Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 55 Þau mistök urður í blaðinu í gær að birtist viku gömul vinningaskrá DAS. Blaðið biður lesendur velvirðingar á þessum mistökum en vinn- ingaskráin frá 27. mars birtist hér. LOKAUMFERÐ í 1. deild karla í handknattleik verður leikin á morgun og þá ræðst hvaða lið hampar deildarmeistaratitlinum og hvaða átta lið leika í úrslita- keppninni. Mesta athyglin kemur til með að beinast að leik Hauka og ÍR á Ásvöllum og leik Gróttu/ KR og FH á Seltjarnarnesi. Fyrir lokaumferðina eiga þrjú lið enn möguleika á deildarmeist- aratitlinum, Haukar, ÍR og Valur. Haukar standa best að vígi en þeir hafa tveggja stiga forskot á ÍR og Val. Möguleikarnir á deild- armeistaratitlinum líta þannig út: Haukar: Sigur eða jafntefli á ÍR tryggir Haukum titilinn. Tapi þeir leiknum með minna en þremur mörkum á sama tíma og Valur nær ekki að vinna Aftureldingu verða Haukar deildarmeistarar. ÍR: Vinni ÍR Hauka með fjórum mörkum eða meira og Valur nær ekki að vinna Aftureldingu verður ÍR deildarmeistari. Valur: Nái Valur að sigra Aftur- eldingu á sama tíma og ÍR vinnur Haukar verða Valur, ÍR og Hauk- ar jöfn að stigum og þá hampa Valsmenn titilinum vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum. Baráttan um 8. sætið stendur á milli FH og Gróttu/KR og skemmtilega vill til að þau eigast við á Seltjarnarnesi. FH dugar jafntefli til að komast í úrslitakeppnina og með sigri hafna þeir í 7. sæti. Tapi þeir leiknum er von um sæti í úr- slitakeppninni nánast úr sögunni nema að Fram tapi fyrir Víkingi. Þá sitja Framarar eftir. Eini möguleiki Gróttu/KR á að komast í úrslitakeppnina er að vinna FH-inga. Endi leikurinn jafntefli og Fram tapi fyrir Víking verða Grótta/KR og Fram jöfn að stigum en Framarar ná áttunda sætinu þar sem liðið hefur betur í innbyrðisviðureignum. Spenna og barátta á tvennum vígstöðvum ÍSLANDSMEISTARAR KR í knatt- spyrnu fengu liðsstyrk í gær en þá skrifuðu tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir undir samn- ing við Vesturbæjarliðið sem gildir út leiktíðina. Þar með leika þeir saman í fyrsta skipti í átta ár en sumarið 1995 léku þeir með Skaga- mönnum og urðu Íslandsmeistarar með liðinu. Arnar sagði skilið við atvinnu- mennskuna fyrir skömmu, alltént í bili, en hann lék með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton, Stoke, Leicester og síðast Dundee United en sagði upp samningi sínum við skoska liðið fyrir skömmu. Bjarki sneri hins vegar heim úr atvinnumennskunni fyrir tveimur árum en hann varð að hætta hjá Preston sökum þrálátra meiðsla. Hann lék síðari hluta tímabilsins í fyrra með ÍA og skoraði 7 mörk í jafnmörgum leikjum í úrvalsdeild- inni. „Ég var orðinn hálfþreyttur á að vera úti og ákvað að flytja heim. Ég er kannski ekki alveg búinn að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn en ég mundi segja að meiri líkur séu á að ég sé alfluttur heim. Það var ögr- andi að fara til KR enda leik- mannahópurinn stór og sterkur og góð umgjörð í kringum félagið. Þá spilar liðið í Evrópukeppninni og síðast en ekki síst verður sérlega gaman að spila með Bjarka á nýjan leik,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. Arnar og Bjarki sömdu við KR FÓLK  ÍSLENSKA landsliðið í snóker varð efst í sínum riðli á Álfuleikun- um á Möltu, gerði í gær 9:9-jafntefli við Þjóðverja og er því komið áfram í útsláttarkeppni. Þar mætir liðið Möltu 2 og síðan Frakklandi eða Belgíu, sem mætst einnig í dag, ann- aðhvort í undanúrslitum eða for- keppni um að leika um fimmta sætið.  CHARLIE Nicholas, fyrrum markaskorari hjá Celtic, Arsenal og skoska landsliðinu, tók þátt í lýsingu á leik 21-árs landsliða Íslands og Skotlands í gærkvöld. Hann fór fögrum orðum um Guðmund Viðar Mete, varnarmann Íslands og leik- mann Norrköping, sagði hann lang- besta leikmann íslenska liðsins og frábæran varnarmann.  GUÐMUNDUR hélt Kevin Kyle, leikmanni Sunderland sem hefur spilað með skoska A-landsliðinu, al- gerlega niðri í leiknum og tók að auki virkan þátt í sóknarleik Íslands seinni hluta leiksins.  BJARNI Ólafur Eiríksson úr Val spilaði sinn fyrsta landsleik á ferl- inum í gærkvöld, með 21-árs lands- liðinu. Bjarni, sem stóð sig vel í stöðu vinstri bakvarðar, hafði aldrei leikið með yngri landsliðum Íslands, sá eini í íslenska liðinu.  