Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 53
SKOTLAND–ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 53 SKOTAR sigruðu Íslendinga, 1:0, í Evrópu- og Ólympíu- keppni 21-árs landsliða í knattspyrnu í gærkvöld en leikið var í Cumbernauld, rétt utan við Glasgow. Íslenska liðið hefur þar með tapað öll- um þremur leikjum sínum í keppninni til þessa. Skotar voru sterkari að- ilinn lengst af en þeim gekk þó illa að skapa sér marktæki- færi. Þeir áttu stangarskot í fyrri hálfleik en Guðmundur Viðar Mete, besti leikmaður Íslands, var nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu sem markvörður Skota, Derek Soutar, varði vel. Í síðari hálfleik átti Michael Stewart, leikmaður Man- chester United, skot í þverslá úr aukaspyrnu og Ómar Jó- hannsson, markvörður Ís- lands, varði vel skalla frá hon- um úr dauðafæri. Shaun Maloney frá Celtic skoraði eina mark leiksins af stuttu færi á 69. mínútu eftir fyr- irgjöf frá vinstri kanti. Íslenska liðið tók nokkuð við sér eftir markið og þrem- ur mínútum síðar skaut Ólaf- ur Páll Snorrason í þverslána á marki Skota. Í kjölfarið braust Guðmundur Viðar inn í vítateiginn hægra megin og komst í gott færi en mark- vörðurinn varði vel frá hon- um. Skotar höfðu betur í ungmennaleiknum SKOSKIR fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um Guðna Bergsson og endurkomu hans í íslenska lands- liðið fyrir leikinn gegn Skotum í dag. The Herald rakti söguna á bakvið brotthvarf Guðna úr lands- liðinu á sínum tíma og þá ákvörðun Atla Eðvaldssonar að kalla í hann fyrir þennan mikilvæga leik. Bent er á hliðstæðuna við mál Richards Goughs, sem féll á sínum tíma í ónáð fyrir að gagnrýna þáverandi landsliðsþjálfara Skotlands, Andy Roxburgh. Gough hafi óumdeilan- lega verið besti varnarmaður Skot- lands um árabil, lykilmaður í mikilli sigurgöngu Glasgow Rangers á síð- asta áratug, en aldrei átt aftur- kvæmt í skoska landsliðið þrátt fyr- ir það. Craig Brown, sem þjálfaði skoska liðið á undan Berti Vogts, hafi aldrei rétt fram sáttahönd, eins og Atli Eðvaldsson hafi nú gert varðandi Guðna Bergsson. Þá upplýsir Guðni í samtali við The Herald af samherji sinn hjá Bolton og landsliðsmaður Skota til langs tíma, Colin Hendry, hafi verið kallaður Braveheart af félögum sínum hjá Bolton. Þetta grípa Skot- arnir á lofti og slá upp í fyrirsögn, enda er Braveheart þjóðsagnaper- sóna þar í landi. „Við hjá Bolton bárum mikla virðingu fyrir Colin, sem var skoski baráttuandinn holdi klæddur, og ég held að andi hans svífi enn yfir vötnum í skoska landsliðinu,“ sagði Guðni. Gough ekki rétt sátta- hönd eins og Guðna Morgunblaðið/Kristinn Atli Eðvaldsson og Guðni ræða málin. Árni vildi sjálfur ekki gera mikiðúr þeim þætti þegar Morgun- blaðið spjallaði við hann í Glasgow í gær. „Auðvitað yrði það ekki slæmt fyrir mig að standa mig vel og sýna mínar bestu hliðar, en aðal- atriðið er hinsvegar að liðið sem slíkt standi fyrir sínu og nái góðum úrslit- um. Ég er ekkert sérstaklega að velta því fyrir mér hverjir verði í stúkunni að fylgjast með mér. Það er nauðsyn- legt fyrir okkur að fá eitt eða þrjú stig, hitt verður bara að koma í ljós. Það fer ekki á milli mála að þetta verður erfiður leikur, ég á von á mik- illi baráttu og vonandi náum við okk- ur betur á strik en þegar við mættum þeim í haust. Við verðum að spila mikið betur en við gerðum þá. Aðal- málið er að koma í veg fyrir að þeir skori og eftir því sem líður á leikinn án þess að þeim takist það, eykst pressan frá áhorfendum, leikmenn- irnir verða pirraðir og möguleikar okkar aukast. Við þurfum að verjast skipulega og agað, og við munum síð- an fá okkar marktækifæri.