Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI TVEIR karlmenn létust í geysi- hörðum árekstri tveggja fólksbif- reiða á Reykjanesbraut í gær- morgun. Kona á fimmtugsaldri slasaðist ennfremur alvarlega og liggur á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi en sonur hennar slasaðist minna. Líðan konunnar er eftir atvikum góð að sögn vakthafandi læknis. Að auki lentu níu manns í áhafnarrútu Flugleiða lítillega í árekstrinum en sluppu án teljandi meiðsla. Ekki er unnt að birta nöfn hinna látnu að svo stöddu. Tildrög slyssins eru í rannsókn lögreglunnar í Keflavík. Ekki er fyllilega ljóst hvað gerðist en vit- að er að 25 ára ökumaður, sem var einn í bíl sínum, var á leið til Hafnarfjarðar þegar slysið varð. Þegar hann var kominn nálægt Vogaafleggjara mætti hann áhafnarrútunni og lenti á vinstra framhorni hennar. Strax í kjöl- farið lenti bifreið hans framan á bifreið þriggja manna fjölskyldu sem ók á eftir rútunni. Lést 57 ára gamall ökumaður þeirrar bif- reiðar og kona hans slasaðist sem áður gat. Sonur þeirra sem var með þeim slasaðist ekki alvar- lega. Lögreglan í Keflavík segir að hálka hafi ekki verið á veginum þegar hún kom á slysstað nokkr- um mínútum eftir slysið en að- stæður til aksturs hafi samt ekki verið eins og best verði á kosið. Gengið hafi á með slydduéljum og mikil bleyta á veginum. Lög- reglan segir að ekki séu áberandi djúp hjólför á veginum á þessum stað og því sé ólíklegt að vatn hafi safnast fyrir í rásum sem getur reynst ökumönnum mjög hættu- legt. Tilkynnt var um slysið klukkan 6:29 og var brugðist við með miklum viðbúnaði. Brunavarnir Suðurnesja og Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins sendu liðsafla á slysstað á sjúkrabifreiðum og tækjabifreiðum ásamt neyðarbif- reið. Lögreglan í Keflavík fékk aðstoð lögreglunnar í Hafnarfirði við að annast vettvang slyssins. Reykjanesbraut var lokað til klukkan 12 á meðan björgunarlið var að störfum og var allri um- ferð beint á Vatnsleysustrandar- veg. Það sem af er þessu ári hafa þrír látist í slysum á Reykjanes- braut. Alls hafa 56 manns látist í bílslysum þar frá árinu 1967. Flest banaslysin urðu árið 2000 þegar sex manns létust og árið 1991 létust fimm manns. Tveir biðu bana í hörðum árekstri á Reykjanesbraut Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Mikill viðbúnaður var á slysstað af hálfu lögreglu og slökkviliðs og lokaði lögreglan Reykjanesbrautinni til hádegis í gær. HREYFILL á Boeing 737-300 þotu flugfélagsins Iceland Express á leið frá Bretlandi til Íslands með 97 farþega bilaði skömmu eftir flugtak frá Stansted-flugvelli í gærkvöld og urðu flugmenn þotunnar að snúa henni við eftir nokkurra mínútna flug. Svo virðist sem vélarhluti túrbínu hreyfilsins hafi gefið sig með þeim afleiðingum að hvellur kvað við með blossa og reyk aftan úr hreyflinum. Flugmennirnir drápu á hreyflinum og lentu vélinni aftur á Stansted klukkan 20:20 eða 10 mínútum eftir flugtak. Fimm manna áhöfn var um borð auk farþega og sakaði engan, þótt sumum hafi líklega brugðið talsvert við atvikið að sögn Ólafs Hauks- sonar, upplýsingafulltrúa Iceland Express. Eftir lendingu var vélin sett í geymslu en flugrekstr- arfélagið Astraeus ræsti út nýja vél og áhöfn. Var gert ráð fyrir að sú vél lenti í Keflavík seint í gær- kvöld. Flugatvikið verður tekið til rannsóknar að sögn Ólafs. Þotu Iceland Express var snúið til Lundúna Hreyfill gaf sig með hvelli eftir flugtak TVEIR menn komust lífs með ótrú- legum hætti úr flugslysi seint í gær- kvöld þegar tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 152 brotlenti á Mið- fjallsmúla á Hvalfjarðarströnd í um 100 m hæð. