 1153. Heimaeyjarkonur • Heimaeyjarkonur! Fermingarhárskraut Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12 Fermingargjafir Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.