“ Markvörðurinn býst við að hafa nóg fyrir stafni í dag. „Jú, ég á von á að Skotarnir reyni að pressa okkur eins og þeir geta, þeir vilja eflaust sækja og leggja allt upp úr því að ná í þrjú stig. Við þurfum að vera skipu- lagðir og berjast vel frá fyrstu mín- útu og ég hef mikla trú á að við getum fengið eitthvað út úr þessum leik. Það er vissulega slæmt að hafa ekki Her- mann fyrir framan sig í vörninni, hann er frábær skallamaður og góður leikmaður, en það er ekkert við fjar- veru hans að gera og það koma aðrir í staðinn.“ Árni hefur aldrei leikið með Guðna Bergssyni, sem spilaði síðast með landsliðinu í september 1997 en Árni lék sinn fyrsta A-landsleik ári síðar þegar hann kom inn á sem varamað- ur gegn Lettlandi. „Það verður gam- an að spila með Guðna, hann er frá- bær varnarmaður með gríðarlega reynslu sem hann miðlar eflaust í kringum sig. Það var besta mál að fá hann í liðið í þennan leik.“ Það er ekki langt síðan Árni gekkst undir aðgerð á olnboga og á þeirri stundu var mjög tvísýnt um að hann gæti spilað gegn Skotum. Batinn hef- ur hinsvegar verið skjótur, Árni lék síðari hálfleikinn með Rosenborg gegn Djurgården síðasta mánudag og hefur ekki kennt sér neins meins í Glasgow. „Olnboginn átti ekki að vera orðinn alveg 100 prósent góður á þessari stundu en hann hefur ekkert háð mér, ég hef ekki fundið fyrir neinu á æfingunum hérna og á ekki von á að þetta trufli mig á nokkurn hátt.“ Hann sér ekki að neinn einstakur leikmaður Skota sé hættulegri en annar upp við markið. „Eftir því sem maður sá til þeirra í haust og ég hef skoðað af myndböndum og séð í sjón- varpi, er enginn einn sem þarf að gæta sérstaklega í því sambandi. Skoska liðið er mjög jafnt og hættan getur komið alls staðar frá. Þeir eru ekki með neinar stórar stjörnur, Barry Ferguson er vissulega góður leikmaður, en þetta er fyrst og fremst traust lið. Skotarnir eru með sterka skallamenn eins og hinn stóra Lee Wilkie, sem við verðum að gæta vel þegar hann kemur inn í vítateiginn okkar,“ sagði Árni Gautur Arason. Árni Gautur í sviðsljósinu Hættan get- ur komið alls staðar frá ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands, hefur tvöfalda ástæðu til að standa sig vel gegn Skotum á Hampden Park í dag. Eins og alltaf er markvörðurinn einn mikilvægasti hlekkurinn í hverju liði og Ísland þarf á traustri frammistöðu Árna að halda. Þar fyrir utan er hann búinn að gefa til kynna að hann vilji fara frá norska meistaraliðinu Rosenborg, og þar með er leikur eins og þessi honum mikilvægur til að sýna sig og sanna. Víðir Sigurðsson skrifar frá Glasgow Morgunblaðið/Kristinn Ber er hver að baki nema sér bróður eigi: Árni Gautur Arason og Birkir Kristinsson markverðir. ÞEGAR flautað verður til leiks á Hampden Park klukkan 15 í dag standa tvær áþekkar fylkingar andspænis hvor annarri – sú skoska og sú íslenska. Eftir sigur Skota í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum, 2:0, standa þeir betur að vígi og takist þeim að vinna í dag verða þeir komnir kirfilega með undirtökin í barátt- unni um að komast áfram úr riðla- keppni Evrópumótsins. En eru þeir í raun og veru sigurstrang- legri í þessum slag? Lítum á nokkrar staðreyndir:  Skotar eru á heimavelli, með 50 þúsund áhorfendur á bak við sig, sem eru með þeim líflegri sem þekkjast ef vel gengur hjá þeirra mönnum inni á vellinum. Ef „Tart- an Army“ nær sér á strik verður líf í tuskunum og skosku leikmenn- irnir magnast upp að sama skapi.  Ísland hefur aldrei skorað mark gegn Skotum í fjórum viður- eignum þjóðanna.  Skotar eiga í vandræðum með að skora mörk. Þegar þeir skor- uðu tvívegis á Laugardalsvellinum í haust var það meira vegna klaufaskapar íslensku leikmann- anna en vegna snilli Skotanna.  Skotar eiga engan jafnoka Eiðs Smára Guðjohnsen eða Guðna Bergssonar.  Skotar tefla fram fjórum leik- mönnum úr ensku úrvalsdeildinni, eins og Íslendingar, og þeir ís- lensku eru í stærri hlutverkum.  