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var vélin að fljúga í éli þegar hún skall í jörðina. Þegar mennirnir rönkuðu við sér lágu þeir við hliðina á brennandi flakinu. Um borð voru flugkennari og nemandi og þeim var bjargað af bónda af nálægum bæ. Annar þeirra er talinn fótbrotinn og brenndur og gat sig hvergi hreyft en félagi hans slasaðist minna.Voru þeir fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild. Fyrstur á vettvang var Jón Val- garðsson, bóndi á Eystra-Miðfelli, og er ljóst að hann átti stærstan þátt í giftusamlegri björgun mannanna. Hann fór upp í fjallið og kom að öðr- um flugmanninum liggjandi aðeins 10 metrum frá flakinu og bar hann 50 metra niður fjallshlíðina að bíl sín- um. Var flugmaðurinn þá orðinn mjög kaldur og illa haldinn vegna meiðsla. Hinn manninn hafði Jón ekið fram á skömmu áður og tók hann einnig í bíl sinn. Jón frétti fyrst af slysinu frá systur sinni sem séð hafði torkennilegan eld í fjallshlíðinni og fór hann strax af stað til kanna málið. „Ég sá strax hvað þetta var og þegar nær dró mætti ég öðrum manninum á gangi,“ sagði Jón. „Ég tók hann strax upp í bílinn og hann sagði mér frá slösuð- um félaga sínum. Ég hélt því áfram og komst inn undir flakið. Ég stökk út og sá hinn slasaða og kom honum inn í bíl. Hann var meiddur á fæti og mjöðm, brenndur á höndum og fötin hans brennd. Hann lá í snjónum og var orðinn mjög kaldur og ég sá að vænlegast væri að ná honum inn í heitan bílinn.“ Jón sagði hinn slasaða hafa orðið fegnari en orð fá lýst þegar hjálpin barst og endir þar með bund- inn á ömurlega vist hans við flugvéla- flakið. Jón bar manninnað bílnum niður hlíðina í hálku og erfiðu færi og gat hinn slasaði hjálpað til með heila fætinum. „Þetta tókst hjá okkur, en mennirnir voru báðir orðnir mjög illa haldnir af kulda,“ sagði Jón. Hann telur að mennirnir hafi verið við brennandi flakið í um eina og hálfa klukkustund og var það ekki fyrr en þeir sáu bílljósin frá Jóni að annar þeirra freistaði þess að ganga til móts við hann. „Þetta var mikil lífsreynsla, en maður er feginn þegar vel tekst til,“ sagði Jón. „Ég bara skil ekki hvernig mennirnir sluppu lif- andi frá þessu slysi.“ Veður hamlaði för Flugvélin sem er frá Flugtaki hf. með einkennisstafina TF-TFR, smíðuð 1978, fór í loftið frá Reykja- vík klukkan 18:15 í gær til að fara í flug í nágrenni borgarinnar. Veður hamlaði því að vélin kæmist aftur til baka og því neyddust flugmennirnir til að lenda henni við bæinn Stóra- Kropp klukkan 19:15. Þegar þeir voru komnir í loftið nokkru síðar létu þeir vita af sér í gegnum talstöð. Þegar þeir skiluðu sér hins vegar ekki til Reykjavíkur var farið að ótt- ast um þá. Þegar engin svör bárust frá Cessnunni voru flugvélar á leið- inni yfir landið beðnar um svipast um eftir vélinni. Klukkan 22:53 barst flugturni tilkynning um að mennirn- ir væru fundnir. Tveir menn lifðu af þegar flugvél brotlenti í Hvalfirði „Skil ekki hvernig mennirnir sluppu lifandi“ Morgunblaðið/Golli  !   "#$%& '(% +$! 3+/ *+ /4 /1%++ + 5  6 71%++ 8 6 %9 ++      5  9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.