Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 52

Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 52
SKOTLAND–ÍSLAND 52 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLEST bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen og Rúnar Krist- insson leiki saman í framlínu ís- lenska landsliðsins gegn Skotum á Hampden Park í dag. Atli Eðvalds- son tilkynnir ekki byrjunarlið Ís- lands fyrr en skömmu fyrir hádegi í dag en líklegast er að Rúnar verði afturliggjandi sóknarmaður að þessu sinni, í sömu stöðu og hann hefur leikið með Lokeren í vetur með góðum árangri. Gangi þetta eftir mun verða talsverð áherslu- breyting á leik íslenska liðsins sem þá þarf að spila boltanum með jörð- inni til að virkja þá Eið og Rúnar, í stað þess að senda háa bolta á sterk- an skallamann í fremstu víglínu eins og oft hefur verið raunin. Árni Gautur Arason verður í ís- lenska markinu og vörnin verður væntanlega skipuð þeim Lárusi Orra Sigurðssyni, Guðna Bergssyni, Ívari Ingimarssyni og Arnari Þór Viðarssyni. Á miðjunni er líklegast að Atli verði með þá Þórð Guð- jónsson, Arnar Grétarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson en þó eru mögu- leikar á að Pétur Marteinsson verði í byrjunarliðinu og hann gæti hvort sem er leikið í vörninni eða á miðj- unni. Á varamannabekknum verða annars þeir Marel Baldvinsson, Tryggvi Guðmundsson, Birkir Kristinsson, Gylfi Einarsson, Indriði Sigurðsson og Bjarni Þorsteinsson. Eiður Smári og Rúnar í fremstu víglínu? Atli lék sjálfur með landsliðinu áþessum fræga velli árið 1984 og sagði að hann væri glæsilegur sem aldrei fyrr. „Þetta er einn af stóru völlun- um í knattspyrnunni, hann er stór og mik- ill og virkar á mann eins og hann sé tvöfalt stærri en Laugardalsvöllurinn. Það er erfitt fyrir strákana að gera sér grein fyrir vellinum daginn fyrir leik þegar hann er tómur og það bergmálar um allt þegar sparkað er í bolta. Þegar þeir mæta síðan til leiks er fullt af fólki, allt orðið brjálað og þeir fá á sig hreina flóðbylgju. Það getur verið erfitt fyrir þá ungu og óreyndu í hópnum, en ein- hvern tíma þurfa þeir að kasta sér í djúpu laugina. Skotarnir munu byrja með gífurlegum hraða, þeir fá auka- kraft af öllum þessum stuðningi, en ef við stöndumst þessa pressu þeirra fyrstu 20–30 mínúturnar fer að draga af þeim og þá gætu sekkjapíp- urnar farið að baula.“ Atli sagðist vera sérstaklega ánægður með aðdraganda leiksins. „Stemmningin hjá okkur er búin að vera mjög fín, það er ró yfir hópnum og meiri friður í kringum leikinn en ég hef áður kynnst eftir að ég tók við þessu starfi. Það er spenna og eft- irvænting í okkar röðum og vonandi kemur þetta okkur til góðs þegar í leikinn verður komið. Allir leik- mennirnir eru heilir og tilbúnir í slaginn, og ég vænti þess að eftir- væntingin sem hér ríkir snúist upp í hungur. Þetta verða mikil slagsmál og það sem gildir hjá hverjum og ein- um leikmanni er að vinna fyrsta ná- vígið og að fyrsta sendingin sé góð. Ef þetta tekst, erum við í góðum málum. Vilji, agi og þolinmæði eru lykilþættirnir í okkar leik, liðið sem fyrr missir þolinmæðina verður sleg- ið út af laginu.