Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ K vikmyndaáhuginn vaknaði hjá Lauf- eyju Guðjónsdóttur, nýskipuðum for- stöðumanni Kvik- myndamiðstöðvar Íslands, þegar hún byrjaði að fara í bíó. „Ætli það sé ekki með mig eins og alla aðra,“ segir hún. „Ég man að fyrsta alvöru kvikmyndin sem ég sá var Barnsránið eftir Kur- osawa og hún hafði mikil áhrif á mig. Ég var 12 ára, fór með mömmu og hélt þetta væri eitthvað fyrir börn. Það reyndist nú ekki vera og hún hafði mikil áhrif á mig.“ Engu að síður var Laufey komin með bakteríuna fyrir kvikmyndum og síðar fór hún að venja komur sínar í Fjalaköttinn. „Það var kvikmynda- klúbbur sem Friðrik Þór Friðriksson rak með myndarskap í Laugarásbíói. Við mættum þarna nokkrar vinkonur klukkan níu á laugardagsmorgnum og þorðum aldrei að spyrja hvort hægt væri að koma á öðrum tímum.“ Vel nestuð að heiman Laufey hóf störf sem forstöðumað- ur Kvikmyndamiðstöðvarinnar 17. febrúar sl. Hún var valin úr hópi sex- tán umsækjenda, eftir að hafa fengið eindregin meðmæli frá kvikmynda- ráði, og skipuð af menntamálaráð- herra. Laufey hefur BA-próf í spænsku og kvikmyndafræðum frá Kaupmannahafnarháskóla. Eftir að hún lauk stúdentsprófi hafði hún mik- inn áhuga á Spáni og Suður-Ameríku eftir að hafa ferðast þar um slóðir. „En einhvern veginn fann ég mig ekki alveg í spænskunáminu og fór þá í kvikmyndafræði,“ segir Laufey. „Námið var blanda af fræðilegri og hagnýtri nálgun. Við gerðum eina mynd á önn og svo lærðum við kvik- myndasögu, fagurfræði og uppbygg- ingu. Eins fjallaði námið um stefnur og strauma. Þá áttaði ég mig á því hversu vel nestuð ég var úr kvik- myndaklúbbnum. Danir voru ekkert sérlega framsæknir í bíómyndavali á þeim tíma, en heima höfðu verið sýnd- ar tilraunamyndir og fjölbreytt flóra kvikmynda í kvikmyndaklúbbnum.“ Laufey skrifaði lokaritgerð um Wim Wenders og þýsku bylgjuna; hvernig hann sótti drauminn í smiðju Bandaríkjanna og úr varð sérþýsk kvikmyndalist. „Hann sótti til að mynda í bandaríska b-mynda arfinn með myndum á borð við París Texas.“ Skemmtilegt ævintýri Þegar Laufey kom heim úr námi fékk hún starf hjá Sjónvarpinu, sem fólst í innkaupum og vali á erlendu efni og undirbúningi samninga. Eins kom hún að sameiginlegri sölumessu norrænu sjónvarpsstöðvanna, Nordic Screenings. „Svo fannst mér nóg komið og ætlaði að fara að gera eitt- hvað allt annað, – lofaði sjálfri mér því. Ég kvaddi Sjónvarpið með pompi og prakt, en tveimur mánuðum síðar var ég farin að vinna á nýrri sjón- varpsstöð, Stöð 3.“ Þar gekk á ýmsu. „Ég tók þátt í uppbyggingu stöðvarinnarmeð frá- bæru fólki, en barningurinn var mikill tæknilega og þar af leiðandi fjárhags- lega líka. Loks þegar lausnin var í sjónmáli var fyrirtækið keypt af Stöð 2. Það var leiðinlegur endir á skemmtilegu og lærdómsríku ævin- týri. Eftir það ákvað ég að venda mínu kvæði í kross, enda sá ég mig ekki í anda á Stöð 2 eftir þá hatrömmu baráttu sem átt hafði sér stað.“ Stuttu seinna bauðst Laufeyju vinna á skrifstofu menningarmála hjá menntamálaráðuneytinu. Hún annað- ist menningarkynningar erlendis, málefni myndlistar og bókmennta hér á landi og norrænt samstarf í nefnd á vegum Norrænu ráðherranefndar- innar, sem sér um norrænar menn- ingarkynningar utan Norðurlanda, auk nefndar um upplýsingatækni á menningarsviðinu. Þá sat hún fyrir hönd ráðuneytisins í stjórn menning- arsjóða innan ESB og tók þátt í menningarstarfi í EFTA. Barnabækur og landafundir Það sem er Laufeyju einna eftir- minnilegast frá þessum tíma eru menningarskipti sem fólust í því að norrænir listamenn fóru til Suður- Afríku og suður-afrískir listamenn komu til Norðurlanda. „Bókmenntir komu í okkar hlut og hópur norrænna og suður-afrískra höfunda hittist báð- um megin á hnettinum, skipti með sér verkum í hópastarfi og úr því komu fimm myndskreyttar barnabækur, sem við fengum fjármögnun til að prenta og dreifðum í skóla í Suður- Afríku. Verkefnið hélt svo áfram eða angi af því gegnum valin bókasöfn í félagsmiðstöðvum í fátækrahverfum í Suður-Afríku.“ Laufey vann að fjölmörgum öðrum verkefnum, s.s. undirbúningi og fjár- mögnun víkingasýningar í samstarfi við Smithsonian í Bandaríkjunum. „Sýningin var algjörlega unnin af starfsfólki Smithsonian og á þeirra forsendum. Áherslan var ekki aðeins lögð á víkingana heldur siglingar þeirra og landafundina. Því var mikið lagt upp úr Íslandi og Grænlandi. Sýningin ferðaðist á milli stórra safna í Bandaríkjunum og fékk enn hærri sess þegar Hillary Rodham Clinton tók að sér að kynningu á henni.