Skotar eru með nokkra leik- menn frá Celtic og Rangers, en flestir þeirra sitja á varamanna- bekknum og horfa á útlendingana í liðunum spila.  Paul Lambert og Barry Fergu- son eru þeir einu sem spila stöðugt í hæsta gæðaflokki í Skotlandi, auk Rob Douglas markvarðar.  Íslendingar eru með mun meiri reynslu í sínum hópi. Enginn Skot- anna er með landsleikjafjölda á við Rúnar Kristinsson, Guðna Bergs- son, Birki Kristinsson og Arnar Grétarsson.  Skotar hafa meiri breidd í sín- um leikmannahópi, því er meiri samkeppni um sætin í liðinu og þeir þurfa frekar að vera á tánum. Það er í raun ekki mikið sem skilur þessi tvö lið að í getu og ef einstakir leikmenn þeirra væru bornir saman og metnir er ekki gott að segja fyrir um hvorum megin einkunnirnar væru hærri. Íslensku leikmennirnir þurfa því ekki að óttast mótherja sína í dag, þeir geta horft beint í augu þeirra, með eðlilegri virðingu en fullir sjálfstrausts. Þeir eiga ekki í höggi við sér betri fótboltamenn. Það sem kemur til með að skilja á milli á Hampden Park er hvorum megin sigurviljinn verður meiri, hvorum megin hugrekkið og stoltið verður meira. Einfalt mál. Víðir Sigurðsson Sigurvilji, hug- rekki og stolt  RÚNAR Kristinsson verður fyrir- liði íslenska landsliðsins í tíunda skipti í dag þegar það mætir Skotum á Hampden Park. Rúnar, sem spilar sinn 97. landsleik og bætir enn eigið met, er sá tíundi frá upphafi sem nær að vera fyrirliði 10 sinnum. Atli Eð- valdsson hefur oftast borið fyrirliða- bandið, 31 sinni, Guðni Bergsson 30 sinnum, Jóhannes Eðvaldsson 27 sinnum, Ríkharður Jónsson 24 sinn- um, Marteinn Geirsson 22 sinnum, Eyjólfur Sverrisson 19 sinnum, Sig- urður Jónsson 18 sinnum, Jóhannes Atlason 11 sinnum og Sævar Jóns- son 11 sinnum.  ÍVAR Ingimarsson er sá leikmað- ur sem nú hefur leikið lengst með landsliðinu án þess að missa úr leik. Ívar hefur spilað sex síðustu lands- leiki Íslands, alla í byrjunarliði, en þó á hann aðeins níu landsleiki að baki í heild.  ÁRNI Gautur Arason er þó sá sem mest hefur spilað undanfarin tvö ár. Árni Gautur hefur staðið í marki í 16 af síðustu 17 landsleikjum Íslands en hann ver ekki með í vináttuleiknum gegn Ungverjum á Laugardalsvell- inum síðasta haust.  EIÐUR Smári Guðjohnsen er markahæstur af núverandi landsliðs- mönnum í Evrópukeppni með 3 mörk. Eiður skoraði í sínum fyrsta Evrópuleik, gegn Andorra 1999, og skoraði síðan tvívegis gegn Litháen síðasta haust.  ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálf- ari, á markametið í Evrópukeppni en þar skoraði hann 5 af 8 mörkum sín- um með landsliðinu. Næstur honum er Eyjólfur Sverrisson með 4 mörk og Eiður Smári er í þriðja sæti.  GUÐMUNDUR Jónsson, „Gassi“, er búningastjóri landsliðsins á ný en hann hefur ekki gegnt því embætti síðan hann fór með liðinu til Indlands í ársbyrjun 2001. Guðmundur varð fyrir alvarlegum veikindum sama ár en kominn af stað á nýjan leik og sér til þess að keppnisbúningar, æfinga- gallar og annar tilheyrandi búnaður landsliðsins sé jafnan í standi.  SKOTA vantar ekki stjórnendur innan vallar því þeir tefla fram fjór- um leikmönnum sem eru fyrirliðar sinna liða í skosku úrvalsdeildinni. Landsliðsfyrirliðinn Paul Lambert er fyrirliði Celtic, Barry Ferguson er fyrirliði Rangers, Steven Press- ley er fyrirliði Hearts og Steve Crawford er fyrirliði Dunfermline.  ÍVAR Ingimarsson verður undir smásjá nokkurra enskra félaga í dag, ef hann verður í íslenska landsliðinu gegn Skotum. Ívar, sem er á samn- ingi hjá Wolves en í láni hjá Bright- on, verður ekki í röðum Wolves á næsta tímabili að öllu óbreyttu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fylgist Ipswich með Ívari. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.