“ Talað er um leikinn í dag sem mik- ilvægan í slagnum um annað sætið í riðlinum en Atli vill horfa öðruvísi á þá baráttu. „Hér eru stig í boði og það yrði mjög ásættanlegt að ná í eitt en stórkostlegt að ná í þrjú. Okkar fyrsta markmið er að ná þriðja sæti í riðlinum, halda Litháen fyrir neðan okkur og vera áfram í þriðja styrk- leikaflokki. Þegar það hefur tekist, getum við farið að hugsa um að ná lengra. Hjá Skotum er hinsvegar nánast skylda að vinna okkur og síð- an Litháen á miðvikudag því þeir gera sér jafnvel vonir um að velta Þjóðverjum úr efsta sæti riðilsins,“ sagði Atli Eðvaldsson. Morgunblaðið/Kristinn Ég er staddur í Glasgow! Atli Eðvaldsson svarar í símann. Atli Eðvaldsson tilbúinn í slaginn gegn Skotum á Hampden Park í dag Þá gætu sekkja- pípurnar farið að baula ÍSLAND hefur aldrei skorað mark í fjórum viðureignum sínum gegn Skotlandi og hefur ávallt tapað. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari sagði við Morgunblaðið í gær að nú væri komið að því að snúa blaðinu við. „Það skal gerast hér,“ sagði Atli einbeittur eftir loka- æfingu íslenska liðsins sem æfði á Hampden Park síðdegis í gær. Víðir Sigurðsson skrifar frá Glasgow Rúnar sagði að vissulega værihægt að tala um stórleik og mikilvægi hans væri óumdeilt. „En í svona keppni er hver leikur mikilvægur, sama hver mótherj- inn er. Þeir eru allir erfiðir, sama hvort það er Frakkland, Ítalía, Skotland, Litháen eða Færeyjar. Allir reyna að leggja sig fram fyrir land sitt og þjóð og það getur allt gerst. Það er hægt að tapa fyrir smáliðum og vinna stórliðin, og það sem skiptir öllu máli er að vera alltaf á tánum. Hér í Glasgow vitum við nákvæm- lega út í hvað við erum að fara. Skot- ar eru mjög erfiðir andstæðingar, við fundum fyrir því í heimaleiknum gegn þeim þar sem við áttum slæm- an dag, vægast sagt, og töpuðum. Þar áttum við að geta gert mikið bet- ur en féllum á of mörgum mistökum og misheppnuðum sendingum. Núna skiptir miklu máli að spila af þolin- mæði og yfirvegun, láta tímann vinna með okkur, finna smátt og smátt hversu djarft við megum sækja og á hve mörgum mönnum, hversu framarlega er óhætt að fara með liðið, og við verðum að vera sterkir og samhentir í öllum okkar aðgerðum.“ Mestu máli skiptir, að mati fyrirliðans, að fá ekki á sig mark, allra síst snemma leiks eins og gerðist á Laugardalsvellinum. „Við verðum að halda hreinu eins lengi og hægt er, hugsa fyrst um fyrri hálf- leikinn og vinna okkur hægt og síg- andi inn í leikinn. Þegar sóknarfærin gefast þurfum við að nýta þau á besta máta. Fyrir leikinn heima sáum við hve taugaóstyrkir Skotarn- ir voru eftir slæmt gengi í leikjum á undan, en um leið og þeir skoruðu, létti þeim heilmikið og þá fóru þeir að spila sinn leik af miklu öryggi. Við vorum aftur á móti yfirspenntir og ætluðum okkur kannski of mikið. Það var ákveðin pressa á okkur, en ég kenni henni ekki um hvernig fór. Það er eðlilegt að hún sé til staðar og við eigum að ráða við hana. En það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til þess að íslenska landsliðið eigi fyrir höndum auðveldan leik gegn þjóð með jafnmikla knattspyrnuhefð á bakvið sig og Skotar eru með. Þó þeir séu fyrir neðan okkur á FIFA- listanum og ekki gengið vel að und- anförnu eru þeir stór þjóð í fótbolt- anum og með gífurlega hefð sem er mikils virði þegar menn mæta til leiks.