Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Laugardagur Úrslitakeppni kvenna, Essodeild, 8 liða úrslit, fyrstu leikir: Vestmannaeyjar: ÍBV – Fylkir/ÍR ...........13 Haukar – Grótta/KR..................................13 Stjarnan – FH.............................................13 Valur – Víkingur.........................................13 Sunnudagur 1. deild karla, Essodeild, lokaumferð: Ásgarður: Stjarnan – Þór .....................16.15 Ásvellir: Haukar – ÍR ...........................16.15 KA-hús: KA – ÍBV ................................16.15 Selfoss: Selfoss – HK ............................16.15 Seltjarnarnes: Grótta/KR – FH...........16.15 Hlíðarendi: Valur – UMFA ..................16.15 Víkin: Víkingur – Fram ........................16.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur Úrslit kvenna, fyrsti leikur: Keflavík: Keflavík – KR........................17.30 Sunnudagur Úrslitakeppni karla – Intersportdeild, fjórði leikur: Sauðárkrókur: Tindastóll – UMFG..........16 KNATTSPYRNA Laugardagur Deildabikarkeppni kvenna: Fífan: Stjarnan – ÍBV................................13 Sunnudagur Deildabikarkeppni karla Efri deild A: Fífan: Stjarnan – Afturelding ...................11 Reykjaneshöll: Keflavík – KA...................14 Efri deild B: Fífan: ÍBV – Haukar..................................13 Reykjaneshöll: Grindavík – Víkingur.......16 Reykjaneshöll: FH – Valur .......................18 Neðri deilir: Ásvellir: ÍH – HK .......................................16 Boginn: Leiknir F. – KA............................18 Reykjaneshöll: Njarðvík – Skallagr. ........20 Boginn: Völsungur – Leiftur/Dalvík ........20 Deildabikarkeppni kvenna: Boginn: Þór/KA/KS – Breiðablik .............16 Egilshöll: Valur – KR.................................18 Reykjavíkurmót kvenna: Fífan: HK/Víkingur – Fjölnir ...................20 Ásvellir: Þróttur/Haukar 2 – ÍR ..........20.20 UM HELGINA KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík – Njarðvík 105:80 Íþróttahúsið í Keflavík, úrslitakeppni karla - Intersportdeild, undanúrslit, þriðji leikur, föstudagur 28. mars 2003. Gangur leiksins: 3:0, 3:5, 5:10, 10:17, 17:17, 18:25, 26:27, 31:29, 32:34, 42:36, 42:38, 57:38, 61:45, 70:45, 70:54, 75:54, 79:58, 87:63, 89:69, 98:74, 100:80, 105:80. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 25, Ed- mund Saunders 21, Magnús Gunnarsson 20, Guðjón Skúlason 15, Falur Harðarson 9, Sverrir Sverrisson 7, Gunnar Einarsson 4, Jón N. Hafsteinsson 4. Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn. Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 26, Gregory Harris 15, Friðrik Stefánsson 13, Ragnar Ragnarsson 8, Sigurður Einarsson 7, Ólafur A. Ingvason 4, Halldór Karlsson 4, Páll Kristinsson 3. Fráköst: 20 í vörn, 19 í sókn. Villur: Keflavík 21 - Njarðvík 27. Dómarar: Leifur Garðarsson og Jón Bend- er. Áhorfendur: Um 680. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Orlando – Minnesota.........................110:107 San Antonio – Houston .........................98:85 Sacramento – LA Clippers...................93:83 KNATTSPYRNA Evrópukeppni 21 árs liða - 5. riðill: Skotland – Ísland..................................... 1:0 Shaun Maloney 69. Ísland: Ómar Jóhannsson – Viktor Bjarki Arnarsson, Guðmundur Viðar Mete, Har- aldur Freyr Guðmundsson, Bjarni Ólafur Eiríksson – Magnús Sigurður Þorsteinsson (Ólafur Páll Snorrason 68.), Helgi Valur Daníelsson, Grétar Rafn Steinsson, Atli Jó- hannsson (Hannes Þ. Sigurðsson 70.) – Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Ármann Smári Björnsson. Þýskalandi - Litháen ............................... 1:0 Staðan: Þýskaland...............................2 2 0 0 5:1 6 Skotland .................................2 2 0 0 3:0 6 Litháen ...................................3 1 0 2 3:6 3 Ísland......................................3 0 0 3 1:5 0 Deildabikarkeppni karla A-RIÐILL: Fram - KR ................................................. 3:0 Kristján Brooks 3. Staðan: Fram...................................6 4 1 1 15:6 13 Keflavík ..............................4 3 0 2 14:5 9 KR.......................................5 3 0 2 12:7 9 Þór ......................................5 3 0 2 7:8 9 Afturelding.........................4 1 0 3 3:13 3 KA.......................................4 0 1 3 2:8 1 Stjarnan .............................3 0 1 2 2:9 1 B-RIÐILL: Þróttur R. - Fylkir ................................... 