KR-INGAR töpuðu 1:0 fyrir Kilm- arnock í Skotlandi í gær en þar voru á ferðinni „öldungar“ félaganna. Voru úrslitin ósanngjörn, að mati vesturbæinga.  JÓHANNES Karl Guðjónsson er ánægður með að enska knattspyrnu- sambandið hafi kært Frakkann Christoph Dugarry fyrir að hrækja á sig í leik Aston Villa og Birming- ham á dögunum. „Þetta var mjög ógeðslegt hjá Dugarry og það var slæmt fyrir hann að atvikið náðist á myndband. Dugarry er stjórstjarna og fyrirmynd margra ungra krakka og því átt hann alls ekki að gera hlut eins og þennan,“ segir Jóhannes Karl við netmiðilinn Planet Football.  ROBERT Pires, miðjumaðurinn snjalli hjá Arsenal, hefur boðað for- föll í landslið Frakka sem mætir Möltu og Ísrael í undankeppni EM á morgun og á miðvikudag. Pires meiddist í leiknum við Chelsea.  HARRY Kewell, leikmaður Leeds United, segir Terry Venables vera besta knattspyrnustjórann sem hann hefur starfað með en Venables var látinn taka pokann sinn hjá Leeds í síðustu viku. Líklegt er að Kewell framlengi samning við Leeds einhvern næstu daga.  MICHELLE Barr, fyrirliði kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu, lék með Skotum gegn Þjóðverjum í und- ankeppni EM kvenna í fyrrakvöld. Skoska liðið steinlá, 5:0, þar sem Inga Grings skoraði þrennu fyrir hið sterka lið Þjóðverja. Morgunblaðið sló á þráðinn tilStefáns Arnarssonar, þjálf- ara A-landsliðs kvenna og bað hann að spá í spilin hvað 8 liða úr- slitin varðar. Stefán er þeirrar skoðunar eins og flestir að ÍBV og Haukar séu með sterkustu liðin og að leið þeirra í undanúrslitin verði mjög greið. ÍBV – Fylkir/ÍR 2:0 „Það er engin spurning í mínum huga að ÍBV vinnur þetta einvígi örugglega, 2:0. Mér finnst bara gott hjá Fylki/ÍR að vera komið í þessa stöðu því KA hefur und- anfarin ár verið inni í úrslita- keppninni. ÍBV-liðið er geysisterkt og kemur til með að eiga auðvelt verk að fara áfram.“ Haukar – Grótta/KR 2:0 „Haukarnir eru á mikilli sigl- ingu og ég spái að þeir vinni, 2:0. Haukaliðið hefur sótt mjög í sig veðrið og er ásamt ÍBV með besta liðið í deildinni. Lið Gróttu/KR er ungt að árum. Unglingastarfið hef- ur verið öflugt hjá félaginu en þær stelpur sem eru að koma upp eru ekki alveg tilbúnar strax.“ Stjarnan – FH 2:1 „Ég held að þetta sé galopið en hallast þó að sigri Stjörnunnar, 2:1. FH vann Stjörnuna á dög- unum sem hjálpar því sálfræðilega og eins er Garðabæjarliðið í tals- verðum meiðslum svo ég reikna með hörkuleikjum. Jóna Margrét hefur verið meidd en ég reikna með að hún spili en hornamað- urinn Kristín Klausen verður ekki með. Ég held samt að vörnin og markvarslan ásamt hefðinni fleyti Stjörnunni áfram.“ Valur – Víkingur 1:2 „Þetta einvígi fer í þrjá leiki og ég held að Víkingur hafi betur, 2:1. Rökin fyrir því að ég hallast að sigri Víkings eru þau að Víkingur hefur fengið næst fæst mörk á sig í deildinni. Liðið leikur góða vörn, er með góðan markvörð og er með fljóta hornamenn sem skora mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Valur er á móti ekki með sterka vörn og skorar ekki mikið úr hraðaupphlaupum. Þetta verða hörkuleikir og vörnin og mark- varslan kemur til með að skipta sköpum.“ Reynist Stefán sannspár mætast í undanúrslitunum ÍBV og Vík- ingur annars vegar og Haukar og Stjarnan hins vegar. Stefán Arnarsson landsliðsþjálfari spáir í 8 liða úrslitin í 1. deild kvenna Létt hjá ÍBV og Haukum ÁTTA liða úrslitin í 1. deild kvenna í handknattleik hefjast í dag. Flautað verður til leiks í leikjunum fjórum klukkan 13 í dag og á þriðjudaginn mætast liðin öðru sinni. Tvo sigurleiki þarf til að kom- ast í undanúrslitin en þurfi að grípa til oddaleikja fara þeir fram á fimmtudaginn. Magnús til Hauka MAGNÚS Ólafsson, sem lék með Íslandsmeisturum KR í knatt- spyrnu á síðasta keppnistímabili, er genginn til liðs við 1. deildar lið Hauka. Magnús er þrítugur framherji sem lék átta leiki með KR- ingum í úrvalsdeildinni í á síðustu leiktíð. Magnús er vel kunnugur Haukunum en hann lék með þeim þegar þeir unnu sigur í 2. deild- inni sumarið 2001 og varð markakóngur deildarinnar með 24 mörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.