“ Rúnar sagði að skoska liðið væri vel skipulagt og nauðsynlegt væri að bregðast við því á réttan hátt. „Þeir voru með góða liðsheild í leiknum heima og með mjög skýr markmið í sendingum. Varnarmennirnir reyndu að finna sóknarmennina með löngum sendingum og gerðu það vel – sóknarmennirnir skiluðu boltanum til baka á miðjumennina og þar með hafði leikurinn færst yfir á okkar vallarhelming. Lambert og Fergu- son, sem eru góðir miðjumenn, gátu farið að dreifa spilinu og senda út á kantana, þaðan sem fyrirgjafirnar komu. Þetta er hinn dæmigerði breski fótbolti sem Skotarnir útfæra virkilega vel og skipulega séð eru þeir mjög sterkir. Við þurfum að finna leiðir til að trufla þessa leik- aðferð þeirra, við höfum skoðað hana mjög vel saman og æft hvernig best sé að verjast og sækja gegn skoska liðinu. Vonandi smellur þetta allt saman hjá okkur. Það eru ákveðnar breytingar á okkar leikstíl, það hafa orðið breytingar á hópnum og liðinu og við sjáum á morgun (í dag) hvern- ig það virkar. Við söknum Hermanns og Heiðars mikið, þeir eru með geysilegan styrk í loftinu sem hefði nýst vel gegn stórum og sterkum Skotum. En það kemur maður í manns stað og við þurfum að fara aðrar leiðir án þeirra. Guðni er kom- inn í liðið á ný og í kringum hann eru sterkir strákar eins og Ívar, Brynjar og Lárus Orri sem spila í Englandi og þekkja þetta allt.“ Rúnar er ekki í vafa um að Guðni Bergsson eigi eftir að reynast ís- lenska liðinu dýrmætur á Hampden Park í dag. „Hann á eftir að hjálpa okkur mikið, það er engin spurning. Við vitum allir hvaða hæfileika hann hefur, hann er með gífurlegan hraða og les leikinn vel. Hann hefur spilað geysilega vel í Englandi, er með mikla reynslu og á eftir að ýta undir þessa ungu stráka sem eru í kringum hann. Guðni smitar út frá sér og það er allt gott um það að segja að hafa fengið hann í liðið. Hann smellur vel inn í hópinn, þekkti kannski ekki alla fyrst í stað, enda er liðið mikið breytt síðan hann lék síðast með því, en þetta er allt að koma,“ sagði Rúnar. Morgunblaðið/Kristinn Birkir Kristinsson kom færandi hendi til Glasgow. Í farteskinu hafði hann Conga-súkkulaði og fleira sem hann færði félaga sínum Rúnari Kristinssyni, fyrirliða landsliðsins. Rúnar Kristinsson í fyrsta skipti á Hampden Park Öllu máli skiptir að vera á tánum RÚNAR Kristinsson, fyrirliði Íslands, bíður spenntur eftir leiknum á Hampden Park í dag. Hann hefur aldrei áður spilað á þessum fræga leikvangi, þrátt fyrir langan feril, og sagði við Morgunblaðið í Glas- gow í gær að tilhlökkunin væri mikil. Ég efast ekkert um að um- gjörðin um leikinn verður skemmtileg. Þetta er einn af stóru völl- unum í knattspyrnunni og skoskir áhorfendur eru frábærir og halda uppi mikilli stemningu. Auðvitað verður þetta gífurlegur stuðningur fyrir Skota, að vera með 50 þúsund áhorfendur með sér á meðan við verðum kannski með 500, við þekkjum það að heiman að há- værir áhorfendur auka sjálfstraust leikmanna, en við reynum að loka okkur frá þessum ytri áhrifum og einbeita okkur að sjálfum okkur og leik liðsins.“ Víðir Sigurðsson skrifar frá Glasgow

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.