3:3 Efstu lið: Grindavík............................4 4 0 0 12:1 12 Víkingur R. ........................4 3 0 1 7:5 9 Þróttur R............................5 2 1 2 17:14 7 STEINGRÍMUR Jóhannesson knattspyrnumaður er kominn aft- ur í sitt gamla félag, ÍBV, en í gærmorgun ákvað hann að ganga að tilboði Eyjamanna og skrifa undir þriggja ára samning við fé- lagið. Steingrímur, sem er mikill markvarðahrellir, hefur leikið með bikarmeisturum Fylkis und- anfarin tvö ár en fram að því var hann í herbúðum ÍBV. „Það var ekkert auðvelt að taka þessa ákvörðun. Mér hefur liðið vel hjá Fylki þessi ár sem ég hef leikið með því. Það hefur ver- ið mikill uppgangur hjá félaginu og tveir bikarmeistaratitlar á jafnmörgum árum bera til vitnis um það. En eftir að hafa velt málunum vel fyrir mér þá hef ég ákveðið að snúa aftur heim og leika í ÍBV-búningnum sem mér hefur alltaf liðið best í. Ég get vonandi lagt eitthvað af mörkum til ÍBV og hlakka til að leika með með liðinu á nýjan leik,“ sagði Steingrímur við Morgunblaðið. Steingrímur, sem verður þrí- tugur í sumar, lék 32 leiki með Fylkismönnum í úrvalsdeildinni og skoraði í þeim leikjum 9 mörk og þá skoraði hann 4 mörk fyrir Árbæjarliðið í bikarkeppninni. Steingrímur á glæsilegan feril að baki með liði ÍBV. Hann hefur leikið 150 leiki með Eyjaliðinu í úrvalsdeildinni og er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í efstu deild með 62 mörk, tveimur fleira en Sigurlás Þorleifsson. Steingrímur aftur í herbúðir ÍBV Liðin hafa mæst fjórum sinnum ídeildinni í vetur, Keflavík hafði nokkra yfirburðu í fyrstu tveimur leikjunum, vann í lok október 82:61 í DHL-höll KR-inga og 92:37 í Kefla- vík um miðjan desember. KR hafði hins vegar betur 1. febrúar, 67:66 og Keflavík á heimavelli 10. mars, 73:71. Af þessu má sjá þróunina í vetur í hnotskurn, Keflavíkurstúlkur með mikla yfirburðu framan af vetri en síðan jafnaðist þetta allt saman og því má búast við mikilli baráttu og skemmtilegum leikjum í úrslita- rimmunni. Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, spáði fyrir lesendur Morgunblaðsins um undanúrslitin og hafði á réttu að standa hvaða lið kæmust í úrslit – Grindavíkurstúlkur unnu einn leik í einvíginu við KR, nokkuð sem Ívar sá ekki fyrir. „Þetta á eftir að verða mjög jafnt, ég á ekki von á að leikirnir verði mjög hraðir en engu að síður þarf það ekki að þýða að það verði lítið skorað. Bæði liðin byggja mikið á að mótherjarnir geri mistök og refsa þá með hraðaupphlaupum. Bæði lið spila góða vörn, eru með mjög góða varnarmenn, Keflavík með Sonju [Kjartansdóttur] og Birnu [Valgarðsdóttur] á meðan KR- ingarnir eru með nokkuð öflugt al- hliða varnarlið. Ef KR vinnur á ein- hverju, þá er það fyrst og fremst á vörninni. Keflavík er hins vegar með heldur sterkari sókn. Liðsheildin er sterk en liðið gæti lent í vanda ef leikirnir verða mjög jafnir, það vant- ar einhverja sem hægt er að leita til og taka af skarið,“ segir Ívar. Hann segir að leikirnir ráðist að miklu leyti af því hvort liðið vinni einvígið inn í teignum. „Bæði lið eru mjög sterk inni í teig og þetta verður mikið einvígi á milli Erlu [Þorsteins- dótur] og Jessicu Stomski og nú fáum við loksins í kvennaboltanum hér á landi alvöru baráttu miðherja. Hinar tvær, sem leika stöðu fjögur eru ekki verrri, Anna María [Sveins- dóttir] og Hanna [Kjartansdóttir] þannig að baráttan verður stórkost- leg á þessu svæði. Ég tel aftur á móti að KR sé sterk- ari í leikstjórnendastöðunni, Hildur [Sigurðardóttir] vinnu baráttuna við Marín [Karlsdóttur]. Bæði lið eru með góðar skyttur af millilöngu færi þannig að þar standa þau jöfn.