“ En Laufey saknaði kvikmyndanna, sneri aftur til Sjónvarpsins og varð yf- irmaður erlendrar dagskrár. Í því fólst stefnumótun, val og innkaup á efni, samningagerð og eftirfylgni, um- sjón með þýðingum, talsetningu, o.s.frv. Það var svo fyrir rúmum mán- uði að hún tók við stöðu forstöðu- manns nýstofnaðrar Kvikmyndamið- stöðvar Íslands. Í nógu er að snúast enda tími breytinga; ný lög tóku gildi um síðustu áramót og von er á nýrri reglugerð með þeim einhvern næstu daga. – Í hverju felast þessar breytingar, úr Kvikmyndasjóði í Kvikmyndamið- stöð? „Áður var þetta allt undir sama hatti, einnig kvikmyndasafnið, en nú hefur verið skilið þar á milli. Kvik- myndasafnið heyrir nú beint undir menntamálaráðuneytið og hefur sinn eigin forstöðumann. Með breytingunum var sett á fót Kvikmyndamiðstöð og er kjarni starf- seminnar að breytast. Nú byggir út- hlutunin á konsúlentum eða ráðgjöf- um, sem eiga eftir að fylgjast betur með hverju verkefni fyrir sig og veita ekki aðeins forstöðumanninum ráð- gjöf heldur líka umsækjendum, þ.e. kvikmyndagerðarmönnum. Mikil gróska á Íslandi Lunginn úr starfinu er því að breytast og svo þurfum við að vaxa út frá því. Áfram verður úthlutað styrkj- um til íslenskrar kvikmyndagerðar, kynningar erlendis og svo vil ég færa meiri þrótt í kvikmyndamenninguna á Íslandi. Þar er mikil gróska og mikil þörf á að koma með markvissum hætti til móts við hana. Ég hef hug- myndir í þá veru, en enn á eftir að móta þær í samstarfi við þá sem þeg- ar hafa haslað sér völl á þessum vett- vangi. Þá er mikilvægt að fá meira af fagfólki erlendis frá sem er framar- lega á sínu sviði til námskeiða- og fyr- irlestrahalds, treysta með því tengsl- in og stuðla að frjórri umræðu.“ – Sumir óttast að með ráðgjöfum verði valdið of miðstýrt og velta því fyrir sér hvað gerist ef tiltekinn kvik- myndagerðarmaður lendir í ónáð. Er það nokkuð sem þú hefur í huga við uppbyggingu starfseminnar? „Já, það hafa mjög margir áhyggj- ur, þó fyrst og fremst af hlutverki for- stöðumannsins, – að hann verði of mikill einvaldur. Það er ósköp skilj- anlegt. Þess vegna er ég að reyna að finna leiðir til þess að dreifa þessu valdi og tryggja einhvers konar áfrýj- unarmöguleika. Það má hugsa sér að það verði gert með því að gera fleirum kleift að koma að þessu ferli, t.d. með hlutastörfum, og fleiri vinni með um- sækjendum, s.s. lesarar. Þannig að það séu fleiri en einn sem kvikmynda- gerðarmenn geti leitað til og því full- vissað sig um að ákvarðanir séu ekki byggðar á persónulegri óvild. Vandamálið er að erfitt er að finna fólk sem hefur engin hagsmuna- tengsl, þó það hafi hæfileika til að vinna þessi störf. Umfram allt þarf því gagnsæið að vera tryggt. Lögin eru þannig að nú er ekki stjórn yfir starfseminni og því verður enn mik- ilvægara að búa til leikreglur til að tryggja gagnsæið. Og til þeirra þarf að vanda.“ Tryggja þarf gagnsæi – Málum sem ekki var eining um hjá Kvikmyndasjóði var stundum vís- að til stjórnar. Hvað finnst þér um þá ákvörðun að hafa ekki stjórn? „Mér finnst það dálítið djarft spil- að. Þess vegna reynir á gagnsæið og að verkaskiptingin sé klár, þannig að forstöðumaðurinn taki ekki bara verkefnin til sín og segi já eða nei. Þetta verður að vera ákveðið og skráð vinnuferli, þannig að umsóknir fái umsögn, lestur og álit ráðgjafa. For- stöðumaðurinn er þá meira áfrýjun- araðili. Enda þarf hann að halda hlut- leysi sínu, t.d. ef verkefni sem hefur verið hafnað fer að ganga vel, þá verð- ur auðveldara fyrir hann að veita því stuðning. Þá kemur ekki fyrir að for- stöðumaðurinn fari að hanga á verk- efnum, sem hann hefur fallið fyrir, en enginn annar sér glóru í. Það finnst mér vera sanngirnismál. Forstöðumaðurinn sér einnig um formleg tengsl við marga aðila, s.s. Scandinavian Films, European Film Promotion og aðrar evrópskar stofn- anir. Kvikmyndamiðstöð þarf að hlúa að þessum tengslum og miðla upplýs- ingum áfram til geirans hérna heima Teflt djarft Morgunblaðið/Kristinn Laufey Guðjónsdóttir veitir Kvikmyndamiðstöð Íslands forstöðu. Laufey Guðjónsdóttir er í forstöðu fyrir nýstofnaða Kvikmyndamiðstöð Íslands. Pétur Blöndal talaði við hana, m.a. um kvikmynda- áhugann, völd væntanlegra ráðgjafa við úthlutun og hvort kvikmyndir væru list- grein eða iðnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.