Morgunblaðið - 29.03.2003, Page 61

Morgunblaðið - 29.03.2003, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 61 SÍÐASTA tilraunakvöld Músíktil- rauna, hljómsveitakeppni Tónabæj- ar og Hins hússins, er yfirleitt kall- að landsbyggðarkvöld, enda er þá yfirleitt mikið um sveitir utan af landi sem eru að búa í haginn fyrir það ef þær komast í úrslit. Að þessu sinni voru þó tvær sveitir úr Reykjavík eða af höfuðborgarsvæð- inu, enda hefur breytt skipan á til- raununum gert að verkum að keppniskvöldin eru jafnari hvað varðar uppruna og getu. Að þessu sinni var rafgítarinn í hávegum í góðu samræmi við það sem hefur borið hæst á þessum tilraunum. Fyrsta hljómsveit á svið var Brútal úr Vestmannaeyjum og kom skemmtilega á óvart; lék kraftmikið rokk með skemmtilega drungaleg- um þjóðlagablæ. Miklu skipti smekklega notað hljómborð, en lög- in voru líka vel samin og sveitin einkar vel samstillt. Söngvari sveit- arinnar stóð sig líka bráðvel og trymbillinn var magnaður í lokalag- inu, en annars stóðu allir liðsmenn Brútal sig vel. Nögl lék háskólapönk og stóð sig þokkalega, en trommuleikur var fullvilltur og yfirkeyrði sveitina á köflum. Besta lagið var það síðasta þegar trymbillinn sat á strák sínum að mestu; það þarf fleiri gítara og hærra stillta til að halda í við slíkan trumbuslátt. Delta 9 kom geysisterk til leiks, vel samstillt og ótrúlega þétt. Sam- vinna söngvara sveitarinnar var góð og lögin vel samin. þannig gengu annað og þriðja lag sveitarinnar frábærlega vel upp, mikið í gangi og góðar skiptingar. Trommuleikarinn var eftirtektarverður fyrir fyrirtaks leik, en þess má geta að hann stóð uppi sem besti trommuleikari til- raunanna 2001 sem liðsmaður Proz- ak, sem Delta 9 er stofnuð uppúr. Org leikur pönkað popp, ágætis lög í sjálfu sér, sérstaklega þriðja lag hennar, en á heldur langt í land – þarf að æfa mun meira og móta stíl og stefnu betur. Það voru þó ágætis sprettir í því sem þeir Org- félagar voru að gera. Dónatónn stakk óneitanlega nokkuð í stúf þetta tilraunakvöld og þá ekki bara fyrir það að vera skip- uð aldursforsetum tilraunanna, heldur var tónlistin sem sveitin flutti mun betur saman sett en að sama skapi ekki eins fersk. Sveitarmenn eru mjög traustir, sérstaklega for- söngvari hennar og gítar/ bassaleikari, sem sýndi til að mynda skemmtileg til- þrif á bassann í fyrsta lag- inu og er einnig traustur gítarleikari. Lögin voru líka venju fremur fjöl- breytt, víruð rokkkeyrsla í fyrsta lagi, þá reggískotið popp og svo loks var brokkað í skemmtilegu lagi. Anubis-félagar léku þungt þunga- rokk og gerðu það vel. Þeir voru reyndar smátíma í gang í fyrsta laginu en undir lokin var það orðið býsna gott og annað lag þeirra fé- laga var fyrirtak; skemmtilegar gít- arlínur á traustum taktgrunni. Hnitmiðað og gott lag. „Hives,“ sagði einhver stundar- hátt þegar þeir Grettismenn gengu á svið, enda voru þeir Hives-legir í jakkafötum og með bindi utan einn sem var hversdagslega klæddur. Tónlistin sem þeir félagar leika er þó öllu hrárri og skemmtilegri en Hives, hrátt frumstætt pönk sem náði hæst í þriðja laginu. Helv. gott pönk. Mortus frá Keflavík, sem eru víst ekki frá Keflavík, komu skemmti- lega á óvart, mjög traustir með seigfljótandi keyrslu. Gítarleikur var skemmtilega súr og bassaleikur fjörugur en þó alltaf á réttum slóð- um. Trymbill sveitarinnar er líka góður og söngvarinn var skemmti- lega villtur. Sérstaklega fóru þeir félagar á kostum í síðasta laginu. Royal Dirt átti í einhverjum tækjavandræðum en kom sér síðan af stað með látum. Sveitin keyrði á háværum rafgíturum og söngvari hennar stóð sig býsna vel. Hann var sérdeilis góður í öðru laginu, en í því þriðja heyrðist eiginlega ekkert í honum, hugsanlega vegna vand- ræða með röddina. Gítarbrimið í öðru laginu var gott og keyrslan í því þriðja yfirgengileg. Mjög for- vitnileg sveit. Lokaorðin þetta kvöld átti tríóið Wiztic. Sveitin er mjög ómótuð, lék ágætlega samin lög en yfrleitt vant- aði eitthvað upp á viðlag í hverju lagi til að þau yrðu eftirminnileg. Rétt er að geta þess að ekki var birt nafn á réttum trommuleikara í blaðinu á fimmtudag; rétt er að trymbill Wiztic heitir Steindór Gíslason. Mjórra var á munum þegar at- kvæði voru talin en sést hefur í til- raunum að þessu sinni a.m.k. en leikar fóru svo að Delta 9 sigraði úr sal og dómnefnd kaus Brutal áfram. Rafgítarinn í hávegum Fimmta og síðasta tilraunakvöld Músík- tilrauna Tónabæjar og Hins hússins. Þátt tóku Delta 9, Brutal, Mortus frá Keflavík, Anubis, Dónatónn, Grettir, Wiztic, Royal Dirt, Org og Nögl. Haldið í Hinu húsinu fimmtudaginn 27. mars. Árni Matthíasson Grettir. Morgunblaðið/Björg Mortus (frá Keflavík). Anubis. Org.Nögl.Royal Dirt. Wiztic. Dónatónn. Sýnd kl. 2 og 4. / Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI / AKUREYRI ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.12. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 5.50, 8, 10.15 og 12.20. B.i. 16. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 5.50, 8, 10.15 og Powersýning kl 12.20. B.i. 16. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i. 14. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12. Með hinum rauðhærða Rupert Grint sem leikur Ron Weasley í HARRY POTTER myndunum Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV sv mbl Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum í síðustu viku með óskarsverðlaunahöfunum Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverki. Kvikmyndir.isi i i  Kvikmyndir.is FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS” INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT AUKASÝNING KL. 12.20 EFTIR MIÐNÆTTI ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8.  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK kl. 2 og 4. Ísl. tal. / kl. 2 og 4. Ísl. tal. / kl. 2. Ísl. tal / Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl.tal. Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKIÁLFABAKKI Tvö sóltjöld fylgja öllum bílstólum til páska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.