Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 57

Morgunblaðið - 29.03.2003, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 57 FÓLK vissi eiginlega ekkihvaðan á það stóð veðriðer Haukur Már frumsýndifyrstu mynd sína í fullri lengd sumarið 1999. Myndin var hrá, greinilega gerð af vanefnum og gagnrýnendur, svo og áhorfendur, voru beggja blands í afstöðu sinni. Sumum fannst slælega að verki staðið en aðrir sáu að þarna var greinilega kominn fram hæfi- leikamaður. Umræðan í kringum myndina varð því talsverð og Hauk- ur sjálfur þótti eiga merkilega sögu að baki. Fyrir það fyrsta þótti hann ekki bera svipbragð hins dæmigerða kvikmyndagerðarmanns; hér var kominn íþróttamannslega vaxinn fýr, stór og stæðilegur með hring í augnabrún. Hann var jafnvel ógn- vekjandi. Í ljós kom að Haukur átti líka glæstan íþróttaferil að baki en að eigin sögn var hann farinn að sukka heldur mikið undir það síð- asta og lagði hann því allan þunga sinn, líkamlegan sem andlegan í kvikmyndagerð. Þar hefur hann un- að sínum hag síðan og líður vel. Meistaraverk eða drasl? „Ég átti ekki til orð enda var ég alltaf að hringja í þá,“ segir Haukur og rifjar upp þegar hann var að reyna að koma tilkynningu um að (Ó)eðli væri komin á myndband á sínum tíma í blaðið Myndbönd mán- aðarins. Röddin er glaðvær þó votta megi fyrir smávegis taugatitringi. Haukur er enda á fullu spani að binda alla lausa enda áður en sýning nýju myndarinnar hefst. Fyrst og síðast situr þó fyrir framan mig sátt- ur og sæll einstaklingur enda að gera það sem hjartað býður honum. Hann er að búa til bíó. „Ég var ekki að trúa því að þeir ætluðu að segja nei,“ heldur Haukur áfram og bragurinn yfir honum er þægilega hreinskiptinn. „Uppgefin ástæða var að þar sem ég framleiddi og dreifði sjálfur þá þyrfti að hleypa öllum inn í blaðið. Öllum hverjum, spurði ég nú bara. En nú er ég kom- inn í samvinnu við Kvikmynda- samsteypuna hans Friðriks Þórs þannig að ég læt koma vel fram við mig núna (hlær).“ Haukur lítur nú til baka og rifjar upp fárið í kringum (Ó)eðli. „Ég hætti algerlega í íþróttum stuttu fyrir það. Þegar ég hætti að drekka þá hætti ég í íþróttum. Það er svo mikið drukkið þar. Við þetta breyttist lífsafstaðan svolítið.“ Blaðamaður er vantrúaður á að drykkja og íþróttir passi svona vel saman og innir eftir útskýringum. „Íþróttamenn geta drukkið mikið og vel af því að þeir eru í fínu formi. Svo er það bara þessi hópandi. Ég segi ekki að það sé þannig þegar fólk er komið lengra. En ungmenna- félagsandinn er svolítið á sveif með drykkjunni.“ Það rifjast upp fyrir blaðamanni að Haukur lýsti því yfir á sínum tíma að hann hefði orðið þrefaldur Ís- landsmeistari árið 1994, drukkinn! Þá varð hann þrefaldur Íslands- meistari í kúluvarpi, kringlukasti og sleggjukasti. „Ég sagði það nú aðallega til að losna undan þrýstingi á það að ég héldi áfram í íþróttum. Eftir þessa sögu hætti fólk alveg að nuddast í mér með það (hlær).“ Haukur er stoltur af fyrstu mynd sinni. „Mér finnst það árangur að hafa komið henni alla leið. Enn þann dag í dag er fólk að koma upp að mér og þakka mér fyrir myndina. Það skipt- ir mig öllu enda vissi ég ekkert hvernig fólk myndi taka þessu.“ Gagnrýnendur voru margir hálf- hlessa yfir (Ó)eðli. Einn sagðist t.d. ekki geta ákveðið sig hvort þetta væri versta mynd sem hann hafi séð eða að þetta væri meistaraverk. „Myndin var sett upp sem heim- ildarmynd. Ég hafði hljóð t.d. með- vitað óskýrt á mörgum stöðum. Í einu atriðinu skrúfaði ég t.d. samtal niður viljandi. Myndin átti að vera eins og hrá og hægt var, t.d. setti ég inn tímakóða á sum atriðin. Ein- hverjir voru að pirra sig á því. Ég hef stundum sagt að fólk muni skilja myndina eftir þrjátíu ár.“ Það kem- ur í ljós að kvikmyndalistin lá alltaf fyrir Hauki og hann furðar sig á því hvernig hann fór út af sporinu. „Ég hafði rosalegan áhuga á þessu þegar ég var yngri og var að gera stuttmyndir þegar ég var í barnaskóla. Keypti mér 8mm vél þegar ég var 12 ára. Ég var alltaf mjög áhugasamur um þetta en ég veit ekki hvað gerðist…ég var nú svo stór að ég fékk aldrei aðal- hlutverkin í leikritunum. Svo komst ég ekki undan þessum hæfileika í íþróttunum. Svo sótti ég um síðir í leiklistarskólanum og þá fattaði ég loksins að þetta var það sem lá fyrir mér.“ Hartley þvælist fyrir Það stendur ekki á svari þegar Haukur er spurður hvort honum líði sem utangarðsmanni í íslensku kvik- myndalífi. „Alveg gjörsamlega. Það er ekki það að ég telji að mér hafi verið bol- að þangað. Ég tek mig hins vegar lít- ið alvarlega sem „kvikmyndagerð- armann“. Ég er með ákveðna hugsjón um hvernig á að gera hlut- ina og það er ekki það að ég sé eitt- hvað á móti bransanum hér á landi. Við eigum bara ekki samleið ein- hverra hluta vegna.