“ Ívar sagðist fagna því að fá loksins leiki þar sem von er á aðalbaráttunni inn í teig, baráttu um fráköst og ann- að undir körfunni. „Bestu mennirnir í báðum liðum eru senterar og því verður þetta rosalega gaman. Menn urðu ekki fyrir vonbrigðum með úr- slitaleikina hjá okkur í fyrra og það verður enginn fyrir vonbrigðum með þessa leiki. Til þess að Keflavík vinni einvígið verða Birna og Marín að hitta úr þriggja stiga skotum. KR hefur ekki mörg svör við því vegna þess að liðið hefur ekki margar þriggja stiga skyttur. Ég hallast samt sem áður að því að KR vinni 3:2 og þar kemur fyrst og fremst til að Stomski er gríðarlega sterk og þó svo Erla hafi leikið vel í vetur þá held ég að hún hafi ekki mikið að gera í Stomski, sem er bæði stór og föst fyrir,“ sagði Ívar. Frá því úrslitakeppni var tekin upp í 1. deild kvenna árið 1993 hafa Keflavík og KR mæst 7 sinnum í lokaúrslitum og hefur Keflavík unnið fimm af þeim einvígum en KR tvisv- ar, í bæði skiptin 3:0. Úrslitaleikir liðanna eru orðnir 27 talsins og stað- an í leikjum er 15:12 fyrir Keflavík. Barátta miðherjanna KEFLAVÍK og KR mætast í fyrsta úrslitaleiknum í körfu- knattleik kvenna í Keflavík í dag en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslands- meistari. Ívar Ásgrímsson spáir sigri KR í skemmtilegri úrslitarimmu Neistinn var ekki til staðar hjáKeflavík fyrstu mínúturnar enda voru Njarðvíkingar grimmir og fastir fyrir í vörn- inni. Hittni þeirra var samt ábótavant svo að forystan varð aldrei afgerandi og þegar Keflvíkingar náðu 13 stigum á stuttum tíma sást þegar þeir réttu úr bakinu á meðan axlir gestanna sigu. Líflegur kafli heimamanna á fyrstu mínútum þriðja leikhluta með 15 stigum í röð dró síðan síðustu víg- tennurnar úr Njarðvíkingum. „Við gerðum það sem ætluðum að gera og ég er hæstánægður með leikinn,“ sagði Sigurður Ingimund- arson þjálfari Keflvíkinga eftir leik- inn. „Við komum ekki nógu grimmir til leiks en þeir að sama skapi ákveðnir enda gott lið og ef maður mætir ekki af fullum krafti lendir maður í vandræðum. Svo byrjum við að spila góða vörn og framarlega, settum kraft í pressuna og hún var góð í öðrum leikhluta en frábær í þriðja og það gerði út um leikinn. Við vorum síðan nokkuð öruggir með sigur.“ Edmund Saunders fór oft á kostum og tók 16 fráköst en Damon Johnson tíu auk þess að gefa 5 stoð- sendingar. Liðið tók 20 þriggja stiga skot og hitti úr rúmlega helmingi, þar af Magnús Gunnarsson úr 5 af 6 en Guðjón Skúlason úr sínum þrem- ur. „Ég verð að játa mig sigraðan því að Keflavík er með betra körfu- boltalið en við í dag,“ sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn. „Þeir hafa bætt sinn leik inni í teignum en þegar okkur gekk sem best á móti þeim í vetur voru þeir ekki svo sterkir þar. Með tilkomu Edmund Saunders hafa þeir verið illviðráðanlegir. Við byrjuðum leikinn samt ágætlega og hugarfarið hjá mínum mönnum fyrir leikinn var gott en svo þegar Keflvíkingar ná tíu eða fimmtán stiga forskoti eru mínir því miður ekki nógu sterkir á svell- inu til að hafa trú á að þeir geti unn- ið. Það verður að trúa og Teitur gerði það helst. Ég hefði einnig vilj- að meiri hittni, líka frá útlendingnum okkar,“ bætti Friðrik við og var ekki ánægður með uppskeru vetrarins. „Veturinn var upp og ofan hjá okkur en miðað við gang okkar í vetur er ekki óeðlilegt að lenda í þriðja til fjórða sæti. Þeir voru of stór biti fyr- ir okkur að kyngja. Auðvitað er sárt fyrir Njarðvík að fá ekki neinn titil. Við erum með marga efnilega unga menn og þeir þurfa þolinmæði í nokkur ár til að vera tilbúnir,“ sagði þjálfarinn. Teitur Örlygsson sýndi mestu baráttu hjá gestunum og tók 5 fráköst og skoraði úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum en alls fóru 9 af 31 rétta leið. Gregory Harris reyndi að spila en hefði mátt láta meira til sín taka, tók að vísu 6 fráköst og 8 þriggja stiga skot en án þess að hitta. Lítið sást til Páls Kristinsson- arog baráttujaxlsins Halldórs Karls- sonar og munar um minna. Morgunblaðið/Sverrir Edmund Saunders hefur leikið vel með Keflvíkingum. Keflavík áfram 3:0 FYRSTU tólf mínúturnar leit út fyrir að Njarðvíkingar væru á góðri leið með að knýja fram fjórða leikinn við Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar þegar liðin mættust í þriðja sinn í Keflavík í gær- kvöldi. Þá skoraði Guðjón Skúlason tvær þriggja stiga körfur sem dugðu til að snúa taflinu við og það var neistinn sem kveikti í Kefl- víkingum. Þeir rönkuðu rækilega við sér, hertu á vörninni og spiluðu ótrauðir til 105:80-sigurs en það var þeirra þriðji í röð. Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.