Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 61 SÍÐASTA tilraunakvöld Músíktil- rauna, hljómsveitakeppni Tónabæj- ar og Hins hússins, er yfirleitt kall- að landsbyggðarkvöld, enda er þá yfirleitt mikið um sveitir utan af landi sem eru að búa í haginn fyrir það ef þær komast í úrslit. Að þessu sinni voru þó tvær sveitir úr Reykjavík eða af höfuðborgarsvæð- inu, enda hefur breytt skipan á til- raununum gert að verkum að keppniskvöldin eru jafnari hvað varðar uppruna og getu. Að þessu sinni var rafgítarinn í hávegum í góðu samræmi við það sem hefur borið hæst á þessum tilraunum. Fyrsta hljómsveit á svið var Brútal úr Vestmannaeyjum og kom skemmtilega á óvart; lék kraftmikið rokk með skemmtilega drungaleg- um þjóðlagablæ. Miklu skipti smekklega notað hljómborð, en lög- in voru líka vel samin og sveitin einkar vel samstillt. Söngvari sveit- arinnar stóð sig líka bráðvel og trymbillinn var magnaður í lokalag- inu, en annars stóðu allir liðsmenn Brútal sig vel. Nögl lék háskólapönk og stóð sig þokkalega, en trommuleikur var fullvilltur og yfirkeyrði sveitina á köflum. Besta lagið var það síðasta þegar trymbillinn sat á strák sínum að mestu; það þarf fleiri gítara og hærra stillta til að halda í við slíkan trumbuslátt. Delta 9 kom geysisterk til leiks, vel samstillt og ótrúlega þétt. Sam- vinna söngvara sveitarinnar var góð og lögin vel samin. þannig gengu annað og þriðja lag sveitarinnar frábærlega vel upp, mikið í gangi og góðar skiptingar. Trommuleikarinn var eftirtektarverður fyrir fyrirtaks leik, en þess má geta að hann stóð uppi sem besti trommuleikari til- raunanna 2001 sem liðsmaður Proz- ak, sem Delta 9 er stofnuð uppúr. Org leikur pönkað popp, ágætis lög í sjálfu sér, sérstaklega þriðja lag hennar, en á heldur langt í land – þarf að æfa mun meira og móta stíl og stefnu betur. Það voru þó ágætis sprettir í því sem þeir Org- félagar voru að gera. Dónatónn stakk óneitanlega nokkuð í stúf þetta tilraunakvöld og þá ekki bara fyrir það að vera skip- uð aldursforsetum tilraunanna, heldur var tónlistin sem sveitin flutti mun betur saman sett en að sama skapi ekki eins fersk. Sveitarmenn eru mjög traustir, sérstaklega for- söngvari hennar og gítar/ bassaleikari, sem sýndi til að mynda skemmtileg til- þrif á bassann í fyrsta lag- inu og er einnig traustur gítarleikari. Lögin voru líka venju fremur fjöl- breytt, víruð rokkkeyrsla í fyrsta lagi, þá reggískotið popp og svo loks var brokkað í skemmtilegu lagi. Anubis-félagar léku þungt þunga- rokk og gerðu það vel. Þeir voru reyndar smátíma í gang í fyrsta laginu en undir lokin var það orðið býsna gott og annað lag þeirra fé- laga var fyrirtak; skemmtilegar gít- arlínur á traustum taktgrunni. Hnitmiðað og gott lag. „Hives,“ sagði einhver stundar- hátt þegar þeir Grettismenn gengu á svið, enda voru þeir Hives-legir í jakkafötum og með bindi utan einn sem var hversdagslega klæddur. Tónlistin sem þeir félagar leika er þó öllu hrárri og skemmtilegri en Hives, hrátt frumstætt pönk sem náði hæst í þriðja laginu. Helv. gott pönk. Mortus frá Keflavík, sem eru víst ekki frá Keflavík, komu skemmti- lega á óvart, mjög traustir með seigfljótandi keyrslu. Gítarleikur var skemmtilega súr og bassaleikur fjörugur en þó alltaf á réttum slóð- um. Trymbill sveitarinnar er líka góður og söngvarinn var skemmti- lega villtur. Sérstaklega fóru þeir félagar á kostum í síðasta laginu. Royal Dirt átti í einhverjum tækjavandræðum en kom sér síðan af stað með látum. Sveitin keyrði á háværum rafgíturum og söngvari hennar stóð sig býsna vel. Hann var sérdeilis góður í öðru laginu, en í því þriðja heyrðist eiginlega ekkert í honum, hugsanlega vegna vand- ræða með röddina. Gítarbrimið í öðru laginu var gott og keyrslan í því þriðja yfirgengileg. Mjög for- vitnileg sveit. Lokaorðin þetta kvöld átti tríóið Wiztic. Sveitin er mjög ómótuð, lék ágætlega samin lög en yfrleitt vant- aði eitthvað upp á viðlag í hverju lagi til að þau yrðu eftirminnileg. Rétt er að geta þess að ekki var birt nafn á réttum trommuleikara í blaðinu á fimmtudag; rétt er að trymbill Wiztic heitir Steindór Gíslason. Mjórra var á munum þegar at- kvæði voru talin en sést hefur í til- raunum að þessu sinni a.m.k. en leikar fóru svo að Delta 9 sigraði úr sal og dómnefnd kaus Brutal áfram. Rafgítarinn í hávegum Fimmta og síðasta tilraunakvöld Músík- tilrauna Tónabæjar og Hins hússins. Þátt tóku Delta 9, Brutal, Mortus frá Keflavík, Anubis, Dónatónn, Grettir, Wiztic, Royal Dirt, Org og Nögl. Haldið í Hinu húsinu fimmtudaginn 27. mars. Árni Matthíasson Grettir. Morgunblaðið/Björg Mortus (frá Keflavík). Anubis. Org.Nögl.Royal Dirt. Wiztic. Dónatónn. Sýnd kl. 2 og 4. / Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI / AKUREYRI ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.12. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 5.50, 8, 10.15 og 12.20. B.i. 16. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 5.50, 8, 10.15 og Powersýning kl 12.20. B.i. 16. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i. 14. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12. Með hinum rauðhærða Rupert Grint sem leikur Ron Weasley í HARRY POTTER myndunum Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV sv mbl Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum í síðustu viku með óskarsverðlaunahöfunum Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverki. Kvikmyndir.isi i i  Kvikmyndir.is FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS” INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT AUKASÝNING KL. 12.20 EFTIR MIÐNÆTTI ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8.  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK kl. 2 og 4. Ísl. tal. / kl. 2 og 4. Ísl. tal. / kl. 2. Ísl. tal / Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl.tal. Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKIÁLFABAKKI Tvö sóltjöld fylgja öllum bílstólum til páska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.