“ Haukur segir að kannski sé það ástæðan fyrir því að leiðir hans og Friðriks hafi legið saman, enda Friðrik lengi vel með utangarðs- stimpilinn á sér. „Ég er honum mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri,“ segir Haukur. „Það er vonandi að það borgi sig…“ Handritið að 1. apríll hefur verið lengi í smíðum. „Fyrir þremur árum hélt ég að ég vissi rosalega mikið. Frændi minn var þá nýkominn úr tæknibrellu- skóla og mig langaði til að verða fyrstur til að koma með svona litlar tæknibrellur og krydda myndina dá- lítið. Mig langaði bara til að prófa eitthvað öðruvísi.“ Haukur segir að á þeim tíma sem hann hafi verið að gera sig kláran í tökur hafi Hal Hartley og hans menn komið hingað til lands til að taka upp Skrímslið eða Monster (einnig kölluð No Such Thing). Hann þurfti því að drífa í tökum en sá sem betur fer fljótlega að það væri ekki málið. „Þannig að ég tók mér hlé og fór að sinna öðrum verkefnum. Vinnslu- ferlið hefur verið hægt og rólegt – en gott.“ 1. apríll er ólík (Ó)eðli að öllu leyti. „Ef ég væri tónlistarmaður þá væri ég í engri stefnu. Ætli þetta verði ekki eina grínmyndin sem ég á eftir að gera. Það eru um fimmtán leikarar í aðalhlutverkum og fullt af aukaleikurum. Það er himinn og haf á milli þessara mynda.“ Það er þekkt hjá listamönnum, séu þeir tónlistar- eða kvikmynda- menn, að hugmyndirnar hellast yfir þegar vinnan er á fullu spani. Hauk- ur segist tækla þau mál á ákveðinn hátt. „Það er regla hjá mér, til að halda einbeitingunni, að sinna bara einu í einu og þá af heilindum. Núna er ég t.d. í banni frá öðrum verkefnum. Ef maður hleypir sér í eitthvað annað meðfram er strax komin sú hætta að hugurinn flögri eitthvað. Ég stopp- aði t.d. markmiðsbundið, kannski í mánuð, þegar ég var búinn að fá nóg af myndinni. Þetta gerði ég til að ganga glaður að verkinu því að það koma tímar þar sem maður fær al- gert ógeð. Í þessum hléum tók ég að mér eitthvað lítið – ekki eitthvað stórt. Þetta er bara brella sem ég beiti til að halda dampi.“ Bíó á ekki að vera munaður Fjármögnun myndarinnar hefur gengið hægt en vel að áliti Hauks. „Það var mjög gott að upplifa það að hafa gert eitt stykki mynd fyrir nánast engan pening. Þá verður maður þakklátari þegar maður fær peninga til að spila úr. Maður tekur þessu ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég er á síðustu bensíndropunum í dag í að klára þetta og fæ svona þrjú svimaköst á dag, þetta er svo stress- andi. En þegar maður er kominn í mark fær maður þetta allt til baka.“ 1. apríll verður frumsýnd á lands- byggðinni 1. apríl en verður ekki tekin til almennra sýninga í höf- uðborginni fyrr en um miðjan apríl. Þessi umskipti eru komin til þannig að Haukur er alinn upp á Höfn í Hornafirði og hann segist oft hafa upplifað það að vera fastur úti landi á meðan eitthvað skemmtilegt er í gangi í Reykjavík. „Mig langaði til að sjá þetta hinum megin frá. Það er óþarfi að hengja sig á það að það sé bara hægt að gera þetta á einn hátt.“ Auk þessa tekur Haukur harða af- stöðu til aðgangseyrisins. Miðinn mun kosta 750 kr. „Ég er mjög harður á þessu. Bíó á ekki að vera munaður. Bíóaðsókn hjá mér hefur lækkað um 80% síðan þetta varð svona dýrt. Menn eiga ekki að þurfa að velja, ég vil geta farið á allt ruslið. Það er líka leið- inlegt að þriðjudagstilboðin hafi hætt. Og enn fremur er leiðinlegt að bíóin séu farin úr miðborginni – hvað er að gerast í borginni eiginlega! Þetta er ömurlegt fyrir okkur (bæj- ar)rotturnar. Þegar peningar og bílastæði eru tekin fram fyrir menn- ingu og listir er eitthvað að.“ 1. apríll verður frumsýnd á Ísa- firði, Egilsstöðum, Hornafirði, Vest- mannaeyjum, Flúðum, Raufarhöfn, Akureyri og Keflavík. Meðal leikara eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, Vilhjálmur Goði, Jón Mýrdal og Haukur sjálfur. Atriði úr 1. apríl. Morgunblaðið/Jim Smart Haukur M. Hrafnsson ásamt einum fjölskyldumeðliminum. Hann keypti sér 8mm vél þegar hann var 12 ára og við það voru örlögin ráðin. 1. apríll eftir Hauk M. frumsýnd Útlaginn Hinn 1. apríl verður frumsýnd ný íslensk bíómynd sem heitir 1. apríll og gerist hún öll 1. apríl. Nema hvað! Höfundurinn er Haukur M. Hrafnsson sem vakti verðskuld- aða athygli fyrir frumraun sína, (Ó)eðli, sem frumsýnd var fyrir fjórum árum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þennan yngsta útlaga íslenskrar kvikmyndagerðar. arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... http://1aprill.no-ip.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.